Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 6
lönd ir 'ét. LAUGARDAGUR 28. AGUST 1999 Milljarðapeningaþvottur dóttur Jeltsíns og mafíunnar: Ríkissaksóknari fyrirskipar rannsókn stuttar fréttir Hálf milljón án heimiiis Tyrknesk yfirvöld viður- kenndu í gær í fyrsta sinn að hálf milljón manna kunni að vera heimilislaus eftir jarðskjálftann í síðustu viku. Undirbýr framboð Fyrrverandi forseti PóUands og leiðtogi Samstööu, Lech Walesa, komst í sviðsljósið á ný í gær er hann boðaði hátt- setta stjóm- málamenn til fundar um hvernig leysa mætti vanda- mál námumanna og bænda og | fleiri. Sérfræðingar segja fundinn j hafa verið liö í tilraun Walesa til | að verða frambjóðandi i fbrseta- | kosningunum á næsta ári. Skotinn í hnakkann Ljósmyndari bandariska tíma- ritsins Time sagðist í gær hafa I séð indónesíska lögreglumenn | skjóta óvopnaðan mótmælanda á A-Timor í hnakkann. Brenndar til bana Að minnsta kosti 300 konur í | Pakistan eru brenndar til bana á ;j ári af eiginmönnum eða tengda- fólki. Neyðast til að bíta gras Hungraðir flóttamenn í Angóla |í; neyðast tU að bíta gras, blóm og rætur í Huando, næststærstu borg landsins. 200 þúsund hafa flúiö tU borgarinnar vegna stríða á landsbyggðinni. Uppreisn gegn sloppum Kvenkyns hjúkrunarfræði- nemar í Noregi fá ekki að ganga í síðbuxum i starfsnámi. Það þykir of dýrt að þvo bæði buxur og skyrtu. Þess vegna hafa verið dregnir fram gamlir sloppar handa nemunum. Fá krabba af sveppum Sænska matvælaeftirlitið var- ar fólk við að borða meir en 200 g af venjulegum ætisveppum á mánuði. Nýjar tilraunir í Banda- ríkjunum sýna að mýs geta feng- ið krabbamein borði þær of mik- | ið af sveppum. Játvarður í Dublin Játvaröur prins og eiginkona hans, Sophie, heimsóttu Dublin á írlandi í gær. Var þetta fyrsta opinbera heimsókn Ját- varðar og Sophie erlendis síðan þau giftu sig í júní síð- astliðnum. Nú velta írar því fyrir sér hvenær Elisabet Englandsdrottning láti verða af því að heimsækja þá. Fillippus drottningarmaður heimsótti Dublin í fyrra. Hægír á hagvexti í Bandaríkjunum Hagvöxtur í Bandaríkjunum á öðr- um ársfjórðungi yfirstandandi árs mældist 1,8 prósent miðað við heilt ár. Þetta er nokkru minni vöxtur en spáð hafði verið en flestir höfðu spáð um 2,3 prósenta vexti. Á fyrsta árs- fjórðungi var hagvöxtur 4,3% miðað við ár og hagvöxtur annars ársfjórð- ungs er sá minnsti síðan á öðrum ársfjóröungi 1998. Hins vegar telja hagfræðingar að hagvöxtur muni aukast á ný á þriðja ársfjórðungi þar sem tölur, sem birst hafa undanfam- ar vikur yflr framleiðslu og neyslu, sýna að neytendur halda enn ekki að sér höndum. Því er almennt spáð að hagvöxtur verði um 3,8% yfir árið. Undanfarin 8 ár hefur verið stöðug uppsveifla í Bandaríkjunum og hag- kerfið þar vaxið hröðum en jöfnum skrefum. Bandaríska hagkerfið hef- ur undanfarin ár borið ægishjálm yfir önnur ráðandi hagkerfi í austri og vestri þar sem efnahagslægð hef- ur ríkt undanfarin ár. -bmg Starfandi ríkissaksóknari Rúss- lands, Vladimir Ustinov, sagði í gær að öryggislögreglan FSB hefði fengið skipun um að rannsaka þátt Rússa í