Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 8
fréttir
LAUGARDAGUR 28. AGUST 1999
Framsókn vill ekki hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins en Björn Bjarnason er ósammála:
Vill breytingar
Málefhi Ríkisútvarpsins hafa verið
mikið til umfiöliunar að undanfómu,
m.a. vegna lélegs rekstrar á síðasta ári.
Rekstarform útvarpsins hefur valdið
deilum en margir era á þeirri skoðun
að það form sem er á stofhuninni verði
banabiti hennar. Aðrir segja að ein-
göngu þurfl að gera betur miðað við
núverandi skilyrði. Ljóst er að stjóm-
arflokkamir hafa mismunandi skoðan-
ir á málinu. Það sem hleypti mnræð-
unni af stað er ársskýrsla Ríkisút-
varpsins en þar kemur í ljós að tap
stofnunarinnar á síðasta ári var 345
miUjónir. Munar mest um að lífeyris-
skuldbindingar em færðar í reikning-
inn en reglulegt tap stofnuninnar var
um 52 milljónir króna.
Markús Öm Antonsson útvarps-
stjóri bendir á, í ársskýrslu RÚV, að
með útvarpslögum 1985 hafl Ríkisút-
varpinu verið ætlað stærsta hlutverkið
í þjónustu við landsmenn. Endurskoða
átti þau lög og hlutverk stofnuninnar
þremur árum seinna. Sú endurskoðun
hefur ekki enn farið fram. Núverandi
menntamálaráðherra, Bjöm Bjama-
son, hefur rætt um nauðsyn þess að
endurskoða núverandi rekstarform
RÚV í þeim tilgangi að gera reksturinn
skilvirkari.
Menntamálaráðherra vill
breytingar
„Ríkisútvarpið er öflug ríkisstofnun
sem starfar á hörðum samkeppnis-
markaði. Stjórnendur þess verða að
leysa mál stofhunarinnar innan þeirra
marka sem lög og reglur setja þeim,
þar á meðal fjárlög. Ríkisútvarpið hef-
ur mikla sérstöðu vegna þess að það
nýtur f senn afnotagjalda og auglýs-
ingatekna. Ég tel skynsamlegt að veita
stjómendum Ríkisútvarpsins meira
svigrúm til ákvarðana með sama hætti
og er hjá einkafyrirtækjum. Hvarvetna
í Evrópu hafa menn tekið á málefnum
ríkisijölmiðla með þvi að breyta fyrir-
komulagi þeirra í þessa átt,“ segir
Bjöm Bjamason menntamálaráðherra.
Orð Bjöms er vart hægt að skilja á
annan hátt en að hann sé þeirrar skoð-
unar að stofnuninni verði breytt í
hlutafélag. Sú skoðun á sér æ fleiri
fylgismenn innan Sjálfstæðisflokksins
en það er ljóst að þar er mikill ágrein-
ingur milli stjómarflokkanna. Síðasta
flokksþing Framsóknarflokksins
ályktaði um að ekki ætti að breyta rek-
starformi RÚV.
Bjöm segir að breytingar séu nauð-
synlegar og leggur áherslu á það að
RÚV er í samkeppni og skilyrðin sem
það býr við í dag henti engan veginn.
Afstaða menntamálaráðherra er skýr:
breytinga er þörf.
Framsókn á móti
„Þingflokkur Framsóknarflokksins
er þeirrar skoðimar að ekki komi til
greina að breyta Rikisútvarpinu í
hlutafélag," segir Hjálmar Ámason,
varaformaður þingflokks Framsóknar-
flokksins. Hjáimar vill, eins og margir
þingmenn Framsóknarflokksins, að
lausnanna verði leitað innan þess
rekstrarforms sem nú er í stofnunni.
Hjálmar segist enn fremur ekki reikna
með því að málið verði tekið fyrir á
næsta þingi. Það er merkilegt fyrir
margra hluta sakir að framsóknar-
menn vilji nefskatt en hann varð
einmitt Margréti Thatcher að falli.
Hún á það líka sameiginlegt með fram-
sóknarmönnunum að hafa aldrei viljað
skoða breytan rekstur BBC, ríkisút-
varps þeirra Breta. Engu að síður em
sumir framsóknarmenn á því að nauð-
synlegt sé að breyta RÚV í hlutafélag.
