Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Page 33
JDV LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999
imm
41 v
Fram undan...
17. Akureyrarmaraþon <***)
Hefst kl. 12:00 á íþróttavellin-
um á Akureyri. Vegalengdir: 3
km skemmtiskokk, einn flokk-
ur; 10 km og hálfmaraþon með
tímatöku. Flokkaskipting, bæði
kyn: 13-15 ára (10 km), 16-39
ára (hálfmaraþon), 40-49 ára,
50-59 ára, 60-69 ára og 70 ára og
eldri. Verðlaun fyrir þrjá
fyrstu í hveijum flokki. Ailir
sem ljúka keppni fá verðlauna-
pening. Útdráttarverðlaun.
Upplýsingar UFA pósthólf 385,
602 Akureyri.
24.„LaugavegurinnV)
Hefst kl. 08:00 við skálann í
Landmannalaugum og endað
við skálann í Þórsmörk. Til
vara er 25. júli ef veður er
óhagstætt á hlaupdag. Vega-
lengd: Um 55 km með tíma-
töku. Flokkaskipting, bæði
kyn: 18-29 ára, 30-39 ára, 40 ára
og eldri konur, 40-49 ára, 50-59
ára, 60 ára og eldri karlar. All-
ir þátttakendur sem ljúka
hlaupinu fá skjöld og háskóla-
bol. Verðlaun fyrir þrjá fyrstu
einstaklinga í karla- og kvenna-
flokki og fyrsta sæti í hverjum
flokki. Verðlaun fyrir þrjár
fyrstu sveitir í sveitakeppni.
Útdráttarverðlaun. Upplýsing-
ar á skrifstofú Reykjavíkiu
maraþons í síma 588 3399.
29.Ármannshlaup(***)
Hefst kl. 20:00 við Ármanns-
heimilið, Sigtúni. Vegalengdir:
3 km og 10 km með tímatöku.
Flokkaskipting, bæði kyn: 18
ára og yngri, 19-39 ára, 40-49
ára, 50 ára og eldri. Verðlaun
veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í
heildina og fyrsta sæti í hverj-
um flokki. Sveitakeppni, 3 í
sveit. Allir sem ljúka keppni fá
verðlaunapening. Upplýsingar:
Grétar Ámason í sima 553 9595
og Katrín Sveinsdóttir í síma
562 0595.
31. Barðsneshlaup <**)
Hefst kl. 09:00 við Barðsnes
sunnan Norðfjarðarflóa og end-
að við sundlaugina í Neskaups-
stað. Vegalengd: um 27 km með
tímatöku. Farandbikar veittur
fyrir besta árangur. Upplýsing-
ar Ingólfúr S. Sveinsson í síma
588 1143, Jóhann Tryggvason í
síma 477 1762 og Rúnar Gmm-
arsson í sima 477 1106.
Ágúst
B.Sri Chinmoy 5 km (***)
Hefst kl. 20.00 við Ráðhús
Reykjavíkur. Vegalengd: 5 km
með tímatöku. Flokkaskipting
ákveðin síðar. Allir sem ljúka
keppni fá verðlaunapening.
Upplýsingar gefúr Sri Chin-
moy maraþonliðið í síma 553
9282.
8. Fjöruhlaup Þórs (**)
Hefst kl. 19.00 við Óseyrar-
brú. Skráning fer fram við
íþróttamiðstöð Þorlákshafnar
og lýkur kl. 18.15. Boðið er upp
á að hlaupa eða ganga, annaö
hvort 4 lun eða 10 km eftir
fjörusandinum frá Óseyrarbrú
aö íþróttamiðstöð Þorláks-
hafnar. Flokkaskipting bæði
kyn: 12 ára og yngri (4 km),
13-14 ára, 15-39 ára, 40-49 ára,
50 ára og eldri. Allir sem ljúka
hlaupunum fá verðlaunapen-
ing og sigurvegarar sérstaka
viðurkenningu. Jón H. Sigur-
mundsson í síma 483 3820, fax
483 3334 og Ingi Ólafsson í
síma 483 3729.
