Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1999, Page 15
MIÐVTKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999
15
Ósoneyðandi spilliefni
I ónýtum ísskápi eða frystikistu á sorpstöð er ekki bara um að ræða los-
un úrgangs. Kælimiðiil tækisins er í flestum tilvikum ósoneyðandi efni
sem ekki má fara út í andrúmsloftið.
Þegar við skilum
ónýtum ísskáp eða
frystikistu á sorpstöð
sveitarfélags erum við
ekki bara að losa okkur
við úrgang. Kælimiðill
tækisins er í flestum
tilvikum ósoneyðandi
efni, sem ekki má fara
út í andrúmsloftið.
Kælimiðlar, sem jafn-
framt eru spilliefni,
falla undir lög um
spilliefnagjald og nú
hefur spilliefnanefnd
ákveðið að leggja spilli-
efnagjald á þá innflutta
kælimiðla. Almenning-
m- skilar úrgangi sín-
um endurgjaldslaust á
söfnunarstöðvar sveit-
arfélaga en fyrirtæki greiða fyrir
kostnað vegna urðunar og eyðing-
ar síns úrgangs.
Eftir gildistöku spilliefnagjalds
geta allir skilað kælimiðlum á
safnstöðvar sveitarfélaganna án
þess að greiða fyrir. Hagsmunaað-
ilar í kæliiðnaði hafa um alllangt
skeið freistað þess að ná sam-
komulagi sín á milli um með-
höndlun úrgangskælimiðla en það
hefur enn ekki tekist. Því hefur
spilliefnanefnd ákveðið að taka
frumkvæði í mál-
inu en er fús til
samvinnu við hags-
munaaðila ef færi
gefst.
Kæli- og
slökkvimiðiar
Þeir sem til þekkja
telja líklegt að um
100 t. af ósoneyð-
andi kælimiðlum
fari út í andrúms-
loftið árlega hér á
landi. Erfitt er að
henda reiður á
þessari tölu. Kæli-
miðlar eru á okkar
landi í mestu magni
í kælivélum frysti-
húsa og skipa auk
frysta og kæla verslana og ann-
arra slíkra aðila.
Vafalaust fer nokkurt magn út í
andrúmsloftið vegna lekra kæli-
kerfa en t.d. stöðug hreyfmg skipa
getur gert kerfin óþétt með tíman-
um. Við flytjum
inn um 150 t. af
kælimiðlum á ári
en sáralítið kem-
ur til safnstöðva.
Eitthvert magn
er endurnotað af
því sem tappað
er af tækjum sem
tekin eru úr
notkun. Betur
má glöggva sig á
tölunum með því
að skoða ein-
staka þætti.
Venjulegnr is-
skápur inniheldur 100-200 g af
kælimiðlum.
Ef um 6000 kæliskápar eru end-
urnýjaðir á ári þýðir það að inn
kemur ca lt kælimiðla á þennan
hátt. Þetta sýnir ljóslega að magn-
ið er ekki á heimilunum. Vandinn
við þetta spilliefni er hversu auð-
velt er að losa sig við það, það rýk-
ur einfaldlega upp i loftið. Eftir að
spilliefnagjaldið er komið á vonast
menn til að skil aukist þegar unnt
er að losa sig við efnið kostnaðar-
laust. Jafnframt kann aukinn
kostnaður efnisins að leiða til
vandaðri meðferðar og þess að bet-
ur borgi sig að þétta leka kæli-
kerfa. Þótt bannað sé að flytja inn
ósoneyðandi kælimiðla má flytja
þá inn endurunna og eins og fyrr
greinir er það gert í talsverðum
mæli.
