Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 29
28 helgarviðtalið ^ 'fZ' k 4 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 UV U V LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 helgarviðtalið k ik Þaö var árið 1991 sem Elfa Gísladóttir leikkona söölaöi um í líf- inu og fluttist til Kanada meö tólf ára syni sínum. Ætlunin var aö vera þar í eitt ár og hætta öllu leiklistarstússi. Allt œxlaðist þó á annan veg því Elfa var í nokkur ár í Kanada og fluttist síöan til Bandaríkjanna þar sem hún býr enn og er á kafi í leiklist. Þegar Elfa er spurö að því hvers vegna hún hafi tekið ákvöröun um að fara til Kanada, segir hún: „Ég man þaö varla lengur. En þetta var á tímabili sem mér fannst ég þurfa tilbreytingu. Ég ætlaöi bara að vera í eitt ár en svo líkaöi mér bara mjög vel - og syni mínum líka. Það var allt svo fallegt þarna, yndislegt og rólegt og viö kynntumst mjög góöu fólki. “ var nákvæmlega dagurinn sem við þurftum að vera komnar úr húsinu á eyjunni. Þegar Stella kom með dóttur sína til baka sá hún mig tala við þenn- an mann. Ég sagði henni að fara strax í bílinn, við værum að fara að skoða hús. Þetta hús var draumahúsið mitt; húsið sem mig hafði dreymt um að búa í og hafði meira að segja skrifað um þaö. Útsýnið var ólýsanlegt og staðsetningin minnti okkur á eyjuna þar sem okkur fannst best að vera. Þetta var á besta stað, stutt frá Vancouver og stutt frá Seattle. Við fluttum." „Ég á vini í slökkviliðinu í Seattle sem höföu séö mín verk og töldu mig besta í þetta verkefni. Það nægði til þess aö ég varð aö sanna fyrir þeim og öörum aö þeir heföu rétt fyrir sér. Hvaó hefurðu verið að gera þarna úti? „Ég byrjaði á þvi að stofna fyrirtæki með vinkonu minni. Við vorum að búa til lífrænar samlokur og unnum við það í eitt og hálft ár. Það gekk mjög vel, en á þessum tíma var ég að sækja um innflytjendaleyfi til Kanada og mátti ekki vera í landinu í hálft ár á meðan það gekk í gegn, svo ég skrapp til Bandaríkjanna í sex mánuði. Þegar ég kom aftur tii Kanada fór ég aftur að leika, í leikinni heimildarmynd sem enn er verið að sýna. Hún fjallar um það hvemig eigi að bregð- ast við þegar stóri jarð- skjálftinn kemur. Þetta er mynd um fjölskyldu og ég lék mömmuna sem kunni öh brögðin. Síðan lék ég í nokkrum leikritum." Hvemig stóð á því að þú snerir þér aftur að leiklistinni? „Ein besta vinkona mín þama úti er leikkona, mjög þekkt, hefur m.a. leikið i nokkrum bandarísk- um kvikmyndum. Við leigðum saman, hún var með dóttur, ég með son og það var eiginlega lítið annað rætt á heimil- inu en leiklist. Það varð til þess að áhugi minn vaknaði aftur. Svo átti samlokugerðin ekki beinlínis við mig. Ég lék um tíma í West Vancouver Theatre í tveggja manna verki sem heitir Seamarks og síðan í einleik sem ég skrifaði sjálf og sýndi víða um borg- ina. Svo var ég í nokkrum stuttmynd- um í Vancouver Film School. Árið 1995 kom ég hingað heim og setti upp Grea- se með Söngsmiðjunni á Broadway. Það fannst mér afskaplega skemmti- legt verkefni." Úr samlokugerð í ævintýrí Eftir uppsetninguna á Grease fór Elfa aftnr til Kanada og fluttist á litla, fallega eyju, Salt Spring, rétt utan við Vancouver, þar sem hún bjó í einn vet- ur, ásamt syni sínum. Þann vetur var hún að skrifa og segir það hafa gert sér mjög gott að fara í burtu frá öllu, vera í kyrrðinni í stóru fallegu húsi sem hún