Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 DV léttir Watergate í Hafnarfirði: Segulband með móðg- andi ummælum fannst - Marta Bergmann hyggst leita réttar síns vegna ólöglegrar uppsagnar Segulbandsspóla sem Marta Berg- mann, fyrrverandi félagsmálastjóri Hafnarfjarðar, hefur óskað eftir frá fyr- irtækinu Almiðlun ehf. í Hafnarfirði kom í leitimar seinni partinn í gær. Marta segir að hún hafi ítrekað óskað eftir upptöku af fundi bæjarstjómar Hafnarfiarðar þar sem hún segir að ærumeiðandi ummæli um hana hafi verið látin falla af formanni félags- málanefndar bæjarins, Skarphéðni Orra Bjömssyni. Halldór Ámi Sveins- son hjá Almiðlun tilkynnti blaðinu í gær að upptakan væri tilbúin fyrir Mörtu þegar hún óskaði. Upptakan kann að verða lykilatriði í málaferlum Mörtu gegn fyrri vinnuveitanda sínum fyrir ólögmæta uppsögn. Slíkar kröfur geta hlaupið á tugmn milljóna. Marta var orðin úrkula vonar um að spólan væri til, vitað var að upp- taka af fundinum hafði brugðist, spól- an hafði runnið út. Nú er komið í ljós að ummælin komust á band. „Ef segul- bandsspólan hefði verið týnd, þá hefði það verið afar miður og komið núver- andi bæjaryfirvöldum vel, það er auð- vitað alvarlegt mál ef sönnunargagn hverfur eins og allt leit út fyrir. Þetta leit út eins og lítiö Watergate,“ sagði Marta Bergmann, fyrrum félagsmála- stjóri Hafnarfjarðar, í samtali við DV í gær og fagnaði þvi að spólan væri fundin. Uppsagnir á óhæfu fólki Segulbandsspólan sem um ræðir er frá bæjarstjórnarfundi í byijun júní. Marta Bergmann - líkti hvarfi upp- tökunnar, sem nú er fundin, við Watergate. Magnús Gunn- arsson bæjar- stjóri - eru menn eitthvað verri? DV ræddi við hann. Hann sagði slíkt fráleitt mgl. Tryggvi Harðarson í minnihlutanum sagði að málatil- búningur í kring- um Mörtu hefði verið með eindæm- um klaufalegur. Árni Guðmunds- Verið væri að son - fer fram á stofna embætti sem virðingu. væri nákvæmlega það sama og Marta gegndi með ágætum. Tryggvi Harðar- son - klúður hjá meirihlutanum. Þar viðhafði formaður félagsmálaráðs ummæli sem Gestur Jónsson, lögmað- m- Mörtu, vill gjaman fá í hendur. Þar sagði ungi sjáffstæðismaðurinn Skarp- héðinn Orri Bjömsson varabæjarfúll- trúi að menn verði að geta sagt upp óhæfu fólki þegar hann ræddi um fyr- irhugaðar skipulagsbreytingar í bæjar- kerfinu. Ein breytingin var að segja upp tveim æðstu mönnum Félagsmála- stofnunar. Svipuð ummæli viðhafði Ágúst Sindri Karlsson, einnig ungur bæjarstjómarmaður Sjáifstæðisflokks- ins. Fjölmargir hlýddu á orð Skarphéð- ins Orra, meðal annars í útvarpi Al- miðlunar. Buil, segir bæjarstjórinn Magnús Gunnarsson bæjarstjóri spurði einfaldlega hvort menn væru orðnir eitthvað verri að halda því fram að bærinn stæði í málum sem þeim að láta upptökur af fundum hverfa, þegar Verðkönnun DV sýnir allt að 16,4% hækkun á matvörum á ári: Algjörlega út úr kortinu - fákeppni hefur áhrif, segir Jóhannes Gunnarsson Jóhannes Gunn- arsson, fram- kvæmdstjóri Neytendasam- takanna. Eins og fram kom í verðkönnun, sem birtist í DV á fimmtudaginn, hafa orðið talsverðar hækkanir á matvöru- markaðnum undanfarið ár. 1 könnun DV á fimmtudag- inn var kannað verð í sjö stór- mörkuðum á höf- uðborgarsvæðinu, þ.e. Bónusi, Fjarð- arkaupum, Hag- kaupi, Nettó, Nóa- túni, Nýkaupi