Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 15 Þorbjörn Ásgeirsson uppfinningamaður: Fann upp jarðankeri til að festa niður fótboltamörk Á undanförnum árum hefur nokkuð borið á því að fótboltamörk, sem standa víða í bæjum og á viða- vangi, hafa fallið yfir börn og veitt þeim áverka; í sumum tilfellum lífs- hættulega. Oftast verða slysin með þeim hætti að krakkar gera sér leik að því að hanga á þver- slánum og sveifla sér þar með fyrrgreind- um afleiðingum. Mörg fótbolta- markanna eru þung og geta veitt þeim sem fyr- ir verður mikið högg. Algengustu áverkarnir munu vera högg á höfuð og brjóst- kassa. Þorbjörn Ásgeirsson, fyrrum bóndi og nú- verandi nudd- fræðingur, hefur und- anfarið ár unnið að hönnun jarð- ankeris sem ætlað er að halda knatt- spyrnumörkum niðri. Aðspurður um tilurð uppfmningar sinnar sagði Þorbjörn: „Ég var mikill hestamað- ur á árum áður og mig langaði að hanna jarðankeri þannig að menn gætu tjóðrað hesta sína á fjöllum. Síðan var það ein- hverju sinni, fyrir um ári, að ég var á göngu og varð litið á fótboltamörk á víðavangi. Þá rann i skyndilega upp fyrir mér ljós að auðvitað væri jarðankerið tilval- ið til að festa niður fót- boltamörkin, enda hafði ég heyrt af slysum þar sem börn og unglingar hafa lent undir mörkunum og sum jafnvel slasast mjög alvarlega," segir Þor- bjöm. Spennandi verkefni Þorbjörn hóf þegar í stað að end- urbæta jarðankerið, sem ætlað var hestunum og hann skoðaði fjölda fótboltamarka. „Ég velti mikið vöngum og lá yfir þessu verkefni hvenær sem timi gafst. Mér fannst þetta spenn- andi verkefni." Iðntækni- stofnun veitti síðan Þor- bimi styrk til þróunar og prófunar á jarð- ankerinu en hann kynnti þeim . hug- Þorbjörn með uppfinningu sína sem hann vonast til að muni koma í veg fótboltamörk falli á börn og unglinga. myndir sínar síðast- liðinn vetur. Þor- björn segir að við prófun hafi komið í ljós að tog- kraftur ankerisins hafi mælst frá 70 til 200 kíló- um eftir því í hvaða horn var togað áður fyrirað en það losnaði úr jörðu. Herdís Storgaard. Jarðankerið er 30 cm langt og 26 cm breitt. Það er ferkantað með oddi á öðram enda og smýgur niður í jarð- veginn. Það verður hins vegar að festa niður með ákveðnum tækjum en Þorbjöm segir það ekki verða vandamáli. „Það er þegar búið að smíða eitt jarðankeri og Vélsmiðjan Héðinn vinnur nú að smíði tveggja annarra fyrir mig. Næsta vor stefni ég á að ankerið verði komið í fulla framleiðslu og það er von mín að það verði til þess að slysum við knattspyrnumörk muni fækka,“ segir Þorbjörn Ásgeirsson uppfinn- ingamaður. Einnig er hægt að nota ankerið til að festa niður veitinga- tjöld til að þau standi af sér veður. Lífshættulegir áverkar Herdis Storgaard hefur unnið að slysavömum barna og unglinga í fjórtán ár. Hún gegnir nú starfi framkvæmdastjóra átaksverkefnis um slysavarnir barna og unglinga. Herdís hefur kynnt sér jarðankerið og segir að sér lítist vel á það. „Þetta er gott framtak enda ekki vanþörf á að gera betur í þessum málum. Slys af völd- um fótboltamarka hafa verið stórt vandamál allt frá því ég fór að vinna að slysavörnum fyrir fjórtán árum. Bæjarfé- lögin hafa víða tekið sig á en mér finnst enn vanta töluvert á að íþróttafélögin standi sig sem skyldi. Það gerist líka alltof að mörk sem hafa verið fest kirfilega niður eru losuð, menn vilja færa þau þar sem grasspretta er betri eða til að forðast polla. Að sögn Herdísar hafa um 100 börn verið lögð á spítala eftir