Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Side 14
14 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. r Afram með söluna Frestun á sölu meirihluta hlutafiár í Fjárfestingar- banka atvinnulífsins yröi mikið áfall - pólitískt og efna- hagslega. Ef ríkissijóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks guggnar á einkavæðingu Qármálakerfisins, vegna tímabundins upphlaups og moldviðris, mun það ekki að- eins skaða viðkomandi fyrirtæki og starfsmenn þess heldur einnig þúsundir hluthafa og raunar landsmenn alla. Fátt er verra en óvissa og hringlandaháttur. íslenskt íjármálakeríi hefur að stærstum hluta verið ríkisrekið þó ferskir vindar samkeppni hafi fengið að leika um það síðustu ár. Þrátt fyrir einbeitta stefnu um einkavæðingu ríkisbankanna hefur ríkisstjórn verið tví- stígandi um áframhaldið og ekkert liggur fyrir um hvenær og hvernig staðið verður að sölu þeirra hluta- bréfa sem enn eru í eigu ríkisins. Atburðir síðustu daga hafa aukið óvissuna, enda tala ráðamenn út og suður um hvert skuli haldið. Einkavæðing fjármálakerfisins snýst aðeins að litlum hluta um sölu 51% hlutar í Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins, enda er markaðshlutdeild bankans innan við 5%. Sala meirihluta hlutafjár í Búnaðarbanka og Lands- banka skiptir miklu meira máli fyrir framtíð og þróun fjármálamarkaðarins. En mestu skiptir að ríkisstjórnin taki af skarið og eyði þeirri óvissu sem nú ríkir. Einkavæðing, markaðsvæðing og valfrelsi eru lykilorð í þeirri byltingu sem átt hefur sér stað hér á landi síð- ustu ár. Það væri furðulegt ef tilfærsla hlutabréfa ffá einu eignarhaldsfélagi til annars hefði nokkur áhrif á stefnu xmdanfarinna ára. Sala ríkisfyrirtækja á næstu mánuðum og misserum er mikilvægt stjórntæki í viðleitni Geirs H. Haarde fjár- málaráðherra við að halda þeim stöðugleika sem íslend- ingar hafa notið undanfarin ár. Öll skynsemi mælir því með að haldið verði áfram að losa ríkið út úr rekstri fyr- irtækja - ekki aðeins á fjármálamarkaði heldur á sem flestum sviðum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur enn á ný bent á að tími sé kominn til að endurskoða eignarað- ild borgarinnar að Landsvirkjun. Þegar raforkuver á Nesjavöllum var gangsett í nóvember á liðnu ári sagði borgarstjóri að mikil deigla væri í raforkumálum lands- manna: „Ýmis teikn eru á lofti um að menn muni feta sig inn í einhvers konar samkeppnisumhverfi. Áður en af því verður tel ég rétt að menn gaumgæfi vel hvert hlut- verk borgarinnar eigi að vera í því umhverfi og hvort ekki væri rétt að vinna að aðskilnaði borgar og ríkis í raforkumálum.“ Þessi yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur var merkileg enda yrði það saga til næsta bæjar ef vinstri- sinnaður borgarstjóri tæki af skarið og hefði forgöngu um einkavæðingu Landsvirkjunar. Öll rök hníga að því að komið verði á samkeppni í orkubúskap landsmanna. Með sama hætti er mikilvægt að ríkisstjórnin tryggi heilbrigða samkeppni á sviði fjarskipta og það verður ekki gert nema með einkavæðingu Landssímans hf. Það væri ekki ónýtt dagsverk ríkisstjórnar, undir lok kjörtímabils, að hafa einkavætt ríkisbankana, Landssím- ann og komið á samkeppni í orkumálum. Óli Björn Kárason Rússnesk refskák Sundrung á hægri væng Mið-hægriöflin hafa gert sér grein fyrir því að þau verða að sameinast í kosningabandalagi til að eiga einhverja möguleika gegn þeim Prímakov og Lúzhkov. En þau hafa orðið fyrir miklu áfalli á undanfórnum