Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Síða 17
I I ! I ! JLÞ V LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 Sumarmyndasamkeppni DV: I myrkri sem birtu - skiptir flassið máli Þegar ljósmynd er tekin þarf að huga að mörgum atriðum og flassið skiptir talsverðu máli í því sam- bandi. Það er mikið hjálpartæki og notast í myrkri sem birtu. Flassið lýsir upp myrkvað umhverfi og jafn- framt skugga en það takmarkast af styrk og því þurfa menn að gæta þess að myndefni sé innan þess ramma sem ljósstyrkur flassins ræður við. Hér sjáum við hefðbundna sumar- mynd. Lítil, falleg stúlka í litríkum sumarkjól innan girðingar. Girðing- in gerir mikið fyrir myndina þvf hún rammar litlu hnátuna inn á skemmtilegan hátt. Eigandi mynd- arinnar er Harpa Sigurðardóttir. Nýrri vélar eru með innbyggðu flassi og stillingar vélanna kalla eft- ir því sé birta í umhverfmu of næm. I eldri vélum er flassið aftur á móti laust og þá þarf að huga að því að ljósnæmi filmunnar sé stillt á flass- ið þannig að ljósstyrkurinn sé rétt- ur miðað við ljósnæmi filmunnar. Eins og áður segir má einnig nota flass í birtu til að lýsa upp skugga og það gefur oft skemmtileg til- brigði við myndina og eykur áhrif. Ef til vill óhefðbundin sumarmynd en engu að síður sterk. Hún er tek- in á hálendinu og lýsir vel íslensku sumri. Klæðnaðurinn er í samræmi við aðstæður og þó að myndin sé hráslagaleg er hún engu að sfður falleg sumarmynd. Eigandi mynd- arinnar er Katrfn V. Karlsdóttir. Suðurlandsbraut 16, sími 588 9747. Borgartúni 36. sími 568 8220.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.