Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 17 Hvernig er best að bregðast við bensínhækkunum? Best að dæla sjálfur á bílinn - sparakstur getur skilað töluverðum sparnaði Forðastu stuttar ferðir á bílnum. Þá er eldsneyt- iseyðslan mest, sérstak- lega í köldu veðri. Ef bíll- inn er með handvirkt innsog skaltu aðeins nota það á meðan það er nauðsynlegt. Of mikið innsog eyðir bensíni og slítur vélinni að óþörfu. Besta leiðin er að keyra sparlega og dæla sjálfur bensíni á bílinn. Bensínverð hækkaði um 5 krónur í gær. Fyrir fjölskyldu með tvo bíla sem keyrðir eru frekar mikið getur þessi hækkun leitt til um 60 þúsund króna hækkunar á ári. Þegar um svona mikla hækkun er að ræða er eðlilegt að fólk leiti allra leiða til þess að ná niður bensínkostnaði. Besta leiðin er að keyra sparlega og dæla sjálfur bensini á bílinn. Slíkar sparnaðaraðgerðir geta sparað nokkra tugi þúsunda á ári. „í raun er hægt að tala um tvenns konar sparakstur: annars vegar sparaksturskeppni og hins vegar venjulegan sparakstur sem miðar að því að lækka bensínkostn- að fólks. í sparaksturskeppni má helst ekkert snerta bensíngjöfma. Maður reynir að koma bílnum af stað án þess að gefa nokkurt bensín inn. Svo reynir maður að koma bílnum í háan gír og láta vélina malla þar á um 1.000 til 1.200 snún- ingum á mínútu,“ segir Jón Ragn- arsson rallökumaður en hann hefur einnig unnið marga keppnina í sparakstri svokölluðum. Sparakst- urinn byggist mikið á þvi að vera ekki að gefa inn til þess eins að hægja á aftur. Þeir sem nota bensín- gjöfina sem minnst og bremsuna einnig spara mest samkvæmt þessu. Góð ráð til að spara í rekstri Hagkvæmasti og vistvænsti öku- hraðinn er 48-88 km/klst. Rekstrar- kostnaður verður minni og bíllinn mengar minna. Skiptu skynsamlega á milli gíra og vertu í hæsta gír sem aðstæður leyfa. Tilkeyrðu nýjan bil varlega og botnaðu aldrei fyrstu 1500 kílómetrana. Aktu rólega af stað og auktu hraðann jafnt og þétt en ekki í rykkjum. Mundu að elds- neytiseyðsla á 90 km/klst. er um 20% meiri en á 70 km/klst. Á þessu klikka margir, auk þess að margir vilja ávallt vera á sem mestum hraða til þess að komast fljótt milli staða. Oftar en ekki hitta menn á bílana sem keyra hraðast á næsta ljósi. Dreptu á bílvélinni þegar þú staldrar við. Hægagangur í 30-60 sekúndur eyðir meira eldsneyti og veldur óþarfa sliti. Notaðu kúpling- una aðeins þegar þörf krefur og þá eins stutt og mögutegt er. Stattu aldrei á kúplingunni meðan þú bíð- ur. Mjög margir stíga kúplinguna í gólf meðan beðið er eftir grænu ljósi. Það er algjör óþaifi og slítur kúplingsdiskinum út. Best er að setja i hlutlausan og setja hand- bremsuna á. Forðastu að nota bremsurnar of mikið eða harkalega því það veldur ótímabæru sliti. Best er að hægja á sér með því að gíra niður eða á löngum kafla. Á leið upp brekkur skaltu halda þig á stöðugum hraða í hæsta mögu- lega gír. Ef þú þarft að skipta niður skaltu hægja ferðina frekar en að auka snúning vélarinnar. Notaðu skriðþunga bílsins og láttu hann renna í hlutlausum gír niður brekkur sem ekki eru mjög brattar. Láttu bílinn ekki spóla. Það hefur bæði í fór með sér slit og elds- neytiseyðslu. Opnir gluggar auka loftmótstöðu og bensineyðslu. HM Hvað græði 1 ég á að dæla sjálfur? Það fer eftir akstri og eyðslu hversu mikið menn spara. Ef tekið er dæmi um bíl sem eyðir 10 lítrum á hundraðiö og ekið er 15.000 km á ári þá er sparnaður á ári 5.850 kr. Munurinn eykst síð- " an stöðugt eftir því sem akstur og eyðsla eykst. Sá sem á bíl sem eyðir 20 lítrum og ekið er 30.000 km á ári sparar 24.000 kr. á ári. Hér er ekki um neinar stórkostlegar upphæðir að ræða en flesta munar samt um aurana. í raun má segja að maður sparar 5,2% af heildarbens- ínkostnaði á því að dæla alltaf sjálf- ur á bilinn þar sem bensínið er ódýrast. Af ýmsum grundvallarástæðum kjósa margir að kaupa ódýrasta bensínið sem fæst hverju sinni. Hagsýnir neytendur hljóta að gera slíkt en margir kunna hins vegar að meta þá þjónustu sem veitt er á hefðbundnum