Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Blaðsíða 46
54 fáfmæli Til hamingju með afmælið 17. jfilí 90 ára Eirikur Guðmundsson, Árvegi 2, Selfossi. 85 ára Marinó Tryggvason, Ægisgötu 22, Akureyri. 80 ára Kristín Pálsdóttir, Víðilundi 14a, Akureyri Þórhallur Sigurðsson, Silfurbraut 6, Höfn. 75 ára Haraldur Arnór Einarsson, Borgarbraut 19, Hveragerði. Ingunn Ingvadóttir, Þórsmörk, Garöabæ. Jóhanna M. Árnadóttir, Blesugróf 29, Reykjavík. Jóna Ármann, Skorrastað 3, Neskaupstað. Marta G. Jóhannsdóttir, Naustahlein 8, Garðabæ. 70 ára Sóley Halldórsdóttir húsmóðir, Gránufélagsgötu 16, Akureyri. Sambýlismaður hennar er Svavar Ottesen, starfsmaður Dags. Þau taka á móti gestum i Gamla-Lundi við Eiðsvöll í dag milli kl. 15.00 og 18.00. Andrea Tryggvadóttir, Vallholti 21, Selfossi. Árni Gunnarsson, Móaflöt 11, Garðabæ. Ásta Þorvarðardóttir, Vættaborgum 6, Reykjavík. Bjarni Gislason, Skúlagötu 55, Reykjavík. Laufey Bjarnadóttir, Öldubakka 1, Hvolsvelli. 60 ára Hallgrímur Axelsson, Þjóðólfshaga II, Holta- og Landsveit. Jens Óskarsson, Lágholti 11, Stykkishólmi. Sjöfn Ingólfsdóttir, Langholtsvegi 202, Reykjavík. 50 ára Anna Jónsdóttir, Þorsteinsgötu 13, Borgamesi. Anton Bjarnason, Byggðarenda 1, Reykjavík. Baldur Andrésson, Bugðulæk 14, Reykjavík. Guðbjörg Ólafsdóttir, Reynigrand 23, Kópavogi. Guðmundur Bjamason, Þiljuvöllum 38, Neskaupstað. Hilda Hafsteinsdóttir, Kleppsvegi 72, Reykjavík. Hreinn Ágústsson, Vesturási 46, Reykjavík. Jónína Elísa Guðmundsdóttir, Víðivöllum, Akureyri. Kristbjörg Hjaltadóttir, Bólstaðarhlíð 23, Reykjavík. Rós Bender, Skerjabraut 7, Seltjarnarnesi. 40 ára Björgúlfur Pétursson, Laugalæk 25, Reykjavík. Björgvin Björnsson, Hlíðarvegi 14, Ólafsflrði. Gísli Ingólfur Gislason, Sjávargötu 4, Bessastaðahreppi. Guðmundur Ragnarsson, Blikastíg 11, Bessastaðahreppi. Guðrún María Óskarsdóttir, Herjólfsgötu 18, Hafnarfirði. Hulda Steinunn Arnsteinsdóttir, Sogstúni 1, Dalvík. Ingi Þorleifur Bjarnason, Boðagranda 7, Reykjavík. Kristjana Friðriksdóttir, Víðilundi 2a, Akureyri. Rósa Jennadóttir, Þórðargötu 6, Borgamesi. Sigrún Edda Reykdal, Lautasmára 8, Kópavogi. Steinbjörn Tryggvason, Galtanesi, Húnaþingi vestra. Vilmundur Hansen, Gerði, Djúpárhreppi. Zbigniew Aleksander Dubik, Ásvallagötu 5, Reykjavík. Þóra Brynjúlfsdóttir, Reyrengi 3, Reykjavík. LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 Grímur Sveinbjörn Sigurðsson Grímur Sveinbjörn Sigurðsson véltæknifræðingur, Hindarlundi 10, Akureyri, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Grímur fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann er bifvélavirkja- meistari og véltæknifræðingur að mennt. Grímur stundaði bifreiðaviðgerð- ir og véltæknifræðistörf í Noregi, hjá Slippstöðinni á Akureyri, hjá ístak og nú Ráðgarði Skiparáðgjöf. Þá hefur Grímur leikið með dans- hljómsveitum um ára- bil, m.a. með Ingimar Eydal og Ragnari Bjarnasyni. Fjölskylda Grímur kvæntist 18.7. 