Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Qupperneq 33
]DV LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 Hippafílingur og íslensk fjölskyldustemning í bongóblíðu: ■ Sniglaveisla - Bifhjólaklúbburinn Fáfnir grillar í Grindavík að var um síðustu helgi að bifhj ólaklúbburinn Fáfnir í efhdi til grillveislu fyrir Snigla og aðra mótorhjólaunnendurí Fáfnisheimil- inu, því húsi í Grindavík sem hefur komist á spjöld sögunnar vegna þess að einu sinni komu þangað menn í heimsókn menn frá Hells Angels í Danmörku en Fáfnir er undirklúbbur í Sniglunum. Öllum brá, vegna þess að hér á landi er mikili áhugi á mótorhjólum og „mikil fjölgun virðist hafa orðið á Harley Davidson hjólum hér - sem meðlimir gengja á borð viö Hells Angels kjósa að aka,“ eins og segir í grein sem birtist nýlega í Lögreglu- manninum. Eftir að hafa lesið greinina leist undirritaðri ekki alls kostar á að mæta í umrædda grillveislu; þama væru greinilega á ferðinni útúrrugl- aðir þjófar, bófar, ræningar ... já, gott ef ekki morðingjar. „Hvað er það sem gæti fengið vel menntaða einstaklinga á íslandi, í þeirri vel- megun og góðæri sem hér á að ríkja um þessar mundir, til að vilja láta draga sig í dilka meö slíkum úr- hrökum sem virðast vera megin- uppistaðan í gengjum á borð við Hells Angels," var spurt í Lögreglu- manninum og auðvitað stóð maður frammi fyrir því að gera upp við sig hvort maður vill láta draga sig í svona dilk. Taka niður hjálminn Það var sunnudaginn 1. apríl 1984 sem Sniglamir vom stofnaðir. Til- gangurinn var, meðal annars, að koma á sem víðtækustu samstarfi bifhjólafólks, gæta hagsmuna þeirra og bæta aðstöðu til ánægjulegri bif- hjólamenningar með því að vinna að og fylgjast með nauðsynlegum end- urbótum á umferðarlögum, kennslu- greinum, skoðunarmálum, trygging- argjöldum, opinberum gjöldum og öðra sem viðkemur bifhjólum, auk þess að stuðla að auknum skilningi á málefnum samtakanna út á við. Eitt af upphafsmarkmiðum Snigl- anna var að fá fólk til að taka niður hjálmana í miðbænum. Einn helsti samkomustaður þeirra var á Hall- ærisplaninu en þangað mættu þeir og fóru af hjólunum án þess að taka niður hjálmana og án þess endilega að tala saman. Upphaflega hétu samtökin aðeins Sniglarnir en síðan lagði Þormar, Snigill nr. 13 og fyrsti hippinn í sam- tökunum, til aö bætt yrði við Bif- hjólasamtök lýðveldisins, til að auð- veldara yrði að vinna að hagsmuna- málum. Sniglarnir eru því bæði klúbbur og hagsmunasamtök en hagsmunaþátturinn hefur aukist með árunum, einkum hvað varðar tryggingamál. Undir Sniglana hafa heyrt 20 klúbbar á þeim flmmtán árum sem þeir hafa starfað og era um tíu virk- ir í dag, til dæmis Fáfnir, Óskaböm Óðins, Hvítabimir, Exar, Hrafnar, Jarþrúðar og Gamlingjar. í kringum klúbbamenninguna skapast hinn svokallaði „hippafílingur" eins og í bongóblíðunni í Grindavík þar sem grilluð voru tvö lömb, trúbador mætti á svæðið og raulaði ‘68 kyn- slóðar tónlist á meðan menn drakku kaffi og biðu eftir steikinni. Þeir sem ekki voru á hjólum gátu dreypt á bjór. Eftir að hafa pumpað adrenalín- inu á stíminu frá Réykjavík til Grindavíkur voru rólegheit yfir mannskapnum. Öllum leið vel og það var nákvæmlega ekkert ógnandi við umhverfið. Þvert á móti. Stemn- ingin var ekkert ólík því sem gerist á fjölskyldutjaldstæðum hvar sem er á landinu, nema ekkert fyllirí. BíttTann Á íslandi era 2.000-2.500 mótor- hjól á skrá. Þar af eru um 1.200 númer í Sniglunum, um 300 virk hverju sinni. Hið árlega landsmót hefur verið haldið frá 1987 og sækja það á bilinu 250-500 manns. Þangað er mætt á fimmtudags- kvöldum og kveiktur varðeldur. Á fostudeginum er landsmótssúpan sem snigill nr. 10 kokkar venjulega og síðan era rólegheit, menn bera saman bækur sínar og spjalla. Landsmótshljómsveitin hefur fram til þessa verið Sniglabandið og leikur á föstudags- og laugardags- kvöldinu. Laugardagurinn er þrautadagur. Þá er, meðal annars, keppt í hægakstri sem snýst um að keyra sem hægast án þess að tylla niður fæti. Síðan er tunnuvelta sem hljómar kannski ekki spennandi en þegar velta þarf tunnunni á undan mótorhjóli getur uppákom- an orðið æði fyndin. Enn ein þrautin heitir „Bítt’í’ann," þar sem á bifhjólinu eru ökumaður og far- þegi. Búið er að hengja upp pylsu sem er útbíuð í majonesi og það er farþeginn sem á að reyna að bíta í pylsuna. Ökumaðurinn má ekki nota fætur og farþeginn ekki nota hendur og oftast fara leikar þannig að hárið á farþeganum er útatað í majonesi en pylsan hangir óbitin á sínum stað. í hinu rómaða „núi" En hvað er það sem er heillandi við mótorhjól? Jú, það er í fyrsta lagi frelsistil- finningin, að þeysa eftir vegum án þess að vera lokaður inni í klefa. Síðan er það tilfinningin fyrir hraðanum sem fæst aðeins á hús- lausu farartæki. Þessu fylgir spenna sem pumpar adrenalíni um skrokkinn og maður finnur fyrir því að vera á lífi, einkum vegna þess að aksturinn krefst al- gerrar einbeitingar. Ef maður er einhvers staðar í hinu rómaða „núi“ þá er það á mótorhjóli. -sús Falla metin á meistaramótinu í frjálsum íþróttum um helgina?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.