Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 13 og tóftir einar. Litlu gráu húsin standa auð og fólkið fyrir löngu flutt suður. En fjöllin eru fógur og tignarleg í haustlegum purpura- skrúða og laða að sér þreytta stór- borgarbúa sem vilja um stundar- sakir dvelja í óspilltri náttúru. Þetta hefur skapað þeim vaxandi atvinnu sem eftir urðu. Svipuð þróun hefur átt sér stað í Finnlandi þar sem ég sleit bamskónum. „Þúsund vatna land- ið“ var rómað fyrir fegurð sina. Á keisaratímanum áttu furstar og annað hirðfólk þarna sumarhallir og sjálfúr Rússakeisari eyddi frí- tíma sínum hjá fossunum í Imatra og Anjala. En tímarnir breyttust, með hirðinni hvarf fína fólkið og tekjumöguleikar fólksins skertust. Eftir tímabil stóriðjutilrauna eru austurhéruð- in aftur orðin fræg, ekki fyrir náttúrufegurð sina heldur fyrir draugalegar verksmiðjubyggingar, sem standa auðar á vatnsbakkanum og spilla annars fallegu umhverfí. Eigend- umir hafa flutt sig um set og bygg- ingamar, sem reistar vom fyrir styrktarfé frá ríki og bæ, standa eftir, ónotaðar. „Ráðamenn geta ef til vill hægt á þróuninni, en hún heldur áfram. Spurningin er bara hvort við viljum geyma eitthvað afóspilltri náttúru handa afkomendum okkar þegar þeir leggjast aftur í leiðangur og uppgötva að hamingju er víðar að fínna en í þéttbýlinu.u Heyrðu, Svana min, ég var að lesa um hann Jón Ólafsson í DV. Hann er ekki með nema 79 þúsund króna tekjur á mánuði og ör- yrkjamir eru búnir að stofna söfn- unarreikning nr. 267693 í Lands- bankanum til þess að leggja inn á fyrir hann. Heldurðu, elskan, að við séum nokkuð aflögufær með þessi 123 þúsund í mánaðarlaun og 60 þúsund króna leigu á mán- uði fyrir þessa kjallaraíbúð héma í henni Reykjavík? - Ekkert út- sýni nema lapp- irnar á vegfarend- um. Það var munur þegar við vorum í húsinu okkar fyr- ir vestan, sagði Sveinn gamli, sem flosnaði upp frá Þorskafirði vegna kvótabrasks, og stundi við. En þetta er alveg skelfilegt með hann Jón og svo á hann líka 3 börn til þess að sjá fyrir og það á þessum launum. Sammála Jóni Ósköp er að heyra þetta, varð Svönu að orði. Veistu, að hann vill ekki einu sinni búa á íslandi - fluttur til Englands. Hann segir að þjóðfélag okkar telji sig ekki hafa efni á að fjárfesta í börnunum sín- um, því miður, og menntastefna á íslandi sé gjörsamlega í molum. Ég get nú ekki annað en verið sammála Jóni í þessum efnum - kennarar alltaf í verkfalli til þess að reyna að knýja fram kaup- hækkun og það vantar á annað hundrað leikskólakennara. En það var allt í lagi að hækka laun cdþingismanna og ráðherra um 60-120 þúsund á mánuði strax daginn eftir kosningar. Það kom Davíð ásamt þingmönnum auðvit- að algjörlega á óvart,- En þeir sögðu ekki nei takk. Og nýlega fengu 19 embættis- menn í kerfinu dágóða hækkun. Það er samt ekkert hægt að hækka kaup þeirra fátæku eða hækka skattleysismörkin. Davíð gerir lika lítið úr þeirri könnun sem fór fram um hagi íslendinga og sýndi að 3% landans séu fátækir. Það sé bara innan skekkjumarka. Það „Það á bara að efna til nýrra kosninga. Steypa stjórninni og fá einræðisherra, helst kóng, sem kann að stjórna. Kenna henni að lifa á 79 þúsund krónum á mán- uði öllum sem einum og borga lágmarksskatta.