Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1999, Síða 29
MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999
29
Ólafur Stephensen.
Djassá
Seyðisfirði
Tónleikaröðin Bláa kirkjan í
Seyðisfjarðarkirkju heldur áfram
í kvöld með tónleikum tríós Ólafs
Stephensen frá Reykjavík. Tríóið
skipa þaulreyndir menn úr djass-
lífl landsins: Tómas R. Einarsson,
bassaleikari og tónsmiður, Guð-
mundur R. Einarsson, trommu-
leikari og básúnuleikari, og Ólaf-
ur Stephensen djasspíanisti.
Þeir eru landsþekktir fyrir
skemmtilegar útfgerslur sínar á
„venjulegum" djass-standördum
sem þeir færa í sveiflubúning. í
fréttatilkynningu segir um tríóið
að það hafi „þann einstaka hæfi-
leika að geta hrifið áhorfendur
með sér, hvort sem þeir eru stadd-
ir í Bangkok, Buenos Aires eða
Nuuk á Grænlandi“!
Óli Stephensen og félagar hafa
leikið saman í tæplega tíu ár. Tón-
listin sem þeir leika hefur verið
kennd við sveifluna er réð ríkjum
---------------á djassklúbb-
Tónleikar umNewYork
_______________a sjotta ara-
tugnum. Inn í dagskrá sína af
hefðbundnum djasslögum blanda
þeir félagar svo þjóðlögum, sálma-
lögum og öðrum tegundum dæg-
urtónlistar og færa lögin í nýjan
búning eftir því sem andinn blæs
þeim í brjóst. Kemur útkoman oft
sjálfum þeim og áhorfendum
skemmtilega á óvart.
Aðgangseyrir á tónleikana er
500 krónur en ókeypis fyrir sex
ára og yngri. Eins og aðrir við-
burðir í tónleikaröðinni hefst
gamanið klukkan 20.30 í kirkjunni
á Seyðisfirði.
Hamingja í
Hlaðvarpanum
Sveiflan verður víðar í al-
gleymingi en á Seyðisfirði í vik-
unni. Á morgun troða Tena
Palmer og hljómsveit hennar
Felicidade upp í Kaffileikhúsinu
en hefur tvisvar áður fyllt Hlað-
varpann út úr dyrum með fjörugri
sambasveiflu. Nafn hljómsveitar-
innar, Felici-
dade, er portú-
galskt og merkir
„hamingja" og
segir það nokk-
uð um yfirbragð
tónlistarinnar,
blöndu af samba
og bossa nova.
Tena sjálf hefur
sungið víða um
heim og hlotið fjölmargar viður-
kenningar fyrir en hún syngur
ýmist á portúgölsku, spænsku,
ítölsku eða ensku. Auk Tenu
skipa hljómsveitina valinkunnir
djassarar: Óskar Guðjónsson
saxófónleikari, Hilmar Jensson
gítarleikari, Þórður Högnason
bassaleikari og Matthías M.D.
Hemstock trommari.
Tónlist Felicidade á einkar vel
við þessa dagana þegar hitinn hef-
ur öðlast sinn réttmæta og lang-
þráða sess í sumri Reykvíkinga.
Meðal laga á dagskránni eru hin
vinsælu lög Getz og Gilberto, sem
riöu ásamt öðrum baggamuninn í
því að heimurinn uppgötvaði
töfra suður-amerískrar tónlistar.
Tónleikarnir hefjast klukkan
níu en húsið opnar hálftíma fyrr.
Miðasala hefst klukkan 17 á morg-
un.
Tena Palmer.
Líf eftir verslunarmannahelgi
- Taltónleikar á Ingólfstorgi og urlið á Gauknum
Hljómsveitin með . að enn þá sé „líf eft-
harða nafnið, url, Skeill 11113111 f ir verslunarmanna-
verður með tónleika--------------------------------helgi“ með kröft-
á Gauki á Stöng í kvöld og ætlar ugu „kæfurokki".
með þeim að sýna tónleikagestum Líklegt er að smellurinn Song in
Hljómsveitin url.
