Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 Spurningin Finnst þér of mikið af íþróttum f sjónvarpinu? Engilbert Stefánsson vaktmaður: Já, yfirleitt. Guðrún Guðmundsdóttir, heima- vinnandi húsmóðir: Nei. Magnús Einar Ólafsson nemi: Nei, alls ekki. Steinar Þorri Túliníus nemi: Nei. Brandur Franklín nemi: Já, allt of mikið. Þorlákur Þórðarson, eldri borg- ari: Nei, nei. Lesendur Er búið að bjarga Þingeyringum? „Svar formanns Byggðastofnunar um það hvort nýtt fyrirtæki fengi sam- svarandi kvóta og fyrirtækið sem hann á hlutdeild í var nei.“ - Stjórn Byggðastofnunar á fundi. Kristjana Vagnsdóttir skrifar frá Þingeyri: Nú á víst að vera búið að bjarga okkur Þingeyring- um, að sögn. Ég tel svo ekki vera. Ég kalla það ekki björgun að rétta okkur snefil af björg en taka hana svo aftur og rétta öðrum sem aukin- heldur eru vel byrgir hvað at- vinnuástand varðar. Ég tek það strax fram að ég er ekki á móti þeim mönnum, en sé um björgun að ræða hjá viðkomandi fyrirtæki, sem að eigin sögn á 7 skip, verkefni fyrir 5 en vantar verkefni fyrir 2, hvers vegna koma þeir þá ekki með kvót- ann í sína saltfiskverkun til at- vinnuskapandi verkefna úr því þeim var svona annt um að við höldum lífi hér á Þingeyri - og leyfa okkur að eiga þann kvóta sem bæj- arstjórn ísafjarðar var svo rausnar- leg að láta af hendi til okkar hér? Og Adam var ekki lengi í Paradís. Þeir, þessir góðu menn, sem „gáfu“ okkur kvótann, eiga hlutdeild í því að taka þessi 380 tonn af okkur aft- ur. Sá litli skerfur hefði þó getað fleytt nýju fyrirtæki fram á veg, ásamt hinum blessaða Rússafiski sem við hér á Þingeyri þekkjum svo vel. Vinna hefði getað byijað aftur á styttri tíma en líkur eru á að þetta nýja fyrirtæki geri. Ég reikna með að farið verði að þrengja ansi vel að okkur þegar fyrirtækið tekur að kalla þessar fáu hræður sem þar komast að í vinnu. Ég er ekki lögfræðingur, en velti því samt fyrir mér hvort ekki sé fordæmi fyrir því að Byggðastofnun geti verið útgerðaraðili, og sé svo, hvers vegna hún gerði ekki það sama þegar Fáfnir og Rauðsíða áttu í vök að verjast? Ég nefndi þetta við lækninn, Þorstein - en hann er einn þeirra sem á þátt i því að af- henda Fjölni hf. kvótann - að það hefðu verið hagsmunir ríkisfyrir- tækis sem þeir í bæjarstjórn hefðu verið með í huga, en ekki þeirra sem bágindin eru að brjóta niður. Þetta verk þeirra hefur ekki orðið til þess að bjarga okkur úr þeirri holskeflu óvissunnar þar sem við hírumst enn. Svar formanns Byggðastofnunar um það hvort nýtt fyrirtæki fengi samsvarandi kvóta og fyrirtækið sem hann á hlutdeild í var nei. Enda kistan sem geymir leyfi tfl hins almenna landsmanns til að bjarga sér galtóm. Mikið starf er því fyrir höndum að safna í hana á ný fyrir kvótabraskara árið 2000. - Hér á Þingeyri er aðeins ein krafa: að fá að veiða fisk eins og venja okkar ís- lendinga hefur verið um aldir og að aflir hafi atvinnu. Að lokum vil ég ítreka að fulltrú- ar í þessari bæjarstjórn eru, ásamt fjölskyldum sínum, hluthafar í fyr- irtækinu Fjölni hf. og eru því búnir að taka það aftur sem þeir gáfu okk- ur. Sárast er að vita að heimamenn skuli gerast hluthafar í þessu fyrir- tæki en snúa baki við þeirri við- leitni