Förgun halóna
Halónar eru slökkvimiðlar sem
mikið hafa verið notaðir á sjálf-
virk slökkvikerfi. Kostir þeirra
eru eldhemjandi áhrif, nær engin
eituráhrif og hversu litlu tjóni
þeir valda við slökkvistarf miðað
við vatn. Þessi slökkvimiðill er
hins vegar ósoneyðandi og þvi
bannaður nú. Smám saman verð-
ur þessum slökkvimiðli því út-
rýmt úr okkar kerfum. Áætlað hef-
ur verið að 25 t. þessa efnis sé nú
á kerfum hérlendis. Verulegur
kostnaður fylgir því að breyta um
slökkvimiðil. Einungis förgunar-
kostnaður gæti numið um 5 m. kr.
Þau kerfi sem taka munu við af
halónakerfum nýta ekki slökkvi-
miðla sem skilgreindir eru sem
spilliefni. Þar af leiðandi getur
spilliefnanefnd ekki lagt gjald á
innflutning þeirra til þess að
standa straum af kostnaði við
förgun halóna. Það viðfangsefni
fer því til umhverfisráðuneytisins
hversu við skuli bregðast.
Guðm. G. Þórarinsson
Kjallarinn
Guðm. G.
Þórarinsson
verkfræðingur
„Eftir gildistöku spilliefnagjalds
geta aiiir skiiað kælimiðlum á
safnstöðvar sveitarfélaganna án
þess að greiða fyrir. Hagsmuna-
aðilar í kæliiðnaði hafa um all-
langt skeið freistað þess að ná
samkomulagi sín á milli um með-
höndlun úrgangskælimiðla en
það hefur enn ekki tekist.“
Lífsleiði og vinnudeilur
af sómu rót?
Það er ekki langt síðan gerð var
könnun á lífshamingju ýmissa
þjóða. Niðurstaðan varð sú að ís-
lendingar voru í hópi þeirra ham-
ingjusömustu. Þrátt fyrir þessa yf-
irlýstu hamingju eru ýmsar blikur
á lofti. Vinnudeilur og hópupp-
sagnir einkenna þjóðlíflð þrátt fyr-
ir að kaupsamningar eru ekki út-
runnir. Engin skikkanleg lausn
virðist í sjónmáli.
Ýfingar í þjóðfélaginu
Kennarar hafa farið geyst og
sagt upp störfum vegna óánægju
þrátt fyrir að samningar þeirra
eigi enn að vera í gildi. Mesta
hættan liggur í því að ef ein stétt
kemst upp með að þvinga fram
kjarabætur fram hjá umsömdum
samningum er hætt við að aðrar
stéttir feti troðna slóð með ófyrir-
sjáanlegum afleiðingum. Verð-
bólga og þensla gæti gert vart við
sig á ný til tjóns fyrir alla.
Þetta er kannski alvarlegasta
hliðin á hvers konar vinnudeilum
þegar grannt er skoðað. Leikregl-
ur verður að virða hverju sinni þó
vinnuhópar séu ekki um stundar-
sakir ánægðir með kjör sín og
stöðu. Kjaradeilur á að leysa i fyll-
ingu tímans þegar gerðir samning-
ar hafa runnið sitt skeið. Skæru-
hernaður er engum til góðs.
Og það eru fleiri ýfmgar í þjóð-
félaginu. Skipulagsmál eru gjarn-
an í sviðsljósinu, nú síðast til
dæmis i Laugardalnum. Og gleði-
málin í Grjótaþorpi kunna að end-
ast eitthvað fram eftir haustinu til
ásteytingar. Ekki benda þessi há-
vaðamál til að lifshamingjan sé
upp á marga flska.
Parkinsonlögmálið
Á þessum viðkvæmu árekstra-
tímum koma upp
í hugann um-
mæli hins fræga
Parkinsons, höf-
undar kunnra
lögmála sem
margir minnast.
Við hann er
kennt Parkinson-
lögmálið um
þensluna í kerf-
inu sem svo
rækilega hefur
sannað sann-
leiksgildi sitt.