vikum. Stepasjín, sem er næstvinsælasti stjórn- málamaður Rússlands á eftir Prímakov, neitaði að ganga til liðs við Borís Nemtsov, fyrrver- andi ráðherra, og flokk hans, Unga Rússland. Það sama gerði Viktor Tsjernómyrdin, fyrrver- andi forsætisráðherra, sem getur ekki hugsað sér að vera í auka- hlutverki í kosningabaráttunni þrátt fyrir þverrandi fylgi. Stepa- sjín kaus fremur að taka upp kosningasamstarf við Grígorí Javlinskí, leiðtoga Frjálslynda Allt stefnir i harða kosningabaráttu fyrir þingkosningarnar í Rússiandi í desember. Mið-vinstra bandalag Jevgenís Prímakovs, forsætisráðherra og Júrís Lúzhkovs, borgarstjóra Moskvu, er sigurstranglegt. Mið-hægri öflun- um hefur mistekist að mynda kosningabandalag og hefur það veikt stöðu þeirra þótt þau eigi mun greiðari aðgang að fjölmiðlum landsins. Nú er rúmt ár síðan efnahagshrunið átti sér stað i Rússlandi. í stað þess að reyna að koma á stöðugleika í stjórnmálum hefur Borís Jeltsín forseti rekið fjóra forsætisráðherra úr embætti á þessu tímabili. Nú eru aðeins fjórir mánuðir til þingkosninga í Rússlandi. Þótt vonlaust sé að draga upp skýra mynd af stjóm- mála- og efnahagsástandinu má greina þrjá strauma sem ættu að gefa vísbendingu um úrslit þeirra: I fyrsta lagi stendur mið-vinstra bandalag Júrís Lúzhkovs, borgarstjóra í Moskvu, og Jevgenís Príma- kovs, fyrrverandi forsætisráðherra, best að vígi. í öðru lagi hefur staða mið-hægriafla veikst vegna þess að þeim hefur ekki tekist að sameina krafta sína. í þriðja lagi á Kommúnistaflokkurinn, sterkasti flokk- urinn á rússneska þinginu, nú í vök að verjast. flokksins. Það kann þó að reynast erfitt í fram- kvæmd, enda er Javlinskí einn helsti andstæðingur forsetans en Stepasjin nátengdur honum. Nemtsov hefur tekist að mynda kosningabandalag með Sergej Kiríenkó, fyrrverandi forsætisráðherra, og Anatólí Tsjúbajs, fyrrverandi starfsmannastjóra Jeltsíns, sem hafði um tíma umsjón með einkavæðingu rússnesks atvinnulífs. En þar sem þeir Kíríenkó og Tsjúbajs eru taldir bera ábyrgð efnahagskreppunni og spilling- unni í Rússlandi eru litlar líkur á því að þeir komi vel út úr kosningunum. Enn eitt dæmið um sam- stöðuleysið á hægri væng er að eftirmaður Stepsjíns, Vladimír Pútín, fékk engar undirtektir þegar hann falaðist eftir stuðningi þeirra Tsjemómyrdíns og Kíríenkós. Þótt sú ákvörðun Jeltsíns að skipa Pútin hafí verið harðlega gagnrýnd er of snemmt að afskrifa hann. Hann er ná- tengdur leyniþjónustu landsins, sem er ríki í ríkinu, og vegur það upp á móti þeirri staðreynd að hann hefur ekkert fjöldafylgi eða flokksstuðning. En eftir stendur að fátt virðist koma í veg fyrir að hægri öflin gangi sundrað til leiks i desember. Vinsældir Prímakovs í augum almennings er Jev- gení Prímakov, sem var sviptur völdum í maí, tákn stöðugleika og langvinsælasti stjórnmála- maður Rússlands. Hann er ekki flokksbundinn en er kenndur við mið-vinstristefnu i rússneskri stjórnmálaflóru og hefur ekki farið dult með þá skoðun að rík- isvaldið eigi að gegna mikilvægu hlutverki í efnahagslífinu. Eftir- maður hans, Sergej Stepasjín, var mun hægrisinnaðri og efldi það vinstriöflin í landinu. í fyrstu naut Gennadí Sjúganov, formaður Kommúnistaflokksins, góðs af því, enda hafði Prímakov, sem er sjötugur að aldri, lýst því yfir að hann hygðist hætta af- skiptum af stjórnmálum. Eftir að hafa gælt við þá hugmynd að banna starfsemi Kommúnistaflokksins komust áhrifamenn í stjómmálum og efnahagslífi Rússlands að þeirri