Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 19 Natalia Imbruglia: Heimtar nýjan plötusamning Ástralska sönggyðjan og fyrrverandi nágranninn Natalia Imbruglia krefts fimm milljón punda frá útgáfufyrir- tæki sínu, RCA, fyrir næstu plötu sína. Þetta telur hún sig geta gert í ljósi mikillar sölu síðustu plötu auk þess sem henni finnst hún hafa verið snuðuð um einhverjar milljón- ir við gerð síðustu plötu sinn- ar, Left of the Middle sem seld- ist feikilega vel. Ástralska skvisan virðist hafa viðskipta- vit ofan á allt annað og það gefur augaleið að ætli útgáfu- fyrirtækið að halda í stjörn- una verður það að koma til móts við hana. Við hin bíðum í nagandi óvissu með framtíð- ina, fáum við að heyra meira eða ekki? Hljómsveitin Oasis: Von á nýjum Gallagher Rokkstjarnan Noel Gallag- her og eiginkona hans eiga von á barni í febrúar næst- komandi. Meg kona stjörn- unnar er komin tvo mánuði á leið en búist er við því að fæð- ingin verði í kringum 10. febr- úar. Noel leggur víst hart að sinni ektakvinnu að halda i sér I nokkra daga þannig að nýjasti Gallegherinn komi í heiminn á Valentínusardag- inn sem er þann 14. febrúar. Meg hefur aftur á móti ekki miklar áhyggjur af því hvenær barnið komi í heim- inn heldur frekar af þvi að hinn verðandi faðir verði á tónleikabrölti þegar þar að kemur. Milljónamæringurinn Noel ætti í það minnsta að hafa efni á því að taka sér frí frá vinnu í einn dag til þess að fylgjast með fæðingu nýjasta Gallaghersins. S8 Hefndin er sæt: Steve Martin hefnir sín á Anne Heche Steve Martin og kærasta Ellenar, Anne Heche, voru kærustupar fyrir nokkrum árum siðan. Anne lauk sam- bandi þeirra mjög skyndilega og víst fremur hranalega eftir að hún komst að því að hún væri lesbísk og varð ástfangin af frægustu lesbíu heims, grínistanum Ellen. Steve var um tíma bugaður vegna þessa en sneri sér svo að öðrum konum og vinnu til þess að gleyma sinni fyrrverandi. Nýjasta ' mynd leikarans, Bowf- ingers, fjallar um leikkonu sem fellur fyrir manni, sem Steve Martin leikur, en er svo kynnt fyrir einni áhrifa- mestu lesbíu í Hollywood í frumsýn- ingarhófí. Nú velta spekúlanatarnir í Hollywood því fyrir sér hvort hér sé um einskæra tilviljun að ræða eða hvort að Martin sé að ná sér niðri á Anne Heche. Blaðafulltrúi leikarans þvertekur fyrir það að þarna sé um svipaðar sögur að ræða og því síður að um árás á Anne sé að ræða. Anne er aftur á móti ekki sögð kippa sér upp við þetta óþverrabragð Steve enda er hún í ástarsælu með kærustu sinni Ellen. ITORFÆRU Fjórða umferð Islandsmótsins í Torffæru \ • s \ / \ - \ \ \ y \ j \ -- - ... - ; \ ' . . . \\ Y / \ \ verður haldin hjá Stapafelli við Keflavík sunnudaginn 18. júlí. Keppnin hefst klukkan 11 og þá verða eknar tvær þrautir. X \ \ 1 V Síðan verður gert hlé og keppnin hefst aftur klukkan 13, Fjórða umferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.