1972 Sigríði Valgerði Finnsdóttur, f. 4.4. 1951, skrifstofumanni. Hún er dóttir Finns Magnússon- ar og Ragnheiðar Dav- iðsdóttur, fyrrv. bænda að Skriðu í Hörgárdal. Börn Gríms og Sigríð- Grímur Sveinbjörn Sigurðsson. ar Valgerðar eru Hulda Björk Grímsdóttir, f. 18.5. 1972, húsmóðir í Reykjavík en maður hennar er Magnús Jóns- son, f. 18.10. 1973, versl- unarmaður og eru böm þeirra Kristófer Arnars- son, f. 20.10. 1994, og óskírð Magnúsdóttir, f. 9.7. 1999; Ragnheiður Sara Grímsdóttir, f. 30.6. 1981, nemi. Systkini Gríms eru Freysteinn, f. 12.12. 1950, verslunarmaður í Reykjavík; Hulda Guðlaug, f. 22.9.1953, hjúkrunafræð- ingur í Keflavík; Guðbjörg, f. 29.4. 1955, tölvunarfræðingur í Reykja- vík; Sigurður, f. 25.5. 1958, vél- tæknifræðingur í Noregi; Sigrún, f. 23.7. 1968, hjúkrunarfræðingur í Danmörku. Foreldrar Gríms: Sigurður Frey- steinsson, f. 30.11. 1921, fyrrv. leigu- bifreiðastjóri á Akureyri, og Sigrún Lovísa Grímsdóttir, f. 18.2. 1927, húsmóðir. Grímur verður að heiman á af- mælisdaginn. Elísabet Soffía Guðbjartsdóttir Elísabet Soffla Guðbjartsdóttir, deildarstjóri við Heilbrigðisstofu ísafjarðar, Hlíðarvegi 22, ísaflrði, verður sextug á morgun. Starfsferill Elísabet fæddist í Efrihúsum í Önundarfirði og ólst þar upp til níu ára aldurs er fjölskylda flutti að Kroppstöðum í Önundarfírði. Hún var í barnaskóla í Önundarfirði. Elísabet vann á unglingsárunum við frystihús á Flateyri, fór til ísa- fiarðar er hún var sextán ára og starfaði þar við Elliheimilið í eitt og hálft ár og stundaði síðan verslun- arstörf hjá Kaupfélagi ísfirðinga í rúman áratug. Elísabet hefur starf- að við Sjúkrahúsið á ísafirði frá 1983. Elísabet starfaði skeið í Verslun- armannafélagi ísfirðinga, sat í stjórn þess og var gjaldkeri þess í nokkur ár. Fjölskylda Eiginmaður Elísabetar er Sigurð- ur Brynjar Þorláksson, f. 5.3. 1946, múrari og nú verslunarmaður á ísa- firði. Hann er sonur Þorláks Guð- jónssonar matsveins og Ágústu Eb- enesardóttur verkakonu en þau eru bæði látin. Börn Elísabetar og Sigurðar Brynjars eru Þórir Ágúst Sigurðs- son, f. 12.11. 1958, sjómaður, búsett- ur í Kópavogi en sambýliskona hans er Lilja Ljósbjörg og eru synir hennar Aron og Hlynur Snorri; Elva Sigurðardóttir, f. 8.5. 1960, for- stöðukona, búsett í Kópavogi en maður hennar er Stefán Þór Inga- son útgerðarmaður og eru börn þeirra Sigríður Elísabet, Ingi Þór og Atli Ágúst; Sigurður Guðjón Sigurðsson, f. 10.6. 1962, framkvæmda- stjóri í Reykjavík en kona hans er Magnea J. Matthíasdóttir rithöf- undur og er dóttir henn- ar Líf. Systkini Elísabetar eru Ásgerður, húsmóðir í Garðabæ; Sigríður, húsmóðir i Reykjavík; María, húsmóðir í Stykkishólmi; Helga, húsmóðir á Flateyri; Sesselja, húsmóðir í Reykjavík; Laufey, verslunarmaður á Flateyri; Guðjón, starfsmaður Vatnsveitú\ Akureyrar, búsettur á Akureyri; Konráð, sjómaður á Flat- eyri; Þorsteinn, bifreiðastjóri í Reykjavík; Árni, fiskmatsmaður hjá Granda, búsettur í Reykjavík; Einar, sjó- maður á Flateyri. Uppeldissystkini El- ísabetar eru Elín Jóns- dóttir, húsmóðir í Reykjavík; Elsa Jóns- dóttir, húsmóðir á Sel- fossi; Heiðbjörg Jóns- dóttir, húsmóðir í Sví- þjóð; Guðbjartur Jóns- son, bifreiðastjóri í Reykjavík. Foreldrar Elísabetar voru Guðbjartur Sigurð- ur Guðjónsson, f. 2.2. 