“ Með og á móti Upptaka á sjónvarpsefni gegn gjaldi fyrir sjómenn íslenska útvarpsfélagið vann nýlega dóms- mál þar sem Ausfirðingur sem hafði tekið upp sjónvarpsefni fyrir sjómenn gegn greiðslu var dæmdur í 200 þúsund króna sekt og 11 myndbandstæki hans gerð upp- tæk til ríkissjóðs. Vandinn er eftir sem áður sá að sjómenn greiða gjarnan afnotagjöld af Stöð 2/Sýn og ekki síst RÚV en án þess að ná megninu af útsendingunum. Fróðlegar utanferðir Kjósum Jón kóng Utanlandsferðir eru oftast til skemmtunar en geta einnig verið fróðlegar á margan hátt. í spegli annarra þjóða skýrast oft lín- urnar heima fyrir og maður getur dregið lærdóm af því sem aðrir gera. Nú vill svo til að eftir margra ára bú- setu hér á landi hafa æskustöðvar mínar orðið mér útlönd. Þau fáu skipti sem maður fær tækifæri til að heimsækja þær sér maður þær með aug- um útlendings. Fjar- lægðin gerir mann hlutlausari og breytingar síðustu ára sjást skýr- ar, því að „glöggt er gests augað". Unga fólkið vill í fjölmennið Fyrir um aldarfjórðungi var enn líf í skosku Hálöndunum, en þar vann ég sem ung kona. Litlu kofarnir voru fullir af ung- viði, en samt var ein- hver órói kominn í mannskapinn. Unga fólkið brann i skinn- inu, það langaði til að ferðast, skoða heiminn og verða ríkt. Fjallafegurðin nægði því ekki leng- ur. „Unga fólkið vill vera þar sem eitt- hvað er að gerast," sagði gamla konan sem ein var orðin eft- ir. „Það vill skemmt- anir og fjölbreyttari tækifæri. Það vill vera þar sem fjölmenni er.“ Nú blasir víða dapurleg sjón við. Þorpskráin sem var sam- komustaður okkar félaganna á laugardagskvöldum er löngu fallin Kjallarinn Marjatta Isberg fil. mag. og kennari „Óneitanlega leitar á mann hugsun um framtíð íslands, en byggðir hafa risið og lagst í eyði eins lengi og menn rnuna." - Frá Djúpuvík á Ströndum. Hvernig verður framtíð íslands? Óneitanlega leitar á mann hugs- un um framtíð íslands, en byggðir hafa risið og lagst í eyði eins lengi og menn muna. Á fyrri öldum gátu konungar og ríkisstjómir ákveðið stað byggðar. Með skipunarbréf- um sínum stofnuðu þeir borgir og lögðu þær niður. Menn hlýddu, því að þeir gátu ekki annað. Menn þekktu heldur ekki mikið annað en nánasta umhverfi sitt. En svo kom sjónvarpið og breytti öllu. Menn uppgötvuðu að það var líf handan fjallanna. Hin- um megin hlytu menn að vera bæði ríkari og hamingjusamari. Þangað vildi fólkið eins og kot- ungssonurinn forðum í hirðina. Ekkert skipunarbréf gat hindrað það. Ráðamenn geta ef til vill hægt á þróuninni, en hún heldur áfram. Spumingin er bara hvort við vilj- um geyma eitthvað af óspilltri náttúru handa afkomendum okkar þegar þeir leggjast aftur í leiðang- ur og uppgötva að hamingju er víðar að finna en í þéttbýlinu. Marjatta ísberg þýöir víst að það séu engir fátæklingar til á íslandi jafnvel þótt blessuð kirkjan, félags- málastofnun og aðrir góðhjartaðir víki að þeim smámatarbita við og við. 3% af þjóðinni er nú dálítið mikið. Fleiri en þessir út- lendu togarasjómenn sem innlyksa eru í Reykjavíkurhöfn í 9 mánuði og fá ekki kaupið sitt. 8100 fátæklingar á íslandi Þú segir nokkuð, Svana mín. Það væri kannski ráð fyrir fá- tæklingana hér að standa með spjöld. Látum okkur sjá - 3% af 270 þúsund manns gera 8100. Það eru fleiri en allir Vest- flrðingar samanlagt. Það væri ekki svo vitlaust að biðja hann Jón í Skífunni að útbúa kröfu- spjöld. Hann er harður „bisness"- maður. Það er samt svolítið skrýt- ið þótt maðurinn sé svona illa sett- ur að hann geti bókstaflega ekki lifað. Þá er hann nýbúinn að kaupa í banka, lóð í Amarnes- landi, sem ekkert liggur á að selja aftur, og á von á lóð í Laugardaln- um. Hann var líka, að ég held, í Sviss á skíðum sl. vetur. Þar kom Kjallarinn mikill snjór og Jón varð innlyksa þar ásamt furstum og öðrum fyrirmönn- um. Þessir fyrir- menn létu sig hafa það að bíða þar til búið var að ryðja vegi og fært var orð- ið, en það gat Jón ekki. Hann þurfti að sinna sínum „bis- ness“ og fékk bara þyrlu til að sækja sig og sína fjöl- skyldu. Það hlýtur að hafa kostað sitt. En einhvem hefur vantað Jón strax. Kannski til að kaupa banka. Einræðisherra - helst kóng Þú segir