sem var þó í fæðingu. Kristjana Vagnsdóttir. Onýtt gatnakerfi í gamla bænum Óskar skrifar: Menn furða sig á því hve oft virðist þurfa að fræsa og malbika sumar götur, eins og margar aðal- göturnar. Ég man ekki eftir sumri án þess að Miklabrautin sé fræst og malbikuð, sömuleiðis kaflar á Hringbrautinni eða jafnvel öll gat- an. Það hlýtur að vera meir en lít- ið ónýtt malbikið sem notað er til viðgerðanna. Nema verktakar hjá borginni séu að leika sér með þess- ar viðgerðir ár eftir ár á kostnað skattborgaranna. Svo eru götur sem verið er að endurbæta í áfongum handónýtar sem umferðargötur og skildir eftir bútar sem þyrfti þá að fræsa ofan í botn. Þetta má sjá t.d. á Bræðra- borgarstíg, götu sem líkist helst uppbúnu rúmi, svo kúpt er hún orð- in víðast. En þar er einmitt nýlokið viðgerð á hluta götunnar - annað skilið eftir. Mér sýnist gatnakerfið víðast í gamla bænum í Reykjavík - alla vega þær götur og gangstéttir sem ná inn í íbúðarhverfin gömlu - vera meira og minna ónýtt. Ég myndi vilja láta taka út verk allra verktaka hjá borginni af óháðri stofnun til að kanna tfl fuilnustu hve miklu fé er varið í greiðslu tO þeirra og þá um leið aö kanna hvort þeir skOa þeim verk- um sem þeir vinna óaðfinnanlega. Einnig að láta rannsaka efni sem notað er. Ég efast t.d. um að malbikið standist gæðakröfur þær sem gera verður til þessa efnis sem varan- legs slitlags á þungar umferðargöt- ur í Reykjavík. Veikleiki í íslenskum íþróttaafrekum Guðjón Magnússon hringdi: Ég las skemmtOegan leiðara í DV með síðdegiskaffinu í dag (þriðju- dag 31.8.). Undir fyrirsögninni Bæklaðir skylmingaþrælar setti höfundurinn fram napurt háð um afrek íþróttamanna okkar en gætti þó nokkurrar nærfærni í garð þeirra þegar á allt er litið. Afreks- menn íþrótta sluppu yfirleitt vel frá ferli sínum fyrir svo sem fjórum áratugum, misjafnlega vel fyrir tveimur áratugum, en afreksmenn nútímans mega búast við að verða bæklar til æviloka, segir m.a. í leið- aranum. Þetta er talsvert sannleikskorn. - Ég fyrir mitt leyti vO kenna því um að nútíma íslenskir íþróttamenn fái einfaldlega ekki nógu gott uppeldi heima fyrir. Fáir ungir menn „Líkamsræktarstöðvar geta bætt mjög úr ef þær eru stundaðar reglulega og án sterabruðnings,“ segir m.a. í bréfinu - Líkamsrækt hjá starfsmönnum Marels hf. drekka sinn lýsisskammt í dag, enn færri borða næringarríkt fæði á morgnana. Hafragrautur eða skyr- hræringur eru næstum óþekkt fyr- irbæri. Þetta var mjög algengt fyrir þremur áratugum og enn áður. Vök- ur og svefnleysi gera líka óskunda, og í það heila tekið stundar ungt fólk, íþróttafólk meðtalið, afar óhofl- an lífsmáta miðað við ungt fólk í ná- grannalöndunum. Líkamsræktarstöðvar geta bætt mjög úr ef þær eru stundaðar reglu- lega og án sterabruðnings. En ekk- ert kemur í stað aðgæslu í uppeldi ungs fólks af báðum kynjum. Þar á ég einkum viö aldurinn frá 6 til 14-15 ára. OLHlidlO^]®^ þiónusta. allan sólartirin: m&wm Lesendiírj Sr með br ant mynd af im sínum sem birt verða á lesendasíðu Fréttalausir sunnu- dagsmorgnar Eysteinn skrifar: Það er eftirtektarvert að á sunnu- dagsmorgnum skuli Ríkisútvarpið ekki vera með neinar innlendar fréttir. Aðeins erlendar. Og sömu