Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 iikhús 23 Leikárið 1999-2000 ílðnó: Boðið upp á leik- húskort með meiru - íslenskar, bandarískar, breskar, rússneskar og grískar leiksýningar í vetur Nýtt leikár er nú senn að hefjast og leikhúsin að byrja að kynna vetrardag- skrá sína. Iðnó við Tjömina er fyrst til að ríða á vaðið en leikhúsið býður nú í fyrsta sinn upp á áskriftarkort og er það á nokkum hátt frábmgðið þeim áskrift- arkortum sem við þekkjum. „Já, þetta er í fyrsta sinn í langan tima sem kemur nýtt leikhúskort á markaðinn," segir leikhússtjórinn Magnús Geir Þórðarson. „Þama erum við að bjóða fólki að velja sjálft þær sýn- ingar sem það vill sjá. Við erum með fjölbreytta verkefnaskrá en í staðinn fyrir að velja fyrir áhorfendur, bjóðum við hveijum og einum að velja það sem hann hefur mestan áhuga á.“ Iðnó-korthafar eignast fast sæti á sex leiksýningar, fjórar kvöldsýningar og tvær hádegissýningar. Málsverður fylg- ir með hádegissýningimum. Verð korts- ins er 7.500 kr. en auk þess fá korthafar 20% afslátt af öðrum sýningum og allri annarri starfsemi í húsinu. Aðgangur að ævintýrínu „Kortið er ömgg leið til að tryggja sér ánægjulegar stundir allan veturinn," segir Magnús. Kortið er meira en áskriftarkort, vegna þess að það veitir korthafanum sérstök kjör á allt sem Iðnó héfur upp á að bjóða, hvort sem er aðrar leiksýningar en era í kortinu, tón- leika, Tjamardansleiki, Leikhússport eða veitingar. Þetta er ömggasta leiðin til að tryggja sér aðgang að ævintýran- um.“ Hvað geturðu sagt mér um leikárið? „Við eram að kynna mjög fjölbreytt og spennandi leikár sem er ívið stærra í sniðum og metnaðarfyllra en það sem er nýlokið. Þama eram við að kynna mjög sterk verk, alls staðar að; frá Bandaríkj- unum, Rússlandi, Bretlandi, íslandi og Grikklandi. Þau verða matreidd af ijóm- anum af íslensku leikhúsfólki og við erum mjög stolt af því hvað við höfum fengið sterkan hóp listamanna til að vinna með okkur í vetur. Þá er sama hvort litið er til leikara eða leikstjóra; í þessum hópi má sjá listamenn sem era fremstir á sínu sviði. Síðan er þama mjög góð blanda gam- ans og alvöra, bama- og fullorðinssýn- inga og svo halda nýjungamar sem við brydduðum upp á í fyrra áfram; hádeg- isleikhús og leikhússportið." Frá fyrra leikári býður Iðnó upp á sýningar á Rommí, Þjóni í súpunni, Leitum að ungri stúlku og Þúsund eyja sósu, en þær hafa að notið mikilla vin- sælda. Gamanið og alvaran Fyrsta ffumsýning leikársins verður 24. september. Það er „Frankie og Johnny" eftir Terence McNally og flall- ar um tvær einmana sálir sem finna hinn hreina tón í ástinni þrátt fyrir ólík- an bakgrunn. Leikendur era Halldóra Bjömsdóttir og Kjartan Guðjónsson og leikstjóri Viðar Eggertsson. Fyrsta frumsýningin í hádegisleikhúsinu verð- ur Leikir eftir Bjama Bjamason, þetta er verðlaunaleikrit sem fjallar um leik- ina sem verða til þegar karlar era í konuleit og konur era i karlaleit. Leik- stjóri er Hilmir Snær Guðnason. Milli jóla og nýárs verður frumsýnt rússneska leikritið „Stjömur á morgun- himni", eftir Alexander Gatin, átakan- legt og fallegt leikrit. Sögusviðið er Moskva árið 1980. Um leið og ólympíu- eldurinn er borinn til borgarinnar húk- ir hópur undirmálsfólks