Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 52
60 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 1C> "%iT JL {kvikmyndir \J Sími 551 9000 Synd kl. 3,5.30,9 oq 11.30. Happiness Made in America. tískunni ArguettJ Sýnd kl. 9. The Last Days (Síðustu dagarnir) Sýnd Id. kl. 7. Sud. kl. 3. Children of Heaven (Börn alheimsins) Sýnd Id. kl. 5. Sud. kl. 5 og 7. A new film by Todd Solondz Three Season (Þrjár árstíðir) Sýnd kl. 4,6.30,9 og 11.30. Sýnd Id. kl. 3 og 7. Sud. kl. 11.15. Trick Sýnd Id. kl. 5og 11. Sud. kl. 7. Arizona Dream (Arizona Draumurinn) Sýnd sud. kl. 4. ♦ Háskólabíó - Braskarinn Smákrimminn og kokkurinn Braskarinn (Just the Ticket) er næstum því tveggja tíma kvikmynd og það er langur timi á kvikmynd sem aldrei nær flugi, fer á nánast sama hraða og bíll sem hefur aðeins einn gír, fyrsta gírinn. Lagt er af stað með rómantíska gamanmynd sem einhvers stað- ar á miðri leið breytist í væmna vellu sem aldrei ætlar að enda. Mynd þessi er búin að vera í rörunum hjá Andy Garcia í mörg ár en þar sem enginn vildi fjármagna hana þá stofnaði hann sjálf- ur kvikmyndafyrirtæki sem framleiddi síð- an myndina. í raun er skiljanlegt að Andy Garcia hafi áhuga á sögunni því hlutverk braskarans Garys er bitastætt og býður upp á mikla fjölbreytni. Það verður að segja Andy Garcia til hróss að hann reynir að gera sér mat úr þvi en gallinn við Garcia er að hann er ekki mikill gamanleikari, hefur ekki næga útgeislun auk þess sem hann er ekki alveg með á hreinu hvort myndin á að vera rómantísk eða grá í húmomum. Andie MacDowelI, sem leikur listakokkinn Lindu, kærastu Gary, og er ekki ánægð með hann, þykir hann ekki vera á réttri braut í lífínu, leikur Kvikmyn^da Mut Braskarinn (Andy Garcia) þarf að bregða sér í nunnugervi til að forðast lögregluna. verk sitt á rómantískum nótum, brosir fal- lega en persónuna vantar fótfestu til að geta talist sannfærandi. Gary vill allt gera til að halda í Lindu og ætlar sér stóra hluti þegar páfmn heimsækir New York en nú er mafian komin í spilið og smá- krimmar eins og Gary hafa lítið að gera í slíka hákarla. í kvikmyndum á borð við Braskarann er nauðsynlegt að hafa samúð með persónun- um og það verður að vera dýpt í þeim til að það takist, slíkt er ekki til staðar hér og því verður til dæmis dramtikin í kring- um eina vin Garys, gamlan mann sem lifir fyrir það að þjóna Harry, flöt og yfirborðs- kennd og þegar upp er staðið á þetta við um myndina í heild og það verður fyrst og fremst að skrifast á leikstjórann sem legg- ur upp með ágætt efni en nær aldrei að lyfta því yfir meðahnennskuna. Leikstjóri og handritshöfundur: Richard Wenk. Kvikmyndataka: Rick Marotta. Tónlist: Rick Marotta. Aðalleikarar: Andy Garcia og Andy MacDowell. Hilmar Karlsson Stjörnubíó - Latar hendur ★ Höndin ógurlega Engin Kryddpía í Englum Charlies Bresku blöðin greindu frá því fyrir síðustu helgi að Victoria kryddpía myndi leika þriðja engilinn í kvik- myndagerð sjóvarpsseríunnar, Charlie’s Angels, en þegar er búið að ráða tvo engla af þremur, Drew Barrymore og Cameron Diaz. Þessi firétt varð til þess að framleiðandi myndarinnar, Leonard Goldberg, sagði að ekki hefði verið nein í gangi um að ráða kryddstelpu í þriöja hlutverkið, hvorki Victoriu né Gerri, en hún haföi einnig verið nefnd. Hann sagði einnig að verið væri að vinna í því að ráða í þriðja hlutverkið. listinn hefði verið langur en hann þrengdist stöðugt. í sjónvarpsserínni léku Farah Fawcett, Jacklyn Smith og Kate Jackson englana og er verið að vinna að því að