A, í 36. sæti á íslenska listanum
eins og er, hljómi á Gauknum og
þar sem urlið er ekki nema hárs-
breidd frá yfirvofandi sumarleyfl er
þetta síðasti séns fyrir aðdáendur
sveitarinnar að sjá hana á
útopnu, í bili að minnsta
kosti.
Jagúar, Magga
Stína og co.
á Ingólfstorgi
í sumar hefur símafyrirtæk-
ið Tal hf. tekið sér hlé frá
skærum við Landssímann
síðdegis á miðvikudögum og
staðið fyrir tónleikadagskrá á
Ingólfstorgi í samvinnu við
Rás tvö og Hitt húsið. í dag
eru það Magga Stína og bik-
armeistararnir ásamt svita-
og fónksveitinni Jagúar sem
leika listir sínar fyrir torg-
fara. Tónleikarnir hefjast
klukkan 18.
Götuleikhús Hins hússins
verður með uppákomu á
svæðinu sem tengist dagskrá
tónleikanna en þeir verða
teknir upp og útvarpað af Rás
tvö næstu helgi og aftur
næsta fimmtudag.
Til klukkan 18 á morgun er gert
ráð fyrir hægviðri, yflrleitt léttskýj-
að og hiti 15 til 20 stig en viða þoku-
loft yfir nóttina, einkum við sjóinn.
Veðrið í dag
Á höfuðborgarsvæðinu verður
hægviðri og sólbjart í dag en lág-
þokublettir að næturlagi. Hiti 13 til
18 stig síðdegis en 7 til 10 stig í nótt.
Næstu daga er gert ráð fyrir hægri
norðlægri eða breytilegri átt á fóstu-
dag og laugardag. Bjartviðri viða um
lend en þó hætt við þokulofti sums
staðar með ströndinni, einkum að
næturlagi. Hiti 10 til 20 stig, en fer
síðan kólnandi norðaustantil.
Sólarlag í Reykjavík: 22.20
Sólarupprás á morgun: 4.49
Síðdegisflóð í Reykjavík: 24.52
Árdegisflóð á morgun: 0.52
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri léttskýjaó 8
Bergsstaöir léttskýjaó 9
Bolungarvík hálfskýjaö 7
Egilsstaðir 10
Kirkjubœjarkl. þokumóöa 11
Keflavíkurflv. lágþokublettir 11
Raufarhöfn alskýjaö 10
Reykjavík léttskýjaö 10
Stórhöfði þoka 10
Bergen léttskýjað 15
Helsinki léttskýjaö 19
Kaupmhöfn léttskýjaö 18
Ósló léttskýjaö 19
Stokkhólmur 22
Þórshöfn skýjaö 12
Þrándheimur skýjaö 13
Algarve skýjaó 20
Amsterdam þokuruöningur 18
Barcelona þokumóöa 24
Berlín heiöskírt 19
Chicago hálfskýjaö 22
Dublin skýjað 22
Halifax heióskírt 16
Frankfurt léttskýjaö 18
Hamborg skýjaö 18
Jan Mayen súld 6
London skýjaö 17
Lúxemborg þoka 16
Mallorca þokumóöa 21
Montreal léttskýjaó 19
Narssarssuaq alskýjaó 10
New York heiöskírt 24
Orlando þokumóöa 24
París skýjaó 17
Róm þokumóöa 20
Vín léttskýjaö 17
Washington heiðskírt 18
Winnipeg skýjaö 16
Helstu vegir um
hálendið færir
Helstu vegir um hálendið eru nú færir en vegur-
inn í Kverkfjöll er lokaður vegna vatnaskemmda.
Það skal áréttað að þótt vegir um hálendið séu sagð-
ir færir er yfirleitt átt við að þeir séu færir jeppum
og öðrum vel útbúnum fjallabílum.
Færð á vegum
Vegimir um Kjöl, Kaldadal og yfir í Landmanna-
laugar frá Sigöidu eru þó færir öllum bílum.
Friðgeir Óli
Litli drengurinn á myndinni
heitir Friðgeir Óli. Hann fæddist
á Landspitalanum 22. apríl klukk-
Barn dagsins
an 10.33 og var 51 sentímetri og
tæpar 14 merkur við fæðingu.