Ámi Gunnarsson varaþingmaður hef-
ur flaggað þeirri skoðun sinni að rétt
sé skoða það að breyta RÚV í hlutafé-
lag.
Skiptar skoðanir meðal
starfsfólks
„Ég tel að það eigi að breyta Ríkisút-
varpinu í hlutafélag. Ég hef verið í
tveimur nefndum um framtíð Ríkisút-
varpsins. Þar varð niðurstaðan að
besta lausnin væri að breyta RÚV í
hlutafélag,“ segir Bogi Ágústsson. „Það
er augljóst að Ríkisútvarpið stendur
miklu betur að vígi í samkeppni þegar
það er orðið fyrirtæki og er ekki stofn-
un. Það er algjör lífsnauðsyn fyrir
RÚV að breyta um rekstrarform. Þeir
menn sem vilja Ríkisútvarpinu vel og
telja að þar megi ekki breyta neinu era
á rangri braut. Óbreytt ástand gerir
það að verkum að stofnunina dagar
uppi sem nátttröll. Eitt af því sem mun
breytast með hlutafélagsvæðingu er að
hægt verður að verðlauna starfsfólk
fyrir frammistöðu. Það er ekki hægt
núna vegna þess útvarpið er stofnun
en ekki fyrirtæki. Ég vO geta gefið
mönnum skilaboð, að menn fái umbun
fyrir vel unnin störf,“ segir Bogi.
Bogi er einn þeirra yfirmanna
sem einna skýrast hafa tjáð sig um
málið. Hann stóð upp á kosninga-
fundi fyrir síðustu alþingiskosningar
og lýsti þessari skoðrrn sinni. Ástæð-
an virtist vera sú að Jón Ásgeir Sig-
urðsson hóf fundinn með því að tala
um hve mikilvægt væri að RÚV yrði
áfram stofnun. „Fyrst þarf að skil-
greina vandann og hver hann er.
Fyrr er ekki tímabært að ræða breyt-
ingar á rekstrarformi. Ég tek undir
með Finni Ingólfssyni þegar hann
spyr um í hvaða tilvistarkreppu RÚV
sé. Ég vil treysta sjálfstæði Ríkisút-
varpsins. Útvarpsráð á að geta tekið
sjálfstæðar ákvarðanir sem ekki ráð-
Fréttaljós
ast af flokkspólitískum hagsmun-
um,“ segir Jón Ásgeir Sigurðsson,
fonnaður starfsmannasamtaka Ríkis-
útvarpsins. „Ég er sannfærður um að
flestir almennir starfsmenn séu ekki
hlynntir hlutafélagsvæðingu RÚV.
Við sjáum þetta ekki sem lausn á
meintri tilvistarkreppu. Það era
Bjöm Bjamason menntamálaráð-
herra og Markús Öm Antonsson út-
varpsstjóri sem vilja breyta Ríkisút-
varpinu í hlutafélag. Ef Ríkisútvarp-
ið er í tilvistarkreppu þá er nauðsyn-
legt að benda á þá staðreynd að þetta
era mennirnir sem ráðið hafa ferð-
inni undanfarin ár. Þetta tal um til-
vistarkreppu er fyrirsláttur þeirra
sem vilja breyta Ríkisútvarpinu í
hlutafélag," segir Jón Ásgeir.
Ekki neyðarástand
„Stofhunin stendur vel og hefur
mikið eigið fé. Taprekstiu-inn var
ekki það mikill en mest munar um
lífeyrisskuldbindingar. Það er ekki
þörf á þvi að grípa til neyðaraðgerða
en það er mikilvægt að laga rekstur-
inn svo að taprekstur éti ekki upp
eigið fé stofnunarinnar," segir Gunn-
laugur Sævar Gunnlaugsson, formað-
ur útvarpsráðs. Gunnlaugur segir að
mikilvægt sé samt að leita leiða til
þess að geta tryggt reksturinn.
Formaður útvarpsráðs telur að
mikið hafi lagast í rekstrinum síð-
ustu fjögur ár. „Gripið hefúr verið til
margvíslegra hagræðingaraðgerða í
rekstri síðustu fjögur ár sem hafa
meðal annars leitt til þess að Sjón-
varpinu hefur tekist að verja meira
fé til innlendrar dagskrárgerðar en
nokkra sinni í sögu þess. Hins vegar
hafa síðustu kjarasamningar og sú
ákvörðun að færa lífeyrisskuldbind-
ingar í þeim mæli sem nú er gert orð-
ið til þess að það býr við taprekstur.