fékk að vera í vegna þess að það Elfa Gísladóttir leikkona var á allra vörum á 9. áratugnum þegar hún átti í afar skrautlegu sambandi við Jón Óttar Ragnarsson, þáverandi sjónvarpsstjóra á Stöð 2, sambandi sem endaði í hjónabandi sem stóð í eitt ár upp á dag. Stuttu eftir skilnaðinn fluttist hún til Bandaríkjanna þar sem allt hefur gengið henni í haginn. upp í fjöllin á puttamun. En þeir lenda í höndunum á gangsterum sem stela af þeim öllum fótunum. Þeir standa eftir naktir og ákveða að búa sér til strápils. Inn í þetta fléttast þjóðsaga af D.B. nokkrum Cooper, karli sem rændi gríðarlegum peningum úr banka, fór síðan í flugvél og hvarf. Það veit eng- inn hvort flugvélin fórst, eða hvort hann er bara einhvers staðar í fjöllun- um með peningana. Ég ákvað að nota þessa þjóðsögu, þannig að félagamir ramba á felustað- inn hans í fjöllunum þar sem þeir sjá töskuna með öllum peningunum, en halda að þetta séu fót og ræna henni. Cooper verður var við þá og er á hæl- unum á þeim það sem eftir er. Þeir fmna tjaldbúðir þar sem eru stelpur á skátaferðalagi en Cooper hafði lagt það í vana sinn að ræna mat frá þeim sem tjölduðu þama. Þegar okkar menn koma í tjaldið halda þær að þetta séu karlamir sem stela mat og ráðast á þá. Þeir ná að komast undan og grípa í leiðinni með sér bakpoka með skáta- kjólum sem er mun þægilegra að vera í en strápils. Einn skátaforinginn er hins vegar með myndavél og nær mynd af þeim sem birtist í sjónvarp- inu, þar sem þeir em eftirlýstir sem þjófar. Kona og börn annars þeirra sjá hann í sjónvarpinu að stela frá aum- ingja litlu skátastelpunum og á endan- um þegar félagamir, þessir viröulegu bisnessmenn, komast heim eru kerla og krakkarnir auðvitað ekkert ánægð.“ Elfa átti ekki að leika í myndinni en það fór svo að konan sem átti að leika eiginkonuna forfallaðist og var Elfu smellt í hlutverkið. Myndin var tekin upp í fyrrasumar og í vetur hefur hún unnið að þvi að klippa myndina sem nú er að fara í dreifmgu. „Ég býst við að hún verði seld á myndbandamark- aði,“ segir Elva. „Þetta er engin Hollywoodmynd, en húri er skemmti- leg.“ Heimildamyndagerð fvrir rík- isstjórnina og Lady Macbeth á sviði í sumar hefur Elfa verið að vinna fyrir bandarísku ríkisstjómina við að gera kennslumjmdband, sem hún vinum í Vancouver. Einn dag- inn skruppum við til Seattle og á leiðinni til baka ákváðum við að koma við í litlum bæ sem heitir LaConn- er. Okkur hafði ver- ið sagt að missa ekki af þessum hæ, vegna þess að hann væri al- veg einstaklega fal- legur. Enda fór það svo að við urðum al- veg ofboðslega hrifh- ar um leið og við keyrðum inn í bæinn. Við vorum rétt bún- ar að stoppa bílinn og Stella fór með dóttur sína á salemi. Ég ætlaði að fá mér kafft á útikafli- húsi sem var þama og þar sem ég stend í biðröðinni gengur að mér sá alfallegasti maður sem ég hef séð. Hann spyr hvort ég sé að hugsa um að flytja til LaConner. Ég varð alveg klumsa og spurði hvers vegna hann vildi vita það. Þá sagðist hann vera með hús við sjóinn, þijú svefnherbergi og tvö bað- herbergi, mjög fallegt, og ég gæti feng- ið það leigt ef ég vildi, frá 1. júlí. Það var á sölu. „Þetta var alveg risastórt hús,“ segir hún, „með ótal herbergjum, flmm eða sex baðherbergjum og tveim- ur aukahúsum á lóðinni. Karl Axel, sonur minn, tók annað húsið undir sig, hitt hafði ég bara fyrir gesti. Þetta var yndislegur