í köldum kumbalda svo það særi ekki imynd Moskvuborgar. Á einni nóttu kynnist áhorfandinn vonum, ástum og þrám þessa fólks sem hefur verið svikið um þátttöku í ólympíugleðinni. Eftir þessa nótt verður ekkert eins og það var. Sýn- ingin er sett upp í samstarfi við Leikfé- lag Akureyrar og er Magnús Geir Þórð- arson leikstjóri. Allur Shakespeare og Fom- Gríkkimir Ein skærasta perlan í leikári Iðnós hlýtur að teljast „Shakespeare eins og hann leggur sig“, verki sem hefur verið sýnt við gríðarlegar vinsældir í Bret- landi árum saman og farið sigurfór um heiminn. Hér er altso um að ræða sýn- ingu á öllum verkum Shakespears á 97 mínútum, eða eins og segir í kynningu frá Iðnó, þá er þetta „rússíbanaferð á hljóðhraða gegnum öll verk Williams Shakespeares í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar". Það era þrir leikarar sem leika allan þennan Shakespeare og leik- stjóri er María Sigurðardótt- ir. Um páskana frumsýnir Iðnó „Medeu“ eftir Evripídes í samstarfi við Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000 og Fljúgandi fiska. Hér er á ferðinni sígilt verk um blinda ást, botnlaust hatur, svik, hefnd og morð og er leikstjóri Hilmar Oddsson. í hádegisleikhúsinu verð- ur framsýnt verk eftir Anton Tsjekhov í lok janúar. Það er „Konan með hundinn, ein þekktasta smásaga Tsjek- hovs og það er Guðjón Peder- sen sem leikstýrir. Ekkert þema... og þó Aðspurður um verkefna- valið, segir Magnús Geir: „Ég setti mér ekkert þema fyrir veturinn, heldur vildi ég leggja áherslu á fjöl- breytni með bestu listamönn- unum. En það sem þessi verk eiga sameiginlegt er að í þeim öllum er lögð mjög mikil áhersla á að segja sögu. Öll verkin byggjast á mjög sterkum sögum. Þegar við förum í leikhús viljum við láta snerta okkur og það tel ég að öll þessi verk geri. Annað sem þau eiga sameiginlegt er að það er eitt þema sem ósjálfrátt hefur komið þama inn, það er ástin; samskipti karla og kvenna era mjög áberandi í mörgum þessara verka. Sem fyrr segir verður fyrsta frumsýn- ingin 24. september en leikárið hefst fyrr, því Rommí, Þjónn í súpunni og Þúsund eyja sósa era öll í fullum gangi. Kortasalan er þegar hafin og þegar Magnús Geir er spurður hvers hann vænti af aðsókn á þessu ríkulega leik- ári, segir hann: „Við náðum inn 40.000 gestum í fyrra og I ár ætlum við enn hærra.“ Hversu hátt? „Hátt.“ -sús Nissan Primera 2,0 SLX '97, ek. 30 þús. km. VW Vento GL 1600 '97, ek. 30 þús. km. Daewoo Nubira 1600 SX 1999, ek. 7 þús. km. cf'\* oQto6o se'du^. Toyota Corolla Terra '98, ek. 22 þús. km. Verð 1.150.000. EVRÓPA JÁKN UM TRAUST www.evropa.is Honda Prelude ek. 47 þús. km. Nissan Terrano II ek. 30 þús. km. Verð 2.250.000. ek. 21 þús. km. ek. 37 þús. km. Honda Accord V6 2700 cc '97, ek. 15 þús. km. Verð Volvo S70 2,51, '98, ek. 32 þús. km, ssk., leður o.fl. Volvo S40 T4 '98, 200 hö„ ek. 15 þús. km. Fcrd Transit 100 m/gluggum '98, ek. 45 þús. km. Verð 1.590.000 m/vsk. ©pið aflar helgar Faxafen 8 Sími 581 1560 Fax 581 1566 Opnum kl. 8.30 virka daga. BMW 325i '94, leður, álf. o.fl., ek. 94 þús. km. Verð 1.990.000. Ford Explorer E/B '91, ek. 100 þús. km, upph., 35", gott eintak. Verð 1.680.000. _ *Ö,uaði" <yn> brimborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.