Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 &eygarðshornið Eins og maður í sundpotti Fyrst þegar spurðist af Hólaboð- skap forsætisráðherra fór ekki hjá að maður hugsaði: ágætt að Jón Ólafsson í Skífunni skuli verða til þess að Davíð Oddsson og helstu liðsoddar hans átti sig á þeim hættum sem skefjalausum kapítal- isma eru samfara: taumlaus auð- söfnun á fáar hendur sem verður til þess að örfáir einstaklingar geta fengið óeðlilega mikil völd og áhrif á samfélagið í krafti fjármagnsins, hvernig svo sem það er fengið. Hann virtist kominn langan veg frá Hannesi Hólmsteini sem telur lögmál framboðs og eftirspurnar vera altæk og endanlegur úrskurð- ur í öllum álitamálum, siðferðileg- um sem öörum. Manni þótti kveða við nýjan tón í málflutningi for- manns Sjálfstæðisflokksins þegar hann var farinn að tala um að reyna að hafa hemil á markaðsöfl- unum. Farinn að tala um siðferði. Farinn að tala um að peningar væru ekki mælikvarði allra hluta. Til þessa hefur ekki borið á því að þróun í átt til samþjöppunar hafi haldið vöku fyrir forsætisráð- herra: þannig hefur varla svo ómerkileg sjoppa sem lifir á freyju- staurum og lottói mátt hér ganga vel án þess að Bónusfeðgar reyni ekki að sölsa hana undir sig; Burðarás, eignarhaldsfélag á veg- um Eimskipafélagsins, kaupir um þessar mundir baki brotnu allt það sem Samherji á Akureyri er ekki að kaupa; fákeppni hefur staðið is- lensku efnahagslífi stórkostlega fyrir þrifum, og nægir að benda á olíufélögin og tryggingarfélögin í því sambandi - og hefur vaxið stórkostlega á síðustu misserum. Forsætisráðherra hefur horft á með velþóknun. Hann kallaði allt það fólk sem seldi kennitölumar sínar Kaupþingi og Sparisjóðunum á sínum tíma einkavini sína, og sneri þar á sniðugan hátt út úr öllu tali um einkavinavæðingu. Og dreifð eignarað- ild var honum ekki efst í huga þegar hann barðist með oddi og egg fyrir því að ís- lensk erfða- greining fengi til umráða og einka- nota all- ar heilsu- farsupp- lýsingar um alla íslend- inga allra tíma. Þetta vora allt vinir hans. Allir voru vinir hans hann var næstum farinn að hljóma eins og Hallbjöm. Þar til... * * * Skyndilega var kominn á stjá maður sem var ekki vinur hans - kannski eini maðurinn í öllu land- inu sem var ekki vinur hans. Og Davíð Oddsson fékk vitrun. Hann sá ljósið. Hann fór að tala eins og áhyggjufullur sósíalisti. Horfnar voru gamlar hugmyndir um að fjármagniö leitaði þangað sem það væri best komið hverju sinni, væru bara stjórnmálamennirnir ekki að þvælast fyrir. Þetta gat ekki staðið lengi. Enda fór það svo að hin óvænta leiftur- sýn Davíðs inn í hættur kapítal- ismans sem hann deildi með þjóð sinni á Hólum reyndist einungis vera það - leiftursýn sem slokkn- aði snart: nú vill hann selja einum aðila allan hlut ríkisins sem eftir er í FBA og er í DV síðastliðinn þriðjudag sagður hafa messað ytir hausamótunum á samflokksmönn- um sínum því þeir áttu erfitt með að lifa sig inn í svo gjörtæk sinna- skipti, meira að segja hjá æjatoll- anum sjálfum. Nema hann líti svo að að það jafngildi dreifðri eignaraðild að selja Eimskip hlutinn. Á ekki mestöll þjóðin hlut í Eimskipafé- laginu? * * * Á einni viku hefur þessum per- sónugervingi stöðugleikans í efna- hagsmálum þjóðarinnar tekist að væna nokkra af helstu spilurum íslenska viðskiptalífsins um að hafa auðgast á eiturlyfjasölu - og ef ekki það þá að bendla þá við að vera handbendi rússneskra mafíósa; honum hefur tekist að svívirða bæði fyrrum aðstoðar- mann sinn, Eyjólf Sveinsson, og sjáifan prinsinn af Bónus, til þess eins að koma höggi á Jón Ólafsson. Grandvaran fjármála- mann, Sig- urð Einars- son hjá Kaupþingi, vænir ráð- herrann um siðleysi í viðskiptum, fjárglæfra, ef ekki hreinlega glæp- samlegt atferli - og svo voru menn að hneykslast á Ólafi Ragnari á sínum tíma þegar hann sem óbreyttur þingmaður varaði við umsvifum Ávöxtunar sf. ... Hann kemur öllu í bál og brand vegna þess að Jón Ólafsson virðist enn einu sinni hafa leikið á menn- ina sem reyndu á sínum tíma að stofna heila sjónvarpsstöð honum til höfuðs - Stöð 3 - og endaði eins Guðmundur Andri Thorsson og við munum á því að Jón keypti þá stöð og lagði hana niður. Hann etur Hannesi á foraðið með grein- arskrifum sem eiga naumast sinn líka í rætnum dylgjum frá því að Jónas frá Hriflu var á sínum há- tindi, og dylgjar sjálfur úr predik- unarstóli um auð Jóns Ólafssonar, án þess þó að hafa fyrir því að tjá sig frekar um þá ræðu. Steingrímur Hermannsson stundaði það nokkur á sín- um forsætis- ráðherraárum að tala eins og maður í sund- potti. Öllum fannst það