Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1999, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 19 DV Sviðsljós Goldie Hawn er ekki stressuð Leikkonan góðkunna Goldie Hawn er hreint ekki stressuð í einkalífinu þótt annað mætti halda af persónunum sem hún" hefur leikið á hvíta tjaldinu á undangengnum árum. Nei.átúlk- an sú kann að slappa af og uppá- haldsaðferð hennar til þess er hugleiðsla. „Ég legg mikla áherslu á að taka alltaf frá tíma til hug- leiðslu, þótt ég sé ekki alltaf á hentugum stað til þess,“ segir gullstúlkan Goldie í viðtali við tímaritið Marie Claire. BIFREIÐASTILLiHOAR Smáauglýsinga deild DV v •■'í* K>Á er opin: • virka daga kl, 9-221 • laugardaga kl.9-14 • sunnudaga kl, 16-22 Skilafrestur smáauglýsinaa erfyrir kl, 22 kvölaið fyrir birfingu, Affl. Smáauglýsingí Helgarblað DV verður þó að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag, oW milli hirmns Smáauglýsingar [DVi S.S. GUNNARSSON HF. VELSMIÐJA Rennismíði - Vélsmíði Dráttarkúlur - Varahlutir í fiskvinnsluvélar Tannhjól - Ásar - Fóðringar Nipplar -Valsar - Slífar Eigum á iager ryðfrítt vökvafittings. Framleiðum eftir pöntunum. Fljót og góð afgreiðsla. TTHFl EEII LLjJ Trönuhrauni 10, Hafnarfirði. Sími 555 3343. Fax 565 3571. GSM 898 7449 Kryddpía viður- kennir neyslu ólöglegra efna Kryddpían Mel C hefur nú loks opnað munninn og sagt frá ýmsu skemmtilegu sem tengist stelpna- hljómsveitinni viðfrægu. Fyrst skal telja flkniefnaneyslu. „Ég hef aðeins prófað ólögleg efni en tókst að rífa mig lausa,“ segir Mel C í opinskáu viðtali við popp- tímaritið Q. „Núna held ég mig víðs- fjarri öllu slíku og varla að ég smakki áfengi." Víða er komið við í viðtalinu og þar fær Mel C tækifæri til að kveða niður orðróm um að hún sé lesbía. „Ég er hundrað prósent gagnkyn- hneigð," segir hún. Ekki fer hjá því að Mel C ræði um hinar kryddpíumar. Meðal annars kemur fram að hún neitar af og til að yrða á fyrrum tilvonandi tengda- dóttur íslands, sjálfa Mel B. íþróttakryddið, eins og Mel C er kölluð, getur heldur ekki látið hjá líða að pilla á fyrrum kryddpíuna Geri og segir hana slaka söngkonu. Og um brúðkaup Victoriu og Davids Beckhams segir hún að það hafi verið heldur yfirdrifið. Glansparið Liz Hurley og Hugh Grant eru fremst í flokki fallega og ríka fólksins úti í hinum stóra heimi. Þau voru því að sjálfsögðu boðin í útgáfupartí tímaritsins Talk sem allir tala um vestanhafs og austan um þessar mundir. í fyrsta tölublaðinu er viðtal við Hillary Clinton forsetafrú þar sem hún kemur með skýringar á framhjáhaldi forsetans, hina klassísku erfiðu æsku. Um þessar mundir fer Hugh Grant hins vegar hamförum á hvíta tjaldinu með Juliu Roberts. Nýr umboðsmaður Sigurrós Guðmundsdóttir, Götuhúsum, sími 483 - 1543 550 5000 Drottningarmóðirin ætlar að ríða á vaðið. Hún hefur í hyggju að bjóða Camillu Parker Bowles, ástkonu Karls ríkisarfa, heim til sín til Birk- hall á landareign Balmoral hallar- innar í Skotlandi. Boðið verður ein- hvem tíma á haustdögum. Þetta er fyrsta skrefið í opinberri viður- kenningu bresku konungsfjölskyld- unnar á Camillu. Elísabet drottning, móðir Karls, hefur til þessa staðfastlega neitað að hitta Camillu sem þó er eina sanna ást ríkisarfans. Drottning mun sjálf- sagt verða undir miklum þrýstingi að gera slíkt hið sama og viður- kenna staðreyndir lífsins. Ekki er hægt að hugsa sér meira viðeigandi stáð en Balmoral fyrir þetta fyrsta skref Camillu inn í op- inbert líf konungsíjölskyldunnar. Allt umhverfið þar er eins róman- tískt og nokkuð má vera. Auk þess Camilla Parker Bowles á leið inn úr kuldanum í hlýjar stássstofur kon- ungsfjölskyldunnar sem þau Karl hafa átt þar marga leynilega ástarfundi i áranna rás. Kunnugir segja að Camillu verði boðið í heimsókn á sama tíma og Karl kemur í árlega haustferð sína til Skotlands. Camilla fær að vera þar I einn eða tvo daga. „Það er mál manna að drottning- armóðurinni finnist vera kominn tími til að horfast í augu við sam- band Karls og Camillu og glíma við það,“ segir starfsmaður við bresku hirðina I samtali við blaðið Sunday Mirror. „Ef drottningarmóðirin hittir hana kann það að auðvelda drottningunni eftirieikinn og verða henni hvatning til að takast á við vandann." Sem vonlegt er hefur Karl tekið fálæti fjölskyldu sinnar í garð Camillu afar illa og því næsta víst að amma gamla verður honum kær- ari en nokkru sinni fyrr. 9' Keanu Reeves að verða pabbi Lukkan brosir breitt framan í kvikmyndaleikarann og poppar- ann Keanu Reeves um þessar mundir. Ekki einasta nýtur nýjasta kvikmyndin hans, Mat- rix, nokkurra vinsælda, heldur á kærastan hans, Jennifer Skye, von á bami þeirra. Keanu og Jennifer hafa veriö vinir lengi en það er ekki fyrr en á síðustu misserum sem vinskapurinn hef- ur þróast út í eitthvað enn meira. En þótt frumburöurinn sé á leiðinni hafa skötuhjúin hreint ekki í hyggju að ganga í hnapp- helduna, að sögn kunnugra. Tíðindi hjá bresku konungsfjölskylduimi: Camillu boðið heim til ömmu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.