Hvort tveggja er atriði sem stjóm-
endur stofnunarinnar hafa lítið með
að gera.“
Markús Öm Antonsson útvarps-
stjóri bendir á það að ríkisvaldið
verði að svara RÚV hvemig rekstrin-
um eigi að vera háttað. Af ummælum
hans í ársskýrslu er greinilegt að þar
er dulbúin hótun til Alþingis að ef
það eykur ekki fjármagn til stofnun-
arinnar verði skorið niður í dagskrá
og starfsmannahaldi. Markús er
samt einn þeirra sem talað hafa fyrir
breyttu rekstrarfyrirkomulagi og af
orðum hans sést að hann vill sjá
RÚV breytt i hlutafélag. «
Hvað framhaldið varðar verða
menn að bíða og sjá. Ekki er búist
við því að þingflokkar stjórnarftokk-
anna muni fjalla um þetta mál á
næsta þingi, enda líklegt að þing-
menn Framsóknarflokksins muni
berjast hatrammlega á móti þessum
breytingum.
Markús Örn Antonsson
„Það var unnin töluverð vinna í
sérstökum starfshópi árið 1996 um
framtið RÚV. Sú skýrsla var kynnt
Alþingi en hlaut ekki
mikla umræðu. Þar er
lagt til að RÚV stækki
og menn nýti breytta
tækni til þess að auka
þjónustu. 200 króna
hækkrm á afnotagjöld-
um myndi nýtast vel
og koma okkur á góða siglingu. Með
skýrslunni er talað um að breyta
RÚV í hlutafélag. Hlutafélagið yrði í
eigu ríkisins. Norska ríkisútvarpið
reyndi þetta og það hefur gefið góða
raun. Einhverra hluta vegna hafa
menn ekki viljað taka upp það rekstr-
arform sem best reynist á Norður-
löndum. Hlutafélög eru í meiri fjar-
lægð frá miðkjama stjómsýslunnar
og stjómvaldsins heldur en þegar um
stofnun er að ræða. Ég tel að fyrir
ijölmiðlafyrirtæki geti þetta orðið
mjög farsælt."
Gunnlaugur Sævar Gunniaugsson
„Ég hef alltaf sagt það að ég tel
æskilegt að breyta RÚV í hlutafélag.
Á þessu hafði meira
að segja norski verka-
mannaflokkurinn átt-
að sig. Þeir breyttu
NRK í hlutafélag. Það
hefur að þeirra mati
reynst vel. Breyting í
hlutafélag verður tO
þess að stofnunin fær stjóm sem er
ábyrg fyrir rekstri hennar og leiða
má líkur að því að pólitísk afskipti af
stofnuninni muni minnka sem ætti að
vera mörgum fagnaðarefni. Ég tel það
lífsspursmál fyrir hana að rekstrar-
forminu verði breytt til þess að RÚV
geti staðist harðnandi samkeppni. Það
er mikil skammsýni og þröngsýni að
beijast á móti því. Þeir sem harðast
tala gegn breytingum á stofnuninni
hljóta að vera hugsa um eitthvað allt
annað en hag hennar."
Hjájmar Árnason
„Ég tel eðlilegt að flatur nefskattur
eigi að koma á alla 18 ára og eldri í
stað þunglamalegs og
dýrs innheimtukeríis.
Ég óttast að með því
að breyta RÚV í
hlutafélag verði stigið
fyrsta skreflð í átt að
einkavæða RÚV. Við
teljum að pólitísk ítök
séu of mikil bæði innan og utan stofn-
unarinnar. Það þarf að dreifa valdi
meira innan RÚV og færa aukið vald
til stjómenda. Þessi pólitísku áhrif
hafa gert það að verkum að stjómend-
ur hafa hvorki fengið það vald né þá
ábyrgð sem þeir eiga að hafa til að ná
fram faglegum metnaði sínum.“
Björn Bjarnason
„Við mat á stöðu Ríkisútvarpsins
við núverandi aðstæður tel ég að eng-
inn geti með nokkrum
rökum fagnað óbreyttu
rekstrarfýrirkomulagi
þess nema keppinaut-
amir eða málsvarar
þeirra. Að sjálfsögðu
leggjast þeir gegn öll-
um hugmyndum um
breytingar sem miða að því að stykja
stofnunina."