1904, d. 10.2. 1992, bóndi að Efrihús- um og að Kroppsstöðum, og k.h., Petrína Ásgeirsdóttir, f. 7.6. 1904, d. 16.8. 1992, húsfreyja. Elísabet Soffía Guðbjartsdóttir. Bjarni Sigmarsson Bjami Reykjalín Sig- marsson, vélstjóri og fyrrv. verkstjóri, Tjarn- arlundi 5 g, Akureyri, varð sjötugur þann 15.7. sl. Starfsferill Bjarni fæddist í Grímsey og ólst þar upp til sautján ára aldurs. Hann lauk barnaskóla- prófi í Grímsey 1941, prófum frá Héraðsskól- anum að Laugum í Suð- ur-Þingeyjarsýslu 1948, hinu minna mótorvélstjóraprófi á Akureyri 1949 og meira mótorvélstjóraprófi í Reykjavlk 1954. Bjarni var vélstjóri á Einari Þveræingi ÓF 1 hjá Magnúsi Gamalíelssyni hf. 1949-50, á Sævaldi ÓF 2 hjá Sigvalda Þ. hf. 1950-51, fyrsti vélstjóri á Stíganda ÓF 25 hjá Stíg- anda hf. 1951-52, var vél- stjóri á Kristjáni Guð- mundssyni AK og Stjömunni RE 3 1953-55, fyrsti vélstjóri á Ólafi Bekk ÓF 2 hjá Þristi hf. 1960-64 og véstjóri á Sig- urbjörgu ÓF 1 hjá Magn- úsi Gamalíelsyni hf 1978-84. Þá stundaði Bjami verkstjóra- störf í landi hjá Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar og síðar hjá Útgerðarfé- lagi Akureyringa á Akureyri. Bjarni hlaut tvisvar viðurkenn- ingar fyrir kappróður á Ólafsfirði um 1950. Fjölskylda Bjami kvæntist 27.12. 1957 Helgu Ásgeirsdóttur, f. 23.9. 1934, d. 22.2. 1985, húsmóður. Hún var dóttir Ás- geirs Frímannssonar, f. á Deplum á Stíflu 24.9. 1901, d. 2.8. 1973, skip- stjóra, og k.h., Sesselju Gunnlaugar Gunnlaugsdóttur, f. í Reykjavík 17.6. 1900, d. 25.8. 1970, húsmóður. Sonur Helgu og fóstursonur Bjama var Ásgeir Arngrímsson, f. 5.10. 1954, d. 8.12. 1998, útgerðar- tæknir. Böm Bjarna og Helgu em Guð- rún Bjarnadóttir, f. 2.7. 1957, kenn- ari og húsmóðir í Reykjavík en maður hennar er Ingólfur Hannes- son íþróttafréttamaður; Margrét Inga Bjamadóttir, f. 18.3.1959, kenn- ari í Noregi en maður hennar er Markús Einarsson skólastjóri; Sig- urbjörg Bjamadóttir, f. 18.6. 1964, kennari á Akureyri en maður henn- ar er Þórður Sigursveinn Reykdal símamaður; Sigurður, f. 1.1. 1970, vélstjóri og sjómaður á Akureyri en kona hans er María Egilsdóttir hjúkrunamemi. Foreldrar Bjama: Sigmar Ágústs- son, f. á Skógum í Þelamörk 1.11. 1898, d. 5.11. 1983, sjómaður á Ólafs- firði, og k.h., Guðrún Margrét Bjamadóttir, f. á Hóli í Fjörðum 2.12. 1898, húsmóðir. Bjarni Sigmarsson. andlát_________________________ Kristján Thorlacius Kristján Thorlacius, formaöur BSRB, lést á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur þann 10.7. sl. Útfór hans fór fram frá Bústaðakirkju í gær. Starfsferill Kristján fæddist á Búlandsnesi þann 17.11. 