Parkinson var
hér á ferð fyrir nokkrum árum og
hélt fyrirlestra um kenningar sín-
ar og tekin voru við hann athygl-
isverð viðtöl.
Parkinson ræddi meðal annars
um vaxandi lífsleiða fólks í heim-
inum. Fólk staðnar í umhverfi
sínu. Ástandið er verst þar sem
skapast hefur vélvæddur og sjálf-
virkur heimur. Park-
inson hefur varpað
fram lögmáli sjálf-
virkninnar og leiðind-
anna og það hljóðar
svo: „Helsta afurð
sjálfvirks þjóðfélags
er almennt og vax-
andi óyndi.“ - Og
hvernig blasir þetta
við okkur nú? Erum
við ekki á þröskuldi
vaxandi einhæfni og
sjálfvirkni? Vinnu-
staðirnir eru að
stækka og sjálfvirkni
og einhæfni vex.
Parkinson tók mik-
ið upp í sig þegar
hann rakti hin ýmsu
vandamál iðnvæddra
og sjálfvirkra þjóða
með einhæf störf í vaxandi mæli.
Lífsleiðinn vex, fullyrti Parkinson.
Parkinson telur að hávaði, óeirðir,
glæpir og vinnudeilur eigi i mörg-
um tilfellum rætur að rekja til
vaxandi leiðinda og óyndis fólks,
þegar grannt er skoðað. Parkinson
telur einnig að vaxandi fikniefna-
neyslu og áfengisdrykkju og aðra
vímugjafa, sem hjálpa fólki til að
flýja raunveruleikann, megi rekja
til vaxandi leiðinda og óyndis.
Stöðnun og tilbreytingarleysi í
störfum sínum hjá allt of mörgum
fyllir fólk lífsleiða. Parkinson er
svo djarfur að halda því fram að
jafnvel vinnudeilur og verkföll
eigi rætur sínar að rekja til lífs-
leiða. í verkföllum og vinnudeilum
fær fólk tækifæri til að úthrópa
umkvörtunarefni sín. Það fær út-
rás. Vinnudeilur bjóða upp á
spennu og æsing,
leikræn tilþrif eins
og í íþróttakappleik.
Spenna og tilbreyting
virðist vera nauðsyn.
Fjölbreytni í
störfum og
áhugamál
Er þetta ekki athygl-
isverð kenning?
Skyldi Parkinson
ekki hafa eitthvað til
síns máls? Parkinson
telur að ef hægt væri
að komast fyrir ræt-
urnar á leiðindunum
yrði friðsælla í nú-
tímaþjóðfélögum og
mörgum vandamál-
um yrði vikið úr
vegi.
Vafalaust eru ekki allir sam-
mála Parkinson enda væri það til
of mikils mælst. En kenningin er
engu að síður athyglisverð og er
varpað hér fram til umhugsunar.
Leiðindi eru helsti óvinurinn, full-
yrðir Parkinson. Ég hefi hrifist af
kenningum Parkinsons, eins og
margir fleiri. Þær eru afdráttar-
lausar. Að minnsta kosti er tíma-
bært að minnast á kenningar
Parkinsons í ljósi þrætumála síð-
ustu mánaða.
Líklega mun hærra kaup ekki
koma í veg fyrir lífsleiðann. Það
þarf fleira til. Þeir eru vafalaust
betur settir sem búa við fjöl-
breytni í störfum og áhugamálum.
Ætla má að þeir séu ánægðari með
lífið yfirleitt, hvemig sem háttað
er kaupi, verðlagi eða sköttum.
Jón Kr. Gunnarsson
„Líklega mun hærra kaup ekki
koma í veg fyrir lífsleiðann. Það
þarf fleira til. Þeir eru vafalaust
betur settir sem búa við fjöl-
breytni í störfum og áhugamálum.
Ætla má að þeir séu ánægðari
með lífið yfirleitt, hvernig sem
háttað er kaupi, verðlagi eða
sköttum.“
Kjallarinn
Jón Kr.
