Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999
%éttir
Ný samþykkt um kattahald í Reykjavík skerðir mjög „ferðafrelsi“ katta:
Köttum meinaður að-
gangur að fangelsum
- og fleiri stöðum. Óframkvæmanlegt, segir Kattholt. Komið í veg fyrir óþægindi, segir Helgi P.
Nú er í burðarliðnum í borgarráði
ný samþykkt um kattahald í Reykja-
vík. í samþykktinni felst m.a. mikil
takmörkun á stöðum sem kettir mega
vera á. Segir m.a. í samþykktinni að
ekki megi hleypa köttum inn í almenn-
ingsfarartæki, leikvelli, íþróttavelli,
staði þar sem matvæli eru meðhöndl-
uð eða inn í húsnæði vatnsveitna. Til-
greindir eru nokkrir staðir sérstak-
lega. Má þar nefna tjald- og hjólhýsa-
svæði, skóla, bamaheimili og gæslu-
velli, rakarastofur og sólbaðsstofur,
heilsuræktar- og iþróttastöðvar, sam-
komuhús sem almenningur hefur að-
gang að og almenn samgöngutæki,
nema í leigubUum með samþykki bU-
stjóra. Einnig er köttum meinaður að-
gangur að „fangelsum og vistarverum
handtekinna manna“. Nokkrar deUur
hafa komið upp meðal borgarfúiltrúa
um málið. Þannig létu tveir
fuUtrúar D-lista, Guðlaugur
Þór Þórðarson og Helga Jó-
hannesdóttir, bóka mótmæli
gegn samþykktinni. Sögðu
þau m.a: „Hvemig R-listinn
ætlar að útskýra íyrir reyk-
vískum köttum að þeir megi
ekki fara inn á leikvelli,
íþróttaveUi o.s.írv. er okkur
hulin ráðgáta. Svo fremi sem
kattaeigendum verði ekki
gert skylt að hafa ketti sína í
bandi, sem við mælum ekki
með, er þessi samþykkt ekki
framkvæmanleg."
Lausaganga útilokuð
„Þetta fólk sem er að semja þessar
reglur er ekki í lagi. Það hefur ekki tal-
að við Kattholt og dettrn- það ekki í hug.
Ef þetta verður samþykkt er
það staðreynd að lausaganga
katta er ekki framkvæmanleg.
Það verður þá einfaldlega að
hafa kettina inni,“ segir Sigríð-
ur Heiðberg, formaður Katta-
vinafélags íslands. „Ég er alger-
lega sammála því sem margir
segja að ekki verði hægt að
framfylgja þessum nýju reglum
nema kattaeigendum verði gert
að hafa kettina í bandi. Það er
hins vegar staðreynd að það er
farið mjög iUa með mörg dýr
hér í Reykjavík og hef ég verið
þvi hlynnt að settar verði reglur sem
skikki fólk tU að hugsa betur um dýr sín
og að dýravemdarlögum verði framfylgt
og fólk sektað. Að ætla að setja svona
reglugerðir sem er ekki hægt að fram-
kvæma er alveg út í hött.“
„Þetta hefur nú verið sent tU annarr-
ar umræðu í Borgarráði," segir Helgi
Pétursson borgarfuUtrúi. „Meginhugs-
unin með þessu er fyrst og fremst að
kattaeigendur sjái betur um dýrin tU
þess að fari betur um dýrin sjálf og eins
að settar séu reglur til að kettir valdi
ekki borgarbúum ónæði. Kvartanir und-
an ónæði vegna katta hafa stóraukist á
undanfórnum árum. Þama er einfald-
lega verið að bregðast við vanda sem
hefur farið vaxandi og byggist á því að
kettir verði merktir og færðir reglulega
tU skoðunar. Samkvæmt landslögum er
ekki æUast tU að kettir séu á bamavöU-
um og íþróttavöUum og þ.h., þó ekki sé
hægt að koma í veg fyrir það. Hugmynd-
in er því að fólk hafi það á hreinu hvar
kettir eiga ekki að vera.“ -hdm
Sigríður Heið-
berg, formaður
Kattavinafélags
íslands.