áverka af völdum fótboltamarka sem hafa fallið niður. „Af þessum hópi hefur 41 barn slasast lífshættu- lega en algengast er að börnin hljóti höfuðáverka eða að líffæri fari í sundur. Mér vitanlega hefur eitt barn hlotið varanlegan skaða eftir slíkt slys,“ segir Herdis. Hættulegustu mörkin eru oftast þau sem standa á víðavangi og em úr þungu jámi. „Síðustu árin hafa menn í auknum mæli farið að nota álmörk; sem bæði er léttara að bera en þau hafa líka þann kost að létt- leikinn gerir það að verkum að þótt þú verðir undir slíku marki eru litl- ar líkur á alvarlegum áverkum. Hvað mörk á víðavangi varðar þá er eftirlit nauðsynlegt og mér vitan- lega er til dæmis öflugt eftirlit bæði i Reykjavik og á Akureyri. Það er nefnilega ekki nóg að festa mörkin kirfilega því fólk getur eyðilagt fest- ingarnar og þá er voðinn vis.“ Að lokum vill Herdís brýna það fyrir foreldrum að kenna börnum sínum að umgangast fótboltamörk og vara þau við hættunni sem stafar af þungum mörkum sem ekki er fest niður. Verðkönnun á skólavörum: Griffill ódýrastur Flestir grunnskólar landsins vom settir í gær og á næstu dögum má búast við að skólastarfið hefjist fyr- ir alvöra. Það er því ekki seinna vænna að festa kaup á nauðsynleg- um skólavörum. Úrvalið er mikið og oft úr vöndu að ráða þegar skóla- fólkið velur sér blýanta, stílabækur og fleira fyrir veturinn. Hagsýni fór í nokkrar verslanir sem selja skólavörur og gerði verð- samanburð á níu hlutum til skól- ans. Verslanirnar í verðkönnuninni voru Mál og menning, Penn- inn/Eymunds- son, Hagkaup, Griffill, Úlfars- fell og Bókabúð- in Hamraborg. Skólavörum- ar voru eftirfar- andi; ódýrasta gerð af A4 stílabók, (línustrikuð og rúðustrikuð, 80 blaða með gorm- um), 30 cm glær reglustika af ódýr- ustu gerð, yddari í dós af ódýrustu gerö, gulur yfír- strikunarpenni af ódýrustu gerð, Bic kúlupenni, Boxy- svart strokleður, Crayola vaxlit- ir (8 í pakka) og blýantur, 2,5 í mýkt, af ódýrustu gerð. Þegar heildarverð innkaupa- körfunnar er skoðað kemur í ljós að Grifflll er ódýrastur en þar kosta vörurnar samtals 577 krón- ur. Talsverður munur er á Griffli og þeim næstódýrasta sem er Mál og menning en þar kostaði karfan 752 krónur. Fast á hæla Máls og menningar koma Penninn/Ey- mundsson með 769 krónur og Bókabúðin Hamraborg með 795 Karfa með níu hlutum fyrir skólann kr. 795 964 kr. 842 kr. 769 kr. 752 py| V Mikill munur á pennum og litum Töluverður verðmunur mældist á þeim vöruteg- undum sem voru þær sömu í verslununum. Til frá 28 krónum og upp í 75 krónur á milli verslana. Ódýrastur er penninn í Griffli en aftur dýrastur í Úlfarsfelli. í hinum verslunun- um kostuðu pennarnir á bilinu 45 til 50 krónur. Boxy-strokleð- ur er ódýrast í Hagkaupi, kost- ar 64 krónur, og næstódýrast í Griffli á 65 krónur. Það er ljóst að töluverður verðmunur er á milli versl- ina og vert að gera saman- burð krónur. í Hagkaupi kostuðu vörurnar samtals 842 krón- ur og í Úlfarsfelli 964 krón- ur. Gæðamunur getur ver- ið á nokkrum skólavörum en ekki var tekið tillit til þess í könnuninni, einungis beð- ið um ódýr- ustu gerð af sex vöruteg-' undum. keypt er mn fyrir vetur- mn dæmis voru ódýrustu Crayola-lit- irnir á 34 krónur í Griffli en dýrastir voru þeir í Úlf- arsfelli á 110 krónur. Þá rokk- ar verð á Bic-kúlupennum allt ma geta þess í lokin að víðast hvar er hægt að gera góð up í stíla- bókum þeg- ar keypt- ar eru fimm saman í pakka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.