niðurstöðu að leiðin til að koma í veg fyrir að kommúnistar kæmust í forræöisstöðu á ný væri að sameina mið-vinstriöflin. Og sú leikflétta virðist vera að ganga upp i ljósi þeirrar ákvörðunar Príma- kovs að ganga til liðs við Föðurlandsflokk Júrís Lúzhkovs, borgarstjóra Moskvu, og flokka nokkurra ríkisstjóra í landinu. Þetta kosningabandalag er mjög sigurstranglegt í þingkosningunum sem era nokkurs konar forleikur að forsetakosn- ingunum að ári. Bandalagi Príma- kovs og Lúzhkovs er augljóslega beint gegn Jeltsín forseta og þeirri valdaklíku sem stendur honum nærri. Erlend tíðindi Valur Ingimundarson Staða kommúnista Fyrir þremur árum var staða komm- únista orðin svo sterk í rússneskum stjómmálum áð fátt virtist geta komið í veg fyrir að þeir kæmust aftur til valda. Nú bendir hins vegar margt til þess að klofningur verði í þeirra röðum. Marg- ir hafa deilt á leiðtogahæfileika Genna- dís Sjúganovs sem fer nánast með al- ræðisvald í flokknum. Nokkrir flokkar sem verið hafa í bandalagi með komm- únistum hafa skilið við þá, eins og Bændaflokkurinn og Þjóðemisbanda- lagið. Aðrir smáflokkar á vinstri væng, þar á meðal nýr flokkur stalínísta, telja að Sjúganóv sé stofu- kommúnisti og ekki treystandi í hugmyndabaráttt- unni. Það breytir því ekki að hin raunverulega ástæða þess að kommúnistar eru komnir í vamar- stöðu er kosningabandalag Prímakovs og Lúzhkovs. Því hefur ekki aðeins tekist að koma hægri öflunum í opna skjöldu heldur einnig komið miklu róti á þau öfl sem era lengst til vinstri. skoðanir annarra Dulmálið hans Bush „George W. Bush er að reyna að ná samkomulagi viö bandarísku þjóðina um spuminguna um hvort hann hafi einhvem tíma neytt kókaíns eða annarra ólöglegra fíkni- efna. Hann neitar því ekki en fram að þessu hefur hann heldur ekki viðurkennt það beint. Þess í stað grípur hann til dulmáls. Hann hefði staðist rannsókn FBI vegna starfs innan sfjómsýslunnar við upphaf forsetatíðar fóður síns árið 1989, segir hann. Með því á hann við að árið 1989 hefði hann getað svarað neitandi spumingunni um hvort hann hefði neytt fíkniefna á síðustu fimmtán árum.“ Úr forystugrein Washington Post 25. ágúst. Aðstoð við erlend ríki „Einhverjum hluta fjárins til erlendrar aöstoðar Bandaríkjastjórnar hefur verið illa varið en það á ekki að verða tU þess að öll aðstoðin sé fjársvelt. Andstæðing- ar innan þingsins beita þeim rökum að ítmstu óskir Clintons um fé tU aðstoðar erlendum ríkjum myndu fara út fyrir núverandi fjárlaga-ramma. Slíkt hefur þó aldrei komið í veg fyrir að þingmenn bæti við framlög tU varn- armála eða greiði atkvæði með óráðlegum skattalækk- unum.“ Úr forystugrein New York Times 25. ágúst. Myndun nýs flokks „Fyrsta fylgiskönnun haustsins sýnir engar dramat- ískar sveiflur. Jafnaðarmenn ná aftur nokkru fylgi frá Vinstriflokknum, nú þegar Evrópusambandskosning- amar eru gleymdar, og bjartsýnin í efnahagsmálum vex. Hægri menn halda sínu. KristUegir demókratar hafa ekki fengið nógu mikinn vind í seglin tU að Alf Svensson geti orðið leiðtogi stjómarandstöðunnar. Vandinn liggur í því að aUt er óbreytt. Hægri menn eru nógu stórir en þá vantar leiðtoga. Myndun nýs borgara- legs flokks myndi breyta öUu. Stjómarandstaðan fengi greinUegan leiðtoga. Menn myndu eyða kröftunum i eitthvað meira uppbyggjandi en að halda á lofti ágæti eigins flokks miðað við hina í stjórnarandstöðunni tU að halda sér á lífi.“ Úr forystugrein Dagens Nyheter 27. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.