Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 23 Fréttir Getum ekki keppt við bátasmíði í Kína - segir Matthías Einarsson, hjá Skipasmíðastöð ísaQarðar DV, Vestfjörðum: Ólafsvík: Metafli á sjóstangamóti „Við skiluðum af okkur tveim- ur bátum í fyrra og svo erum við með eina nýsmíði núna sem verð- ur afhent í haust. ÞesSi bátur verður líkastur því að vera fjölveiðiskip. Frá 1996 höfum við smiðað fjóra nýja báta, auk þess sem við höfum verið með ýmis viðhaldsverkefni í bátum og skip- um,“ segir Matthías Einarsson, framkvæmdastjóri Skipasmíða- stöðvarinnar á ísafirði. Skipasmíðastöðin er nú með í smíðum 30 tonna bát fyrir Þiljur ehf. á Bíldudal en ekki er vitað um nein stærri verkefni framund- an eftir að þeirri smíði líkur. Um nokkurra ára skeið hefur verið mikill samdráttur í skipasmíða- iðnaði hér á landi og hafa ísfirð- ingar ekki farið varhluta af þeim samdrætti. Skipasmíðar hafa ver- ið snar þáttur í atvinnulífi ísfirð- inga alla þessa öld en nú er enn og aftur óvissa fýrir dyrum. „Við vorum að vona að við hefð- um smíði smærri bátanna fyrir okkur hér í landinu en nú er kom- in hörð samkeppni frá útlöndum. Nú er verið að smíða a.m.k. níu slíka báta í Kína og við getum ekki keppt við vinnuaflið þar. Verðið sem verið er bjóða í bátana þaðan er mjög lágt og dugar varla fyrir almennilegum búnaði í þessa báta hér. Það er spuming hvaða sillu maður getur fundið til að vinna á núna, þegar dregst saman í þessari smíði. Við erum með í huga að fara út í endubætur á dráttarbrautinni og getum eftir það tekið upp stærri skip en áður var, allt að 500 tonnum að stærð, og ættum með því að auka mögu- leika okkar í viðhaldsverkefnum.“ Matthías segir að verið sé að leita eftir nýjum hugmyndum um verkefni til að geta skaffað starfs- fólkinu áframhaldandi störf hjá fyrirtækinu. Um tuttugu manns hafa vinnu við skipasmíðastöðina, auk þess sem mikill fjöldi iðnaðar- manna á ísafirði kemur að verk- Matthías Einarsson, framkvæmdastjóri ásamt Einar Gunnari syni sínum. efni við bátssmíði. „Ef við hefðum eitthvað í hendi með verkefni værum við fleiri hérna en það er ekki hægt að bæta við fólki þegar verkefnastaðan er ótrygg. Þá má ekki gleyma því að fjöldi manna kemur frá þjónustu- fyrirtækjum í bænum að þessu verkefni. Það þarf að leggja raf- i Skipasmíðastöðvarinnar á ísafirði, DV-mynd Guðm. Sig. magn, smíða innréttingar, mála og margt fleira. Ætli það séu ekki um 40 manns sem koma að svona nýsmíði, þannig að þetta hleypir lífi í iðnaðarmannastéttina héma. Skipasmíðastöðin er nokkuð stór þáttur i atvinnulífinu hérna,“ seg- ir Matthías. -GS Bílvelta á Siglufjarðarvegi DV, Fljótum: Bíll fór út af Siglufjarðarvegi, skammt frá bænum Lambanesi i Fljótum, nú í vikimni. Hann var af geröinni Mitsubishi Galant. Fór hann heila veltu og endaði á hjól- unum um 10 metrum neðan vegar- ins. Bíllinn er ónýtur enda hnull- ungar á leið hans niður brekku. Ökumaður, sem var einn í bíln- um, slapp hins vegar ómeiddur og má það telja mildi miðað viö útlit bílsins. -ÖÞ Bíllinn illa leikinn eftir veltuna. DV-mynd