tími en svo seldist hús- ið og ég fluttist til Bandaríkjanna." Um áramótin hafði vinkona Eifu og nánasta samstarfskona, Stella Ireland, komið til að dvelja hjá henni og heimsóknin stóð í hálft ár, eða þar til Elfa fluttist til Bandaríkjanna - og reyndar þær báðar. „Við vorum báðar með kærasta í Seattle og átt- um fullt af stöllur til að skrifa leikrit, murder my- stery (morðgátu), fyrir staðinn. „Þama byijuðum við með leikhúsið sem við rekum enn í dag og köllum okkur „Murder Mistresses". í dag sýn- um við verkin okkar úti um allt, en það er alveg ævintýralegt hvemig allt þetta small saman. En nú vora hjólin farin að snú- ast og við vorum ráðnar til að setja upp sýningar viðar, m.a. setti ég upp jólasýningu í næsta bæjarfélagi. Svo vorum við ráðnar sem kennarar í leik- list, vorum m.a. gestakennarar við Westem Was- hington Uni- versity, þar sem við kenndum kenn- uram að kenná leik- ræna tjáningu. Á þessa kúrsa komu kennarar alls staðar að úr fylkinu." Síðan stofnuðu Elfa og Stella annað leikhús, Northwest Childrens Theatre. Þær héldu uppteknum hætti, að skrifa sín verk sjálfar og setja upp, auk þess sem þær fóra að halda leiklistamám- skeið fyrir böm. Þetta leikhús setti upp tvær sýningar á ári, en auðvitað kom sá dagur að þaö var orðið allt of mikið að gera hjá þeim Elfú og Stellu. Þær ákváðu að skipta með sér verkum. Elfa tók að sér að sjá algerlega um morðgátuleikhúsið og Stella tók að sér bamaleikhúsið. Þær styðja þó hvor aðra dyggilega áfram, Stella leikur áfram í morðgátunum og Elfa leikstýr- ir í bamaleikhúsinu. Síðan kenna þær saman, auk þess sem báðar hafa keypt sér hús í draumabænum sínum, LaConner, í sömu götu, aðeins þijú hús á milli þeirra. Kvikmyndaleikstjóm „Svo leiðir alltaf eitt af öðra,“ segir Elfa. „í fyrrasumar var ég beðin um að leikstýra bíómynd sem var gerð fyrir mjög litla peninga. Margir af leikurun- um úr leikhúsunum mínum léku í henni og það var óskaplega gaman að takast á við þetta verkefni. Við voram uppi í'fjöllum í yfir 40" hita. Hún fjall- ar um tvo náunga, virðulega bisness- menn, sem ætla til Seattle á ráðstefhu. Henni er aflýst og þeir ákveða að fara Morð- gátuleikhúsið Það var lítið mál fyrir Elfu að flytjast til Banda- ríkjanna. Hún er alin upp þar og hafði því græna kortið. Stella hafði hins veg- ar ekki at- vinnuleyfi, en rétt hjá nýja húsinu þeirra var mikið veitingahús, Hope Island Inn. Eig- andi staðar- ins réð Stellu til að reka veit- ingahúsið, útvegaði henni at- vinnu- leyfi og fékk þær leikstýrir og framleiðir. Myndband þetta er til að kenna t.d. slökkviliðs- mönnum að bregðast við þegar koma upp eiturefnaárásir eins og gerðist í Tokyo fyrir nokkrum árum. „Allir sem þar komu við sögu urðu veikir," segir Elfa, „vegna þess að þeir vissu ekki hvemig ætti að bregðast við.“ En hvers vegna varst þú ráðin í verkefnið? „Ég á vini í slökkviliðinu í Seattle sem höfðu séð mín verk og töldu mig besta í þetta verkefni. Það nægði til þess að ég varð að sanna fyrir þeim og öðram að þeir hefðu rétt fyrir sér. Metnaðurinn var svo mikill hjá mér að þegar myndin var send til Was- hington D.C. fékk hún það sem kall- að er „standig ovation" (fólk stendur upp og klappar). Þeir sem áttu að dæma um hana töldu hana bestu heimildamynd sem hefur verið gerð fyrir þá og ég verð nú að segja að ég er mjög stolt af því. Enda lagði ég allt sem ég átti í þetta verkefni og hafði til þess allt slökkviliðið í Seattle og allt leikaraliðið mitt. Núna er verið að fjölfalda myndbandið í 80.000 ein- tökum.