Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999
Kostnaður við útfarir oft óheyrilegur:
Virðisauki
Útfararþjón-
usta undan-
þegin - ekki
„vörur“
Maðurinn skipti við
eina af stærri útfarar-
þjónustum höfuðborg-
arinnar og eins og
reikningurinn sýnir
þarf að huga að mörgu
þegar ástvinur er
lagður til hinstu hvílu.
Margir kjósa að fara Það er dýrt að deYÍa- Skattheimtan lætur mann skilj-
þá leiðina að láta eina an'e9a 1 hiði eftir dauðann en kostnaður við útför,
útfararstofu sjá um sem nanustu aðstandendur greiða í flestum tilfell-
allt saman allt frá því um’ 9etur orðið mikill og hann er ekki allur undan-
að hinn látni er fluttur Þe9inn virðisaukaskatti.
Þegar andlát verður í fjölskyld-
unni eru peningar það síðasta sem
fólki þykir sæma að hugsa um. Það
er þó óhjákvæmilegt þar sem meðal-
kostnaður við útfór, þ.e. áður en
tekið er til væntanlegrar erfi-
drykkju, nemur nær 200.000 krón-
um sem á fæstum heimilum eru
gripnar úr digrum sjóðum.
Til Hagsýni DV leitaði maður
sem nýlega er orðinn ekkill. Hann
tók það skýrt fram að ekki hefði
hann talið eftir sér að greiða fyrir
útfor ástkærrar eiginkonu sinnar
og vildi ekki fyrir nokkurn mun
halda því fram að
kostnaðurinn væri of
mikill. Ekkillinn var
hins vegar furðu lost-
inn yfir því að þessi
óhjákvæmilegi kostn-
aður skyldi ekki vera
undanþeginn virðis-
aukaskatti.
Blaðamanni þykir
ekki skrýtið að maður-
inn skuli hafa haft
þennan fyrirvara á
vangaveltum sínum
þar sem oft hvílir hula
yfir kostnaðarhlið út-
fara, af skiljanlegum
ástæðum.
af dánarstað í líkhús þar til leg-
steinn er settur yfir leiðið. Innifalið
er þá bæði þjónustugjöld og það
sem til þarf, kista og fylgihlutir
hennar, svo sem líkklæði og sæng-
urfatnaður, tónlist og söngur við út-
förina og bráðabirgðakross á leg-
staðinn.
Þegar leitað var upplýsinga hjá
Skattstofunni í Reykjavík var vísað
í lög um virðisaukaskatt og kom í
ljós að „útfararþjónusta og prests-
þjónusta hvers konar“ er undanþeg-
in virðisaukaskatti. Ákvæðið tekur
til líkbrennslu, greftrunar, líkflutn-
Nr. 9058
REIKNINCUR
r«Md ws Kimjuofirðum
ML ÞlonwWvöruhdö VorO
103 KistaO 44.745 kr
111 Smg, koddi, bteja (*) 6.615 kr
112 LlkWæðl (*) 3.310 kr
120 Útfararþjóousta 43.870 kr
152 Skj#iO 3.516 kr
116 Trdkross (*) 3.840 kr
Samtals: mgazjii
Tónlistarfólk 46.099 kr
Stefgjald 1.789 kr
Umsjónarfljald * j 5.860 kr
Bidmaveró 12.500 kr
KkkjuvörOor
VSK O; 12.226 kr TH groiðstu: 172.246 kr
Reikningur ekkjumannsins sem ieitaði til DV með undrun sína. Virðisaukinn af útför eiginkon-
unnar reiknaðist 12.226 krónur.
mga og annarrar
þjónustu í þessu
sambandi. Ákvæðið
tekur þó ekki til
sölu á líkkistum,
líkklæðum eða ann-
arrar „vörusölu"
vegna útfarar og
eru þar m.a. nefnd-
ar skreytingar í
kirkju eða kirkju-
garði. Tónlistin er
undanþegin virðis-
aukaskatti en ofan
á kostnað við allan
textaflutning bæt-
ast 5% í gjöld sem
STEF, sem er
skammstöfun fyrir
Samband tónskálda
og eigenda flutn-
ingsréttar, fær
greidd.
Tónlistar-
flutningur
kostnaðar-
samur
Fólki skal bent á að kynna sér
þjónustu útfararstofa, sem í Reykja-
vik eru orðnar allmargar, og bera
saman verð á nauðsynlegri þjón-
ustu. í „útfararþjónustu" sem kost-
ar í kringum 40.000 krónur er greitt
fyrir að flytja kistu, útvega dánar-
vottorð, undirbúa lík hins látna fyr-
ir kistulagningu og sjá um að skipu-
leggja athöfnina með öllu sem því
fylgir.
Kistan sjálf getur kostað á bilinu
29.000 til 115.000. Meðalverð er
40-50.000 kr. en verðið á dýrustu
kistunum fer eftir viðartegund. Að
kistunni undanskilinni er það tón-
listarflutningurinn sem vill verða
aðstandendum kostnaðarsamastur.
