Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 Viðskipti______________________________________________________________ i>v Þetta helst: .. .Viðskipti á VÞÍ 343 m.kr. ... Mest með hlutabréf, 246 m.kr. ... Mest með bréf Þormóðs ramma, 113 m.kr ... .Bréfin hækkuðu um 4,4% ... Úrvalsvísitala hækkaði um 0,74%, er nú 1.289,9 ... Eimskip 29 m.kr og 1,2% hækkun ... ÍS hækkar um 3,9% ... SR-Mjöl hækkar um 3% ... Tæknival, Skýrr og Opin kerfi stofna nýtt hugbúnaðarfyrirtæki: Eitt stærsta hugbún- aðarfyrirtæki landsins Tæknival hf., Skýrr hf. og Opin kerfí hf. hafa gengið frá stofnun nýs hugbúnaðarfyrirtækis sem byggist á hugbúnaðarsviði Tæknivals hf. og Agresso-sviði Skýrr hf. Hið nýja fé- lag hefur jafnframt keypt hlut Tæknivals í Kerfi hf. og Tæknivali A/S. Gert er ráð fyrir að Kerfi hf. sameinist AX-hugbúnaðarhúsi hf., sem mun hafa aðsetur í Skeifunni 8 þar sem hugbúnaðarsvið Tæknivals er til húsa. Tæknivali A/S er ætlað að annast sölu og þjónustu erlendis. Yfir 100 starfsmenn Gert er ráð fyrir að allt starfsfólk, alls um 100 manns, sem tengist framangreindum verkefnum starfi áfram í hinu nýja fyrirtæki. Tækni- val mun eiga 25% í hinu nýja félagi, Skýrr 40%, Opin kerfi 10% og starfs- menn og aðrir fagfjárfestar 25%. Með stofnun AX-hugbúnaðarhúss hf. eru mörkuð tímamót í samein- ingu og eflingu starfsemi á sviði hugbúnaðar hér á landi. Öflugra hugbúnaöarhús mun verða mun betur í stakk búið til aö takast á við gríðarleg viðskiptatækifæri bæði hér á landi og erlendis. Stefna AX er að vera leiðandi í ráðgjöf, þróun og þjónustu á sviði viðskiptahugbúnaðar. Hjá AX starfa reyndir ráðgjafar, forritarar og þjónustufólk að sköpun hugbúnaö- arlausna sem byggjast á viðskipta- Frá fréttamannafundi í gær. kerfum ýmissa aðila. AX ætlar sér stóra hluti AX mun leggja mikla áherslu á gerð lausna tengdum ómótuðum upplýsing- um, innra upplýsingaflæði og tenging- um við viðskiptakerfi. Þannig mun fyrirtækið bjóða hópvinnukerfl og ýmsar lausnir tengdar skjalavörslu og flæði. Þessar lausnir byggjast á Microsoft-hugbúnaði. AX ætlar sér stóra hluti á hugbúnaðarmarkaðinum hérlendis og erlendis og er þekking starfsmanna undirstaða þeirrar fram- þróunar. AX leggur mikla áherslu á að starfa náið með viðskiptavinum sínum í gerð hugbúnaðarlausna og tryggja þannig hámarksárangur. Jóhann Jónsson rekstrarhagfræð- ingur verður ffamkvæmdastjóri AX en hann kemur úr stöðu framkvæmda- sflóra hugbúnaðarsviðs Tæknivals hf. -bmg F&M spáir nú 4,1% verðbólgu yfir árið Íslandsbanki-F&M spáir nú 4,1% verðbólgu yfir árið og 3,0% milli ársmeöaltaia 1998 og 1999. Næsta mánuð er búist við 0,5% hækkun neysluverðsvísitölunnar. Bensín hækkaði um rúm 6% um mánaða- mótin og leiðir það til tæplega 0,3% hækkunar vísitölunnar. Grænmet- isliður vísitölunnar hefur undanfar- in tvö ár hækkað lítillega í septem- bermánuði. Lækkun á fatnaðar- og skólið vísitölunnar gengur að litlu leyti til baka í september. Áfram má búast við hækkun húsnæðisverðs. í spánni er gert ráð fyrir að inn- flutningsgengi sé óbreytt frá síðasta gildi. Gert er ráð fyrir 2,0% launa- skriði og byggir það á hækkun launavísitölunnar umffarn samn- ingsbundnar launahækkanir það sem af er ári og því litla atvinnu- leysi sem mælst hefur undanfarið. Framleiðniaukning er áætluð 2,5% í samræmi við spá Þjóðhagsstofnun- ar og gert er ráð fyrir að erlent verð- lag hækki um 1,5% á árinu 1999. Sérstökum árstíðabundnum áhrif- um er bætt við. -bmg Skipamiðlunin Bátar & Kvóti Sírni: 568 3330 53 milljóna tap hjá Plastprenti Rekstrartekjur Plastprents hf. á fyrri hluta árs 1999 námu 509,2 milljónir króna sem er 4% sam- dráttur frá sama tímabili á fyrra ári. Rekstrargjöld án afskrifta lækk- uðu samsvarandi, eða um tæplega 4% á milli ára. Hins vegar jukust afskriftir um 4,8 milljónir og fjármagnskostnað- ur, að frádregnum fjármunatekjum, um 7 milljónir. Aukinn fjármagns- kostnaður skýrist fyrst og fremst af aukinni skuldsetningu og er hann tæplega 30 milljónir á tímabilinu. Tap tímabilsins fyrir skatta er 52,9 milljónir en á sama tímabili á fyrra ári nam tap fyrir skatta 38,9 milljón- um. Eigið fé félagsins 30. júní sl. nam 225,9 milljónir og er eiginfjár- hlutfallið 19% en var 26% á sama tíma á fyrra ári. Handbært fé frá rekstri nam 3,2 milljónum en var 2,4 á fyrra ári. Framkvæmdastjóri og starfslið Plastprents