Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Side 19
LAUGARDAGUR 24. JULI 1999 19 Skírn hjá Mel Gibson Fyrr á árinu fæddist sjöunda barn Gibson-hjóna og þá hafði leik- arinn á orði að nú þyrfti hann lík- lega að taka að sér stórt hlutverk þar eð reikningarnir á heimilinu væru ekkert grín. Hinn kaþólski fjölskyldufaðir var ekki lengi að skipuleggja veislu fyrir sjötta son sinn enda er hann orðinn vanur. Leikarinn hefur alltaf reynt að gæta þess að börn hans fái eðlilegt upp- eldi og hann er þekktur fyrir það að gefa þeim helst ekki peninga. „Þau fá það sem þau þurfa en ef þau vilja aukapeninga þurfa þau að vinna fyrir þeim.“ Richard Gere í föðurhlutverkinu Aðeins nokkrum dögum eftir að Cindy Crawford, fyrrverandi eigin- kona Richards Gere, eignaðist frum- burð sinn tilkynnti Gere að hann og kærasta hans, Carey Lowell, ættu von á erfingja. Von er á baminu í upphafi næsta árs og er leikarinn, að sögn vina hans, mjög spenntur fyrir því að glíma við hlutverk sem hann hefur aldrei tekist á við, fóðurhlutverkið. Gere er orðinn 49 ára gamall en Carey kærasta hans á dóttur fyrir. Þetta ætti að verða til þess að styrkja samband Gere og Bond-skutlunnar fyrrverandi en í Hollywood er þó aldrei að vita hvað gerist. Súpermódelið: Cindy Crawford súpermamma Súpermódelið Cindy Crawford er orðin mamma eftir langþráða bið. Margir telja einmitt að ástæða þess að hjóna- band henn- ar og leik- arans Rich- ards Gere gekk ekki upp hafi verið sú að hún vildi börn en hann ekki. En nú er Presley Walker Gerber kominn í heiminn og að sögn umboðsmanns fyrirsætunnar gekk fæðingin eins og i sögu. Cindy hefur þó játað að meðgangan hafl ekki verið neinn dans á rósum, hún hafi til dæmis kastað upp samfleytt í þrjá mánuði. Hún blómstraði samt sem áður á þeim tíma og sat meðal annars nakin fyrir hjá tímaritinu W, sem er bandarískt tískutímarit, þegar hún var komin sjö mánuði á leið. „Mér fannst ég hvorki vera ógeðsleg né leið mér eins og kyn- þokki minn væri horfin, mér leið eins og sjálfri móður jörð,“ segir fyrirsætan. Fyrir bílinn - húsið - garðinn Sápuáfylling 6 mism. sprautuaðgerðir 20 cm lenging, stillanleg. Gikkur. Þú getur þvegið allt í kringum þig á auðveldan hátt. Verð: Kr. 2.800 handfang Smelli-tenging fyrir venjulega garðslöngu Heildsala - smásala. Dalbrekku 22, sími. 544 5770, fax 544-5991 * Pierce Brosnan í rómantísku fríi Þrátt fyrir það að Pierce Brosnan og kona hans, Keely Shaye Smith, hafi verið saman um fimm ára skeið eru þau enn eins og nýástfangin. Það sást á dögunum þar sem þau voru í frii í Feneyjum sem þykir mjög rómantískur staður. Þau kysstust og kjössuðust opinberlega, rétt eins og þau hefðu nýlega kynnst. Parið hefur þó ekki látið verða af þvi að láta pússa sig saman en Brosnan hefur þó gefið í skyn að ekki sé langt í brúðkaup. „Við erum búin að vera saman núna í fimm ár og allt hefur gengið vel. Það getur vel verið að við giftumst en þá myndum við líkast til laumast í burtu og hafa brúðkaupið fyrir okk- ur sjálf.“ Julia Roberts giftist Stjarna Juliu Roberts skín sem skærast um þessar mundir í mynd- inni Nothing Hill. Henni vegnar þó líka vel í einkalífinu, aldrei þessu vant. Sögur herma nefnilega að hún ætli að giftast kærasta sínum til eins árs í ágúst næstkomandi. Sá iukkulegi heitir Benja- min Bratt og hefur leikið í hinum vinsælu sjón- varps- þáttum Law and Order. At- höfnin verður á heimili Francis Ford Coppola í Kaliförn- íu. Þetta er annað hjóna- Juliu en hún giftist einhverjum ófríðasta manni sem sögur fara af, kántrísöngvaranum Lyle Lovett, árið 1993. Það hjónaband var af skiljanlegum ástæðum ekki langlíft, entist aðeins í 23 mánuði. Leigjum borö, stóla, ofna o.fl. Tjaldaleigan Skemmtilegt hf. Skógarsel 15, sími 544 5990 Green Key Hotel Kaupmannahöfn Gott hótel, miðsvœðis íKaupmannahöfn Sanngjarnt verð Green Key Hotel Sönder Boulevard 53 1720 Köbenhavn VTel: 33252519 - Fax: 33252583 E-mail: hoteIinfo@greenkey.dkwww.greenkey.dk Kitlaðu bragðlaukana! fierskt, nýsprottið salat með grænmeti og osti er endumœrandi sumarmáltíð sem Ipú setur saman á augabragði. T'aktu lífinu létt í sumar — og njóttu þess í botn! Ostur í allt sumar ISLENSKIR W OSTAR, *Vo OSTUR í SALATIÐ www.ostur.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.