Örn DV, Ólafsvík: „Mótið tókst með miklum ágæt- um. Alls var róið á 17 bátum og voru þeir frá Rifi og Ólafsvík en þaðan var farið á miðin. Gott veður var báða dagana. Afli var mjög góð- ur, eða alls 20.782 kg, og er það mesti afli sem veiðst hefur á móti hjá Sjósnæ. Einnig er það mesti afli á sjóstangamóti frá upphafi. Þetta mót var það 8. í röðinni af opnum mótum á landinu í ár en alls eru þau tiu þar sem keppt er um ís- landsmeistaratitil í karla- og kvennaflokki," sagði Lárus Einars- son, formaður Sjósnæs. Helgina 16.-17. júlí hélt Sjóstangafélag Snæ- fellsness - Sjósnær - sitt árlega sjóstangamót. Þátttakendur voru 56 viða að af landinu. Róbert Óskarsson er skipstjóri og eigandi aflahæsta bátsins, Jó- hönnu, en þar var meðalafli á stöng 725 kg. Aflahæsta konan var Krist- ín Þorgeirsdóttir frá Sjósigl, með 458 kg, og aflahæsti karl var Har- aldur Ólafsson frá Sjóak, 825 kg. Guðmundur Ólafsson frá Sjó veiddi stærsta fiskinn - þorsk sem vó 17,7 kg. í sveitakeppni karla sigraði sveit Þorsteins Jóhannessonar. í henni voru 3 keppendur frá Siglu- firði og einn frá Akranesi og veiddu 2139 kg. Sveit Guöúnar Áhöfnin á Glað nýkomin í land. Frá vinstri Ólafur H. Ólafsson skipstjóri, Sólveig Guðlaugsdóttir, Sjósnæ, Sigríður Kjartansdóttir, Sjóís, og Bjarni Kjærnested, Sjó. DV-mynd Pétur Gísladóttur var hæst kvennasveita, með 1480 kg. Hana skipuðu þrjár aflakonur frá Sjósnæ og ein frá Akranesi. Lárus sagði að alls hefðu veiðst 6 tegundir af fiski, þar af aðeins 2 marhnútar. Þorskurinn vó alls um 15 tonn og ufsinn 4,7 tonn og aðrar tegundir minna. Það er alltaf líf og fjör í Ólafsvík þegar þessi mót eru haldin hjá Sjósnæ. Fjöldi fólks kemur í bæinn og mikið er um að vera. Útvarpsstöðin Sjósnær var í gangi með upplýsingar til kepp- enda, einnig tónlist og viðtöl. Mikil grillveisla var fyrir keppendur er þeir komu að landi fyrri daginn. Á laugardagskvöldið var veglegt loka- hóf á Klifi þar sem verðlaun voru veitt fyrir hinar ýmsu keppnis- greinar. Lárus formaður sagði að á næsta ári yrði vel haldið upp á tíu ára afmælismótið hjá Sjósnæ. -PSJ utsaian er enn i fi i!ii im nsnni 1 UliUííi MdíiUi r ' c M rv, 1 í iVfAm VTPArtT í UaIUÍO OlíUvii —• vinkona min mæiti i vinnuna i dag í O alklæðnaðí, “Stretch’ oo |/ám i ióinl nn ivwUu, i\jui uy hún fékk fyrir sam- 70 tals kr. 5090.-, þrjar cmðrf Ita/pnfliIói irí Dfiíwil iv V v!l! HIYUi ; (D ,, ii iika hvíta 100% bóm- uliarskyrtu á kær- Amma minvar íika stórhrifin af stórum rúmqóðum nærfatna sem hún fékk á sig. Mamma sýndi mér líka nýjustu sænqurqiafirnar ! A D — \ ~ k. hancfavinkonubörnunum Faxafeni 8 sínum, ferlega dúlluleg föt á gjafverði, nema hvað. Næsta bað sem maður veit af er að atí og Droöir mmn mættir meó boxer Drækur í öllum litum oa vínnuskyrtur, svei.m heíd að ég skeíli mér bara á í Oxford Street. Viltu með? 0pið:laugard.10-18 sunnud.12-17 mánud.-ffímmtud.10-18 föstud-19 hpírl 5n ph qI/pTIí mÁr haríi á cnnnuHaninn Í ivlU Uv vU wiivlil i 1 Ivi Udi U U v?L!f li lUl\wÍOv|ff 11 I •4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.