Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 %/aðan ertu? Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og alþingismaður, er borinn og barnfæddur á Sauðárkróki. Hann segist hafa verið afskaplega normal drengur sem lék sér í sverðabardögum og fótbolta. DV-mynd Hilmar Þór Vilhjálmur Egilsson fákk snemma áhuga á pólitík: Fullt nafn: Edda Lúvisa Blön- dal. Fæðingardagur og ár: 15. september 1976. Maki: Bjarni Örn Kærnested. Börn: Starf: Nemi/karatekennari. Skemmtilegast: Að muna eitt- hvað í dag sem ég var að remb- ast við að læra í gær. Leiðinlegast: Að muna ekkert af því sem ég var að rembast við að læra í dag. Uppáhaldsmatur: Kjötsúpan hennar mömmu og lúðan hans Úlfars á Þrem Frökkum - súper! Uppáhaldsdrykkur: Coca Cola. Fallegasta manneskjan (fyr- ir utan maka): Demi Moore í „GI Jane“. Fallegasta röddin: Rödd þjálf- arans míns þegar hann æpir á okkur á æf- ingu. ég geri aras með hverju sinni. Hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ríkisstjórninni: Andvíg. Með hvaða teiknimyndaper- sónu myndir þú vilja eyða nótt: Held það væri gaman að detta í það með Kafteininum í | Tinna-bókunum. Uppáhaldsleikari: Jean Reno, Robert DeNiro. Uppáhaldstónlistarmaður: Of margir til upptalningar. Sætasti stjórnmálamaður- inn: Ertu að grínast?! Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Vinir. Leiðinlegasta auglýsingin: Þessi með stelpunni að drekka kók og hlæja. ÓÞOLANDI! (Hversdagsís-aug- lýsingin sökkar líka...) Edda Lúvísa karateþjálfari Vissi hvað allir bæjarbúar kusu Þegar Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og alþingismaður, er spurður hver sé hans fyrsta bernskuminning frá Sauðár- króki segir hann að lífið hafi auðvitað verið tómur leikur þegar hann man fyrst eftir sér. „Það gekk á með sverðabardög- um, eltingaleikjum, leikritum og öðru sem krakkar gera sér til dundurs og það var óskap- lega gaman að vera til,“ segir Vilhjálmur sem er fæddur á Sauðárkróki í desember 1952 og hafði lögheimili sitt þar þangað til hann fór í háskóla. Nú býr hann í Reykjavík. þetta fjölbreyttara og þar voru vinstrimenn og jafnaðarmenn inn á milli.“ Þú hefur ef til vill strax verið búinn að leggja línurnar fyrir ævi- starfið? „Ég var kannski ekki búinn að ákveða að verða alþingismaður en ég varð snemma mikill sjálfstæðis- maður og í þeirri sannfæringu minni harðnaði ég í sveitinni hjá frænda mínum í Ketu. Hann gerði mig ekki að sjálfstæðismanni en ég styrktist mjög í skoðmíum á því að hlusta á hann tala um sjálfstæð- isstefnuna,“ segir Vilhjálmur og hlær. Afskaplega normalt barn Eins og flestir sem alist hafa upp á landsbyggðinni segist Vil- hjálmur muna eftír frjálsræðinu sem börn bjuggu við. „Á mínu heimili voru tengslin við sveitina líka sérlega sterk þar sem pabbi var landbúnaðarráðu- nautur. Ég ólst heldur ekki aðeins upp í kaupstaðnum þar sem ég var alltaf í sveit á sumrin, hjá frænda mínum á Ketu á Skaga. Þó að Sauðárkrókur hafi ekki verið sér- lega öflugur útgerðarbær þá stend- ur hann þó við sjóinn og leikir barna voru mikið bundnir við hann. Við veiddum og lékum okk- ur á bryggjunni og hjálpuðum stundum trilluköllunum að stokka upp og beita. Þegar hafísinn kom var það líka mikið sport að leika sér á jökum, sem var auðvitað ekki til fyrirmyndar. Fyrir utan hvað það var hættulegt vorum við alveg við klóakrörið við þessa iðju og heilbrigðisfulltrúinn var af þeim sökum ekkert sérlega ánægð- ur en við létum það ekki stöðva okkur. Ég man líka eftir því að við fé- Leiðin- legasta kvik- myndin: Thin Red Line. Styttið hana um einn og hálfan tíma og komið með handrit. Sætasti