Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 30
FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 f 34 Afmæli_______________________ Ástvaldur Hólm Arason Ástvaldur Hólm Arason vélstjóri, Brekkubyggð 18, Garðabæ, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Ástvaldur fæddist á Borg í Mýra- hreppi í Austur-Skaftafellssýslu og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann var í barnaskóla í Mýrahreppi, tók minna mótorvélstjórapróf í Reykja- vík 1953, 1. stigs vélstjórapróf við Vélskóla íslands, síðar 3. stigs. Ástvaldur var 1. vélstjóri á Giss- uri hvíta SF 55 1958-76. Hann keypti fjórða hlut í Gissuri hvíta 1973 og gerði hann út í félagi við aðra. Ástvaldur flutti á höfuðborgcir- svæðið 1976. Eftir það var hann vél- stjóri á Óskari Halldórssyni, Haferninum, Sighvati Bjamasyni og Jóni Finnssyni. Hann hætti til sjós 1984 og hóf þá störf í landi. Hann vann við viðgerðir í Verksmiðjunni Berki í Hafnarfirði í tvö ár, starfaði síðan hjá verslunum Byko í tvö ár og var síðan vélstjóri í frystihúsi Péturs Stefánssonar í Kópavogi þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Fjölskylda Eiginkona Ástvalds er Sigríður Hera Ottósdótt- ir, f. 1.1. 1945, húsmóðir. Hún er dóttir Höskuldar Ottós Guðmundssonar, f. 9.10.1910, fyrrv. verka- manns í Reykjavík, frá Streiti í Breiðdalshreppi í Suður-Múlasýslu, og k.h., Guðbjargar Jósefs- dóttur, f. 13.9. 1916, hús- freyju, frá Hlíðartúni í Miðdalahreppi í Dalasýslu. Fósturdætur Ástvalds eru Bergdís Lilja Kristinsdóttir, f. 15.8. 1966, bankastarfsmaður, búsett í Lúxem- borg, gift John Paul Graham, starfs- manni hjá Evrópudómstólnum; Halla Kristin Guðlaugsdóttir, f. 13.12. 1970, húsmóðir og tölvufræðingur, búsett í Hafnarfirði, gift Gísla Arnar- syni, sölumanni hjá Globus, og eru börn þeirra Ástþór Gíslason, f. 1.8. 1992, og HaUfríður Hera Gísladóttir, f. 7.3.1996. Hálfbróðir Ástvalds, sammæðra, var Vigfús Vigfússon, nú látinn, bóndi í Baldurshaga á Mýrum, síðar sjómaður á Höfn. Alsystkini Ástvalds: Sigurður Arason, f. 3.9. 1916, nú látinn; Gísli Arason, f. 16.9. 1917, mjólkurfræðingur á Höfn; Fjóla Aradóttir, f. 25.3. 1919, húsfreyja að Fossi í Vestur-Skafta- fellssýslu; Guðjón Arason, f. 11.5. 1921, bóndi að Hólmi á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu; Lilja Ara- dóttir, f. 23.7.1922, húsmóðir á Höfn; Steinunn Aradóttir, f. 28.4. 1926, húsmóðir á Höfn; Ragnar, f. 2.6. 1928, fyrrv. bóndi á Borg, nú búsett- ur á Höfn; Jón Arason, f. 13.8. 1929, bæjarstarfsmaður á Höfn; Hólmfríð- ur Aradóttir, f. 26.5. 1933, fóstra í Reykjavík. Foreldrar Ástvalds voru Ari Sig- urðsson, f. 14.5. 1891, d. 3.6. 1957, bóndi á Borg, og k.h., Sigríður Gísladóttir, f. 26.3.1891, d. 20.3. 1992, húsfreyja að Borg. Ætt Faðir Ara var Sigurður, b. á Borg, Sigurðsson, b. á Borg, Sigurðssonar, b. á Kálfafelli í Suðursveit, Jónsson- ar, bróður Páls, langafa Gunnars Benediktssonar rithöfundar. Móðir Ara var Steinunn Aradóttir, b. á Reynivöllum í Suðursveit, Sigurðs- sonar. Sigríður var dóttir Gísla, b. í Þór- isdal og í Hvammi í Lóni, Sigurðs- sonar, b. í Bæ í Lóni, Gíslasonar, b. á Byggðarhorni í Lóni, Árnasonar, prófasts á Brekku í Lóni, Gíslason- ar, bróður Brynjólfs í Heydölum, afa Gísla Brynjúlfsonar skálds. Móðir Sigríðar var Hólmfríður Jónsdóttir úr Álftafirði. Ástvaldur verður að heiman á af- mælisdaginn. Ástvaldur Hólm Arason. Guðrún Ingólfsdóttir Guðrún Ingólfsdóttir, ræstitæknir við Sjúkra- hús Suðurlands, Heiðar- vegi 10, Selfossi, verður fimmtug sunnudaginn 5.9. nk. Starfsferill Guðrún fæddist að Minna-Núpi í Gnúp- verjahreppi og ólst þar upp. Á unglingsárunum starfaði hún m.a. í prent- smiðju á Selfossi, var að- stoðarstúlka í eldhúsi hjá ístaki hf. Þá starfaði hún við Guðrún Ingólfsdóttir. arhólum sláturhús og hefur stund- að ýmis önnur störf. Guðrún hefur starfað mik- ið í ITC, hefur setið í stjórn ITC-deildarinnar Jóru á Selfossi og er nú forseti hennar. Fjölskylda Guðrún giftist 21.9. 