Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Side 56
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ1999 Stórleikarinn Kevin Costner hvíldi sig á laxveiðunum síðdegis í gær. Þess í stað brá hann sér í nudd í heilsuræktastöðinni Planet Pulse. Costner hefur viðurværi sitt af því að líta vel út. Líkamsæfingar eru því nauðsynlegar, hvort sem dvalið er á Islandi eða annars staðar. DV-mynd Hilmar Þór Fyrsti sýknudómurinn byggöur á afturhvarfi játninga: Játningar taldar falskar I þremur íkveikjumálum 22 ára karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru um þrjár íkveikjur sem ollu eldsvoða í jafn- mörg skipti í sömu íbúðinni í hús- næði fiskvinnslunnar Freyju á Suðureyri. Fjölskipaöur héraðs- dómur Vestfjarða taldi svo mikinn vafa leika á að játningar sakborn- ingsins stæðust að ákveðið var að sýkna hann. Þetta er i fyrsta skipt- ið sem íslenskur dómstóll tekur mið af áliti sérfræðings sem heldur því fram að játningar sakbomings hjá lögreglu hafl ekki staðist. Fyrsti eldsvoðinn átti sér stað aðfaranótt 19. október 1996. Þá var kveikt í íbúð nr. 3 að Freyjugötu 2-6 á Suðureyri. Inni vora fimm manns, þ. á m. móðir ákærða og yngri systkini. Mikil hætta var tal- in á að eldurinn læsti sig í nær- liggjandi íbúðir og reykur lokaði útgönguleiðum. Fólkinu tókst hins vegar sjálfu að slökkva eldinn. Næsta íkveikja átti sér stað í sömu íbúð þann 8. mars 1997 - nú í þriggja sæta sófa í gangi en eldur- inn læsti sig einnig i vegg. Ákærði og tveir aðrir voru inni en íbúun- um tókst að slökkva eldinn. Að- faranótt 10. ágúst sama ár var eld- ur lagður í þriðja sinn að íbúðinni. Þá voru í henni ákærði og fjórir aðrir. Eldurinn kviknaði í sófa og náði til gluggatjalda og hlaust tals- vert eignatjón af og almannahætta sem áður. Hinn ungi sakborningur var fyrst yfirheyrður sem grunaður eftir síðasta branann. Hann neit- aði fyrst öllum sakargiftum. Hann var þá færður í fangaklefa. Þegar hann var kallaður aftur fram var honum sagt að „aðili á Suöureyri" hefði kynnt lögreglu eftir síðasta brunann að grunur beindist að ákærða. Hann var svo spurður „með hvaða hætti hann tengdist því máli“ er eldurinn kom upp í fyrsta skiptið. Síðan hvemig hann „hefði komið að málinu“ í annað skiptið og loks „hvaða samhengi sé þama á milli" að hann hefði „haft sig mikið í frammi" í þau þrjú skipti sem eldurinn kviknaði í íbúðinni. Einum og hálfum mánuði eftir játningarnar fór maðurinn aftur til lögreglu og dró játningarnar til baka. Ástæðuna segir hann þá að lögreglan hafi spurt sig leiðandi spurninga og hann hefði verið Seölabankinn: Beöiö eftir bankastjóra Einn seðlabankastjórastóll af þremur stendur enn auður og hef- ur staðið frá því að Steingrimur Hermannsson lét af störfum í bankanum. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í viðskiptaráðu- neytinu, sagðist í samtali við DV ekkert geta sagt til um hvenær þriðji seðlabankastjórinn yrði ráðinn. „Ég get ekki svarað því. Það er viðskiptaráðherra sem ræður seðlabankastjóra í samráði við bankaráð Seðlabankans. Þú verð- ur að ræða það beint við ráð- herra hvenær bankastjórinn verður ráð- inn,“ sagði Benedikt. Finnur Ingólfs- son, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, er í fríi en er vænt- anlegur til starfa aftur eftir helgi. -hb hræddur um að verða lokaður inni áfram. Hann hefði tekið á sig sökina til að sleppa út. Dr. Jón Friðrik Sigurðsson sál- fræðingur sagði fyrir dómi að ákærði væri mjög sefnæmur og auð- velt væri að hafa áhrif á framburð hans við yfirheyrslur með leiðandi spurningum. Þá virtist hann einnig geta verið viðkvæmur fyrir þrýst- ingi við yfirheyrslur. Hann væri auk þess líklegur til að játa á sig rangar sakir vegna óöryggis. Að þessu virtu var sakborningur- inn sýknaður. Dóminn kváðu upp Erlingur Sigtryggsson dómsformað- ur og héraðsdómararnir Allan V. Magnússon og Finnbogi Alexand- ersson. -Ótt Orkubú Vestfjarða: Glámuvirkjun á teikniborðinu Orkubú Vestfjarða hefur unnið að rannsóknum á nýjum vikjunarkosti í fjórðungnum. Þar er um að ræða virkjun Glámuhá- lendisins sem yrði væntanlega 70 megavatta virkj- un. Kristján Har- aldsson orkubús- stjóri segir að enn séu tvö ár eftir í rannsóknarvinnu við þetta verkefni. „ , ., Síðan tekur við Krist«an Haralds' kynning og vænt- son orkubusstjori. anlega ákvarðanataka í framhaldi af því. Hann segir að einn helsti kostur- inn við þessa virkjun sé sá að þar þarf ekki að byggja miðlunarlón sem kaf- færa mundi stór landsvæði. Þess í stað er hugmyndin að miðla vatni af Glámuhálendinu um jarðgöng sem yrðu um 20 km að lengd. Ókosturinn sem því fylgir er sá að vatn yrði flutt um jarðgöng á milli vatnasvæða og hefði þar með áhrif á einhver vötn á hálendinu. Kristján segir að það sé síðan spuming um hagkvæmni hvar best reynist að veita vatninu niður i virkj- unarhús. Hann segir að í dag sé líkleg- ast að Hestfjörður yrði fyrir valinu. -HKr Veðrið á sunnudag og mánudag: Bjart aust- anlands Á landinu verður vestan- og suðvestanátt, 5 til 10 m/s. Fer að rigna vestan til síðdegis á sunnu- dag en lengst af verður bjart veð- ur á austanverðu landinu. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast aust- anlands. Veöriö í dag er á bls. 57. Pantið í tíma da^ai í Þjóðhátíð 6 FLUGFÉLAG ÍSLANDS 570 3030 í 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.