Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Page 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999
Viðskipti___________________________________________________________________________________________x>v
Þetta helst: ... Viðskipti á VÞÍ 128 m.kr., aðeins með hlutabréf ... Mest með bréf Samherja, 21
m.kr. og lækkaði gengið um 11,4% ... Flugleiðir 19 m.kr. ... FBA og íslandsbanki 12 m.kr. ... Bréf FBA
lækkuðu um 5,5% ... Úrvalsvísitala lækkaði um 1,12% og er nú 1.259 stig ...ÍS hækkaði mest eða 9,3%
íslenska járnblendifélagið:
Erfiðleikar í rekstri
Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga
Rekstur íslenska járnblendifé-
lagsins hf. gekk erfiðlega á fyrri
helmingi þessa árs. Tveir veiga-
miklir þættir höfðu neikvæð áhrif á
reksturinn; orkuskerðing í upphafi
ársins og lágt verð á jámblendi.
Orkuskerðing hófst 1. nóvember á
síöastliðnu ári þegar annar af
tveimur ofnum félagsins var tekinn
úr rekstri en slökkt var á síðari ofn-
inum í lok þess mánaðar. Fyrri ofn-
inn var gangsettur 1. janúar og var
hann rekinn á skertu afli þann mán-
uð. Síðari ofninn var gangsettur 1.
febrúar og voru báðir ofnarnir
komnir í fulla framleiðslu í mars-
mánuði. Framleiðslutap vegna
skerðingar nam tæpum 5 þúsund
tonnum á fyrri helmingi ársins.
Verð á jámblendi var mjög lágt all-
an fyrri helming ársins og með því
lægsta sem þekkst hefur.
Tap 169 milljónir
Rekstrartekjur íslenska járn-
blendifélagsins hf. á fyrri helmingi
ársins námu 1.124 milljónum kr.
samanborið við 1.890 milljónir á
sama tímabili í fyrra. Tap varð af
starfsemi félagsins á fyrstu sex mán-
uðum ársins er nam 169 milljónum
króna. Heildareignir félagsins námu
6.834 milljónum króna í lok júní og
höfðu aukist úr 5.213 milljónum frá
áramótum vegna fjárfestingar í nýj-
um bræðsluofni. Eiginfjárhlutfall
hefúr lækkað úr 74,9% í lok síðastlið-
ins árs í 55,5% í lok júní.
í ársbyrjun 1999 var afskriftar-
hlutföllum eigna breytt til samræm-
is viö afskriftarreglur Elkem ASA.
Breytingin hefur í för með sér
nokkra lækkun afskriftanna frá því
sem verið hefur og er tap á tímabil-
inu 1/1-30/6 um 48 milljónum króna
lægra en verið hefði miðað við
óbreytt afskriftarhlufóll. Breytingin
er gerð til samræmingar við önnur
fyrirtæki innan Elkem-samstæð-
unnar.
Nýr ofn
Bygging þriðja bræðsluofnsins
viö verksmiðjuna er nú að komast á
lokastig en hún hófst í apríl á síð-
astliðnu ári. Nýi ofninn mun fram-
leiða um 42.000 tonn af kisiljámi á
ári en það samsvarar 60% aukningu
í framleiðslugetu. Reiknað er með
að ofninn verði gangsettur í septem-
ber og að hann nái fullum afköstum
innan tveggja til þriggja mánaða.
Báðir eldri bræðsluofnar félagsins
eru nú i eölilegum rekstri og er ætl-
unin að reka þá á fullum afköstum
út árið.
Eftirspurn eftir kísiljámi er nú
allgóð og merki hafa sést um verð-
hækkun í byrjun síðari helmings
ársins. Verð er enn í botni í Asíu og
engin hækkunarmerki sjáanleg.
Stálframleiðsla heimsins er enn í
öldudal en hún hefur áhrif á eftir-
spurn eftir kísiljámi. Því er óvíst
hvort verðhækkunin er varanleg.
-bmg
Davíð skelfir verð-
bréfamarkaðinn
Orð Davíðs Oddssonar forsætis-
ráðherra fyrir skömmu um Kaup-
þing virðast valda nokkrum
taugatitringi á verðbréfamarkaði
hérlendis. Davíð ásakaði Kaupþing
um að nota aðila sem það hefði í
fjárvörslu til að kaupa hlutabréf í
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins
og grípa síðan tækifærið og selja
bréfin og hirða sjálft hagnaðinn.
