Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 10
10 fratgæðingur vikunnar LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 JjV Nykaup l>(tr sem ferslcleikinn býr Möndlu- og hindbeijasól Smá undirbúning þarf í þessa köku en hún er létt og bragðgóð. 6 stk. eggjahvítur 160 g sykur 80 g marsi 50 g sykur 100 g heslihnetur 3 msk. hveiti appelsinubörkur af hálfri appelsínu hindberjasulta 3 dl rjómi kjöt úr einni appelsínu 200 g fersk jarðarber Þeytið eggjahvítur vel og blandið sykri saman við. Vinnið saman syk- ur og marsa og blandið hveiti sam- an við ásamt hnetum. Rífið börkinn og blandið öllu saman með sleikju. Haflð botnana þunna og jafna, bakið við 160 gráður i um 30-35 mínútur. Smyrjið þunnu lagi af hindbeija- sultu á botnana, þeytið rjðmann og blandið . appelsínunni saman við, saxið jarðarberin og smyrjið vel á milli botnanna. Þá er laugardagstertan tilbúin. Stríðsterta Fljótleg, einfóld og bragðgóð. 160 g sykur 160 g smjör 2 stk. egg 160 g haframjöl 135 g hveiti 110 g döðlur 2 tsk. matarsóti Niðursoðnir ávextir með ávaxtasafa Rjómi 2 1/2 dl rjómi 1/2 tsk. vanilludropar Súkkulaði 150 g suðusúkkulaði Vinnið saman sykur og smjör þar til létt er og ljóst. Setjið því næst hveiti og natrón út i. Hakkið döðl- umar niður og blandið þeim út í ásamt haframjöli og vinnið rólega saman. Setjið deigið í 26 cm form og | bakið við 180 gráður í 20-22 mínút- ur. Þegar botninn er orðinn kaldui' eru perurnar lagðar ofan á. Bleytið örlítið í botninum með safanum. Þeytið ijóma og vanillu saman og setjið óreglulega yfir botninn. Sker- ið niður jarðarber og aðra álíka ávexti og raðið yfir. Saxið niður súkkulaöið og stráið óreglulega yfir tertuna. Látið tertuna standa í minnst 3-5 tíma, þannig verður hún best. Verði ykkur að góðu. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Þýski farandsmiðurinn Holger Mosel eldar: Rjúkandi gott ragout-fin Vinir Holger Mosel, eða Hans eins og hann er alltaf kailaður, segja hann góð- an kokk og jafnframt að það megi treysta því að hann eldi alltaf eitthvað öðruvísi en við íslendingar erum vanir. „Ég kom hingað í fyrsta sinn í maí í fyrra og þá var ég hér um mánaðartíma og kunni strax vel við mig. Nú er ég kominn aftur og verð fram í spetember," sagði Holger Mosel, 21 árs þýskur farandsmiður sem er matgæðingur vikunnar. Hans hefur verið að ferðast um heiminn undanfarið en hann er fé- lagi í um 100 ára gömlum samtökum farandsmiða. Hjá þeim er regla að ferðast og vinna við smíðar í 3 ár eða að koma að minnsta kosti ekki nær heimahögunum en 60 kíló- metra. Þannig telja þeir sig þjálfast í mismunandi vinnubrögðum og öðlast dýrmæta reynslu á skömm- um tíma.“Við lærum að vinna úr vandanum sjálfir og ef eitthvað amar að þá getum ,við ekki hringt heim í mömmu.“ Hann ákvað að gefa lesendum uppskrift að rétti sem heitir ragout- fin en um uppruna hennar gat Hol- ger, sem er alltaf kallaður Hans, ekkert sagt okkur heldur eingöngu að hún væri mjög gömul. Uppskrift- in er fyrir 6-8 manns og að sögn vina Hans sem höfðu smakkað rétt- inn hjá honum er hann hreinasta af- bragð. 1 réttinn þarf: Einn kjúkling 500 g af nauta- eða kálfakjöti í bit- um 3 lauka 2 hvítlauksrif slatta af sveppum smá salt og pipar paprikukrydd eftir smekk 125 g smjör hveiti rifinn ost Fyrst er laukurinn skorinn niður og hvítlaukurinn pressaður. Kjúklingurinn er soðinn í heilu lagi með kjötbitunum ásamt lauknum og hvítlauknum. Saltið, piparinn og paprikukryddið fer einnig í sama pottinn. Þetta er allt soðið þangað til auðvelt er að ná kjúklingnum af beinunum. Sveppirnir eru snöggsoðnir í vatni, rétt til þess að hita þá aðeins. Þegar kjúklingurinn og kjötið er tekið upp úr pottinum er kjúkling- urinn skorinn niður. Soðið úr pott- ekkert vesen inum er pressað í gegnum siu þannig að maukið úr síunni fari i gegnum, en það er svo sett í skál. Það er gott að setja vel af papriku- kryddi í upphafi þannig að soðið verði bragðmikið. Svo er smjörið brætt og hveiti bætt út þangað til blandan verður mjög þykk. Þá er soðinu hellt út í og blandan er hrærð saman en hún á að vera svipað þykk og jógúrt. Að því loknu eru kjötbitarnir settir út og svo fer allt saman í eldfast mót. Rifnum