Laugavegshlaupið, milli Landmannalauga og Þórsmerkur, 24. júlí:
Margir bestu hlauparar
landsins meðal þátttakenda
Nú er aðeins vika þar til Lauga-
vegshlaupið fer fram en í hugmn
margra hlaupara er það hápunkt-
ur ársins. Laugavegurinn er hlaup
á milli Landmannalauga og Þórs-
merkur, um 55 km vegalengd. Of-
urmaraþonhlaup af þessu tagi
hafa verið mjög í sviðsljósinu á
síðustu árum erlendis og njóta
mikilla vinsælda. Laugavegurinn
er farinn að spyrjast út erlendis
því búist er við a.m.k. 20 erlendum
keppendum í hlaupið að þessu
sinni. Sá fjöldi bætist við um 70 ís-
lendinga og þvi útlit fyrir að kepp-
endur verði yfir níu tugir í ár.
Laugavegurinn var haldinn
formlega í fyrsta sinn árið 1997 og
var framkvæmd hlaupsins í hönd-
um Reykjavíkur maraþons. Það ár
voru keppendur 49 talsins en í
fyrra komu 79 hlauparar í mark.
Því er um mikla fjölgun að ræða
éir frá ári og sér ekki fyrir endann
á þeirri þróun. Ótrúlegir tímar
hafa náðst á Laugaveginum.
Stórfelld bæting
Fyrir allnokkrum árum fóru að
berast fregnir af skálavörðum sem
tekist hafði að fara Laugaveginn á
9-10 tímum. Það þótti góður árang-
ur á þeim tíma. Allnokkru síðar
hlupu Þorsteinn og Guðmundur
Hannessynir Laugaveginn á rúm-
um 8 tímum. Stuttu síðar spreytti
hópur ÍR-inga sig á leiðinni og í
þeim hópi var Sveinn Ernstsson
sem bætti metið verulega þegar
hann fór þessa leið á 6:32 klst. Það
þótti mikið afrek sem menn bjugg-
ust við að erfitt yrði að bæta.
Rögnvaldur Ingþórsson setti
hins vegar glæsilegt met á fyrsta
árinu sem hlaupið var formlega
haldið af hálfu Reykjavíkur mara-
þons (1997) sem enn hefur ekki ver-
ið slegið. Rögnvaldur hljóp þessa
vegalengd á 5:19:54 klst. sem er
ótrúlegur tími. Daði Garðarsson
kom þá annar í mark á tímanum
5:27:13 klst. en það er enn þá næst-
besti timi sem náðst hefur í hlaup-
inu. Bryndís Emstsdóttir á bestan
tíma kvenna, 5:44:26 klst. Steinar
Jens Friðgeirsson, sem sigraði í
hlaupinu í fyrra, á þriðja besta
tímann, 5:27:29 klst. Steinar verður
meðal keppenda í hlaupinu í ár og
hefur æft af kappi fyrir hlaupið.
„Ég er í ágætisformi fyrir þetta
hlaup og hef lagt rækt við æflngar.
Það er efst í huga mér að bæta
minn eigin tíma í hlaupinu en síð-
an verður það að ráðast hvort ég
get bætt tíma Daða eða Rögn-
valdar. Það er nú einu sinni
þannig að árangur í hlaupi sem
þessu er ávallt háður veðri og
vindum og því er nauðsynlegt að fá
góðar aðstæður til þess að mögu-
leiki sé á að bæta tímann," segir
Steinar.
Ljóst er að Steinar fær verðuga
keppni frá nokkrum af bestu
hlaupurum landsins. „Ég veit af
tveimur úrvalshlaupumm sem
verða með að þessu sinni. Amald-
ur Gylfason, sem á fjórða besta
tímann frá upphafi, verður með og
sömuleiðis Bjartmar Birgisson
(sem á sjötta besta tímann). Bjart-
mar er í mjög góðri æfingu um
þessar mundir. Hann hefur náð
mjög góðum tímum í hlaupum að
imdanförnu eins og til dæmis
Fjallaskokki ÍR á dögunum og Blá-
skógaskokkinu í byrjun júlímánað-
ar.“ Því til viðbótar má nefna að
Jóhann Ingibergsson mun eflaust
veita þeim verðuga keppni. „Ég
veit því miður ekkert um þá út-
lendinga sem koma hingað í hlaup-
ið, þar eru óþekktar stærðir á
ferð,“ segir Steinar.