Gunnarsson
rithöfundur
Með og
á móti
Voru KR-ingar að lítilsvirða
íslenska knattspyrnu
Á síöasta heimaleik KR-inga í úrvals-
deildinni í knattspyrnu mátti heyra
nokkra stuðningsmenn KR fagna
óförum ÍBV í Evrópukeppninni. Þarna
fannst mörgum að KR-ingar væru að
lítilsvirða íslenska knattspyrnu.
Ofund
„Maður skilur bara ekki þenn-
an húmor í vesturbænum og
menn þar á bæ virðast vera að
fara á taugum yfir þessu öllu.
Það er allt reynt og ég get ekki
tekið þetta
nema sem
minnimáttar-
kennd og öfund
út í okkur
Eyjamenn. Þeir
vita að við
Eyjamenn eig-
um eftir að
hafa betur en
KR-ingar þegar sTgtirjónsson,
Upp verður stu&ningsmaður
staðið. Ég átti 'BV‘
kannski ekki von á svona við-
brögðum hjá þessum stuðnings-
mönnum enda hélt ég að vestur-
bæingamir væru þroskaðari en
þetta. Það er alveg sama hvaða
lið á í hlut, auðvitað heldur mað-
ur með íslensku liðunum þegar
þau etja kappi við erlend félög.
Þaö á ekki að hlakka í neinum
þegar íslensku liðunum gengur
illa gegn erlendum mótherjum
sínum. Það kemur íslenskri
knattspyrnu til góða ef liðunum
gengur vel í Evrópukeppninni
svo að við stuðningsmenn ÍBV
vonum auðvitað að KR-ingum
vegni vel þegar þeir etja kappi
við Kilmarnock. Mér fannst
framkoma þessara stuðnings-
manna setja leiðinlegan blett á
knattspymuna hér heima og
vona að svona gerist ekki aftur.
Við stuðningsmenn ÍBV munum
ekkert erfa þetta enda eigum við
eftir að mæta í vesturbæinn síð-
ar í sumar og sjá ÍBV vinna KR
öðru sinni í sumar."
Efni í brand-
arabók
„Þeir einu sem eru til skamm-
ar í þessu máli eru þeir frétta-
menn sem um málið hafa fjallað.
Annars er fréttaflutningur af KR-
ingum yfirleitt svo hlægilegur að
við hjá KR-
klúbbnum sem
erum þessa
dagana að
leggja siðustu
hönd á „Svarta
kverið", söng-
bók stuðnings-
mannsins
(margritskoð-
uð svo enginn
fari að gráta),
erum að velta
fyrir okkur út-
gáfu á brandarabók líka. And-
stæðingar KR finna KR-ingum
flest til foráttu, t.d. fréttir af því
að gleymst hafi að setja einn stól
í blaðamannastúkuna, áhyggjur
eins leikmanns af því hvemig
grasið grær i vesturbænum og
hvort öðrum þyki glæpsamlegt að
fá sér böku og öl eftir leik er bara
fyndið. Á umræddum leik voru
stuðningsmenn KR, Leifturs og
íjöldinn allur af öðrum knatt-
spyrnuáhugamönnum og þó að
einhverjir örfáir úr þessum hópi
gleðjist yfir því að ÍBV tapi er
það ekki fréttnæmt á knatt-
spyrnuleik í lok 20. aldar. Ekki
var minnst orði á þetta í Útvarpi
KR FM 104,5 enda aðeins gert til
að koma af stað illu umtali. í
engu öðru félagi á íslandi er
unnið eins ötullega að framgangi
íslenskrar knattspyrnu og í KR
og á það fólk sem vinnur þetta
óeigingjarna starf ekki svona
neikvæð ummæli skilið." -GH
Daníei
Guðlaug&son,
formaöur
stuðnlngsmanna-
klúbbs KR.