sjónvarpsmaðurinn: Vala á íþróttafréttadeildinni. j Uppáhaldsskemmtistaður: Rúmið mitt. Besta „pikköpp“-línan: Mq ég bjóða þér í glas - eða viltu kannski bara þúsund kallinn? Hvað ætlar þú að verða þeg- ar þú verður stór: Best í hverju sem ég tek mér fyrir hendur. Eitthvað að lokum: Nei. nefna tónlist, skáldskap og leiklist. Sauðárkrókur hefur aldrei verið of litill heldur alltaf nægilega stór til þess að þar myndaðist ákveðinn kjarni af fólki sem gat látið til sin taka í bæjarlífinu." Þú minnist á skáldskap. Á Skagafjörður einhver góð skáld? „Margir Skagfirðingar hafa fengist við skáldskap. Fyrir utan gullaldarskáld eins og Stephan G. Stephansson, þá bjó í Skagafirði hinn feikivinsæli höfundur Guð- rún frá Lundi, auk yngri manna eins og Hannesar Péturssonar og Indriða G. Þorsteinssonar," segir Vilhjálmur með stolti. Kjaftagangurinn sem fylgir smá- bæjum, truflaði hann þig aldrei? „Nei, alls ekki. Mér fannst talið um náungann alltaf vera eðlilegur hluti af lífinu þar sem ég ólst upp við að vita hvað hver einasti íbúi bæjarins hét. Ég hafði snemma áhuga á stjórnmálum og lagði mig í líma við að vita hvar allir bæjar- búar stóðu í pólitík og frá því að ég var tólf ára taldi ég mig vita hvað allir kusu. Til sveita voru mennn ýmist sjálfstæðis- eða fram- sóknarmenn en á Króknum var lagarnir héldum úti blaði um ýmsa atburði i bæjarlífinu og þó að það blað flokkist ef til vill ekki undir það merkilegasta sem gefið hefur verið út þá höfðum við af því allnokkra skemmtun og okkur tókst alltaf að selja upplagið. Þetta var þó ekkert gróðafyrirtæki enda ekki til þess stofnað." Vilhjálmur var elstur af fjór- um systkinum en segist þó ekki hafa verið illa haldinn af ábyrgðartilfinningunni sem Sannfærður sjálfstæð- ismaður Hvernig bær er Sauðárkrókur? „Sauðárkrókur hefur í mínum huga alltaf verið mjög vinalegur og skemmtilegur bær. Þar er fag- urt mannlíf og öflug menningar- starfsemi og í því sambandi má sagt er að elstu börn hafi í ríkum mæli. En hvernig barn var hann? „Ég ætla ekki halda því fram að ég hafi verið sérstaklega þægur en ég var heldur ekkert vandræða- barn. Ætli ég hafi ekki verið af- skaplega normal drengur sem lék sér í sverðabardögum og fótbolta,“ segir Vilhjálmur og bætir því við að stundum leiki hann sér meira að segja enn í fótbolta, enda hafi Sauðkrækingar löngum verið hrifnir af þeirri íþrótt. Nú sé lið þeirra, Tindastóll, efst í annarri deild. „Döprustu stundirnar í bernsku minni voru hins vegar þegar við lentum í slæmu tapi. Það var talið mjög alvarlegt mál og menn voru stundum mjög lengi að jafna sig.“ Ræturnar og frænd- garðurinn „Ég fer mjög oft norður. Foreldr- ar mínir búa enn á Króknum, bræður mínir eru bændur í Skagafirðinum og allur minn frændgarður er þar eða í sveit- unum i kring. Þar liggja ræt- urnar. Vegna þingstarfa minna hef ég líka mikið þurft að vera á ferða- lagi um landið og oft farið norður. Þangað liggur beinn og breiður vegur," segir Vilhjálmur og neitar alfarið að gefa upp hvaö hann sé lengi að keyra á Krókinn á fögrum sumarnóttum. Gætirðu hugsað þér að flytja þangað aftur? „Já, alveg tvímælalaust ef kring- umstæður leyfðu, en þegar ég kom heim frá námi með doktorspróf í hagfræði upp á vasann uppgötvaði ég fljótt að vinnumarkaðurinn fyr- ir það nám var mjög þröngur. Við konan mín eigum fjögur börn sem öll hafa verið svo lánsöm að eiga bakland fyrir norðan og átt þess kost að dvelja þar mikið. Hver veit nema ég eyði ævikvöld- inu á Króknum," segir Viljhálmur Egilsson að lokum. -þhs Sauðárkrókur Hofsós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.