bensínstöðvum og eru tilbúnir að greiða fyrir slíkt. Undir mörgum kringumstæðum vilja menn ekki og geta jafnvel ekki dælt sjálflr. -EIS Fjárfestingar í sjávarútvegi: Stærstu fyrirtækin best fyrir almenning - frekari hagræðing á eftir að koma Það sem skiptir máli fyrir ein- staklinga er að fjárfesta í áhættu- dreifðari fyrirtækjum í sjávarút- vegi. Það eru helst fyrirtæki eins Grandi sem eru mjög traust \ en einnig eru mörg bolfiskfyrirtæki'að koma mjög vel út. Mörg uppsjávár- fyrirtæki hafa verið að lækka og ekki er útséð hvort þau fari að hækka í bráð. Ég myndi mæla með því fyrir einstaklinga að kaupa í mjög traustum fyrirtækjum líkt og Granda og Samherja jafnvel fleiri af þeim stærstu HB, ÚA. Þetta eru fyr- irtæki sem eru með breiðan rekst- ur. Sjávarútvegur er engu síður grein sem hækkar og lækkar mjög snöggt og er óstöðug í eðli sínu. Það jafnar sig samt ekki á lengri tíma því önnur fyrirtæki hækka meira samanborið við sjávarútveg. Það sem af er þessu ári hefur sjávarút- vegsvísitala hækkað um 4,3% en heildarvísitala um 20,4% og úrvals- vísitala 18,2%. Samherji og Grandi yrðu.líklega góð fjárfesting til lengri tíma litið og Þormóður rammi-Sæ- berg. Þormóður rammi-Sæberg er gott fyrirtæki og virðist geta staðið af sér allar þrengingar. Þeir virðast vera þeir einu sem hafa staðið af sér þrengingar í rækjuveiðum og vinnslu. Stærri sameingar eiga eftir að koma í sjávarútvegi og fyrir- tækin munu verða stærri. Allir eru að tala við alla um allt land. Þær sameiningar munu leiða til aukinnar hagræðingar ásamt því að gera bréf sjávarút- vegsfyrirtækja samkeppnisfær- ari samanborið við hlutabréf í öðrum fyrirtækjum. Framtiðin í sjávarútvegi er björt en grein- in er áhættusöm eins og allir vita. Einnig eru mun meiri deilur innan greinarinnar held- ur en þekkist annars staðar. Þær deilur og ýmsar málamiðl- anir um hvernig stjórnkerfi fiskveiða á að vera getur valdið óvissu og óvissa lækkar verð hlutabréfa. -EIS Framtíðin í sjávarútvegi er björt en greinin er áhættusöm. Sparn- aðarráð I barna- herberg- inu Ef bömin eru lystarlítil er ráð að gefa þeim pinnabrauð til til- breytingar. Þá eru smurðar brauðsneiðar og þær skornar í smábita og tannstöngli stungið í hvern bita. Þetta er dálítil fyrirhöfn en oft- ast borða börnin matinn með góðri lyst. Ódýr brúða Auðvelt er að búa til stóra og skemmtilega brúðu úr útigalla sem barnið er hætt að nota. And- litið er búið til úr gömlum skyrtubol og skrokkurinn troð- inn út með svampi eða annarri fyllingu. Ódýr teiknipappír Ef börnin eru dugleg við að teikna er ráð að kaupa pappírs- rúllu, t.d. sníðapappír eða brúnan umbúðapappír. Auðvelt er að klippa pappírinn og teikna á hann. Ódýrt trölladeig Blandaðu saman einum bolla af mjöli, 1/2 bolla af salti og 1/2 bolla af vatni í skál og hrærðu saman. Þetta deig getur geymst lengi í kæliskáp. Búðu til skraut á dyr og glugga og fyrir afmælið. Þessi gripir eru bakaðir Ijós- brúnir við 150-175° C. Hægt er að mála þá meö vatnslitum þegar þeir eru orðnir kaldir. Trölladeig- ið er einnig hægt að nota í stað- inn fyrir módelleir. Ókeypis heima- klipping Hægt er að spara talsverðar fjárhæöir með því að klippa börn- in heima fyrir. Til að koma í veg fyrir óþarfa sóðaskap er ráð að klæða börnin i regnjakka áður en þau eru klippt. Það er auðvelt að hrista hárin af regnjakkanum og þá festast þau ekki í öðrum föt- um. Regnjakkinn dugar mun bet- ur en handklæði. Ódýr aukabiti Það er auðvelt að þurrka ávexti og úr þeim fæst hollari og ódýrari skyndibiti en keyptur er tilbúinn í búðum. Skolaðu eplin og þurrkaöu síð- an. Taktu kjarnann úr þeim og sneiddu þau í 1 sm þykkar sneið- ar. Leggið sneiðarnar á ofngrind og hafið pappír undir. Þurrkið fyrst við um 80° C hita uns flauelsáferð kemur á eplin. Lækk- ið þá hitann niður í 50° C. Þurrk- tími er einn sólarhringur. Ofninn á að standa hálfopinn. Þurrkuðu ávextirnir eiga að vera mjúkir og svo þurrir að ekki komi raki úr þeim þótt þeir séu kreistir. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.