Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Blaðsíða 51
JjV LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999
förmúla *
Ragna Fossberg hefur saumað hárkollur Sjónvarpsins í 25 ár:
Hárkolla
„Ég kynntist hárkollugerð fyrst
þegar ég var að vinna í danska
sjónvarpinu en ég var þar í nokk-
urs konar námsvinnu, það er ég
vann þar á meðan að ég lærði. Það
var árið 1976 en ég var þar í um
tvo mánuði og lærði heilmargt á
þeim tíma,“ sagði Ragna Fossberg
sem vinnur á forðunardeild Sjón-
varpsins. Hún hefur unnið í tæp 25
ár á Sjónvarpinu og allan þann
tíma hefur hún ein séð um hár-
kollugerðina þar. „Það hefur
margt breyst á þeim tíma og mikl-
ar framfarir orðið. Saumaskapur-
inn er annar og hárkollurnar eru
einfaldlega öðruvísi hannaðar en
áður. Þannig eru til dæmis ennis-
kantarnir öðruvísi og þynnri. Það
er alltaf verið að finna betri leiðir
við saumaskapinn og tæknin og
kunnáttan haldast auðvitað í
hendur. Þetta fylgist aflt að.“
Rögnu er ekki kunnugt um
neinn fulllærðan hárkollumeistara
hér á landi en það tekur um fjögur
ár að öðlast þann titil. Ragna bend-
ir á að mörgum bregði þegar þeir
heyra hvað þetta er langt nám en
svo virðist sem menn haldi að
þetta lærist á örfáum mánuðum.
Svo er alls ekki enda er þetta mik-
il nákvæmisvinna sem krefst
tækni og einbeitingar.
Viku að búa til kollu
„Það tekur svona viku að vinna
eina kollu. Það byrjar yfirleitt
þannig að ég fæ lýsingu á kollu frá
leikstjóra sem er með ákveðinn
Þórðar húsvarðar eftirminnilegust
Hér sést Ragna með hárkollu Þórðar húsvarðar sem er í sérlegu uppáhaldi hjá henni. Kolluna vann hún í Danmörku
þegar hún vann á Sjónvarpinu þar.
allt of grófar fyrir sjónvarp, það
sést í sjónvarpinu að menn eru
með hárkollur á sér. Aðkeyptu
kollurnar eru oftast nær vélsaum-
aðar akrýlkollur og þær virka ein-
faldlega ekki í sjónvarpi. Það er
mun erfiðara að greiða þær og oft
er það bara ómögulegt, til dæmis
er ekki hægt að greiða þær upp frá
enninu." Lélegar hárkollur sem
við sjáum eru nær undantekning-
arlaust vélsaumaðar akrýlkollur 'c"
og hver kannast ekki við það að
hafa einhvern tímann barmað sér
yflr vondri kollu á gömlum manni
sem virkar stundum eins og að
dauðum minki hafi einfaldlega
verið skellt á höfuðið þar sem
hann lafir lauslega.
Kostnaðurinn við eina hárkollu
er mjög mikill og Ragna segir þær
kosta í kringum hundrað þúsund
krónur. Það gefur því augaleið að
sjónvarpið hefur ekki efni á því að
gera margar kollur á ári. „Það er
minna núna en áður. í byrjun
gerði ég allt að tiu á ári en eftir
því sem við eigum fleiri verður
þörfin fyrir nýjar minni. Lagerinn
hjá okkur núna er ágætur en mað- *
ur á aldrei of stóran lager.“
Þórður húsvörður
Kanntu alltaf jafnvel við þig þeg-
ar þú ert að hnýta kollurnar? „Já,
ég hef reglulega gaman af þessu.
Þetta er mikið dútl og að mörgu
leyti þægHeg og afslappandi vinna.
Ég sit bara og hnýti í ró og næði
Sjónvarpið á myndarlegt hárkollusafn en fáar kollur eru saumaðar á ári hverju þar sem kostnaðurinn við hverja hár-
kollu er um eitt hundrð þúsund krónur, það er að segja þær sem eru ekta.
Hér sjáum við hvernig Ragna ber sig að við hárkollugerðina en vinnan er mikið dútl og um leið afslappandi, að sögn
Rögnu. Á meðan á vinnunni stendur er hún laus við allt stress frá umhverfinu.
karakter í huga eða að ég fæ ljós-
mynd. Oft er þó þannig að ég byggi
hárkoHuna á eigin hugmynd. Eftir
að búið er að taka mál af þeim
koUi sem á að fá koUuna byrja ég
á grunninum og botninn á koU-
unni er saumaður úr tjuUi. Ég
hnýti hvern hnút beint í botninn.
Það er frekar seinvirkt þar sem að
það eru aldrei fleiri en tíu hár í
hverjum hnút og oft bara eitt ein-
asta."
Hvað vega hárkoUurnar, eru
þær aUar jafnþungar? „Massinn í
þeim er náttúrulega aUtaf sá sami
en þær eru tvö hundruð grömm og
upp úr. Þær þyngjast eftir því sem
hárið lengist og auðvitað er að
mörgu leyti þægUegra að gera
stutthærðu hárkoUurnar.“
Gervikollur virka ekki
Nú tekur það þig viku að gera
eina hárkoUu, hvers vegna eru
þær ekki bara keyptar? „Ég er
náttúrlega að skapa vissan karakt-
er sem næst kannski ekki með að-
keyptri koUu. Þær eru auk þess
og er á meðan alveg laus við aUt
stress.“ HárkoUurnar eru auðvitað
mismunandi að gerð og eftir þrjá-
tíu ára starf hlýtur Ragna að hafa ^
myndað sér skoðun á því hver
uppáhaldstegundin er. „Mér fixmst
þynnstu koUurnar skemmtUegast-
ar, tU dæmis skaUahárkoUurnar.
Mér finnst líka oft skemmtUegt að
búa tU þunnhærðar koUur sem
eru settar á sköUótta menn þannig
að skaUi þeirra nýtist. Þá er koU-
an svo þunnhærð að skaUinn kem-
ur í gegn og það er oft alveg eins
og alvöru hár eða skaUi.“ En áttu
þér einhverja sérstaka uppáhalds-
koUu? „Já, ætli það sé ekki hár-
koUan sem hann Laddi notaði þeg-
ar hann var í gervi Þórðar hús- {
varðar. Hún var mjög faUeg yfir
skaUa þó að Þórður hafi í sjálfu
sér ekki verið gæfulegur maður.
Það var einhvern veginn mestur
karakter í henni og mér þykir
óneitaniega vænt um hana vegna
þess að ég bjó hana tU þegar ég var
í náminu úti hjá danska sjónvarp-
inu.“ w
-þor