Talið er að gengishagnaður Kaup-
þings vegna sölunnar sé á bilinu
1,5-1,9 milljarðar króna en þessar
tölur hafa ekki fengist staðfestar.
Sigurður Einarsson, forstjóri Kaup-
þings, sagði um helgina að þessar
ásakanir væm tilhæfulausar og
ekki nokkur fótur fyrir þeim. Á
sama hátt hefur Davíð Oddsson ver-
ið ófáanlegur til að skýra orð sín
frekar og segja hvað hann hafi fyrir
sér í þessum efnum.
Enginn vill tjá sig
Svo virðist sem forráðamenn
annarra fjármálafyrirtækja séu
hræddir við segja sitt álit á orðum
Davíðs því enginn af þeim Qöl-
mörgu sem DV ræddi við treysti
sér til að tjá sig um málið. Almennt
eru menn þó sammála um að nauð-
synlegt sé að Davið skýri orð sín
betur til að hið sanna í málinu
komi í ljós.
Þaö vekur óneitanlega athygli að
forsvarsmenn annarra fjármála-
stofnana forðast aö tjá sig um þessi
ummæli. Af orðum þeirra flestra
virðist þó ljóst að þeir skilja ekki
hvað vakir fyrir forsætisráðherra
með ummælum hans undanfarið.
Það getur verið ástæðan fyrir því að
menn forðist að ræða orð Davíðs.
Fjármálaeftirlitið hvorki játar því
né neitar að þetta mál sé til rann-
sóknar. Það er hins vegar almenn
starfsregla að svara þannig og Páll
Pálsson, forstöðumaður Fjármálaeft-
irlitsins, sagði að hann gæti ekkert
sagt um þetta mál. Hann vildi held-
ur ekki segja neitt almennt um þær
reglur sem gilda vegna þess að þau
ummæli yrðu sett í beint samhengi
við þetta mál. -bmg
Nóatún kaupir Nýkaupsverslanir
Nóatún hefur keypt tvær Ný-
kaupsverslanir, í Grafarvogi og
Hólagarði. Að sögn Matthíasar Sig-
urðssonar, framkvæmdastjóra Nóa-
túns, mun Nóatún opna í Hólagarði
fljótlega eftir mánaöamótin en í
febrúar í Grafarvogi. „Við eignuð-
Skipamiðlunin
Bátar & Kvóti
Sími': 568 3330
hlt|».//w ww.vorte.v.is/-skip/
umst þessar verslanir fyrir um
tveimur mánuðum eftir að Baugur
keypti 10-11 og þurfti í kjölfarið að
selja verslanir. Samkeppnin á mat-
vörumarkaði er mjög hörð en við
erum sátt við okkar hlut. Þessi
kaup styrkja okkar samkeppnis-
stöðu enda höfum við lengi haft
auga á Grafarvoginum. Þar er ætl-
unin að opna glæsilega Nóatúns-
verslun með góðu úrvali í febrúar,"
segir Matthías. Aðspurður um
hvort kjúklingasala væri að ná sér
á strik sagði Matthías að svo væri
þó svo aö hún hefði minnkað veru-
lega eftir að kjúklingamálið kom
upp fyrir skömmu. -bmg
HAFRÓ mældi 1,8 milljarða tonna af kolmunna í sumar.
Tap hjá Loðnuvinnslunni í fyrsta skipti:
Vonir bundnar við
kolmunnaveiðar
Loðnuvinnslan hf. tók á móti um
60.000 tonnum af hráefni fyrstu sex
mánuði ársins sem er liðlega 9.000
tonnum meiri afli miðað við sama
tíma á síðasta ári. Heildarfram-
leiðsla afurða er um 18.000 tonn.
Þetta er fjórða starfsár Loðnu-
vinnslunnar og i fyrsta skipti sem
félagið sýnir halla á rekstri sínum.
Aðalástæðan er hið mikla verðfall
sem varð á mjöli og lýsi í vetur,
sem er eitt mesta hrun sem orðið
hefur á mjöl- og lýsismörkuðum.
Þetta leiddi til þess að hráefnisverð
á vetrarvertíð í fallandi markaði
varð of hátt miðað við söluverð af-
urðanna. Þrátt fyrir aukið hráefhi
eru tekjur félagsins 222 milljónum
lægri en á sama tíma 1998.
Kolmunnaveiðar bjartar
Loönuvinnslan keypti á síðast-
liönu ári flottrollsskipið Hoffell SU
80. Skipið náði góðum árangri í
veiðum á norsk-islensku síldinni,
er það tók kvótann sinn, 3.900 tonn,
allan í flottroll. Skipið hefur í ann-
an tíma í sumar stundað veiðar á
kolmunna og aflað um 8500 tonn.
