Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 . o\aðu falleg og sterk L,ei» samkomutjöld Leigjum borð, stóla, ofna o.fl. Tjaldaleigan Skemmtilegt hf. Skógarsel 15, sími 557 7887 . Nýr 05 ^læsile^ur Inetklúbbstilboð vefur FLUGFELAG ISLANDS - fyrir fólk eins og þig! Sjálfstæðissinni á Austur-Tímor gengur um með sverð til að verja síg fyrir árásum fjenda sinna. Frábær rax Barnapeysur 990 Flísgallar á börn 2490 Barnaúlpur frá 1490 Dömupeysur frá 990 Herraskyrtur frá 690 Flíspeysur frá 1990 Opið mánudaga- fimmtudaga föstudaga laugardaga sunnudaga 10-18 10-19 10-18 12-17 Utlönd ívanov fordæmir rógsherferö gegn Rússum ígor fvanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að staðhæf- ingar um að rússneskir ráöamenn væru viðriönir peningaþvætti væru rógsherferð Vesturlanda- búa. Hann lét þessi orð falla eftir að Lawrence Summers, fjármála- ráðherra Bandaríkjanna, ýjaði að því að hneykslið gæti orðið til þess að Rússar fengju ekki lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóönum. Rúss- neskir glæpamenn og aðrir eru sakaðir um að hafa hvítþvegið meira en 15 milljarða dollara i bandarískum banka. Stuttar fréttir i>v Panamabúar fengu nýjan forseta í gær. Það væri þó vart í frásögur færandi nema af því að forsetinn er kona. Það hefur ekki áður gerst í því landi. Forsetinn heitir Mireya Moscoso og sést hún hér með ungum ættleiddum syni sín- um og forseta þjóðþings þeirra Panamamanna. Þúsundir manna fylgdust með embættistökunni. flu?fela?.is Yfirmaður herafla Indónesíu: Lofar að stöðva ofbeld- isverkin á Austur-Tímor Wiranto hershöföingi, yfirmaður herafla Indónesíu, lofaði í morgun að hersveitir hans myndu stöðva of- beldisverk vopnaðra sveita stuðn- ingsmanna stjórnvalda í Indónesíu á Austur-Tímor. Fulltrúi Samein- uðu þjóðanna greindi frá þessu. Indónesísk stjórnvöld sæta harðri gagnrýni á alþjóðavettvangi vegna framferðis stuðningsmanna sinna á Austur-Tímor sem hafa gengið ber- serksgang frá því þjóðaratkvæða- greiðslan um sjálfstæði landsins var haldin á mánudag. Indónesíusinnar drápu að minnsta kosti flmm manns í gær. Spenna var í Dili, höfuðborg Austur-Tímor, í morgun. Lausir úr steininum Tveir ástralskir hjálparsveitar- menn, sem höfðu dúsað í serbnesku fangelsi í fimm mánuði, voru látnir lausir í gær. Mennirnir voru dæmd ir fyrir njósnir fyrr í sumar. Gore ræðst á Bush A1 Gore, varaforseti Bandaríkj anna, veittist að George W. Bush, ríkisstjóra í Texas og væntanlegum keppinaut hans í forsetakosningrm- mn að ári, með því að segja að menntun í opin- berum skólum i Texas væri ekki upp á marga fiska. Ferðamenn fórust Tíu bandarískir ferðamenn og tveir aðrir menn létu lífið þegar lít- il flugvél þeirra rakst á fjall í Afr- íkuríkinu Tansaníu. Verkfalli frestað Grænlenska verkalýðsfélagið SIK frestaði í gær verkfalli sem það hafði boðað hjá félagsmönnum sínum við Grænlandsverslunina. Verkfallið átti að hefjast á mið- nætti síðastliðnu. Leiðtogar SIK vilja félagsmenn fleiri verkalýðsfé- laga með sér í verkfall. Bannað að hrækja Dómari í Bretlandi mælti svo fyrir í gær að tveir táningar skyldu ekki hrækja eða pissa á almanna færi, heldur haga sér sómasamlega ef þeir vildu losna við fangelsisvist. Prodi hótar afsögn Römano Prodi, forseti fram- kvæmdastjómar Evrópusambands- ins, kom af stað illdeilum