og 10-11. Kannað var verð á nákvæm- lega sömu vöru- flokkum og kann- aðir voru í septem- ber í fyrra. Könn- unin leiddi í ljós talsverðar verðhækk- anir hjá öllum verslununum umfram hækkanir á vísitölu neysluverðs. Vísi- tala neysluverðs hefur hækkað um 3,4% frá því í september í fyrra þar til nú í júlí en verðhækkanir hjá mat- vöruverslunum eru frá 5,5% hjá Nóa- túni, þar sem þær eru minnstar, upp í 16,4% hjá Bónusi þar sem þær eru mestar. Óeðlilegar hækkanir Jóhannes Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Neytendasamtakanna, hefur ýmislegt við þessar verðhækkan- ir að athuga: „Þetta eru óeðlilegar hækkanir. Þaö er alveg á hreinu. Þetta eru hækkanir langt umfram eðlOega verðlagsþróun í landinu og eiginlega eru þessar hækkanir bara alveg út úr kortinu. Þama er spuming hvort fá- keppni sé að ryðja sér til rúms. Mér finnst að þessir menn sem stjóma á matvörumarkaðnum verði einfaldlega að fara að taka i hnakkadrambið á sjálfum sér. Nú er matvörumarkaður- inn alltaf að þjappast meira og meira saman og manni bara líst engan veg- inn á stöðuna og hvernig verðþróun á sér stað.“ -GLM Skeiðarvogsbrú steypt: Miklabraut lokuö í dag Steypuvinna er hafin við brúna á mislægu gatnamótunum í Skeiðarvogi. Er þetta stærsti áfangi við steypuframkvæmdir sem ráðist hefur verið í í byggð hér á landi. Framkvæmdirnar munu að sjálfsögðu raska umferð í borginni en settar hafa verið upp merkingar á 12 stöðum á Miklubraut til að beina umferð í réttar áttir og til að fólk velji sem fyrst leið fram hjá. Umferð um Mikiubraut út úr bæn- um hefur verið lokuð frá því f morgun og verður þar til klukkan sjö í kvöld. Þó er möguleiki á að komast þar út úr borginni til hádegis. -hdm Tölvumistök hjá Flugleiöum: Rukka fyrir ferðalag ári síðar Um fjörutíu viðskiptavinir Flug- leiða eru þessa dagana að fá bréf frá Fjárreiðudeild Flugleiða. Þeir eru skuldfærðir, nærri ári eftir að þeir fóru í ferðalög sín, um stórar upphæðir eða allt að fimm milljón- ir króna samtals. Flugleiðir biðjast afsökunar á þessum mistökum og vona að þau valdi fólki ekki óþæg- indum. Valur Ásgeirsson, forstöðumaður deildarinnar, segir að þarna hafi átt sér stað mistök í tölvufærslum þegar breytingar voru gerðar í sept- ember 1998. Mistökin hafi átt sér stað aðeins einn dag. Um áramótin kom í ljós hvers kyns var. Fjárreiðudeildin var hins vegar ekkert að flýta sér, vildi sannreyna að viðskiptavinirnir væru raunverulega í skuld. Hjá flestum fyrirtækjum munar um fé af þessari stærðargráðu en Valur sagði það ekki skipta sköpum í rekstri fyrirtækisins. Hann viður- kennir að ýmsir hafi orðið ergilegir Flogið í september ‘98 Rukkað í júlí ‘99 Vegna tólvumistaka var úttekt á VISA-kon yöar i sqjtember 1998 eklci skuldfxn á kon yðar Um er að nða kr. 115.900.00 vegna farmmiðakaupa hjá Samvinnuferðum-Landsyn Þessil upphæð veröur skuidfærð á kort yðar i þessum mámuði og kemur ttl greiðslu i byrjun ágúst. Flugleiðir biöjast afsokunar á þessum mistokum og vonum að þau valdi yður ekki miklum | oþxgindum „Eg segi bara að það verður aö gera þá kröfu til þeirra sem vinna við bæj- armálin að þeir fjaili um málin af þokkalegri virð- ingu fyrir þeim sem hlut eiga að máli,“ sagði Ámi Guðmimdsson, for- maður