nokkuð, Sveinn minn. - En nú veit ég upp á hár hvernig á að fara að þvi að lagfæra kjör elli- lífeyrisþega og öryrkja. Tala nú ekki um að útrýma fátækt á Is- landi. Það á bara að efna til nýrra kosninga. Steypa stjórninni og fá einræðisherra, helst kóng, sem kann að stjórna. Kenna henni að lifa á 79 þúsund krónum á mánuði, öllum sem einum, og borga lág- marksskatta. Við kjósum auðvitað aðeins um eitt. Það er - við kjósum Jón Ólafsson sem kóng á íslandi. Erna V. Ingólfsdóttir Erna V. Ingóifsdóttir hjúkrunarfræðingur Umbúðalaus rétt- ur að fá efnið „Mér finnst eðlilegt að sjómenn fái þessa þjónustu. Hins vegar er augljóst að atvinnurekstur af því tagi sem gerðist þama fyrir austan er ólöglegur. Vanda- málið er hins vegar að sjónvarpsstöövar nást mjög illa út á mið nema á einstaka stöðum. Skipin eru með afruglara og eiga því rétt á þessu efni umbúðalaust. Það eru víða til þjón- ustuaðilar fyrir sjó- menn en taki þeir upp efni gegn gjaldi verður slíkt að vera í samráði við rétt- hafa efnisins. Ég þekki reyndar mýmörg dæmi um að eig- inkonur kannski tveggja til þriggja i áhöfn hvers skips skiptist á og séu sköff- uð tæki til að taka upp og þær fá svo ein- hverja þúsundkaila fyrir að fórna í þetta tíma. Þetta hefur gerst alveg frá því ég var á sjó og aldrei verið gerðar við þetta athugasemdir. Afnotagjöldin eru borguð á öllum þessum heimilum hvort sem er. Ef einhver vill fara út í atvinnurekstur af þessu tagi verður auövitað að fara í við- ræður við þá sem eiga höfundar- og sýn- ingarrétt efnisins. Ég útiloka ekki að hægt yrði aö semja við sjónvarpsstöðv- amar um að koma svona þjónustu á.“ Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands Eigiii upptökur í lagi - gegn gjaldi ólöglegt Sfgur&ur G. Guó- jónsson, lögmaður Islenska útvarpsfó- lagsins. „Samkvæmt 33. gr. útvarpslaga nr. 68/1995 er útvarpsnotanda óheimilt að hagnýta sér útvarpsefni til fjárgróða (eins og segir í lagatextanum), t.d. með upptöku þess, útgáfu eða með því að selja aðgang að viðtækj- um sínum. Á grand- velli þessa ákvæðis óskuðu íslenska út- varpsfélagið hf. og Sýn hf. eftir opin- berri rannsókn á starfsemi Þ.H.- mynda á Eskifirði sem seldu áhöfnum skipa upptökur af dagskrám Stöðvar 2, Sýnar og RÚV fyrir kr. 10.500 á mánuði, ef flmmtán menn eða færri voru í áhöfn, að viðbættum kr. 480 fyrir hvetja myndbandsspólu. Efni sjón- varpsstöðva er, eins og efni blaða og tímarita, þ.m.t. fréttir og Ijósmyndir, háð höfundarrétti, m.a. blaðamanna og ljós- myndara. Fréttamenn og ljósmyndarar hér á landi fá t.d. sérstaklega greitt fyrir ef frétt eöa mynd birtist í öðrum fjölmiðli en þeim sem þeir vinna hjá. í samning- um sjónvarpsstöðva við eigendur sjón- varpsefnis er sú skylda lögð á sjónvarps- stöðvarnar að koma í veg fyrir ólögmæt afnot efnis, Þegar íslenska útvarpsfélag- inu hf. og Sýn hf. bárust gögn um ský- laus brot á útvarpslögum, sem jafnframt fól i sér ólögmæta fjölfóldun á efni, bundnu höfundarrétti, áttu félögin engra annarra kosta völ en að óska eftir því við lögregluyfirvöld að brotastarfsemi Þ.H.- mynda yrði upprætt. íslenska útvarpsfé- lagið hf. og Sýn hf. vildu að sjómenn við ísland fengju notið alis dagskrárefnis stöðvanna og vonandi verður það hægt meö nýrri stafrænni tækni um gervi- tungl. Meðan svo er ekki geta réttlausir aðilar ekki gert sér sjómannastéttina að féþúfu. í þessu máli gildir hið sama og varðandi alla aðra atvinnustarfsemi að fara verður að lögum. Sjómönnum og fjölskyldum þeirra er frjálst eins og öll- um öðrum að taka upp efni sjónvarp- stöðva til eigin afnota og horfa á það þeg- ar þeim hentar, hvort heldur einum eða í hópi með öðrum.“ -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.