Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 IHótel fytírböm Holiday Inn hóteliö í Orlando, skammt frá Disney-skemmtigarðin- um, býður nú upp á hótelherbergi : sérsniðin að þörfum bama. Herberg- 1 in em máluð í mörgum litum, kojur Iem í stað heföbundinna rúma og svo engum leiöist nú em tölvuleikir í boði. Næturgisting í „bamaher- bergi“ kostar um 115 dollara og er morgunverður við hæfi þeirra yngstu að sjálfsögðu innifalinn. Ekki má gleyma því að foreldrar eru auð- vitað líka velkomnir. Edith Piaf á safn Frakkar hafa alltaf verið stoltir af söngkonunni Edith Piaf, sem heillaði um- heiminn fyrr á öldinni með seiðandi söng sínum. Ekki er þó vitað um neina sem hafa í; beinlínis breytt heimili sínu í safn til dýrðar söngkonunni en það hefur Bemard nokkur Marchois Parísarbúi hins vegar gert. Á safn- Iinu sem að sjálfsögðu er í París er að frnna ýmsa muni tengda Piaf, svo sem bangsann hennar, kjóla og skó sem vora sérsmíðaðir á smáa fætur söngkonunnar. Einlægir aðdáendur Piaf þurfa aðeins að leita uppi heim- ilisfangið 5 me Crespin-du Gast í París og þá geta þeir barið dýrðina augum. Nægir miðartil Ólympíuleikarnh' verða, eins og flestir vita, haldnir í Sydney i Ástr- aliu næsta sumar. Miðasalan hefur | víst farið frekar hægt af stað og nýj- Flugfreyjur vilja árþúsunda- böm = við merkilega staði. Þá ætti öryggið ; að vera í lagi á leiðinni því nokkrar I Parísarlöggur hafa nú tekið linu- skauta í sína þjónustu og em hópn- 1 um tfl halds og trausts á meðan á : ferðinni stendur. I ustu fregnir herma að enn sé nóg til af miðum á flesta viðburði leikanna. Áhugasamir geta heimsótt slóðina www.cartan.com til þess að grennsl- ast fýrir um verðlag sem rokkar frá 8 dölum upp í 1000 allt eftir því hvaða atburður og hvaða sæti er í húfi. ■áÆJJjí Mikið verður um dýrðir í stórborgum heimsins um áramótin: Ferðamenn fagna nýju ár- þúsundi fjarri heimahögum Það era aðeins 126 dagar þangað til nýtt árþúsund rennur upp og síðustu forvöð fyrir þá sem hyggjast leggja land undir fót um þessi stórmerku áramót að skoða hvemig hátíðahöldum verður háttað í nokkmm stórborgum hefms. Fréttir herma að i flestum stærri borg- um sé hótelrými af skomum skammti og stutt í að allt verði upppantað. Lundúnabúar hafa í nokkur ár undir- búið árþúsundaskiptin og hafa meðal annars reist risavaxið samkomuhús við Thames-ána af því tilefni. En því miður getur sauðsvartur almúginn ekki notið þeirra salarkynna á gamlárskvöld því efnt verður til einkaveislu þar sem hvorki meira né minna en tíu þúsund mektarmönnum er boðið að fagna nýju ári. Daginn eftir verður árþúsundahöll- in svo opnuð almenningi í fyrsta sinn. Þrátt fyrir að takmarkaður aðgangur verði að árþúsundahöllinni má búast við miklu flöri á götum London og hafa borgaryflrvöld ákveðið að vera frjáls- lynd þegar kemur að opnunartíma öld- urhúsa en þau mega í fyrsta skipti vera opin í 36 klukkustundir samfellt, frá klukkan 11 á gamlársdagskvöldi. Færrí komast að en vilja Eins og venja er þá verða hátíðahöld- in á Manhattan í New York staðsett við Times Square. Gallinn er sá að torgið er ekki stórt og tekur ekki meira en hálfa milljón manna í einu. Hins vegar verða hátíðahöldin viðstöðulaust í sólarhring og stórum sjónvarpsskjám verður kom- ið fýrir þannig að þeir sem ekki komast á sjálft torgið geta fylgst með herlegheit- unum í nágrenninu. Fólk ætti að mæta snemma á svæðið því tahð er víst að það taki nokkra klukkutíma að komast inn á torgið, takist það almennt. Svokölluð Waterford-kristalkúla verður látin falla með pompi og prakt þegar klukkan slær tólf á miðnætti. Þá munu margir þekktir listamenn sjá fólki fyrir skemmtun allan tímann. Enn mun hægt að fá hótelherbergi í borginni og áhuga- samir geta skoðað dagskrána nánar á slóðinni www.nycvisit.com á Netinu. Brandenburgarhliðið verður mið- punktur hátíðahaldanna í Berlín á gamlárskvöld og búist er við að minnsta kosti einni milljón Berlínarbúa og ferða- manna að hliðinu þegar líður á kvöldið. Ferðamenn