Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 30
3. fórmúla LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 JO’V Jarno Trulli: Maður framtíðar Oliver Panis. Eini raunverulegi mælikvarðinn sem ökumenn hafa er að miða sig við þann sem ekur í nákvæmlega eins bíl. Og eins og staðan er í dag er Trulli betri í keppni og tímatökum og því ekki skritið að lið eins og Jordan skuli fá hann í sínar raðir til að keppa við hlið Heinz H. Frentzens á næsta ári. Það verður spennandi að bera þá saman. -ÓSG - tekur sæti Damons Hills hjá Jordan Ferill Jarnos Trulli þykir hafa gengið óvenju skjótt fyrir sig. Jarno Trulli er einn af þeim mönnum sem ekki eru i eldlínunni í Formúlu 1 en er ávallt skammt undan og hefur verið að gera ágæt- is hluti í sumar. Þrátt fyrir að hafa barist af hörku á 11 mótum frá því að keppnistímabilið byrjaði í mars er árangurinn ekki nema eitt stig. Og það fékk hann í Barcelona- kappakstrinum á Spáni fyrir að ljúka keppni í sjötta sæti. Tilkynnt var síðasta fimmtudag að Jarno Trulli muni aka fyrir Jordan Mugen Honda á næsta ári og taka sæti Damon Hill sem hættir í lok ársins. (tali með finnskt nafn Jarno Trulli, sem er sagður hafa útlit grísks guðs, er fæddur í Pescara á Ítalíu þann 13. júlí árið 1974 og er því ekki nema 25 ára gamall. Ástæða fyrir óvenjulegu nafni á ítalskan dreng er að faðir hans er mikill áhugamaður um vélhjólaíþróttir og var finnskur mótorhjólamaður að nafni Jarno í miklu uppáhaldi hjá heimilisföð- urnum. En kappinn sá lést rétt fyr- ir fæðingu sonarins sem var svo skírður í höfuðið á látinni finnskri kappaksturshetju. Það er því óhætt að segja að það sé smáolía í blóðinu á Jarno Trulli sem er í dag talinn einn af efnilegustu ungu mönnunum í Formúla 1. Hann hef- ur mikið keppnisskap og setur sér og liði sínu miklar kröfur, en því miður hafa hlutimir ekki gengið upp fram að þessu. Ferill Trullis í Formúla 1 kappakstri er ekki mjög langur en hann, eins og flestir sem aka í For- múlu 1, hóf feril sinn á Go-kart smábílum aðeins 9 ára gamall og var farinn að keppa á slíkum 14 ára. í þeirri grein á hann að baki 3 titla. Fyrsta alvörureynsla hans sem keppnismaður var í B-flokki í hinni þýsku Formúlu 3 keppni árið 1995 og ári síðar vann hann A- flokkinn með 6 sigrum. Vakti góð frammistaða hans eftirtekt hjá Gi- anicarlo, eiganda Minardi. Hann hreifst af hæfileikum Tmllis og réð hann til Minardi fyrir árið 1997. Var hann því kominn óvenju- skjótt og örugglega i Formúla 1, en margir mjög hæfir og reyndir öku- menn leyfa sér aðeins að dreyma um slíkt til hátíðarbrigða. Góður árangur á sam- keppnishæfum bO Eins og oft áður er eins dauði annars brauð því þegar núverandi félagi hans, Oliver Panis, braut á sér báða fæturna í Kanada ‘97 kom draumakallið og Trulli var lánaður frá Minardi til Prost-liðs- ins sem þá gekk mjög vel. Sýndi hann strax hvers hann var megn- ugur á samkeppnishæfum bíl og náði besta árangri sínum í F1 til þessa þegar hann hafði forystu hálfa keppnina í Aust- urriki, eða þar til vélarbilun stal af hon- um ör- uggu verð- launa- sæti. Eftir þann ár- angur voru mörg lið með hann í sigtinu, m.a. Williams og Ferrarien Prost hélt Trulli og hefur hann stýrt öðrum bil liðsins undanfarin tvö ár með litlum árangri. Á síðasta ári fékk Trulli aðeins eitt stig og það var í úrhellisrigningu á SPA-brautinni í fyrra þar sem hann lauk keppni í 6. sæti. Árangur