Davíð Oddsson forsætisráðherra um FBA:
Selja á stór-
um hópi
„ Ég hef fengið bréf frá fólki með
viðskiptablöðum Kaupþings sem
sýna að hlutir í FBÁ hafi verið
keyptir og seldir samdægurs án
samráðs við þetta fólk,“ segir Davíð
Oddsson forsætisráðherra í samtali
við DV í gær. Davíð, sem lýsti því í
vikunni að framganga Kaupþings
vegna viðskipta með hlutabréf i
FBA væri siðlaus og líklega löglaus,
sagði að það væri augljóst að fólk
hefði verið hlunnfarið. Rannsókn
sem sýna myndi fram á að viðskipt-
in hefðu verið lögleg breyti þvi ekki
að margir viðskiptaaðilar telji sig
ekki hafa fengið réttar upplýsingar.
Davíð segir jafnframt að ekki
komi tU greina að selja bréf ríkisins
í FBA til eins aðUa heldur yrðu þau
seld í einu lagi til stór hóps. Davíð
sagði að stjórnarflokkarnir væru
báðir sammála því. Davíð telur
Kaupþing ekki hafa svarað efnisleg-
um spurningum um kennitöluvið-
skipti sín. Þar hefði eingöngu verið
svarað með skætingi. „Ég hef ekki
gagnrýnt kennitöluviðskipti þar
sem báðir aðUar ganga að verki
með opnum hætti. Þau viðskipti
þurfa að fara fram með opnum
hætti og þau á að auglýsa. Mín
gagnrýni hefur beinst að þvi að
hagsmunir fólks hafi vikið fyrir
hagsmunum þeirra sem áttu að
gæta hagsmuna fólksins," segir
Davíð .
Hann harðneitaði þeim staðhæf-
ingum sem fram komu í dagblaðinu
Degi að hann hefði lagt blessun sína
yfir það að hópur undir forystu
Bjarna Ármannssonar keypti þann
hlut í FBA sem Orca A/S keypti síð-
ar.
“Fréttin er einfaldlega röng,“ seg-
ir Davíð Oddsson.
-EIS
Davíð Oddsson forsætisráðherra
gróðursetti í gær tré við vígslu loka-
áfanga Fornalundar, sýningarsvæð-
is BM-Vallár. Þegar hann hafði sinnt
trjáræktinni svaraði hann spurning-
um um Kaupþing og FBA. DV-mynd
Teitur
Nýtt fyrirtæki tryggir 35 störf á Vestíjörðum:
Samgönguráðherra mætti vera skýrari
- sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti
DV, ísafjarðarbæ:
„Samgönguráðherra mætti vera
skýrari,“ sagði Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti íslands, þegar
hann ásamt þeim Finni Ingólfs-
syni, viðskipta- og iðnaðarráð-
herra, og Sturlu Böðvarssyni sam-
gönguráðherra opnaði nýjar
starfsstöðvar íslenskrar miðlunar
á Suðureyri og Þingeyri. Forsetinn
ræsti samskiptabúnað fyrirtækis-
ins að viðstöddu fjölmenni á Þing-
eyri og átti fjarfund með Finni Ing-
ólfssyni, sem var á Suðureyri, og
Sturlu Böðvarssyni sem staddur
var í Reykjavík. Eitthvað fannst
forsetanum tölvumyndin af Sturlu
óskýr en opnunin gekk samt sem
áður mjög vel.
„í fyrstu opinberu heimsókn
okkar Guðrúnar Katrínar á þetta
svæði 1996 nefndi ég að Vestfirð-
ingar gætu horft björtum augum
til framtíðarinnar ef þeir gætu
nýtt sér nýjustu tækni til þess að
snúa við byggðaþróun. Þeir at-
burðir sem við erum að sjá í dag
sýna svo ekki verður um villst að
það er að rætast," segir Ólafur
Ragnar Grímsson forseti.
íslensk miðlun mun stofna
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti ís-
lands, opnaði starfsstöðina í gömlu
heimahögunum á Þingeyri. DV-
myndir GS
fleiri svona stöðvar víðar um land-
ið og líklegt er að í lok næsta árs
verði um 250 svipuð störf á lands-
byggðinni. íslensk miðlun er að
taka í notkun nýtt símanúmer sem
er 1800 og er upplýsinganúmer.
Þessu númeri er ætlað að fara í
beina samkeppni við símaskrá
Landssímans. Boðið verður upp á
ýmsa þjónustu sem er umfram það
sem hægt er að nálgast hjá 118.
