Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Qupperneq 36
Vinningstölur miðvikudaginn 11.08. ’99
5 6 15 '20 '39 '47
V-. V
Fjöldi
Vinningar vinninga Vinning&upphœð
1. 6 aþ 6 0 41.708.480
2.50(6* U. 0 1.106.450
3-5 0(6 1 278.910
4-4 0(6 194 2.360
5-3 0( 6*„ 0. 438 440
Heildarvinning&upphœð
43.753.400
Á f&landl
2.044.920
■
%•<1
LtTli
__
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999
Laugardalurinn:
A áttunda
þúsund mót-
. mæla
» Yfir sjö þúsund undirskriftir
hafa borist samtökunum Vemdum
Laugardalinn gegn áformum um
að byggja stórhýsi í austanverðum
dalnum, að sögn Skúla Víkingsson-
ar jarðfræðings, nýkjörins for-
manns samtakanna, í samtali við
DV í morgun.
Þeir sem andsnúnir era bygging-
aráformunum geta einnig skráð
nöfn sín á heimasíðu samtakanna
sem hefur netfangið laugardalur-
inn.is. Skúli hafði ekki upplýsing-
ar um hve margir hefðu skráð nöfn
sín á heimasíðunni en þeir munu
þegar skipta hundraðum. -SÁ
Sólmyrkvi:
mEinn á slysadeild
Samkvæmt upplýsingum frá
slysadeild hefur að minnsta kosti
einn komið á slysadeild vegna
augnskaða sem sólmyrkvinn olli.
Að sögn læknis á vakt getur verið
að fleiri hafi komið vegna þessa í
gær og væri í raun líklegt. Ein
kona kom í morgun en skaðinn
var ekki alvarlegur.
-EIS
Fókus býður
áball
í Fókusi sem fylgir DV á morgun
er viðtal við Áma Þór Vigfússon, 23
ára prestsson sem nýbúinn er að
kaupa sjónvarpsstöð. Kristjana Stef-
ánsdóttir úr S.O.S.-kabarett segir
sig dreyma um djassklúbb en er þó
guðmóðir Skítamórals. Spákonan
Sirrý kynnir til sögunnar aðstoðar-
gaukinn Kobba og Fókus býður á
ball í Straumnum með Stuðmönn-
um, Quarashi og fleiri. í blaðinu er
svo auðvitað Lífið eftir vinnu, ná-
•Hkvæmur leiðarvísir um menningar-
og skemmtanalífið.
Mikil spenna ríkti í suðurhöfninni í Hafnarfirði í gær þegar togarinn Ymir tók að rétta sig við tommu fyrir tommu. „Hann kemur ekki á þessu flóði,“ sagði
Ágúst Sigurðsson útgerðarstjóri um klukkan hálftvö, rétt áður en Ijóst var að togarinn fór að hreyfast og var að komast á flot á ný. Hann tók síðan að rétta
sig af jafnóðum og um tuttugu dælur voru í gangi og fjórir kranar hífðu f hálfsokkna stjórnborðshliðina. Skipið er nú komið á réttan kjöl eftir þrotlausa vinnu
kafara og um fjörutíu annarra manna. Tjónið er talið nema um 100 milljónum króna - skipið verður úr leik fram á haust. DV-myndir ÞÖK og S.
Gífurleg ásókn í víkingaferð vestur um haf:
Fimm mánaða ferð
á áttatíu milljónir
hrúgast upp,“ sagði Gunnar Marel
sem sjálfur hannaði og smíðaði vík-
ingaskipið íslending og hefur meðal
annars siglt með reykvíska
skólakrakka um sundin blá sam-
kvæmt samningi við Reykjavíkur-
borg. Ferðina vestur um haf skipu-
leggur hann í samráði við Landa-
fundanefnd. Kristín Sif Sigurðardótt-
b hjá Landafundanefnd segb það al-
farið á valdi Gunnars Marels skip-
stjóra að velja áhöfn enda sé áhætt-
an hans og unnið sé eftb ákveðinni
flárhagsáætlun. Samkvæmt heimild-
um DV mun ferðin ekki kosta undb
80 milljónum króna.