Friðgeir Óli virðist una sér vel í
fangi Magnúsar Péturs, stóra
bróður, sem er þriggja ára. For-
eldrar heita Bjarni Gunnarsson
og Sigríður Eva Friðgeirsdóttir.
Frá vinstri: Will Smith, Salma
Hayek, Kevin Kline.
Wild Wild West
Leikstjórinn Barry Sonnenfeld
og leikarinn Will Smith, eitt sinn
þekktur sem „ferski prinsinn frá
Bel Air“ áttu mikinn smell síðasta
sumar með myndinni Men in
Black og róa á sömu ævintýra- og
spennumiðin með nýjustu afurð-
inni, Wild Wild West.
Smith leikur James West, sér-
stakan erindreka Bandaríkja-
stjórnar (nafni hans frá Bretlandi
kemur óneitanlega upp í hugann),
sem sendur er ásamt félaga sín-
um, Artemus Gordon (Kevin
Kline), til höfuðs varmenninu
Arliss Loveless,sem Kenneth
Branagh leikur.
Arliss þessi hyggst V////////
Kvikmyndir
myrða Bandaríkjafor-
seta með aðstoð risavaxins og
þrælvopnaðs farartækis síns, Tar-
antúlunnar.
Inn í baráttuna, sem í hönd fer,
blandast að sjálfsögðu feguröar-
dísir. Fulltrúi hins góða i þeirri
deild er hin íðilfagri og dularfulli
skemmtikraftur Rita Escobar sem
Salma Hayek túlkar af lítilli fyrir-
höfn.
Nýjustu myndirnar:
Bíóhöllin: Wild WUd West
Saga-bíó: The Mummy
Bíóborgin: Wing Commander
Háskólabíó: Notting Hill
Háskólabió: Fucking Ámál
Kringlubíó: Wild Wild West
Laugarásbíó: Notting Hill
Regnboginn: Virus
Stjörnubíó: Gloria
Krossgátan
1 2 3 4 5 6 7
8 9
10 11 12
13 14 15
16 17 18
19 20
21 22
Lárétt: 1 bóndabær, 5 fugl, 8 beltið,
9 óðagot, 10 aðstoð, 11 niö, 13 óhrein,
16 ótti, 19 hljóð, 20 hratt, 21 kerald,
22 ólykt.
Lóðrétt: 1 þroti, 2 mánuður, 3 fimu,
4 utan, 5 bað, 6 óttast, 7 sá, 12 féllu,
14 digur, 17 lærði, 18 eyða, 19 gelt.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárétt: 1 óhultur, 7 þóf, 8 orms, 10
örskjót, 12 kaus, 14 óra, 15 kýrin, 17
of, 18 ást, 19 nafn, 20 au, 21 asnar.
Lóðrétt: 1 óþökk, 2 hóra, 3 ufs, 4
loksins, 5 trjónan, 6 um, 9 stafn, 11
órofa, 13 urta, 16 ýsu, 18 áa.
Gengið
Almennt gengi LÍ 04. 08. 1999 kl. 9.15
Eininq Kaup Sala Tollnenqi
Dollar 72,150 72,510 73,540
Pund 117,200 117,800 116,720
Kan. dollar 48,270 48,570 48,610
Dönsk kr. 10,4550 10,5120 10,4790
Norsk kr 9,3670 9,4180 9,3480
Sænsk kr. 8,8940 8,9430 8,8590
Fi. mark 13,0820 13,1606 13,1223
Fra. franki 11,8578 11,9290 11,8943
Belg.franki 1,9282 1,9397 1,9341
Sviss. franki 48,6200 48,8800 48,8000
Holl. gyllini 35,2958 35,5079 35,4046
Fýskt mark 39,7692 40,0082 39,8917
ít. líra 0,040170 0,04041 0,040300
Aust. sch. 5,6526 5,6866 5,6700
Port. escudo 0,3880 0,3903 0,3892
Spá. peseti 0,4675 0,4703 0,4690
Jap. yen 0,626700 0,63050 0,635000
írskt pund 98,762 99,356 99,066
SDR 98,700000 99,29000 99,800000
ECU 77,7800 78,2500 78,0200
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270