Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 22
4 26 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 Fréttir Fjarkennsla er hagsmuna- mál fyrir landsbyggðina DV, Siglufirði: „Fjarkennslan á háskólastigi er í mjög örri þróun og íslenskir háskól- ar mega hafa sig alla viö til að drag- ast ekki aftur úr í þeirri samkeppni. Fyrir íslenskt samfélag er mjög mikilvægt aö íslenskir háskólar geti boöið fjarkennslu á alþjóðlegum vettvangi. Óviöunandi fjárhagslegt og tæknilegt umhverfí er hins vegar mikill dragbítur á þróun f]ar- kennslu hér á landi,“ sagði Þor- steinn Gunnarsson, rektor Háskól- ans á Akureyri, í erindi sem hann flutti á ársþingi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í síðustu viku. í erindi rektors kom m.a. fram að fjárveitingar til fjarkennslu hafa verið ónógar til þessa en þó var gert nokkurt átak til úrbóta við af- greiðslu fjárlaga yfirstandandi árs. Með uppsetningu byggðabrúarinnar Þorsteinn Gunnarsson í ræðustól á ársþingi SSNV. DV-mynd Örn hefur Byggðastofnun veitt þessu máli umtalsverðan stuðning. Enn fremur kom fram að flutningskerfi Landssímans stenst ekki þær lág- markskröfur sem gera verður til óbjagaðs flutnings á mynd og hljóði og stendur flutningsgeta hér langt að baki þeirri þjónustu sem mennta- stofnanir búa við í nágrannalöndun- um okkar. „Efling fjarkennslu er afar mikil- væg fyrir byggðaþróun í landinu. Sú takmarkaða reynsla sem Háskól- inn á Akureyri hefur haft styður þessa fullyrðingu. Ef Háskólinn á Akureyri hefði ekki boðið fram fjar- nám í hjúkrunarfræði á ísafirði sl. haust hefðu væntanlega 10 nemend- ur flutt þaðan til að leggja stund á háskólanám annars staðar. Þessir nemendur eiga sínar fjölskyldur sem hefðu flutt með þeim þannig að hér hefði getað verið um að ræða brottflutning 30-40 íbúa frá ísafirði. Af þessu eina dæmi sést að hér eru mikilvægir hagsmunir í húfi fyrir landsbyggðina," sagði Þorsteinn Gunnarsson rektor. -ÖÞ ► > Seiðarannsóknir Hafrannsóknastofnunar: Niöurstaðan vissulega fagnaðarefni Orð Davíðs Oddssonar á Stöð 2 á föstudag: Fáheyrðar ásakanir - segir Ágúst Einarsson - segir forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa Biðröð myndaðist fyrir utan BT-tölvur kl. 10 á föstudagsmorgun þegar verslunin var opnuð. Þá hófst sala á nýjum tölvuleik, Tiberian Sun, sem beðlð hefur verið með mikllli eftirvæntingu. Að sögn starfsmanna var mikil örtröð allan daglnn vegna leiksins. DV-mynd S „Davíð Oddsson forsætisráðherra fór út fyrir öll eðlileg mörk þegar hann ásakaöi fréttamann um að gæta hagsmuna eiganda fjölmiðils fréttamannsins. Þetta er fáheyrð ásökun í nútímaþjóðfélagi. Ég hvet blaðamenn til að ræða þetta mál sin í milli. Þetta er ekkert einkamál for- sætisráöherra og fréttamannsins," sagði Ágúst Einarsson, fyrrv. al- þingsmaður, i samtali við DV. I grein á heimasíðu sinni fjallaði Ágúst um þau orð Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra í fréttaviðtali Stöðvar 2 við Kristin Hrafnsson fréttamann á föstudag, að fréttir Stöðvar 2 af kaupum Orca S.A. á hlutabréfum í FBA væru ómarktæk- ar og litaðar af því að Jón Ólafsson væri einn eigenda Stöðvar 2. Segir Ágúst þetta mjög alvarlegar ásakan- ir sem blaðamenn verði að taka til sérstakrar umræðu. „Á forsætisráð- herra að komast upp með að brigsla fréttamönnum um að vera múl- bundnir vegna hugsanlegra hags- muna eigenda?" Ágúst sagðist við DV telja þetta mál grafalvarlegt, ekki síst af þvi