„Allt kostar sitt. Við þurfum að
leigja okkur fylgdarskip og það verð-
ur líklega Vestmannaeyjabáturinn
Sæfaxi sem er fallegt fiskiskip. Þetta
er áhættuferð og víkmgaáhöfnin mín
siglb ekki kauplaust," sagði skip-
stjórinn sem hefur gert ráðstafanir
til að víkingaskipið íslendingur
verði flutt heim í fragt með Eimskip
frá New York eftb fimm mánaða
ferðalag í minningu landafundanna
miklu. -EIR
Veðrið á morgun:
Rigning
sunnanlands
Á morgun, fóstudag, er búist
við austlægri átt, víðast 8-13
m/s. Lengst af verður þurrt á
Norðurlandi en annars er búist
við rigningu eða skúram í öðr-
um landshlutum. Hiti verður á
bilinu 8-15 stig.
Veðriö í dag er á bls. 37.
„Ég gæti verið búinn að ráða
margar áhafnb en mig vantar að-
eins níu menn og það er ekki alveg
fullfrágengið hveijb það verða,"
sagði Gunnar Marel Eggertsson,
skipstjóri á vikingaskipinu íslend-
ingi, en hann stefnb á siglingu að
hætti víkinga vesttu- um haf í til-
efni hátíðahalda vegna landafund-
anna á næsta ári. Lagt verður upp
frá Reykjavík 17. júní og siglt til
fornra heimkynna Ebíks rauða í
Hvammsfirði. Þaðan verður siglt í
kjölfar Ebíks rauða til Grænlands
og tekið þátt í hátíöahöldum í
Brattahlíð. Þá halda Gunnar og fé-
lagar til Nýfundnalands þar sem
elstu minjar um búsetu norrænna
víkinga er að finna og að því
loknu suður til Boston og New
York. Ails mun ferðalagið taka
fimm mánuði.
„Þetta er 2600 mílna sigling
þannig að ýmislegt getur komið upp
á og ég þarf að hafa vana sjómenn
með mér. Ferðalagið er dýrt þó að
endanlegur kostnaður liggi ekki fyr-
b en tugmilljónimar eru fljótar að
Gunnar Marel Eggertsson víkinga-
skipstjóri um borð í íslendingi í
Reykjavíkurhöfn. DV-mynd Hilmar Þór
Smuguveiðar
byrjaðar
Smuguveiðar era famar af stað
og eru þrjú skip í Smugunni núna.
Þau Björgvin, Margrét og Barðinn
eru komin á svæðið og flebi á leið-
inni. Barðinn, sem kom i gærmorg-
un, var kominn með þrjú og hálft
tonn þegar DV hafði samband í
morgun. Aflinn kom i tveimur höl-
um en hann hefur verið 10-15 tonn
á sólarhring. Að sögn Karls Jó-
hanns, útgerðarstjóra hjá Síldar-
vinnslunni, má aflinn ekki vera
mikið minni en það ef veiðarnar
eiga skila hagnaði. Það ræðst af því
hvernig gengur hvort aðrb togarar
fara af stað en margir eru í starthol-
unum.
_________________-ms
VMA Dalvík:
Óvissa um
framtíðina
DV, Dalvík:
Mjög fáar umsóknb hafa borist
um nám á Sjávarútvegssviði VMA á
Dalvík fyrir komandi vetur. Svo
fáar að nokkur óvissa ríkir um
hvort og þá hversu mikið nám verð-
ur að bjóða upp á. Bjöm Björnsson
kennslustjóri segb að skólameistari
VMA hafi boðað bæjaryfirvöld á
Dalvík og hagsmunaaðila til fundar
13. ágúst og verði þar farið yfb mál-
in - ákveðið hvað gera skuli. -HIÁ
Mí •€ írboltar Múrfestingar
«-—
•^=~ Ly= ==
Smiðjuvegur 5 200 Kóp. Sirni: 535 1200