hf. hafa að undanfórnu staðið að umfangsmikilli endur- skipulagningu á rekstri fyrirtækis- ins vegna óhagstæðrar rekstraraf- komu. Fastur kostnaður hefur verið skorinn niður og innra skipulagi breytt verulega. Umtalsverður af- komubati hefur átt sér stað í maí, júni og júli og er vonast til að ár- angur þessara aðgerða skili sér áfram á komandi misserum. -bmg Hægari vöxtur útlána Nokkrar vísbendingar eru nú á lofti um að tekist hafi að hægja á vexti útlána í bankakerfinu. í Hag- vísum Þjóöhagsstofnunar er bent á þetta. Vöxtur útlána og peninga- magns í umferð er vísbending um styrk innlendrar eftirspurnar. Ljóst er að mikil efturspurn hefur verið hér á landi, einkaneysla og kaup- máttur hefur vaxið mikið en í kjöl- farið hefur verðbólguþrýstingur aukist. Síöustu tölur benda, að mati Þjóöhagsstofnunar, til að nú kunni að hægja á þessum vexti. Þannig hefur mánaöarleg aukning útlána innlánsstofnana verið á bilinu 1-1,5% síðastliðna þrjá mánuði en var yfir 3% í febrúar, mars og apríl. Svipaða þróun má merkja í vexti peningamagns í víðum skilningi. Gera má ráð fyrir að hér gæti áhrifa i mars og er ný- lokið. Þá kann vaxtahækkun Seðlabankans í júní að vera farin að segja til sín. Vöxturinn getur ekki talist hægur nema í saman- burði við gríðar- lega aukningu sið- ustu mánaða og síöastliðins árs og enn er of snemmt að fullyrða að um viðsnúning sé að Teikn eru á lofti um að tekist hafi að draga úr útlánum ræöa- Ástæðan er í bankakerfinu. sú að vöxtur út- lána er mjög aðlögunartímabils að lausaijárregl- breytilegur frá einum mánuði til um fyrir innlánsstofnanir sem hófst annars. -bmg Yfir 40% hagnaðaraukning á Aðallista Hagnaður fyrirtækja á Aðal- lista VÞÍ nemur samtals rúmum 7,7 milljörðum króna eftir skatta á fyrri árshelmingi samanborið við rúma 5,4 milljarða hagnað á sama tímabili í fyrra en flest félög hafa nú birt uppgjör sín. Samtals nem- ur hagnaður bankanna vel yfir 2,7 milljörðum kr. í ár, samanborið við tæpa 1,7 milljarða á sama tíma í fyrra. Þetta kom fram í Við- skiptablaöinu í gær. Nýr vefur hjá Eimskip Eimskipafélag íslands opnaði með viðhöfn nýjan vef á Netinu á sjávarútvegssýningunni í Kópa- vogi. Á vefnum eru margar nýj- ungar og er vefurinn glæsilegur í alla staði. Veffangið er www.eim- skip.is. Haraldur Böðvarsson hf. kaupir skip §amkomulag hefur náðst um kaup Haraldar Böðvarssonar Iif. á frystiskipinu Haraldi Kristjáns- syni HF 2 ásamt aflahlutdeild sem samsvarar um 500 þorskígildistonnum. Framkvæmdastjóraskipti hjá Plastprenti Eysteinn Helgason, sem verið hefur fram- kvæmda- stjóri fyrir- tækisins í nærfellt 11 ár, hefur ákveðið að láta af störf- um að loknum hluthafafundi sem haldinn verður 8. sept. nk. Sigurð- ur Bragi Guðmundsson, iðnaðar- og kerfisverkfræðingur, tekur við starfi framkvæmdastjóra Plast- prents hf. frá sama tíma. Sigurður Bragi hefur verið framkvæmda- stjóri og einn af eigendum Sig- urplasts hf. undanfarinn áratug. Hann mun áfram starfa sem fram- kvæmdastjóri Sigurplasts hf. jafn- hliða hinu nýja starfi. Aukin framleiðsla í Bret- landi Hagstofa Bretlands tilkynnti í gær að framleiðsluvísitala hefði verið 52,9 í stað 53,1 eins og áætl- að var. Hins vegar er um aukn- ingu að ræða frá fyrra mánuði en ekki eins mikla og vonir stóðu til. Þetta gefur til kynna áframhald- andi efnahagsbata í Bretlandi. Þá jókst útflutningur á framleiðslu- vörum en hann er að miklu leyti rakin til veikara punds. Alþjóða gjaldeyrissjóður- inn varar Japana við Hubert Neiss, framkvæmda- stjóri Asíudeildar Alþjóða gjald- eyrissjóðsins, varaði í gær Japana við því að sterkara jen gæti bund- ið enda á frekari efnahagsbata þar i landi. Þetta sagði hann á fundi í Japan og stakk upp á því að stjórnvöld gripu i taumanna. Á öðrum fundi sagði Kiichi Mi- yazawa, fjármálaráöherra Japans, að landið myndi halda áfram að reyna stuðla að veikara jeni. Hins vegar er ekki ætlunin að hafa rót- tækar breytingar sem gætu rask- að gjaldeyrismörkuðum. Rússar auka framleiðslu Framleiðsluvísitala í Rússlandi hefur aukist um 5,3% á tímabil- inu janúar til ágúst. Á sama tíma- bili í fyrra var aukningin mun minni. Hins vegar eru miklir efnahagsörðugleikar í Rússalandi og er helsta verkefni nýs forsætis- ráðherra, Pútíns, að koma á efna- hagslegum stöðugleika. -bmg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.