„Þetta er stórt skref í byggða-
málum og skapar hálaunastörf
sem eru frábrugðin þeim störfum
sem standa til boða í dag,“ sagði
Finnur Ingólfsson þar sem DV
ræddi við hann á Suðureyri.
EIS/GS
stuttar fréttir
Skoraö á stjórnvöld
Á fúndi Sambands sveitarfélaga í
Austurlandskjördæmi var sam-
þykkt ályktun fyrir stundu þar sem
skorað er á stjómvöld að hefja
virkjunarframkvæmdir á Fljótsdal.
Með þessari ályktun greiddi 41 at-
kvæði en 2 vora á móti. RÚV
greindi frá.
Útúrsnúningar
Hreinn Lofts-
son, formaður
einkavæðingar-
nefndar, sagði í
samtali við
Vísiis í dag, að
hann gæti ekki
séð að viðbrögð
Kaupþings við
grein hans í Morgunblaðinu i gær
væru annað en útúrsnúningar og
að hann gæti ekki betur séð en ein-
hveijir samningar hlytu að vera
fyrir hendi og menn mætu stöðuna
og framhaldið út frá því.
Hvattir til aðgerða
Stjórn Félags íslenskra leikskóla-
kennara fundaði nýlega vegna þess
mikla starfsmannaskorts sem blasir
viö á leikskólum. í tilkynningu frá
stjóminni er lýst miklum áhyggjum
yfir því ástandi sem myndast hefur
og eru leikskólastjórar hvattir til að
átanda saman og grípa hiklaust til
aðgerða, s.s. lokunar deilda og tak-
mörkunar á að hafa leikskólana
opna þegar öðru verður ekki komið
við.
Innlent skemmtiefni
Eins og kunn-
ugt er mun sjón-
varpsstöðin
Skjár 1 hefja út-
sendingar að
nýju í stór-
breyttri mynd í
október. Ámi
Þór Vigfússon,
framkvæmdastjóri Skjás 1, sagði í
samtali við Visi.is, að innlent efni
mundi skipa stóran sess í dagskrá
nýju stöðvarinnar. Nýja bíó, sem er
í eigu Skjás 1, mun sjá um fram-
leiðslu á mestöllu efhinu en einnig
kemur tU greina að það komi ann-
ars staðar frá.
Vinnslustöðin selur
Vinnslustöðin hf. seldi fyrr í
þessari viku eigin bréf að nafnvfrði
11 milljónir króna. Miðað við mark-
aðsverð bréfa Vinnslustöðvarinnar
er verðmæti bréfanna liðlega 23
milljónfr króna. Viðskiptablaðið
greindi frá.
Baugur hækkar
Kostnaðarverð seldra vara hjá
Baugi hefur lækkað sem leiðir tU
þess að álagning í vömsölu hefur
aukist um 1,52%, úr 20,43% í
21,95%. Viðskiptablaðið greindi frá.
Margir á Stjörnustríði
Nú hafa ríflega 40.000 manns séð
Stjömustríðsmyndina hér á landi.
Um síðustu helgi sáu hana yfir 8.800
manns og var þetta því þriðja
stærsta „önnur“ helgi kvikmyndar,
bæði i aðsókn og tekjum, síðan
mælingcir hófust. Með þessu áfram-
haldi verður hún orðin mest sótta
mynd ársins eftir helgi.
Ummæli biskups
Þorvaldur Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands sveitarfé-
laga á Austurlandi, segir að ummæh
biskups íslands, um að Eyjabakkar
tilheyri kirkjunni, hafi komið sér
verulega á óvart. Hann segir það
hafa verið sinn skilning að rUcið hafi
samið við kirkjuyfirvöld um þetta
land og að eignarhald á því Uggi al-
farið í höndum ríkisins.
Játaði ekki
Stöð 2 segir
að ÞórhaUur Öl-
ver Gunnlaugs-
son hafi lýst þvi
að Agnar Agn-
arsson, sem lést
eftir að hafa ver-
ið stunginn á
annan tug
stungusára, hafi fyrst beitt hnífi í
átökum þeirra. Þá er haft eftir Þór-
haUi að hann hafi ekki játað á sig
manndráp svo sem fram kom í við-
tali við hann í Mannlífi.
-ÞA