“ reyndar var ég orðin hrædd við þá fyr- ir löngu, eftir allt þetta Jóns Óttars vesen. Elfa varð ekkja mjög ung þegar Kristján, fyrri maður hennar og lækn- ir í Vestmannaeyjum, drakknaði við björgunarstörf þegar bátur strandaði við eyjamar. Árið 1983 kynntist hún Jóni Ótt- | ari Ragnarssyni og stóð samband þeirra í sex og hálft ár, endaði með „brúðkaupi aldarinn- ar“ eins og það var kallaði í fjölmiðlum en hjónabandið stóð að- eins í eitt ár, upp á dag. „Það var óskaplega erfitt að hafa þetta stóra brúðkaup, og svo datt allt í sundur eftir ár,“ segir Elfa. í kjölfarið datt vinnan mín á Stöð 2 uppfyrir og þetta var allt of mikið áfall, allt of mikið álag. Ég skfidi ekki hvað var að gerast og var alveg „týnd“. Þetta hafði gerst áður þegar fyrri maðurinn minn dó. Það var gríðarlegt áfall og ég var týnd sjálfri mér og öðrum í langan tíma. En Pabbi var þjóöleikhús- stjóri og maðurinn minn var sjónvarpsstjóri. Þaö þýddi aö ég gat hvergi annars staöar fengið vinnu. Ég lék eitt hlutverk í Þjóöleikhús- inu á þessum tíma, í í deiglunni, sem olli blaðaskrifum. Áttu þá ekki von á að fá fleiri verk- efni? „Jú, en ég má bara ekki tala um þau eins og er.“ En Elfa er ekki alveg horfin inn í kvikmynda- og myndbandagerð því í vor lék hún sjálfa Lady Macbeth á sviði. „Einn vinur minn, sem var að gera lokaverkefni í leikstjóm í Westem Washington University, fékk mig til að leika Lady Macbeth. Þetta er skemmtilegasta hlutverk sem ég hef nokkum tímann leikið og ég held að þaö sé draumahlutverk hverrar leikkonu. Þetta var alveg æðislegt og þarna fann ég fyrir alvöru hvers vegna ég fór í leiklist. Ég gæti sannarlega hugsað mér að leika Shakespeare aftur - en maður fær ekki oft tækifæri til að leika svona hlutverk á lífsleiðinni." Skíthrædd við karlmenn Hvað með ástarmálin? „Það er lítið að gerast í þeim núna. Ég trúlofaðist fyrir tveimur árum en það stóð stutt. Það var rómantískt og skemmtilegt í nokkra mánuði en sem betur fer áttuðum við okkur á því fyr- ir brúðkaupið að við áttum ekki sam- leið. Það vora þættir í persónuleika hans sem skelfdu mig. Síðan hef ég verið skíthrædd við karlmenn ... árin á Stöð 2 höfðu verið mjög við- burðarík og ævintýraleg og nú var allt hranið. Ég varð bara að komast út til að jafna mig á lífinu og tilverunni. Mér fannst ég líka hafa allt á móti mér og vera á milli tannanna á fólki að ósekju. Pabbi var þjóðleikhússtjóri og maðurinn minn var sjónvarpsstjóri. Það þýddi að ég gat hvergi annars stað- ar fengið vinnu. Ég lék eitt hlutverk í Þjóðleikhúsinu á þessum tíma, í í deiglunni, sem olli blaðaskrifum. Það var talað um að ég fengi vinnu í Þjóð- leikhúsinu og á Stöð 2 bara vegna tengsla. Ég var aldrei metin af verkum mínum. Mín verk vora dæmd áður en þau voru skoðuð - sem er plagsiður hér á íslandi." Sjónvarpsstjórafnjin Begga „Á Stöð 2 tók ég að mér að leika skrítnu kerlinguna Beggu frænku, í barnasjónvarpinu. Það var mjög erfitt og djarft. Jón Óttar var ekki hrifinn af því í fyrstu en Guðrún Þórðardóttir réð mig i þetta. En það var auðvitað álitið klíkuskapur, eins og allt annað sem ég gerði, þótt enginn annar hefði áhuga á þessari vinnu. Ég hafði hins vegar óskaplega gaman af þessu hlut- verki, þótt fólk héldi að ég væri klikk- uð; sjónvarpsstjórafrúin var orðin ein- hver Begga klaufi. Það er kannski þess vegna sem mér finnst svona gott að vera í Bandaríkj- unum,“ segir Elva hugsi. „Þar get ég unnið min verk og fengið ferska dóma á þau, þeir eru ekki litað- | ir af neinu. Það hefur gef- ið mér mikið sjálfstraust og núna finnst mér ég geta allt.