þær verði með lítil hlutverk í kvikmynd- inni, þá er einnig talið líklegt að Bill Murray verði með stærsta karlhlutverkið. Clonney sem Starsky Miklar vangaveltur hafa verið um það að undanfömu hvort George Clooney hafi yfirgefið sjónvarps- þáttaröðina ER fyrir fullt og allt. Hafit var eftir honum að hann væri til í að koma í einn og einn þátt en enginn hefði beðið sig um það svo litlar líkur væru á því. Clooney hef- ur í mörgu að snúast þessa dagana, hann er þegar einn framleiðandi þriggja kvikmynda sem verið er að gera og frumsýndar verða á næsta ári, Time Tunnel: The Movie, Metal God og Five Past Midnigt og hann er og hefur verið að leika í tveimur kvikmyndum sem frum- sýndar verða á aldamótaárinu, Perfect Storm og Oh, Brother Were Art Thou? og nú er í bígerð að kvik- mynda eftir gamalii og vinsælli sakamálasjónvarpss- eríu, Starsky and Hutch og líklegt þykir að Clooney muni leika Starsky, sem David Soul lék í sjónvarpss- eríunni. Það hefur stundum verið hægt að gera úr þekktri hryllingsformúlu ágætt grín og hefur Mel Brooks til dæmis náð sæmileg- um árangri í þeim geira þótt gæðamunur sé á Frankensteinmynd hans (Young Frankenstein) og Drakúlumyndinni (Dracula, Dead and Lovint It), þeirri síð- arnefndu í óhag. Latar hendur (Idle Hands) gerir hér atlögu að þessu formi með það í huga að ná athygli ungs fólks en fer svo kirfilega yfir strikið í óhugnað- inum að afleiðingin er sú að hún er bönn- m* uð innan sextán ára og þar með þeim bíó- * gestum sem myndin á að höfða til mein- aður aðgangur. Segja má að Idle Hands sé að uppbygg- ingu farsi en hér sannast að ekkert er leiðinlegra en mislukkaður farsi. Aðalper- sónan er hinn sautján ára Anton (Davon Sawa) sem yfirleitt nennir ekki að hreyfa sig. Hann kemst í byrjun myndarinnar að því að hann hefur drepið foreldra sína, * kannsi ekki hann beint heldur hægri höndin á honum sem hann hefur enga Damon Sewa ræður ekki við höndina á sér. stjóm á. Þrátt fyrir að hann reyni að aðvara tvo bestu vini sína verður hann þeim báðum að bana, óviljandi að sjálf- sögðu. Vinimir rísa síðan upp frá dauðum, annar með aðskilinn haus, og fylgja Antoni í fáránleikanum sem er með slíkum eindæmum að það hálfa væri nóg. Leikstjóri Idle Hands, Rodman Flend- er, hlaut uppeldi sitt hjá Roger Corm- an og má sjá að hann hefur ekki gleymt þeirri ódýru brellutækni sem þar á bæ er iðkuð og þótt sumar brell- ur heppnist ágætlega þá á Flender nokkuð langt í land til að getað bland- að húmor með þessari kunnáttu sinni. Leíkstjóri: Rodman Flender. Handrit: Terri Hughes og Ron Milbauer. Kvik- myndataka: Christopher Baffa. Tónlist: Graeme Revell. Aðalleikarar: Davon Sawa, SethGreen, Elden Henson og Vivica A. Fox. Hilmar Karlsson Moldríkur Keanu Nú er frágengið að Keanu Reeves muni leika i tveimur framhalds- myndum af Matrix. Launakröf- ur kappans voru háar, hann vildi fá 20 milljón dollara fyrir hvora mynd en sætti sig síðan við 30 milljón dollara fyrir báð- ar. Þá mun hann fá að ráða end- anlegri útgáfu af handriti mynd- anna og fá 15% af nettóhagnaði. Ljóst er að þessi samningur mun gera Keanu Reeves moldríkan þótt ekki sé hægt að segja að hann hafi skort peninga áður. Kvikmynda- tímaritið Variety segir að í heildina komi Reeves með að fá 100 milljónir dollara fyrir þátt sinn í Matrix-seríunni. Laurence Fishburne og Carrie-Anne Moss verða einnig með í framhaldsmyndunum en sjálfsagt verður launa- Umslag þeirra þynnra en hjá bassaleikaranum Reeves en þau kvarta ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.