Vegna kaupanna á Hoffelli var
hlutafé aukið um 70 mifljónir króna
að nafnverði og selt á genginu 2,0.
Miklar vonir eru bundnar við veið-
ar á kolmunna og ekki síst eftir
leiðangur Hafró í sumar, þar sem
leiðangursmenn mældu 1,8 miUj-
arða tonna af kolmunna.
Þrátt fyrir að haUi félagsins sé
53,9 miUjónir fyrstu sex mánuðina
1999 er eiginfjárstaða fyrirtækisins
sterk. Bókfært eigiö fé er 691,7
miUjónir, sem er 44% af niðurstöðu
efnahagsreiknings.
Verð á lýsi hefur lítið breyst, en
mjölverð virðist eitthvað vera aö
styrkjast og líkur á að botninum
hafi veriö náö.
-bmg
Hluthafafundur FBA
Hluthafafundur í Fjárfesting-
arbanka atvinnulifsins verður
haldinn á Grand Hótel þann 31.
ágúst næstkomandi. Fundarefn-
ið er breytingar í stjóm félagsins
eða afturköUun á umboði núver-
andi stjómar. Þar munu for-
svarsmenn ORCA væntanlega
taka sæti í stjórn FBA
Stálsmiðjan sendir
afkomuviðvörun
Samkvæmt fyrstu tölum úr 6
mánaða uppgjöri Stálsmiðjunnar
er ljóst að ríflega 2% tap af veltu
verður á reglulegri starfsemi fé-
lagsins. Enn fremur varð tap á
sölu hlutabréfa í Landssmiðj-
unni hf. um 13 miUjónir. HeUd-
artap Stálsmiðjunnar hf. verður
kringum 22 milljónir króna.
Afkomuviðvörun
frá Samherja?
Að flestra mati var afkoma
Samherja mun lakari en vonir
markaðarins
stóðu tU en
aðeins varð
152 mflljóna
hagnaður af
rekstri félags-
ins. í Morgun-
punktum
Kaupþings er
þeirri spurn-
ingu velt upp
hvort ekki hefði verið rétt af for-
svarsmönnum Samherja að
senda frá sér afkomuviðvörun
þegar ljóst var að afkoman yrði
töluvert lakari en í fyrra. Gengi
á bréfum Samherja féU verulega
í gær, eða um 11,4%, enda voru
væntingar manna miklar um af-
komu félagsins.
Vaxtahækkun örugg
Nú er talið nánast öruggt að
Greenspan og félagar muni
hækka stýrivexti sína í dag.
Reuter gerði könnun meðal 30
sérfræðinga og töldu 29 þeirra að
vextir yrðu hækkaðir um 0,25
punkta. Nokkur ró er nú á mörk-
uðum vestanhafs og víðar og svo
virðist sem markaðurinn sé að
bíða endanlegrar vaxtaákvörð-
unar.
Hagvöxtur 0,5% í Bretlandi
Á öörum ársfjórðungi þessa
árs var 0,5% hagvöxtur í Bret-
landi. Þetta jafngUdir 1,2% hag-
vexti á ári. Þessi mæling er í
samræmi við spár þó svo að
framlegð einstakra liða, t.d. þjón-
ustu, hafi minnkað.
3% vöxtur í Þýskalandi
Gerhard Schröder, kánslari
Þýskalands, sagði að möguleiki
væri á 3%
hagvexti á
næsta ári.
Hann sagði
að á seinni
hluta næsta
árs ætti mesti
vöxturinn að
koma fram,
m.a. vegna
skattalækk-
ana á launafólk. Hann bætti við
að tekjur launafólks hefðu hækk-
aö um 3,5% á síöasta ári.
Á heljarþröm
Efnahagur Júgóslavíu er á
heljarþröm. Hópur hagfræðinga,
sem hefur aðsetur í London,
sagði að hagvöxtur í Júgóslavíu
mundi minnka um 40% á þessu
ári. Talið er að kostnaður við að
endurbyggja það sem skemmt
var í loftárásum NATO sé 4.700
miUjarðar íslenskra króna. Þar
með ætti Júgóslavía að vera fá-
tækari en fátækasta land Evr-
ópu, Albanía. Engan skal því
imdra að almenningur í
Júgóslavíu vUji breytt stjórnar-
fyrirkomulag. -bmg