Þannig er verð á 8 til 11 manna kór
frá 33.000 krónum til 37.000 króna
en við bætist orgelleikur við kistu-
lagningu og útför, a.m.k. 12.000
krónur. Ef leikinn er einleikur kost-
ar það minnst tíu þúsund krónur og
einsöngur annað eins. Tónlist
kringum útfór getur, að sögn eins
útfararstjórans, kostað á bilinu
45.000 til 70.000 krónur. Ofan á það
bætast STEF-gjöld.
Ekki við hæfi að
vera hagsýnn?
Einn útfararstjórinn sem DV
ræddi við um kostnað sagði að fólk
væri almennt mjög undrandi á
gjöldum sem bætast við útfarar-
kostnaðinn, svo sem virðisauka-
skattur og STEF-gjöld, en málin eru
hins vegar svo viðkvæm og allar að-
stæður þannig að ekki fer hátt um
kostnaðinn.
Hinir lauslegu útreikningar sem
hér birtast taka ekki mið af erfi-
drykkju sem einnig vill verða fólki
kostnaðarsöm. Oft er öllum kirkju-
gestum boðið til drykkjunnar sem í
flestum tilvikum er haldin i sal
safnaðarheimilis, hótels eða hús-
næði sem sérstaklega er leigt út fyr-
ir veisluhöld og auk veitinga getur
upphæðin numið hundruðum þús-
unda.
Málin eru viðkvæm og fólk er i
sorg og má með sanni segja að við
allar aðstæður aðrar sem skapast á
lífsleiðinni telji fólk betur við hæfi
að vera hagsýnt. Staðreyndin er
hins vegar sú að útfararkostnaður
getur gengið mjög nærri fólki sem
ekki hefur úr miklu að spila og því
er nauðsynlegt að hafa augun opin
fyrir smáatriðum og hringja til
dæmis í nokkrar útfararstofur til
þess að gera verðsamanburð. Engin
skömm er að slíku. Útförin getur
verið mjög falleg og virðuleg þó
óskráðar reglur um að „hvergi eigi
að vera til sparað" séu virtar að
vettugi.
-þhs
Verðbréfá
upp- og niðurleið
- síöastliðna 30 daga -
SamvlnnusJ.
íslands
Frumherjl
Skagstrend-
ingur
Heimild: Viðskiptavefurinn á Vísi
islenskar
Loðnuvinnslan Krossanes Sjávarafurðir
Vidskiptamagn hlutabréfa
gefur góða vfsbendingu
Skeljungur
Básafell
Mestu viðskipti
- síðastliðna 30 daga -
hlutabréfa-
verð farið
hækkandi
og við-
skipti auk-
ist. Til að
Tölurí milljónum króna
Hraðfrystih.
Þórshafnar
-14%
Samvlnnuferðlr
Landsýn
-M
Töluverðar breytingar hafa átt
sér stað á hlutabréfamarkaði á
skömmum tíma. Eftir töluverðar
lækkanir, sem hófust í apríl, hefur
o>
ts
k>
W
'M
N)
O)
H-
00
CO
b)
(J1
I
Ae'
^ ^ mynda
var júlí næststærsti viðskiptamán-
uður með hlutabréf frá upphafi.
Síðastliðna 30 daga hafa veruleg-
ar hækkanir orðið á hlutabréfum
en um leið hafa fáein fyrirtæki
lækkað mikið. Góðar fréttir um af-
komu þeirra félaga hafa fyrst og
fremst áhrif á hækkun en ástæða
hækkana á bréfum Skagstrendings
er kaup Útgerðafélags Akureyrar á
meirihluta í félaginu. Einnig vek-
ur hækkun á bréfum í Básafelli
nokkra athygli því mjög illa hefur
gengið hjá því félagi undanfarið.
Hins vegar hefur nýr maður keypt
stóran hluta í félaginu og þau um-
skipti vekja vonir markaðsaðila
um að betri tíð sé í vændum.
Eftirsóttustu bréfin
Ef mestu viðskipti eru notuð
■ sem mælikvarði á eftirspurn eftir
bréfum þá er ljóst að Samherji,
Flugleiðir og Eimskip séu eftirsótt-
ustu bréfin í dag. Góðar fréttir af
þessum fyrirtækjum síðustu vikur
hafa hækkað gengi þeirra og mikil
viðskipti hafa átt sér stað. Enn
fremur er mikil hreyfing á bréfum
FBA og SÍF.
Stálsmiðjan gæti verið vænlegur
kostur nú þegar félagið verður
sameinað Slippstöðinni. Bréfin
hafa lækkað mikið á árinu og vel
er hægt að hugsa sér að þau séu í
lágmarki núna og fari hækkandi.
Hins vegar er starfsvettvangur fé-
lagsins áhættusamur.
Almennt má segja að bréf sem
mikil viðskipti eru með séu
áhættuminni fjárfesting en þau
bréf sem lítil hreyfing er á. Því get-
ur verið skynsamlegt að fjárfesta í
stórum félögum frekar en þeim
minni.
-bmg