osti er stráð yfir allan rétt- inn og gott er að hafa mikið af hon- um þannig að hann myndi þykkt lag yfir réttinn. Ofninn er stilltur á 200 gráður og rétturinn er hitaður þangað til ost- urinn er orðinn gullinbrúnn og fal- legur. Gott er að skera niður sítrónur þannig að hægt sé að kreista sítrónusafa yfir réttinn langi menn til þess. Þá er heppilegt að hafa Worchester-sósu með en hana er hægt að kaupa í flestum matvöru- búðum. Eins og er um flesta góða rétti má bæta hann með fersku sal- ati. Holger skoraði á vinkonu sína, Ríkey Kristjánsdóttur, en hún er að sögn hans mikill matgæðingur. -þor Sniðugur hádegis- eða kvöldmatur: Sænskt kartöflusalat - með brauði og snafsi Það vita allir að morgun- og há- degismatur eru mikilvægustu mál- tíðir dagsins en þeir eru færri sem fá sér staðgóðan morgunverð eða leyfa sér að setjast niður og slappa af í hádeginu. íslendingar borða á hlaupum. Frændur okkar í Svíþjóð eru öllu rólegri og gera hlutina hægt og rólega, þeir kunna illa við asa og óskipulag. Sænskt kartöflu- salat er afbragð og sérstaklega ef það er borið fram með dökku og grófu brauði sem skolað er niður með ísköldu snafsstaupi. Þetta leyfa Skandínavíubúar sér alla daga í há- deginu og þykir ekki tiltökumál, enda kunna þeir listina að halda sig við eitt staup. í sænska kartöflusalatið þarf 450 g litlar kartöflur, 45 ml vodka en það eru um þrjár matskeiðar, hálfa teskeið af dilli, 240 g af síldarbitum í sýröum rjóma (úr krukku), eitt rautt niðurskorið epli og niður- skornar súrar gúrkur en þær notast eftir smekk. Það tekur um 15 mínútur að útbúa salatið þannig að allir hafa tíma til þess að reyna hádegisverð Svíanna. Sjóðið kartöflurnar í 8-10 mínút- ur og gætið þess að sjóða þær ekki lengur en þann tíma því annars er hætta á því að þær molni í salatinu. Blandið vokda og dilli saman við síldina á meðan kartöflurnar sjóða. Hrærið því svo saman við epla- og gúrkubitana. Gott er að saxa súru gúrkumar niður í fíngerða bita en einnig er gott að hafa þær í sneið- um. Þegar kartöflumar era tilbúnar eru þær settar heitar út í salat- blönduna og þá er bara að smakka á herlegheitunum. Fyrir þá sem vilja fara alla leið í sænskri hádegisstemningu er ekki síður gott að fá sér rúgbrauð með salatinu. Þetta salat sigrar alla sem reyna en við íslendingar þekkjum það manna best að láta Svíana sigra okkur, samanber handboltaleiki þjóðanna undanfarin ár og hina mjög svo sáru reynslu í síðustu Evr- óvisjón-keppni. -þor Nykaup Þar sem ferskleikinn býr Arabísk hrísgrjón með sjávarrátta- kokkteil Fyrir fjóra 250 g basmati-hrísgrjón 3 tsk. arabískt krydd (frá Potta- göldram) 2 tsk. laukar 2/3 stk. blaðlaukur 4 msk. matarolía 6 dl kjúklingasoð ( 2 Knorr-ten- ingar í Uítra af vatni) 350 g sjávarréttakokteill, fæst tilbúinn, frystur Skerið lauk í strimla og blað- lauk í sneiðar. Léttsteikið í mat- arolíu. Bætið síðan hrísgrjónum saman við, brúnið þau ekki. Steikið áfram í eina mínútu. Arabíska kryddinu og kjúklingasoðinu bætt saman við og soðið við vægan hita undir loki í 15 mínútur. Bætið þá sjáv- arréttakokkteilnum saman við og sjóðið í aðrar 5 minútur. Borið fram í diskum eða fati. Einfaldur en öðruvísi réttur sem er léttur í maga á sumardegi. Tómatar með linsubaunum og pestó-sveppum Fyrir fjóra 12 stk. stórir tómatar 200 g grænar linsubaunir, soðn- ar í grænmetissoði í 30-35 mín. Sveppir í pestó-mauki 2 bakkar blandaðir sveppir 1 stk. rauðlaukur 3 msk. ólífuolía 6 msk. grænt pestó 2 msk. fersk, söxuö steinselja 2 dl grænmetissoð, vatn og knorr-teningur 60 g rifmn parmesan-ostur 6 msk. furuhnetur Skerið ofan af tómötunum og hreinsið kjarnann úr. Fyllið með grænum linsubaunum. Ofn- bakið við 180 gráður í 10-12 mín- útur. Sveppir í pestó-mauki Brúnið furuhneturnar á þurri, heitri pönnu. Snöggsteik- ið sveppi og rauðlauk í olíu. Bætið grænmetissoði, pestó, parmesanosti og furuhnetum saman við. Sjóðið í 2-3 mínútur. Setjið maukið með skeið ofan í tómatana þegar rétturinn er borinn fram og stráið saxaðri steinselju yfir. Þennan rétt er gott að bera fram með grófu brauði. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni i þær fæst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.