Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 51
59 JJ'V LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 igkógrækt Aðalsteinn var húsgagnasmiður í fjölmörg ár en stundar nú skógrækt: Endurgreiðir landinu Aðalsteinn Helgason, húsgagna- smiður á eftirlaunum, segir að hvers konar ræktun hafl verið áhugamál hjá sér alla tíð. Nú hef- ur hann um tíu ára skeið hlúð að tveimur svæðum, í Huppahlíð og Ásdísarlundi, hvort tveggja í Mið- firði 1 Vestur-Húnavatnssýslu. Svæðin verða nýtt sem útivistar- svæði, til þess að fólk geti komið þar og dvalið að deginum, sér til yndis. Aðalsteinn býr í Reykjavík en stundar uppbygginguna fyrir norðan á sumrin. timbrið og sá skógur hefur vaxið og dafn- að.“ En á ísland ekki bara að vera eins og það er; hrjóstrugt og trjá- laust? „Jú, alveg örugglega," segir Að- alsteinn. „Þó að nokkrir hektarar séu lagðir undir skóglendi þá veit- ir það bara fólki, sem ekki vill standa út i kuldanum, skjól og af- þreyingu. Mér finnst staðir fyrir almenning, sem eru skógi vaxnir, mjög nauðsynlegir. Það breytir ekki ásýnd íslands svo nokkru nemi - ekki nema til bóta - og hef- víkja fyrir þeim er ég ekki dóm- bær á.“ Finnst þér nóg að gert í um- hverfismálum hér? „Umhverfismálin hefjast strax utan við dyr manna og hver mað- ur ætti að byrja á að líta niður fyr- ir tærnar á sjálfum sér. Góð um- gengni um landið er það fyrsta sem fólk þarf að tileinka sér en því miður er því ábótavant. Við búum líka í svo erfiðu landi og við verð- um að gæta þess að misnota það ekki. íslenskur jarðvegur er ákaf- lega snauður vegna þess að hann Ekki í kvenfélaginu Kvenfélagið fðja á landið í Mið- firðinum en Aðalsteinn þvertekur fyrir að vera meðlimur þess félags. „Konurnar hafa hvorki tíma né að- stöðu til þess að sinna þessum verkum og fengu mig til þess að annast þau um tíma. Svo er það þannig að þegar maður hættir fost- um störfum tekur maður til við áhugamálin sem hafa blundað með manni. Ræktun hefur verið mitt áhugamál frá fyrstu tíð. Ég hef verið húsgagnasmiður og með- höndlað timbur alla ævi og því er ekkert óeðlilegt við að ég vilji rækta timbur í staðinn fyrir það sem ég hef smíðað úr,“ segir Aðal- steinn, sposkur. „Frændi minn, Hafþór Þorbergs- son, hefur verið í þessu með mér allan tímann og þar fyrir utan fæ ég bændur af næstu bæjum með dráttarvélar sínar og tæki þegar það á við. Það er mjög ánægjulegt að geta borgað þeim pínulítið fyrir þar sem fjárhagurinn er ekki of beysinn hjá sauðfjárbændum. Þar hefur Pokasjóður Landverndar komið okkur til aðstoðar og Um- hverfissjóður sem sérstaklega hafa styrkt verkefnið." Þegar þú varst að alast upp fyr- ir norðan var þá einhver áhersla lögð á skógrækt? „Það voru undantekningartil- felli. Það fyrsta sem ég vissi um skógrækt þegar ég var barn var að Benedikt nokkur á Barkarstöðum ræktaði tré fyrir framán býlið sitt. Efri ár sín notaði hann svo til þess að planta allverulega stórt svæði Aðalsteinn Helgason húsgagna- smiður vill borga náttúrunni aftur það timbur sem hann hefur smíðað úr um ævidagana og ræktar því tré. „Þó að nokkrir hektarar séu lagðir undir skóglendi þá veitir það bara fólki, sem ekki vill standa út í kuld- anum, skjól og afþreyingu. Það breytir ekki ásýnd íslands svo nokkru nemi - ekki nema til bóta og hefur auk þess mjög góð áhrif á sál- ina,“ segir hann. DV-mynd Hilmar Þór ur auk þess mjög góð áhrif á sál- ina.“ Skondnir skotveiðimenn Nú eru umhverfisverndarmálin mikið í eldlínunni og má þar nefna málefni Eyjabakka. Hvaða skoðun hefur þú? „Það er erfitt að mynda sér skoðun þar sem fólk hefur til- hneigingu til þess að skiptast í andstæðar fylkingar um svona mál, annaðhvort með eða á móti. Það er til dæmis skondið að skot- veiðimenn vilja vernda Eyjabakk- ana sérstaklega vegna gæsarinnar - til þess að þeir geti síðan skotið hana! Það er eins með húsbyggingar hér í Reykjavík, það er aldrei byggt hús hér nema rísi einhver ógurleg mótmælaalda. Ég nenni bara ekki að taka þátt í þessu. Ég hef aldrei komið þarna á Eyja- bakkasvæðið en ég veit að öræfin eru tignarleg og fögur. Hvort nauð- synlegar framkvæmdir eiga að fær aldrei tækifæri til þess að byggja sig upp og við ræktun þarf mikla þolinmæði. Það misferst ýmislegt til að byrja með og manni þykja nú trén vaxa heldur hægt. En þó er það svo að á tíu árum eru trén orðin þrír metrar. Og gróður- inn plumar sig ef hann fær að vera í friði.“ Hvað með framtíðina? „Verkefni okkar í Ásdísarlundi er rétt að byrja og ákaflega gaman að Pokasjóður Landverndar skuli gera okkur kleift að halda þvi áfram. Og það ætla ég að gera svo lengi sem mér endist aldur til,“ segir Aðalsteinn, fullur af eldmóði. -þhs aukaafslátt af smáauglýsingum Smáauglýsingar 550 5000 Utsala Utsala Utsala Allt að 40% aFsláttur aF kassagíturum Trommusett Frá 45.000 RaFgítarar Frá 9.000 RaFbassar Frá 15.000 Pokar Frá 990 Gítarirm Laugavegi 45 - sími 552 2125 GSM 895 9376 INNANHÚSS- 11» ARKITEKTÚR f frítíma yðar með bréfaskríftum Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til þátt- töku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýs- ingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíli, blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir, veggklæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, húsgagnaefni og glugga- tjöld ásamt hagsýni o.fl. Ég óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ Nafn................................. Heimilisfang........................ Akademisk Brevskole A/S Jyllandsvej 15 • Postboks 234 2000 Frederiksberg • Kobenhavn • Danmark m 1 ■ ■. :: m og teiknun Photoshop 5 og Coreldraw 9 AdobePhotoshop-5.0 Tilvalið námskeið fyrir þá sem viljahanna skemmtilegt kynningarefni og auglýsingar. Boðið er upp á kvöldnámskeið frá 7. sept. til 2. okt. Námskeiðið er 48 kist. eða 72 kennsluslundir. Uppíýsingar og innntun í sínuim 544 4500 oíj 555 4980 --------- ntv Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 - Fax: 555 4981 Hliðasmára 9-200 Kópavogi - Simi: 544 4500 - Fax: 544 4501 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimasíða: www.ntv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.