indælt hjal og það átti ekki lítinn þátt í að gera hann ástsælan með þjóðinni. Davíð hljómar einmitt nákvæm- lega eins og ótíndur skrafari í sundpotti sem heyrir eitt og annað en veit fátt fyrir vist: en einhvern veginn verður það tal ískyggilegra þegar hann á í hlut en þegar Stein- grímur var að gátta sig á öllu. Skyndilega var kominn á st]á maóur sem var ekki vinur hans - kannski eini maðurinn í öllu landinu sem var ekki vinur hans. Og Davíö Oddsson fékk vitr- un. Hann sá Ijósiö. Hann fór að tala eins og áhyggjufullur sósíalisti. dagur í lífi Elísabet B. Þórisdóttir vakti af list: Skemmtilegasta nótt ársins Elísabet B. Þórisdóttir var framkvæmdastjóri Menningarnætur í Reykjavík. Síðasta helgi var því annasöm hjá henni - en einnig skemmtileg, þrátt fyrir rigninguna. Það er gott að vakna full eftir- væntingar um hvað dagurinn muni bera í skauti sér. Vitandi að fjöldi fólks hafði unnið hörðum höndum að því að gera Menning- arnótt í miðborginni eftirminni- lega og jákvæða. Reyndar voru veðurguðirnir ekki tilbúnir til þess að láta ljós sitt skína, grámi og rigning var það sem blasti við mér þegar ég leit út um gluggann um kl. 7.30 þennan morgun. Eftir besta kaffibolla dagsins, lestur Helgarblaðs DV og Morgunblaðs- ins tóku við símtöl við Hrefnu verkefnisstjóra og Ágúst, markaðs- stjóra Reykjavíkurhafnar og sam- nefndarmann minn, um áfram- haldandi dreifingu á dagskrárbæk- lingnum, því ljóst var að verðandi þátttakendur í Menningarnóttinni höfðu verið duglegir að ná sér í eintök til að kynna sér hið fjöl- breytta framboð af list og menn- ingarviðburðum sem í boði voru. Veðurguðirnir ekki vondir Leiðin lá upp á Krókháls í þátt Margrétar Blöndal, og þó hún ætl- aði okkur góðan tíma, kom ég ekki að nema broti af öllu því sem mig langaði að nefna. Á leið minni á Árbæjarsafn um hádegisbil þar sem fara átti með SVR um sýning- una „FIRMA 99“ sannfærðist ég um að það væri ekki af vonsku, heidur nánast fyrirhyggju að veð- urguðirnir létu rigna jafn mikið og raun bar vitni. Þeir voru að hreinsa andrúmsloftið, opna fyrir alla þá sköpun, gleði og orku sem ætti eftir að myndast er liði á dag- inn. Kl. 14 var ég í Höfða þar sem borgarstjóri afhenti starfslaun listamanna. Þaðan lá leiðin í Lýð- veldisgarðinn þar sem hópur ung- menna frá Marokkó, Túnis, Finn- landi og Islandi tróð upp og harm- oníkuleikarar léku af fingrum fram. Guðjón Friðriksson sagnfræð- ingur beið með sitt gjallarhorn tilbúinn í leiðangur um um Skuggahverfið. Hall- grímur Helgason, fjöl- listamaður og íbúi í póstnúmeri 101 Rvk, gaf síðan upptaktinn inn í „skemmtilegustu nótt ársins" eins og hann sagði í bráðsnjöllu ávarpi sem kom öllum viðstöddum í enn betra skap. Kl. 16.30 var ég viðstödd opnun sýning- ar og söng listamanna frá ísafirði; gestabæ Menningarnætur 1999 í Ráðhúsinu. Þaðan lá leiðin í Hitt húsið, síð- an upp Vesturgötu sem var blómum skreytt, í tilefni dagsins, heim- sótti Kirsuberjatréð og Myndhöggvarafélagið á Nýlendugötu. í Lands- bankanum sem tjaldaði rauðri slaufu voru Að- alsteinn Ingófsson og Pétur Pétursson að fræða viðstadda um listaverk og menn tengda húsinu. Það var sama hvar komið var, - hún var í loftinu - samkenndin, sem ein- kennir alltaf Menningarnóttina sem enn var ung. Línudans við útitaflið Verkefnisstjóri og stjórn höfðu mælt sér mót kl. 19 í Ráðhúsinu til að ráða ráðum sínum, taka púlsinn og skipta á milli okkar viðkomu- stöðum, því útilokað var að ætla sér að sjá aillt! Að loknum stuttum gam- hæfingarfundi lá leiðin í Iðnó og i íslensku óperuna. Á leið minni upp Laugaveginn sá ég eina af Qölmörg- um uppákomum kvöldsins í glugga Líns og Lérefts og á svölunum á Sól- oni Islandus. Mál og menning var að vanda með fjölbreytta dagskrá og troðið út úr dyrum. í gallerí one o one höfðu um 800 manns lagt leið sina kl. 21.30. Og aftur var haldið niður Laugaveg. Við útitaflið var línudans stiginn af einstakri gleði með Sigvalda danskennara í broddi fylkingar. Trommandi af list komu síðan Gunnlaugur Briem og félagar og við síðasta trommuslátt við Reykjavíkurhöfn lýstist himinn upp og litlum marglitum stjörnum rigndi niður yflr glaðan fjöldann. Þá blasti styttan af Ingólfl Arnarsyni við upplýft og tignarleg. Strikið var tekið á útibíóið, Listasafn íslands, síðan á helgistund í þéttsetinni Frí- kirkjunni. Á Skólavörðustig gat að líta eldsmið, myndlist innan og utan á veggjum, tónlistin ómaði og fólkið brosti. Að hafa það veganesti inn í draumalandið er gott. - Betra en orð fá lýst. Þátttakendur í Menning- arnótt 1999; kærar þakkir!!!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.