Á flestra færi
Þeir eru fjölmargir sem gætu
Verðiaunahafar í Laugavegshlaupinu f fyrra, Arnaldur Gylfason, Steinar
Jens Friðgeirsson og Agúst Kvaran.
hugsað sér að taka þátt í Laugavegs-
hlaupinu en hafa hingað til ekki
talið sig vera í nægilegu formi til
þess að ljúka þrautinni. Staðreyndin
er sú að það ættu allir að geta
spreytt sig á Laugaveginum sem eru
í þokkalegu formi. Það er hægt að
ganga rösklega og skokka til skiptis
á þessari leið en það tekur um 10-11
tíma alls. Ef keppa þarf að góðum
tíma er nauðsynlegt að vera í góðu
langhlaupaformi. Vel er hægt að æfa
sérstaklega fyrir Laugaveginn. Al-
menn maraþonáætlun dugar í flest-
um tilfellum. Siðan er upplagt að
æfa sig á erfiðum brekkum. í því
sambandi má nefna að Esjugöngur
eru í tísku en þær eru famar einu
sinni í viku.
Gæta verður þess að fyrsti áfangi
leiðarinnar er brattastur og þar með
erfíðastur. Frá Landmannalaugum
og upp í Hrafntinnusker er um 400
metra hækkun á 10 km sem er ansi
drjúgt fyrir menn í lélegri æfingu.
Þeir sem eru óvissir um getu sína
ættu að gæta þess að fara ekki of
hratt á þeim kafla. Síðan er mikil-
vægt að þrauka á leiðinni frá Emstr-
um þegar langt er liðið á hlaupið. Þá
vilja lærin oft verða þung, sérstak-
lega eftir að komið er yfir Þröngá.
Drykkjarstöðvar eru við Hrafn-
tinnusker, Álftavatn og Emstrur en
þar verða orkudrykkir og bananar í
boði. Þessar stöðvar er nauðsynlegt
að nýta til hins ýtrasta. Að auki er
gott að hafa drykki í belti og nóg af
orkugeli. Þar að auki má mæla með
saltögn í filmuhylki eða söltum
drykk í einum brúsa. Vökvatap í
hlaupi sem þessu er mjög mikiö og
salttapið getur gert hlaupara mátt-
litla og dómgreindarlausa þegar á
líður.
Steinar Jens Friðgeirsson var
spurður hvort það væri möguleiki
að hlaupa þessa vegalengd á undir 5
klukkustundum. „Maður á aldrei að
segja aldrei. Einhvem tíma þótti það
óhugsandi að 5 km hlaup yrði
nokkurn tíma hlaupið á undir 13
mínútum eða 10 km á undir 27 mín-
útum. Það hefur hins vegar tekist og
því fer ég varlega í allar yflrlýsingar
um Laugaveginn. Hins vegar má
ekki gleyma því að það þarf mikið
átak fyrir hverja mínútu í bætingu
fram yfir besta tímann sem náðst
hefur á Laugaveginum. Það er hægt
að hlaupa langa vegalengd á 20 mín-
útum,“ segir Steinar. -ÍS
, 0idðU falleg og sterk
Le,y samkomutjöld
Fn ** ii
U 88 P
Leigjum borð, stóla,
ofna o.fl.
Tjaldaleigan
Skemmtilegt hf.
Dalbrekku 22 - sími 544 5990
4
BTCHI mhm
1- .. '■" . jM ’ym
BPWW w* ... m. ■
mm
kjf 1 ■ , m _
1
JOt
1. v. stóóhestur
Glæsilegur klárhestur með tölti,
hreinræktaður af Kolkuósstofni,
verður í girðingu í nágrenni
Selfoss frá 23. júlí.
tölvui tækni og vísinda
M@rtröð geðsjúkra:
-telja sig ofsótta gegnum netið