sögu má segja um útvarpsstöðina Bylgjuna. Það er ekki fyrr en í há- deginu um helgar að innlendar frétt- ir eru sagðar. Furðulegt að þessar stofnanir skuli láta það viðgangast að fréttamenn lesi aðeins það sem berst á faxi eða einhverjum „tel- eprinter" erlendis frá. Hvar er nú þjónusta Ríkisútvarpsins, eða örygg- ið margyfirlýsta? Það er áreiðanlega einsdæmi að útvarpsstöð leggi niður fréttaútsendingar innlendra frétta á morgnana um helgar. Langvarandi halli ríkisútgjalda Ó.Þ. skrifar: Margir furða sig á því að rekstrar- umfang ríkisins skuli fara sívaxandi, þrátt fyrfr alla einkavæðinguna (sem reyndar er nú ekki orðin stórvægOeg ennþá). Og einkennandi er fyrir hinn nýja ársreikning hve launaútgjöld hafa vaxið mikið. En hvernig á annað að vera? Kjaradómur hefur varla und- an að dæma hinum og þessum starfs- hópum innan ríkisgeirans kjarabæt- ur. Og auðvitað á kostnað flestra starfshópa á hinum frjálsa vinnu- markaði. Það ætlar seint að fjara und- an ríkisbákninu með þeim mikla manníjölda sem þar þiggur laun sín. Flýja enda flestir sem úr menntakerf- inu koma undir pOsfald ríkisins. Og skammast sín ekkert fyrir! Tveir framsóknar- menn bíða Sigurður Ólafsson skrifar: Það eru komin þreytumerki á þá tvo vonbiðla sem Framsókn hefur gefið von um að fá mikOvægar stöð- ur í þjóðfélaginu. Annars vegar í stöðu forsfjóra Leifsstöðvar og hins vegar í stöðu Seðlabanka íslands. En hvernig væri hægt að ráða vonbiðil Framsóknar í forstjórastöðu Leifs- stöðvar gagnvart þeim kvöðum sem tOteknar eru í umsókninni um stöð- una? Hann uppfyOir ekki þær kvað- fr. Ekki frekar en hinn vonbiöOl Framsóknar um stöðu bankastjóra í Seðlabankanum eftir að hafa neyðst til að yfirgefa stöður i tveimur bönk- um áður. Er nema von að aðrir um- sækjendur eða vonbiðlar um þessar stöður séu orðnir langleitir? Snertilendingar samgönguráðherra Guðmundur Ólafsson hringdi: Uppástunga samgönguráðherra um að gera eldri flugvöll eöa flug- veUi í grennd við Reykjavík hæfa fyrir snertilendingar æfinga- og kennsluflugs hefur nú endanlega ver- ið dæmd óraunhæf og það var meira en timabært. Formaður FÍA staðhæf- ir að enginn þessara flugvaUa eða réttara sagt flugbrauta, hv'orki við Selfoss, Sandskeið eða á Stóra- Kroppi í Borgarfirði, séu í stakk bún- ir til að taka við þessari umferð. Að- eins KeflavíkurflugvöUur sé hæfur. Enda tekur alltof langan tíma að fljúga frá Reykjavík til hinna stað- anna. Sannleikurinn er sá að best yrði fyrir aUa aðUa að viðurkenna strax að aUt flug sem nú fer fram frá Reykjavíkurflugvelli er best komið í Keflavík og skattborgurunum spar- ast mest fé með þeim hætti. Kaupþing og sjóöirnir Torfi hringdi: Maður hefur lesið um að verðmæt- ar upplýsingar sem Kaupþing liggi með kunni að nýtast einhverjum tU að geta klekkt á fyrirtækjum sem oft eru flokkuð undir samheitið „Kol- krabbinn". Þetta eru vangaveltur manna sem bíða nú í ofvæni nýjustu frétta af bankamálunum, sameiningu og/eða eignaraðUd, hlutdeUdaraðUd og hvað sem menn kalla þessar hreyf- ingar i bankageiranum. En spyija má líka úr hvaða sjóðum var Kaupþing stofnað? - Að ekki sé nú spurt um Fjárfestingarbanka atvinnulífsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.