“ En hvað var það sem hjálpaði þér af stað þarna úti, eftir trakteringamar sem þú hafðir fengið hér heima? „Ég lærði mikið af Jóni Óttari, til dæmis það að það er ekkert ómögu- legt. Það er allt hægt.“ Nú var samband ykkar og hjóna- band endalaust á milli tannanna á fólki og þá ekki síður skilnaðurinn. Var þetta átakamikið samband? „Það má segja að það hafi aldrei ver- ið dauð mínúta. Þetta var eins og að lifa i rússíbana - svei mér þá. Við hitt- umst fyrst á jólunum 1983 og skildum sumarið 1990. Allan þennan tima var þetta „haltu mér- slepptu mér“ samband, meira að segja efitir að við giftum okkur. En þetta var um leið mikið ævintýri. Við fóram til Cannes þar sem ég keypti inn allt bamaefhi fyrir Stöð 2 og við hittum allar stjömurnar, borðuðum hér heima með kóngum og drottningum, tók- um á móti Ted Tumer og fór- um með honum í laxveiði, líka Mike Salamon frá Warn- er Brothers og Nick Bingham frá Thames-sjónvarpinu. Við ferðuðumst um allan heim, til Japans, Kina og Hong Kong, hvað þá annað." Elfa var enn þá starfandi við Stöð 2 þegar Jón Óttar missti stöðina og sat síðustu fúndina með honum og full- trúum bankans sem komnir voru til að gera upp dæmið. „Já, ég var á þessum fundum, þegar verið var að gera fyrir: tækið upp,“ segir hún. „Það var svo mikil græðgi í þess- um mönnum að ná fyrirtæk- inu af Jóni að það var ógeð- fellt. Mér hefur alltaf fundist að það hafi verið illa farið með hann. Ég held að þetta hefði aldrei getað gerst ann- ars staöar í heiminum. Ég þekki Jón það vel að ég veit að ef hann hefði fengið nokkra mánuði til að borga það sem hann þurfti að borga hefði hann náð því. En þarna stóð það ekki til. Það var svo mikil öfund og afbrýðisemi í hans garð. Ég er sannfærð um að hann hefði klárað þetta.“ Jdn Óttar var ofboðs- lega góðurvið mig Það er ekki að heyra að neina beiskju í hans garð þrátt fyrir allan hamaganginn. „Nei, þótt Jón hafi verið ósköp erfið- ur og skrítinn og haldið endalaust fram hjá mér, eins og alþjóð veit, þá var hann alveg ofboðslega góður við mig; hann bar mig á höndum sér. Ég vissi ekkert um þetta framhjáhald Jóns. Mig gnmaöi það, en þegar ég spurði hann, neitaði hann og varð bara reiður yfir því að mér skyldi detta það í hug. Ég vildi auðvitað trúa því að hann segði satt. Fólk hélt að hann væri ægilega vondur við mig, en það er alger della. Ástæðan fyrir því að ég trúði honum var sú að hann var svo góður við mig. Það segir sig sjátft að hefði hann verið vondur við mig hefði ég aldrei trúað , honum. Hann og Vala Matt, hin konan í þessum rússíbana á þeim árum, vora mjög dugleg við að fara í viðtöl, sem urðu til þess að allir höfðu skoðanir á mér þótt enginn þekkti mig. Ég var svo hræðilega feimin og er enn. En öll þessi áfoll og allt þetta umtal varð til þess að mér fannst orðið óbærilegt að vera héma. Þess vegna flutti ég vestur um haf.“ Ertu nokirnð á leiðinni heim? „Nei, að minnsta kosti ekki í bráð. Mér finnst gott að vera í Bandaríkjun- um.“ -sús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.