1968 Ingólfi H. Þorlákssyni, f. 11.11. 1947, bakarameist- ara og nú gæslumanni við réttargeðdeildina á Sogni. Hann er sonur Þorláks Björnssonar, bónda í Eyj- í Mýrdal, og k.h., Ingi- bjargar Indriðadóttur húsfreyju en þau eru bæði látin. Börn Guðrúnar og Ingólfs eru Viðar Ingólfsson, f. 26.4. 1968, verk- stjóri við Kökugerð HP á Selfossi, kvæntur Nínu Björg Borgarsdóttur húsmóður og eru börn þeirra Axel Ingi, f. 1989, Andrea Rún, f. 1992, og Karen Thelma, f. 1999; Guðbjörg Emma Ingólfsdóttir, f. 8.4. 1969, starfsmaður við sambýli á Selfossi, búsett á Selfossi, gift Einari Rúnari Einarssyni bifreiðarstjóra og við- gerðarmanni og eru dætur þeirra Berglind Ósk, f. 1991, og Guðrún Ósk, f. 1996. Hálfsystir Guðrúnar, sammæðra, er Herdís Kristjánsdóttir, f. 19.3. 1958, kennari og skrifstofumaður hjá ístaki hf. í Reykjavík, búsett á Álftanesi. Hálfsystir Guðrúnar, samfeðra, er Sólveig Ingólfsdóttir, f. 1953. Foreldrar Guðrúnar; Ingólfur Jónsson, f. 1913, d. 1969, bóndi á Minna-Hofí í Gnúpverjahreppi, og Guðbjörg Ámundadóttir, f. 15.3. 1925, búsett á Minna-Núpi. í tilefni afmælisins taka Guðrún og eiginmaður hennar á móti gest- um í Hliðskjálf, félagsheimili hesta- manna við Suðurtröð á Selfossi, laugardaginn 4.9. frá kl. 20.00. Gudrun M.H. Kloes Gudrun Marie Hanneck-Kloes þýðandi, Brekkulæk, Húnaþingi A vestra, er flmmtug í dag. Starfsferill Gudrun fæddist í Bingen í Rhein- hessen í Þýskalandi og ólst þar upp. Hún var í sparisjóðsnámi í Mainz 1964-67, stundaði nám við öldunga- deild Ketteler-Kokeg í Mainz 1968-73 og lauk þaðan stúdentsprófi og stundaði nám í leikhúsfræði við Há- skólann í Köln 1975-78. Hún hefur búið á íslandi írá 1982. Á íslandi stundaði Gudrun leið- sögunámskeið 1983-84. Gudrun starfaði við þýðingar í þýska sendiráðinu í Reykjavík 1983-90 auk þess sem hún var leið- sögumaður. Hún hefur skipulagt hesta- og gönguferðir á Arnarvatns- heiði með Arinbimi Jóhannssyni frá 1978, fyrst í hlutastarfi en í fullu starfi frá 1992. Hún flutti til Brekku- bæjar í Húnaþingi vestra 1992. Gudrun hefur skrifað tvær bækur um ísland á þýsku og ótal greinar í blöð og tímarit. Guðrún hefur þýtt verk eftir Ólaf Hauk Símonarson, Einar Má Guð- mundsson, Elías Snæland auk þess sem hún hefu þýtt fjölda landkynn- ingarbóka. Fjölskylda Maður Gudrunar er Arinbjörn Jóhannsson, f. 5.3. 1950, ferðaskipuleggjandi á Brekkulæk í Miðfirði. Hann er sonur Jóhanns Sigvaldasonar, fyrrv. bónda og kennara á Brekkulæk, og Sigur- laugar Friðriksdóttur húsfreyju. Jóhann er sonur Sigvalda Björns- sonar, bónda á Brekku- læk, og Hólmfríðar Þor- valdsdóttur, pr. á Mel- stað, Bjömssonar. Gudrun á frá fyrra hjónabandi dótturina Maike Hann- eck, f. 4.6. 1970. Synir Gudmnar og Arinbjarnar eru Björn Sindri Arin- bjarnarson, f. 10.3.1980; Jó- hann Frímann Arinbjarn- arson, f. 27.3. 1990. Systkini Gudrunar eru Gabriele Kloes, f. 9.10.1951, talkennari, búsett í Wúrz- burg í Þýskalandi en hún á einn son; Rúdiger Kloes, f. 29.7. 