við Evr- ópuþingið í gær meö lítt dulbú- inni hótun sinni um afsögn, ef þingið veitti hon- um og fram- kvæmdastjórn hans flmm ára umboð. ekki fullt Handtaka í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur hand- tekið leiðtoga samtakannna Sam- band byltingarsinnaðra rithöf- unda. Samtökin lýstu yfir ábyrgð á sprengjutilræðinu í verslunarmiö- stöð við Kreml. Tugmilljónakröfur Flokksfélagar makedónska ráð- herrans, sem lést í bílslysi ásamt konu sinni og dóttur af völdum norsks hermanns, ætla að krefja NATO um tugmilljónir í bætur handa ungum syni ráðherrans. Veikur fyrir nöglum Lögreglan í London leitar nú manns sem er veikur fyrir nöglum. Hann hrósar stúlkum fyrir fallegar hendur þeirra og reynir síðan að bíta neglurnar af þeim. Likið hnerraði Sádi-Arabi slapp við að verða grafinn lifandi þar sem hann hnerraði í tæka tíð. Hafði maður- inn verið í dái vegna veikinda en fjölskylda hans taldi hann látinn. Verið var að undirbúa jarðarfór mannsins þegar hann hnerraði. Vísar gagnrýni á bug Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, vísaði í gær á bug gagn- rýni íhaldsflokks- ins og leiðtoga mótmælenda og kaþólikka á N-ír- landi. William Hague, leiðtogi íhaldsflokksins, hafði sagt Blair ______ svíkja N-íra þar sem hann tæki ekki harða afstöðu gegn ofbeldi. Blair svaraði með því að segja að Hague og aðrir græfu undan friðarferlinu. Landhelgi ógilt Yfirvöld í N-Kóreu ógiltu i morg- un landhelgina sem Sameinuðu jjóöimar ákváðu fyrir fjórum ára- tugum. Flotar N- og S-Kóreu lentu í átökum við umdeilda markalínu í júní síðastliðnum. Samkomulagið enn á bláþræði Óljóst var í morgun hvort sam- komulag um framkvæmd Wye- samningsins yrði undirritað í Alex- andríu í Egyptalandi í dag. Mara- þonviðræðum ísraelskra og palest- inskra samningamanna lauk í gær- kvöld án þess að samkomulag næö- ist. Var enn hart deilt um fjölda þeirra palestínsku fanga sem ísrael- ar eiga að láta lausa. Israelski ráðherrann Haim Ramon sagði í morgun í útvarpsvið- tali að undirritun samkomulags væri enn möguleg í dag slægju Palestínumenn á þráðinn. Aðal- samningamaður Palestínumanna, Saeb Erekat, sakaði Israela um að tefla á tæpasta vað með því að segja að það sé nú Palestínumanna að segja já eða nei. „Ég veit ekki hvað þeir eru að tala um. Ég held að þeir viti ekki hvað þeir eru að tala um,“ sagði Er- ekat í viðtali við fréttamenn. Yasser Arafat er kominn Alexandríu í Egyptalandi. til Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu, kom í gærkvöld til Alexandríu eftir að hafa stytt dvöl sína í Hollandi. Dennis Ross, sendimaöur Banda- ríkjanna, og Miguel Moratinos, sendimaður Evrópusambandsins, flugu seint í gær til Kaíró. Ross mun taka þátt í viðræðum Hosnis Mubaraks Egyptalandsforseta og Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Hún er vænt- anleg til Egyptalands síðar í dag frá Marokkó. Mubarak hafði boðið Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, og Arafat að koma til Alexandríu til að undirrita væntanlegt samkomulag um framkvæmd Wye-samningsins í dag um leið og Albright kemur þangað í heimsókn. Albright sagði í gær að hún yrði ekki fyrir hræðileg- um vonbrigðum þótt samkomulag næðist ekki í vikunni þar sem um langt og flókið ferli væri að ræða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.