Starfs- mannafélags Hafn arfjarðar, í gær. -JBP Úr bréfi Flugleiða, sem eflaust hefur hitt marga illa fyrir. aö taka við bréfinu. Greinilegt er að utanlandsferð. ýmsir töldu sig hafa fengið ókeypist ekki til. Slíkar ferðir eru -JBP stuttar fréttir Breytingar lánasjóös Fyrirhugaðar breytingar á af- £ greiðslu íbúða- lána hjá íbúða- lánasjóði voru kynntar á sam- I ráðsfundi með : bönkunmn í gær. I Þær verða : kynntar Félagi fasteignasala á mánu- dag og almenningi á þriðjudag, í kjöl- far umsagnar samstarfsaðila íbúða- t; lánasjóðs. Vísir.is greind frá. Deiliskipulag samþykkt Á fundi borgarráðs í gær var sam- þykkt deiliskipulag fyrir Laugardal. Gert er ráð fyrir úthlutun tveggja byggingarlóða við Suðurlandsbraut, 1 fyrir skrifstofubyggingar Landssím- ans og afþreyingarhús. Fulltrúar | Sjálfstæðisflokks hafna algjörlega hinu nýja deiliskipulagi Laugardals- ins og segja það umhverfis- og skipu- lagsslys sem ekki sé hægt að leið- rétta síðar. Visir.is greindi írá. Stefnir BSRB Sveitarfélagið Árborg ætlar að stefna BSRB til að kanna réttar- stööu sína gagnvart meintum hóp- uppsögnum leikskólakennara. Þetta | er í fyrsta sinn sem sveitarfélag fer í mál til að fá úr þvi skorið hvort uppsagnir séu lögmætar eða ekki. RIJV sagði frá. Kvótinn austur og vestur Vestfirðir og Austfirðir fengu stærstan hluta byggðakvótans sem stjóm Byggðastoínunar úthlutaði í gær. Flateyri, Suðureyri og Þing- eyri fengu samtals 387 tonn. Breið- dalsvik, Fáskrúðsfiörður og Stöðv- arfiörður fengu samtals 388 tonn. Gæsluvaröhald stytt Hæstiréttur stytti í gær gæsluvarðhalds- úrskurð Héraðs- dóms yfir Þór- halli Ölveri Gunnlaugssyni. Hann var nú úr- skúrðaður í gæsluvarðhald til 1. desember. Hér- aðsdómur hafði áður úrskurðað hann í varðhald til 21. desember. Eignast meirihluta Kaupfélag Austur-Skaftfellinga (KASK) hefur keypt meirihluta hlutafiár í Sláturfélaginu Þrihym- ingi hf. og er stefnt að sammna Slát- urhúss KASK við Þríhyming. Fjár- festingarfélagið Þor ehf., sem er í eigu fyrrverandi eigenda Hagkaups og samstarfsaðila, átti bróðurpart þess hluta sem KASK keypti. Við- skiptablaðið á Vísi.is greindi frá. Framlengd leyfi Um 20 sérstök vínveitingaleyfi, sem heimfia veitingahúsum að selja áfengi frá föstudagsmorgni tO klukkan eitt aðfaranótt mánudags, vom afgreidd í borgarráði í gær. Af- greiðslu umsóknar skemmtistaðar- ins Þórscafé um framlengt vinveit- ingaleyfi var frestað. RÚV sagði frá. Breytingar hjá Japis Nýstofnað fiárfestingarfé- lag i eigu Jóns Pálmasonar, Páls Kr. Páls- sonar og Sigurð- ar Gísla Pálma- sonar hefur keypt eignar- hlut Péturs Steingrímssonar í Japis. Pétur stofhaði Japis ásamt Birgi Skaptasyni árið 1978 og áttu þeir hvor um sig 50% hlut í félaginu. . Alvariegt umferðarslys Alvarlegt umferðarslys varð á Akureyri í gær þegar tveir bílar rákust saman á Drottningar- braut. Ökumaður og farþegar annars bOsins voru fiórfr Banda- ríkjamenn en tveir í hinum. Bandaríkjamennirnir óku suður Drottningarbraut er hinn bíllinn beygði inn á götuna og skaU bOl Bandaríkjamannanna á hinn. Bandaríski ökumaðurinn hlaut mikO meiðsli en hann festist í bílnum og þurfti tækjabO tO að ná honum út. Aðrir voru með minni háttar meiðsl. -AA-hdm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.