ætla greinilega að streyma til Berlínar um áramótin því nánast allt hótelrými borgarinnar er löngu uppbók- að. Páfinn verður að sjálfsögðu í aðal- hlutverk í Rómaborg þegar klukkan slær tólf. Páfi verður við hátíðarguðs- þjónustu í Péturskirkjunni og er búist við gríðarlegum fiölda í kirkjuna og ná- grenni hennar. Rómarbúar em í óðaönn að búa sig undir að taka á móti um 20 milljónum pílagríma sem þeir reikna með að heimsæki borgina einhvem tíma á árinu 2000. Vínarvalsarog höfnin í Sydney Vinarvalsar verða dansaðir á götum Vínarborgar fram eftir nýárrsnóttu. Að- alballið verður á Ráðhústorginu og von- ast menn eftir að 600 þúsund fótafimir gestir muni stíga dans fram eftir nóttu. Fyrir þá sem vilja hraðari takt verður svokallað Reifþartý annars staðar í mið- borginni. Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni wtv.magwien.gv.at á Netinu. Lengst í burtu frá okk- ur er Sydney í Ástralíu en það breytir því ekki að þar verður mikið um dýrðir á gamlárskvöld. Aðalhúllum- hæið hefur verið skipu- lagt á hafnar- svæðinu, ekki langt frá Óp- eruhúsinu, sem er það frægasta í heimi eins og flestir vita. Bú- ist er við að minnsta kosti einni milljón manna og verður boöið upp á íburðar- miklar flugeldasýningar, popptónleika á nokkmm stöðum og risastórt diskótek fyrir þá sem vilja sletta ærlega úr klauf- unum. Sidney nýtur greinilega vin- sælda á gamlárskvöld því fréttir herma að 85% hótelrýmis í borginni séu þegar bókuð. Times Square á sér langa hefð þegar kemur að hátíðahöld- um á gamlárskvöld. Árið í ár verður örugglega engin und- antekning og í ár mun skemmtunin standa í sólarhring samfellt. Breska flugfélagið British Airwa- ys á í allsérstæðum vanda um þess- ar mundir. Sex hundruð flugfreyjur félagsins eiga von á bami um ára- mótin og hefúr félagið þurft að út- vega þeim störf á jörðu niðri. AIls em flugþjónar og freyjur í kringum 12 þúsund hjá félaginu og þær óléttu því tæp 5%. Að sögn talsmanns British Airwa- ys brosa viðskiptavinir þegar þeir koma á sumar skrifstofúr félagsins þar sem óléttar konur sitja við hvert borð. Dagsferðir á Eyjabakka í september: Umtalað svæði heimsótt Eyjabakkar eru mikið í umræð- unni þessa dagana vegna fyrirhug- aðra virkjunarframkvæmda á Fljótsdalshéraði. Af því tilefni hafa Flugfélag íslands og Tanni travel ákveðið að bjóða dagsferðir á svæð- ið alla laugardaga í september. Flogið verður með Flugfélagi ís- lands klukkan 8 á laugardags- morgni og komið til Egilsstaða um níu leytið en þar bíður rúta frá Tanna travel sem flytur ferðalanga áfram inn Fljótsdalsheiði og á Eyja- bakksvæðið. Um 11.15 verður gerður stuttur stans við fyrirhugaö stíflusvæði og síðan haldið áfram niður í Hrafn- kelsdal þar sem gert verður hádegis- hlé. Eftir hádegið liggur leiðin að Ytri Kárahnjúk og Hafra- hvammagljúfri (Dimmugljúfri) og það skoðað. Um sexleytið er áætluð koma í Klaustursel þar sem verður stoppað í 30 mínútur áður en haldið verður aftur til Egilsstaða þar sem mæting í flug er klukkan 20. Fólki er bent á að hvorki veit- ingastaðir né sjoppur séu á leiðinni og því nauðsynlegt að koma með nesti að heiman eða panta það til dæmis hjá Hótel Héraði. / A línuskautum um París Þeir sem kunna á línuskauta ættu að muna eftir að taka þá með hyggi þeir á fór til Parísar. Á hverju fóstu- dagskvöldi safnast þúsundir manna saman í borginni og skauta um þær götar sem eru bannaðar bflaumferð. Lagt er upp frá Porte dYItalie klukk- an 22 og haldið í þriggja tíma skauta- ferð og að sjálfsögðu er gerður stans Bæjardekk Langatanga 1a - Mosfellsbæ - Sími 566 8188 Eyjabakkaskoðun er á dagskrá Flugfé- lags íslands og Tanna travel í septem- ber. DV-mynd GVA Fólksbíla og jeppakerrur Faxaieni 8 f * Jpið: dánud-fimmtud. 10-18 Föstudaga 10-19 Laugardaga 10-18 Sunnudaga 12-17 Ballett Byrjendur (yngst 4ra ára og framhaldsnemendur. Innritun í síma 561 9031 Ballettskóli Sigríðar Ármann T r»Ti n-n vi /1 r»l D r»Trlrí rvTTilr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.