Prost Peugeot-liðs- ins hefur ekki verið nægilega góður á þessu ári og hafa bilanir verið stór þáttur í tíðum fráföll- um í keppnum sl. tvö ár og því ekki von á mörgum stigum. En í þau sex skipti sem Jarno Trulli hefur lokið keppni fyrir lið sitt í ár gerir hann betur en félagi hans, lengd brautar: 6.968 km Eknir hringir: 44 hringir Keppnisiengd: 306.592 km Einkenni brautar: I Sígild braut sem er i E. uppáhldi hjá fiestum [tjjg/jHj Ökumðnnum. Allra veðra von og mjög oft rigning. Eftir raesingu tekur við hin krappa “La Source" og er hún hættuleg. "Eau Rouge" og - "Blanchímonf eru perfur brautarinnar. Verðlaunapallur '98 Damon Hiil (Jordan-Honda) . Ralf Schumacher (Jordan-Honda) 0 JeanAlesi (Sauber-Petranas) Útsending RÚV: .30 SPA Francorchamps-brautin: Eau Rouge-beygjan heillar - reynir á þolrif allra ökumanna Einn af hápunktum Formúlu 1-tíma- bilsins er þegar röðin er kominn að SPA Francorchamps-brautinni í Ardennas-hæðunum í Belgíu. Brautin, sem er að hluta til þjóðvegur, er ein af þeim skemmtilegustu í mótaröðinni og fellur inn í landslagið, umlukin skógi, þar sem hún hlykkjast um dalinn sem Francorchamps-þorpið er byggt í. Það er varla til sá ökumaður sem ekki fmnst það vera hápunktur ársins að bruna niður beina kaflan eftir La So- urce og bruna svo upp í brekkuna í sama mund og þeir taka hina einu sönnu Eau Rouge á nærri 300 km/klst, þá beygju sem allir ökumenn eru hræddir við en líta á sem hina einu sönnu áskorun. Jacques Villeneuve lenti í miklu slysi í fyrra eftir að hafa farið of geyst í begjuna „ég ætlaði að fara í gegn án þess að lyfta (bensíngjöf- inni)“ var haft eftir honum, „þetta var besta slysið mitt til þessa". Kanadamaðurinn slapp með skrámur úr bil sem var gerónýtur og greinilegt að þar ætlaði hann sér of mikið. Tveir af mestu öku- mönnum sögunnar, Ayrton Senna og Michael Schumacher, áttu báðir sína jómfrúsigra á Spa- brautinni og eru ókrýndir „kóngar" braut- arinnar til þessa. Senna vann sinn fyrsta sigur á brautinni ‘85 og síðan fjórum sinnum í röð frá ‘88 til 91. „SPA er ein af bestu brautun- um í Formúla 1,“ sagði Senna heitinn, „í hveijum ein- asta hring, áður en ég fer í gegn- um Eau Rouge, hugsa ég, núna fer ég án þess að lyfta, en í hvert skipti slæ ég af.“ Þetta segir talsvert um beygjuna frægu sem reynir á þolrif allra öku- manna sem hana reyna. Michael Schumacher, sem hefúr sigrað fjórum Belgíska brautin var eftirlæti Ayrtons Senna. Spa-Francorchamps Belgíski Formúla 1 kappaksturinn 12. keppni 29 ágúst 1999 sinnum á Spa, á sina sögu af Eau Rou- ge en því miður verður hann enn að bíða eftir að fóturinn á honum lagist og fær hann þvi ekki að bruna braut- ina þetta árið. „Margir spyrja mig af hverju ég sé að þessu sem ég geri. Braut eins og Spa er eina svarið mitt, það gefúr mér sérstaka tiifinningu í hvert sinn sem ég fer í gegnum Eau við: „Og þegar það rignir, þá þarf mað- ur virkilega að leggja sig fram. Bíllinn rennur til í hverri beygju og allt er á ystu nöf, það er þá sem maður þarf að hafa fúlla trú á sjálfum sér og ökutæk- inu. Fyrir mér er þetta það sem kappakstur snýst um.“ -ÓSG Rouge, eitthvað sem ég fmn hvergi annars staðar.“ Schumacher sem hefur verið snill- ingur í rigningu, bætir Michael Schumacher eftir sigur í Blegíu. Hraðasti hrinour J. Villeneuve 1997 á Vúllíams-Renault á imín 52.692sek.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.