Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Blaðsíða 50
58 %/ikmyndir LAUGARDAGUR 17. JULI 1999 *S Abel Ferrara: Myrkur sálkönnuður Abel Ferrara er athyglisveröur leikstjóri. Myndir hans höföa ekki til fjöldans en hann nýtur virðingar meðal fólks sem vinnur við kvik- myndir og á sér lítinn en dyggan að- dáendahóp. Hann gerði hræódýrar hryllingsmyndir í upphafi ferilsins en færði sig síðan yfir í hefðbundn- ari myndir sem þó eru jafnan mjög áleitnar og fjalla oft um myrkustu svið sálarinnar. Byrjaði með klámmynd Ahel Ferrara er fæddur og uppal- inn í New York, býr þar enn og tek- ur kvikmyndir sínar jafnan þar. Hann fór á unglingsárunum að fikta við 8 mm vélar ásamt vinum sínum, John Mclntyre og Nicolas St. John, sem átti eftir að skrifa handritin að næstum því öllum myndum hans. Þeir stofnuðu síðan Navarro Films um miðjan áttunda áratuginn. Fyrsta verkefni þeirra og fyrsta kvikmynd Abels Ferrara var klám- myndin Nine Lives of a Wet Pussy (1977) en það næsta var alræmd hryllingsmynd, The Driller Killer (1979), þar sem Abel Ferrara leik- stýrði sjálfum sér í hlutverki manns sem gengur um og drepur flækinga með borvél. Hann gerði síðan tvær ódýrar hryllingsmyndir í viðbót áður en hann færði sig yfir í sjón- varpið um skeið eftir að hann var ráðinn sem leikstjóri við Miami Vice þættina. Árið 1986 gerði hann tvær sjónvarpsmyndir og hlaut önn- ur þeirra, Crime Story, góða dóma. Hann fór síðan aftur yfir i kvik- Kvikmynda ■~umr* -'hxvm mjjmk ^ New Rose Hotel: Hundleiðinlegt bull ^ Abel Ferrara virðist vera mistækur leikstjóri. Hann hefur gert margar mjög athyglisverðar myndir á þessum áratug en síðasta mynd hans á und- an New Rose Hotel, The Blackout, var hundleiðinlegt bull. Ég var spenntur að sjá hvemig honum tækist upp með vísindaskáldsögu eftir William Gibson, sem er mjög athyglisverður höfundur, en ef það hefur eitthvað verið varið í smá- söguna hans þá er það horfið í myndinni. Fox og X geta nælt sér í 100 milljón- ir dollara með því að tæla einhvem snjallasta vísindamann heimsins til sam- keppnisaðilans. Þeir ráða þokkadísina Sandii til að tæla hann. X verður ást- fanginn af Sandii en hún svíkur þá, eða hvað...? Þetta er þunn saga og mestöll myndin líður án þess að nokkuð gerist. Síðasti hálftíminn af myndinni er síð- an nánast eingöngu myndbrot úr fyrri hluta myndarinnar. Þetta er auðvitað svefnmeðal hið mesta og meiri leiðindi en svamlið í Titanic. Abel Ferrara mis- tekst gjörsamlega að ná fram einhverju andrúmslofti sem gæti sefað í manni óþolinmæðina og gerir hér mynd sem er enn langdregnari og leiðinlegri en The Blackout. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Abel Ferrara. Aðalhlutverk: Willem Dafoe, Christopher Walken og Asia Argento. Bandarísk, 1998. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Living OutLoud: Kona í kreppu HOtLY HUNTER DANNY DEVITO QUEEN LATIFAH Vs* t v í ,1 - ★★★ "EXCEU.ÉNT" " VíRY rVNNY" LIVING OUT LOUD Judith er fráskilin miðaldra kona i sálar- kreppu. Hún hafði fómað starfsframa sínum og tækifærinu til að eignast böm fyrir eiginmann sinn, sem hefur yfírgeflð hana fyrir yngri konu. Hún neyðist til að endurmeta líf sitt og koma því í viðunandi horf. Hún er særð og full vantrausts gagnvart fólki og sér- staklega karlmönnum en er um leið mjög einmana. Við þessar aðstæður tekst heldm ólíkindaleg vinátta með henni og ólukkufuglinum Pat sem starfar sem lyftusveinn í húsinu. Þetta er látlaus en skemmtilega athyglisverð sjálfsleitarsaga. Persónumar em stundum svolítið fjarlægar en þar sem myndin fjallar öðrum þræði um stórborgarfirringu er það kannski við hæfi. Nokkrum sinnum er erfitt að átta sig á því hvert myndin er að fara, t.d. í einkennilegu lesbíuballsatriði, en yfir heildina er þetta fremur heOsteypt saga. Holly Hunter fer á kostum í aðalhlut- verkinu, sem býður upp á mikinn tilfinningaskala, og hún sýnir enn og aftur að hún er með athyglisverðari leikkonum Hollywood. Danny De Vito er einnig góður í hlutverki lyftuvarðarins, svo og Queen Latifah í skondnu aukahlut- verki. Mest hafði ég þó gaman af eðalleikaranum Martin Donovan í hlutverki skíthælsins sem yfirgefur Judith. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Richard LaGravenese. Aðalhlutverk: Holly Hunter og Danny De Vito. Bandarísk, 1998. Lengd: 99 min. Bönnuð innan 12 ára. -PJ My Son the Fanatic: ||| Breskt drama af bestu sort í Bandaríkjunum em stóm kvikmynda- ★★★L peningamir og einnig mesta gróskan í óháðri kvikmyndagerð. Aðrar þjóðir hverfa í skugg- ann af bandarískri kvikmyndagerð. Eitt er það þó sem Englendingar sérhæfa sig i og gera miklu betur en Kanarnir og það er mannlegt, járðbundið drama. Hér segir frá indverska leigubílsstjóranum Parvez. Hann er ekki mjög trúaður og samband hans við konu sína er fremur stirt. Enn verra er samband hans við son sinn, sem er óánægð- ur í hinu breska samfélagi og hefur hallað sér að íslam. Ekki bætir úr skák þegar sonurinn kemst að því að faðir hans hefur átt vingott við vændiskonu en sú stétt er einn helsti skotspónn öfgatrúarhópsins sem hann umgengst. Aðlögunarerfiðleikar innflytjanda og trúarárekstrar era aðeins bakgrunnur- inn í sögu sem fjallar um mann sem reynir að gera vel við fjölskyldu sína en tekst ekki að samræma það sínum eigin draumum. Om Puri er burðarás myndarinnar og nær að túlka angist Parvez, breyskleika og hlýju á mjög trú- verðugan hátt. Það má segja að allir leikaramir séu góðir en Om Puri ber af i mynd sem ætti að geta snert marga. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Udayan Prasad. Aðalhlutverk: Om Puri, Rachel Griffiths, Akbar Kurtha og Stellan Skarsgard. Ensk, 1998. Lengd: 84 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ myndirnar en hélt sig á örlítið heimilislegri nótum en áður þótt enn fengist hann við dekkri hliðar mannlífsins. Hann gerði China Girl (1987), e.k. West Side Story um unlinga úr gengjum ítalskra og kínverskra í New York, og Cat Chaser (1990), sem byggð var á sögu eftir hinn fræga Elmore Leonard. Með King of New York (1990) urðu ákveðin straumhvörf á ferli leikstjór- ans, því myndin höfðaði meira til fjöldans en fyrri myndir hans höfðu gert og náði all- nokkram vinsældum. Myndin skartaði einnig fjölda góðra leikara (Christopher Walken, David Caruso, Laurence Fis- hburne, Wesley Snipes, Giancarlo Esposito og Steve Buscemi). Subbuleg persóna Abel Ferrara fylgdi King of New York eftir með þeirri mynd sem hann er hvað þekktastur fyrir, Bad Lieu tenant (1992), þar sem Har- vey Keitel fer á kostum í hiut- verki spillts lögreglufor- ingja, ein- hverrar subbuleg- ustu og lúa- legustu persónu sem hefur á hvíta tjaldinu. Myndin er sterk, óvægin og áleitin og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Þá hlaut hún einnig merkilega mikla aðsókn, í ljósi þess hversu grimm og óvægin hún er. Eftir þessar tvær myndir hefur Abel Ferrara átt í litlum vandræð- um með að fá stjörnur til að leika í myndum sínum en hann hefur feng- ið á sig það orð að vera naskur við að ná því besta úr leikuram. Hon- um hefúr tekist að skapa sér nafn sem óháður leikstjóri og hefur komið sér í þá stöðu að hann get- ur gert myndir sínar eins og hann vill. Myndimar sem hann hefur gert eftir Bad Lieutenant eru Body Snatchers (1993), Dan- gerous Game (1993), The Addiction (1995), The Funeral (1996), The Blackout (1997) og svo New Rose Hotel (1998). Gera má ráð fyrir að hann haldi áfram á sömu braut við að kanna skuggahliðar mannlífsins á kom- andi áram. -PJ Harvey Keitel leikur aðalhlutverkið í þekkt- ustu kvikmynd Abels Ferrera, Bad Lieuten- ant. Myndbandalisti vikunnar Vikan 6. júlí - 12. júlí 1 j j j 1 j j j i- j i i i ! j Enemy of the State Sam Myndbönd J j Spenna 2 j j j 4 j 2 ) j Veiy Bad Things i j Myndform J j Gaman J 3 j j 2 j i . 4 i Saving Prívte Ryan CIC Myndbönd j Drama 4 j j j 3 j j j j 5 i j Siege Skífan «| | Spenna 5 NÝ j j í 1 J Meet Joe Black CIC Myndbönd J j Drama 6 j j j 7 j j j j 2 i j 7 J 1 i j j Urban Legend j Negotiator j Skífan J Spenna J 7 J j i 5 j j Wamer Myndir J Spenna J j Spenna J r 1 í : NÝ j j j j Legionnaire j Skrfan 9 IÝ j j 1 i StarTrek: Insurrection CIC Myndbönd | Spenna tr! j j Almost Heroes j Wamer Myndir J j Gaman 1 NÝ j 1 > j 1 IJS j J 11 J J 8 j j 6 jLock, Stock & Two Smoking Ba... ] Sam Myndbönd j Spenna 12 J J J 6 j j j j 4 i 54 | Skrfan J J Drama j 13 J J 10 j j J 3 i Suicide Kings J SamMyndbönd j Spenna 14 J 1 1 i 16 j j j i 8 i HH wmp j HolyMan 1 Sam Myndbönd J Gaman J 15 J J 1 9 j j 2 J j j 3 j j j Home Fríes j i Skrfan J Gaman 1 16 J J J J 11 j j j j J Retum To Paradise j Háskólabíó ,J.A. • j Drama J 17 J J. 12 j 1 4 i Parent Trap Sam Myndbönd j Gaman 18 J J J 14 J j j j j 3 J j Orgazmo Myndform J J Gaman ) 19 ) J 15 j j 5 i What Dreams May Come j Háskólabíó j Drama 20 J J j 13 j j j 9 ! j Ronin Wamer Myndir J ,j Spenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.