að forsætisráðherra væri með þessum orðum að grafa undan trúnaðartrausti milli fjöl- miðla, almennings og stjórnmála- manna. Karl Garðarsson, vakthafandi fréttastjóri á Stöð 2, sagði að af hálfu Stöðvar 2 yrði ekki um við- brögð að ræða vegna orða forsætis- ráðherra. -SÁ DV, Akureyri: „Niðurstöður þessara mælinga Hafrannsóknastofnunar eru vissulega fagnaðar- efhi og ég fagna henni. Það er alveg ljóst að sú verndar- og uppbygging- arstefna sem rekin hefur verið varðandi þorskinn er að skila sér,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf., um þær jákvæðu niðurstöður sem gefnar hafa verið út um j árlegar seiðarann- sóknir Hafrannsókna- stofnunar. Niðurstaðan varðandi þorskseiðin er sú að „vísitalan" sem miðað er við er sú langhæsta sem mælst hefur frá því þessar rann- sóknir hófust fyrir þremur áratug- um. Útbreiðslan er mikil, allt frá Vestfjörðum austur um land að Suð- austurlandi. “Þaö er ekki sjálfgefið að þetta skili sér í auknum afla en ef það gerist, sem vissulega eru miklar lík- ur á, eru þetta stórtíðindi fyrir fyr- irtæki eins og ÚA. Ef seiðaárgangurinn sem nú var mældur skilar sér í veiðarnar árið 2003 og næstu árgangar verða góðir, gæti heildarveiðin árið 2003 numið 350 þús- und tonnum af þorski og það gæti þýtt að afla- heimildir ÚA færu úr rúmlega 11 þúsund tonn- um af þorski í um 16 þúsund tonn. Þetta er því stórmál. Allur fasta- kostnaður er fyrir hendi og varla að við þyrftum að bæta við okkur skipi til aö taka þessa aukningu, hvað þá annað. Þetta er því mjög jákvætt. Þær áhyggjur sem ég hef snúast hins vegar um rækjustofninn, m.a. vegna þess hversu sterkur þorskstofninn virðist vera að verða,“ segir Guð- brandur. -gk Guðbrandur Sigurðs- son: „Ég fagna þess- ari niðurstöðu mjög.“ Frá ársþingi SSNV á Siglufirði. DV-mynd Örn Sjöunda ársþing SSNV: Atvinnu- og mennta- mál í brennidepli DV, Sigluíirði: Sjöunda ársþing samtaka sveitar- félaga á Norðurlandi vestra (SSNV) var haldið á Siglufirði 27. og 28. ágúst sL Helstu mál þingsins voru atvinnulíf og menntun á Norður- landi vestra. Framsöguerindi um þessi mál höfðu Þorsteinn Gunnars- son rektor, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Ingunn Helga Bjarnadóttir, landfræðingur hjá Byggðastofnun, og Hörður Rík- harðsson, starfsmaður Iðnþróunar- félags Norðurlands vestra. Gestir þingsins voru Páll Péturs- son félagsmálaráðherra og Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Að auki fluttu Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri og Elín Líndal, oddviti sveitarstjómar Vestur-Húnavatns- sýslu, erindi og fjölluðu um reynsl- una af sameiningu sveitarfélaga í Skagafirði og Vestur-Húnavatns- sýslu. Þá flutti Ingimundur Sigur- pálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, er- indi um fjármál sveitarfélaga og þróun byggðar. í lok þingsins voru samþykktar nokkrar ályktanir m.a. um að verkefhi frá rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins og landbúnaðarins verði unnin á Norð- urlandi vestra. Þá var skorað á menntamálaráðherra að beita sér fyrir þvi að komið verði á fót öldungadeild við Fjölbrautaskólann á Sauðarkróki. Þá skoraði þingið á Alþingi og nefnd sem vinnur að endurskoðun á tekju- stofhum sveitarfélaga að sjá til þess að sveitafélögunum verði tryggðir full- nægjandi tekjustofhar til að sinna þeim verkefnum sem þeim eru falin samkvæmt lögum og reglugerðum.-ÖÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.