meintum þvotti á milljörð- um dollara í bandarískum bönkmn. Sagði Ustinov að tekin yrði afstaða til ákæru að rannsókn lokinni. Bandarískir og breskir sérfræð- ingar rannsaka nú hvort fréttir bandarískra blaða um að rússnesk- ir mafíósar, kaupsýslumenn og háttsettir embættismenn auk dótt- ur Jeltsíns Rússlandsforseta hafi flutt milljarða dollara frá Rússlandi í gegnum Bank of New York eigi við rök að styðjast. FuUyrt var í Loftárásir NATO gegn Júgóslavíu komu ekki í veg fyrir þjóðemis- hreinsanir. Árásimar ollu hreins- unum. Þetta er álit fyrrverandi framkvæmdastjóra NATO, Carr- ingtons lávarðar, sem gagnrýnir lofthemaðinn harkalega í tímarit- inu Saga. Carrington, sem var fram- kvæmdastjóri NATO 1984 til 1988, fréttunum að hluti peninganna væri hjálparfé frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum. Ustinov hvatti FSB til að vinna með erlendu sérfræðing- unum. Rússnesk yfirvöld hafa verið mjög fáorð um hneykslið sem leit dagsins ljós í New York í síðustu viku. Þeir hafa heldur ekki tjáð sig mikið um hneykslismál í Sviss. Jeltsín, eiginkona hans og tvær dætur em sögð hafa tekið við að minnsta kosti einni milljón dollara í mútur frá fyrirtæki albansks verktaka í Sviss. Jeltsín hefur sagt ásakanimar um mútur áróður í baráttunni fyrir segist draga í efa ágæti þess að ákæra Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta fyrir stríðsglæpi. Milosevic sé ekki meiri stríðsglæpa- maður en leiötogar í sumum öðmrn heimshlutum. Carrington kveðst ekki vera að veija Serba. Þeir hafi hegðaö sér Ula og heimskulega þegar þeir sviptu Kosovo sjálfstjórn. „En ég álít að komandi þing- og forsetakosningar. í stuttri yfirlýsingu sagði forsetinn fiölskyldu sína aldrei hafa átt reikn- inga í erlendum bönkum. Fyrrverandi ríkissaksóknari Rússlands, Júrí Skuratov, benti fyrstur svissneskum embættis- mönnum á meintar mútugreiðslur fyrirtækis albanska verktcikans. Skuratov var rekinn fyrr á þessu ári eftir að rússneska ríkisútvarpið birti myndir af manni sem líktist honum uppi i rúmi með tveimur vændiskonum. Skuratov kveðst hafa verið rekinn til að hann gæti ekki frekar rannsakað spillingar- mál. það sem við gerðum hafi leitt til hins verra. Nú blasir við þjóðemis- hreinsun i hina áttina. Nú er verið að hrekja Serba á brott.“ Frá því að menn Milosevics héldu frá Kosovo hefur fiöldið albanskra flóttamanna snúið heim. Siðan hefur meirihluti þeirra 200 þúsund Serba, sem búa í Kosovo, flúið vegna hefndaraðgerða Albana. Njósnari innan NATO á bak við árás á Stealth I Háttsettur starfsmaður hjá NATO kann að hafa lekið upp- I lýsingum sem leiddu til þess að I Serbar skutu niður bandaríska Stealth-þotu í Kosovostríðmu. Samkvæmt frétt skoska blaðsins The Scotsman í gær veitti starfs- maður NATO Rússum upplýs- ingar um flugleiðir þotunnar. | Rússar eiga að hafa komið upp- lýsingunum til Serba. Blaðið seg- i ir njósnarann hafa verið hand- tekinn stuttu eftir að orrustuþot- S an var skotin niður. Bandaríkin I vísa fféttinni á bug. Flugmaðurinn gat skotið sér i út úr þotunni og NATO-sveitir björguðu honum áður en Serbum tókst að