1957, trésmíðameist- ari, búsettur í Appenheim í Þýskalandi og á hann þrjú böm. Foreldrar Gudrunar eru Richard Kloes, f. 10.11. 1923, eftirlaunamaður í Mainz í Þýskalandi, og k.h., Anna Kloes, f. Balmerth 17.3. 1923, húsmóðir. Gudrun M.H. Kloes. .Fréttir Hvað er langt til Vestmannaeyja? Félagarnir Anders Ulvestad og Lars Myklebust frá fyrirtækinu Branvoll i Molde í Noregi eru komnir á íslensku sjávarútvegs- > sýninguna til að kynna fram- leiðslu fyrirtækis síns og rækta sambandið við viðskiptavini þess. Lars sagði Brunvoll nú taka í fyrsta skipti þátt í sýning- unni hérlendis frá því á fyrri hluta níunda áratugarins. „Brunvoll hannar og framleið- ir skrúfubúnað fyrir allar teg- t undir báta og skipa,“ sagði And- ers. „Við vonumst til að hitta einhverja af viðskiptavinum okkar hér á sýningunni og jafn- framt að komast i samband við nýja. Við höfum verið að fá nýjar pantanir héðan og við viljum sýna þeim viðskiptavinum að við erum til taks,“ sagði Anders Anders og Lars sögðust báðir vera í fyrsta skipti á íslandi „Við ætlum í Bláa lónið og kannski til Vestmannaeyja ef tími gefst. Hvað er maður lengi þangað með ferjunni?" spurðu þeir hlæjandi. -gar tmuNVQU- Anders Ulvestad og Lars Myklebust. Tll hamingju með afmælið 2. september 90 ára______________ Gunnar Þ. Guðmundsson, Hi’ingbraut 50, Reykjavík. 85 ára Erlendur Einarsson, Bústaðavegi 77, Reykjavík. Helga Guðmundsdóttir, Kópavogsbraut 1 B, Kópavogi. 80 ára Guðrún Hallgrímsdóttir, Dalbæ, Dalvíkurbyggð. Margrét Kristín Jónsdóttir, Holti I, Skaftárhreppi. Páll Sigurðsson, Austurbrún 6, Reykjavík. Þuríður Guðmundsdóttir, Úthlíð 7, Reykjavik. 75 ára Auður Aðalsteinsdóttir, Skarðshlíð 8 B, Akureyri. Gyða Gísladóttir, Stóragerði 21, Reykjavík. Hlöðver F. Magnússon, Hellum, Holta- og Landsveit. Sigríður H. Hannesdóttir, Lyngheiði 1, Hveragerði. 70 ára Árni Jóhannesson, Kópavogsbraut 83, Kópavogi. Sigurbjörg Sveinsdóttir, Lyngbarði 5, Hafnarfirði. 60 ára______________ Ásta María Eggertsdóttir, fyrrv. fram- kvæmdastjóri Svæðisskrifstofu fatlaðra í Reykjavík, Lundahólum 2, Reykjavík. Maður hennar er Þorgrímur Jónsson gullsmiður. Hún er að heiman Ármann Sigurðsson, Bjarkargrand 47, Akranesi. Disa Sigfúsdóttir, Skipasundi 88, Reykjavík. Sigrún Haraldsdóttir, Lýtingss., Holta- og Landsveit. 50 ára Bjarni Maronsson, bóndi á Ásgeirsbrekku í Skagaflrði, verður flmmtugur á morgun. Kona hans er Jórunn Árna- dóttir sem verður fimmtug 1.11. í tilefni afmælanna taka þau á móti gestum í Miðgarði, laugard. 4.9. frá kl. 20.00. Guðmundur HaUdórsson, Suðurgarði 7, Keflavík. Guðný Björg Óskarsdóttir, Lyngbergi IV, Ölfusi. Hermann Lárusson, Selbrekku 30, Kópavogi. Hilmar Sigurðsson, Löngufit 9, Garðabaé. Kristbjörg Ásmundsdóttir, Stórahjalla 21, Kópavogi. Steingrímur Jónsson, Lindargötu 6 B, Siglufirði. Þórður Karlsson, Búhamri 7, Vestm.eyjum. Þórhildur J. Einarsdóttir, Norðurvangi 20, Hafnarfirði. 40 ára_________________________ Ástríður Þ. Kristjánsdóttir, Svarthömrum 50, Reykjavík. Bjargey H. Pétursdóttir, Keilusíðu 5 E, Akureyri. Magnína G. Kristjánsdóttir, Borgarbraut 3, Búðardal. Margrét G. Pétursdóttir, Klukkurima 55, Reykjavík. Marteinn B. Hámundarson, Lönguhlíð 1 E, Akureyri. Páll Einar Halldórsson, Hraðastöðum V, Mosfellsbæ. Sigríður Jónsdóttir, Tjarnarlundi 9 H, Akureyri. Sigrún H. Hafsteinsdóttir, Fannafold 44, Reykjavík. Sigurlaug Sigurðardóttir, Sílatjöm 4, Árborg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.