1917 og ólst þar upp til 1928 er fjölskyldan flutti til Reykja- vikur þar sem hann bjó upp frá því. Hann lauk gagnfræðaprófi í Reykja- vík 1935. Kristján var innanþingsskrifari á Alþingi 1937-41, starfsmaður í fjár- málaráðuneytinu frá 1937, fulltrúi þar frá 1945 og deildarstjóri frá 1956. Hann var formaður BSRB 1960-88. Kristján var varabæjarfulltrúi í Reykjavík 1958-62, sat í miðstjórn Framsóknarflokksins 1963-70, var fyrsti varaþingmaður flokksins í Reykjavík 1964-70 er hann hætti af- skiptum af flokkspólitík. Hann sat í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna rikisins 1960-91 og formaður 1981 og 1982, var formaður kjararáðs BSRB um árabil, sat í samninganefnd BSRB og í kjaranefnd um árabil, sat í stjóra Sambands verkalýðsfélaga á Norðurlöndum, í stjórn Verka- mannabústaða í Reykjavík frá 1981 og átti fmmkvæði að og stýrði upp- byggingu orlofsbyggðar BSRB í Munaðamesi, Stóm-Skógum og aö Eiðum. Fjölskylda Kristján kvæntist 13.4. 1940 Aðal- heiði Jónsdóttur Thorlacius, f. 6.2. 1914, húsmóður. Foreldrar hennar vom Jón Eiríksson, f. 6.7. 1885, d. 7.5. 1970, múrarameistara í Reykja- vík, og k.h., Kristín Jónsdóttur, f. 6.9. 1879, d. 1.9. 1969, húsmóðir. Böm Kristjáns og Aðalheiðar em Gylfi Thorlacius, f. 27.9. 1940, hrl. í Reykjavík, kvæntur Svölu Thorlaci- us hrl.; Sigríður Thorlacius, f. 5.11. 1947, hdl., og deildarstjóri hjá Vá- tryggingafélagi íslands, gift Árna Kolbeinssyni, lögfræð- ingi og ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Systkini Kristjáns: Kristín, f. 1899, nú látin; Sigurður, f. 1900, nú lát- inn, skólastjóri en ekkja hans er Áslaug Thorlaci- us; Kristín, f. 1901, nú látin; Ragnhildur, f. 1905, nú látin; Erlingur, f. 1906, nú látinn, bifreiða- stjóri; Birgir, f. 1913, fyrrv. ráðuneytisstjóri í forsætis- og menntamálaráðuneyt- inu en kona hans er Sigríður Thorlacius. Foreldrar Kristjáns voru Ólafur Jón Jónsson Thorlacius, f. 11.3.1869, d. 28.2 1953, læknir, alþm. og lyfsölu- stjóri, í Búlandsnesi í Suður-Múla- sýslu, og í Reykjavik, og k.h., Ragn- hildur Pétursdóttir Thorlacius, f. Eggerz 31.10. 1879, d. 14.6. 1963, hús- móðir. Ólafur var sonur Jóns Thorlacius, pr. í Saurbæ í Eyjafirði Einarssonar, pr. þar, en móðir Jóns var Margrét Jónsdóttir, systir Álfheiðar, langömmu, Einars Guð- finnssonar í Bolungar- vík. Móðir Ólafs var Krist- ín Rannveig Tómasdótt- ir, systurdóttir Jónasar Hallgrímssonar skálds. Ragnhildur var systir Sigurðar Eggerz ráðherra, fóður Péturs sendiherra; systir Amdísar, langömmu Þorbjarnar Broddasonar prófessors, og systir Solveigar, ömmu Þorsteins Sæmundssonar stjamfræðings. Ragnhildur var dótt- ir Péturs Eggerz, kaupmanns í Ak- ureyjum í Breiðafirði. Kristján Thorlacius.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.