finna hann. FBI laug um j eldsvoðann í i WacoíTexas | Bandaríska airíkislögreglan, | FBI, fleygði táragassprengjum | inn í aðalstöðvar Branch Davids- 1 sértrúarsafnaðarins í Waco í Texas fyrir sex árum. Áttatíu 1 manns létu lífið í eldinum sem ;í braust út í kjölfar árásar lögregl- 1 unnar. Hingað til hefúr þvi verið | haldið ffarn að félagar í söfhuð- j inum hafi sjálfir átt sök á elds- voðanum, viljandi eða óviljandi. Dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna, Janet Reno, er öskureið | vegna málsins. Hún kveðst hafa | treyst því að alríkislögreglan | heföi greint rétt ffá. Bandaríska j alrikislögreglan sat í 50 daga um ( stöðvar sértrúarsafnaðarins eftir vísbendingar um að þar væru í geymd ólögleg vopn. I Nú hefur einnig fyrrverandi Ístarfsmaður bandarisku leyni- þjónustunnar, CIA, greint frá því að félagar í leynilegri vik- ingasveit hersins hefðu aðstoðað | FBI í árásinni. Vandamál í ástarlífinu hjá tölvufíklum Það getur haft slæm áhrif á ( ástarlífið að sitja of lengi við p tölvuna. Helmingur tölvufíkla á 1 viö vandamál aö stríða í sam- I skiptum við aðra, að þvi er ný j bresk rannsókn hefur leitt í ljós. j Samkvæmt rannsókninni | þroskast fólk, sem notar mest- j allan ffítíma sinn við tölvuna, | ekki eðlilega á tilfinningasvið- I inu. Ungir drengir, sem einungis þora að hafa samband við fólk í gegnum tölvu, lenda i mestu erf- 1 iðleikunum. Þeir missa af mikil- | vægum félagslegum áfanga og | læra aldrei að nálgast hitt kynið eðlilega. Tölvuáhuginn ' hefur | einnig neikvæð áhrif á samband I fíklanna viö vini þeirra. | Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þeim fiölgar stöðugt sem n yfirgefa maka vegna einhvers | sem þeir hafa kynnst í gegnum j tölvu. Lundgren leið- togi sænska Hægriflokksins Hagfræðingurinn Bo Lund- í gren var í gær útnefndur nýr j leiðtogi Hægriflokksins í Svi- þjóð. Lundgren, sem er 52 ára, hefur setið í sænska þinginu í 24 ár. Hann var skattaráðherra 1991 til 1994. Hann hefur einnig I starfað sem kennari. Varaformaður flokksins verð- ur Chris Heister sem er 48 ára. I Hún var í mörg ár ritari Carls I Bildts, fyrrverandi leiðtoga | sænskra Hægriflokksins. Chris j hefur setið á þingi síðan 1991. ; Hægri menn vonast til að nú I veröi nýju lífið blásiö í flokk | þeirra. Kauphallir og vöruverð erlendis HT^i 11.326,04 11000 '■ ' ■ V 10500 ' - 10000 9500 BHU Jonos A M J J : 400 300 200 íoo ; o */t A M J London 6000 6666 4 5500 5000 4000" FT-SEIOO i \ M J J 2000:;; 1500 1000 500 a? 1360 m $/t A Frankfurt 2000 DAX40 A M J I Bensín 95 okt. 1 220 200 180 s-stívsasK i 222 i 170 160 150 140 130 $/t A M J J Hong Kong 13.573,66 Hráolia 1 25 20 15 10 5 20,11 0 $/ ^ tunna: \ M J J nm Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Andrés Bretaprins iéku golf á eyjunni Martha’s Vineyard í gær. Sagði Clinton fréttamönnum að sigraði Andrés fengi hann eyjuna aftur. Á átjándu öld tilheyrði eyjan hertoganum af Jórvík, að því er Clinton greindi frá. Símamynd Reuter Carrington lávaröur: NATO olli þjóöernis- hreinsunum í Kosovo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.