Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 23 Kvikmyndir inni, enda er hann argentínskur að uppruna. Það sem einna helst má fmna að er að endurtekningar eru nokkrar. Að öðru leyti er Tangó' mikil veisla fyrir augu og eyru, myndrænt listaverk. Leikstjóri og handritshöfundur: Carlos Saura. Kvikmyndataka: Vitt- orio Storaro. Tónlist: Lalo Schifrin. Aðalleikarar: Miguel Angei Sola, Cecilia Narova, Mia Maestro, Juan Luis Galiardo. Hilmar Karlsson Bíllinn yfirfarinn af B&L sætu Tangó: Glæsilegastur þegar ástríðurnar eru mestar ★★★ Tangó er ekki og verður aldrei sakleysislegur dans. Hann er dansinn sem er glæsilegastur þegar ástríðurnar eru mestar, dansinn þar sem tveir dansarar dansa sem einn en eru þó að heyja einvígi. Slíkan dans býð- ur Carlos Saura okkur upp á í mynd sinni, Tangó, sem hann gerði í Argentínu með argentínsk- um leikurum og dönsurum. Saura, einn þekktasti og reyndasti leik- stjóri Spánverja i dag, er hrifinn af suðrænum dönsum og Tangó leiðir hugann að stórkostlegri mynd hans, Carmen (1983), sem íjallaði um dansahöfund sem var að setja á svið Carmen í ballettformi. Tangó er sjálfsagt persónulegasta kvik- mynd Saura þótt hann hafi sagt að hugmyndina að sögunni hafi hann fengið úr 8 1/2 eftir Fellini. í fari leikstjórans Marios (Migu- el Angel Sola) má ekki ekki aðeins sjá listamann sem er í brösum í einkalífinu heldur einnig mann með réttlætiskennd sem vill koma ranglæti að í verki sinu í óþökk ríkur og það að geta búið til 1 dans- atriði jafnsterka ádeilu á herfor- ingjastjómina sem ríkti í Argent- ínu og raun ber vitni er mikið af- rek. Tangó er þriðja kvikmynd Saura þar sem dansinn er þunga- miðjan, áður hefur verið minnst á Carmen. Miðmyndin er Flamenco sem er heimildamynd og hefur hún ekki fengið síðri viðtökur en hinar tvær. Þótt þáttur Saura í gæðum Tangós sé stór þá verður að staldra við kvikmyndatökuna sem snillingurinn Vittorio Storaro, þrefaldur óskarsverðlaunahafi, er ábyrgur fyrir. Þau eru ekki svo lít- il áhrifm sem snjöll notkun mynd- málsins hefur. Dansinn er stór- kostlegur en áhrifin koma ekki síð- ur vegna kvikmyndatökunnar og lýsingar. Þá er tónlist Lalos Schifrins mjög góð. Honum tekst vel að blanda eigin tónsmíðar tangóhefð- Helmingslíkur: Belmondo/Delon gegn rússnesku mafíunni þeirra sem hafa peningavaldið og maður losnar aldrei við þá tilfinn- ingu að það hljóti að vera talsvert af Saura í Mario. í byrjun myndarinnar var strax gefið í skyn að tangó væri dans þar sem ástríðumar skipta höfuðmáli og í kjölfar þess sjáum við Mario örvinglaðan reyna árangurslaust að endurheimta sambýliskonu sína, tangódansarann Lauru Fu- entes (Cecilia Narova). Laura, sem er aðaldansarinn í uppsetningu dansverksins, verður svo til þess að vara hann við ungum og efni- legum dansara, Elenu Flores (Mia Maestro), sem hann verður ást- fanginn af en hún er sambýliskona þess sem kostar uppsetninguna og er þar að auki tengdur glæpastarf- semi. Þessi ólga tilfmninga hjá Mario kemur fram í dansatriðum sem verða honum persónuleg reynsla. Aldrei hefur tangó sem hópdans verið jafnglæsilegur og tilfinninga- Nú eru að hefjast námskeið í nálastungum. í boði eru eins árs nám þar sem kennd verður kínversk heimspeki, sjúkdómsgreining og meðferð á sjúkdómum með nálastungum. Inntökuskilyrði stutt námskeið, hönnuð fyrir fólk í heilbrigðisstéttum, þar sem kennd verður meðal annars sérhæfð meðferð á ákveðnum sjúkdómum, verkjameðferð, greining á púlsum og fæðingarhjálp með nálastungum. Upplýsingar eru gefnar í Skóla hinna fjögurra árstíða, Klapparstíg 25, Reykjavík. Sími 552 5759. heima-síða:http://www.islandia.is/~kínv-laekningar net-fang: kinv-laekningar@islandia.is svo margar aðrar álíka myndir er hversu fyrirsjáanleg atburðarásin er. Hafði ég á tilfmningunni að Belmondo og Delon hefðu fengið einhvem sögu- þráð i hendumar til að samþykkja og síðan hafi verið stórt vandamál að bæta kjöti á beinið. Belmondo og Delon byrjuðu báðir um sama leyti í kvikmyndum og óhætt er að segja að þeir hafi báðir sett mark sitt á evr- ópska kvikmyndagerð. Þeir léku í úr- valsmyndum franskra og ítalskra meistara svo og í vel heppnuðum gam- an- og spennumyndum. Þeir em kannski ekki sömu hetjuleikaramir og áður, en útgeislunin er í lagi og stund- um em þeir i góðum gír og sýna gamla takta, en það hefði verið gaman að sjá þá saman i metnaðarfyllri kvikmynd. Patrice Leconte. Handrit: Patrick Dewolf og Serges Frydman. Tónlist: Al- exandre Desplat. Aðalleikarar: Jean-Paul Belmondo, Ala- in Delon og Vanessa Paradis. Hilmar Karlsson Vandamál eru lagfærð og bíllinn þrifinn hátt og lágt. 7 stjörnu bílar eru afhentir meó fullan tank af bensíni. Þetta er ein af sjö ástæóum til aó kaupa : sjö stjörnu bíl hjá B&L. | BilaLand B&L • Gijóthálsi 1 • Sími 575 1230 Frönsku stórstjömumar Jean-Paul Belmondo og Alain Delon prýða Helmingslíkur (Une change sur deux), nýja franska saka- málamynd sem varla er hægt að segja að uppfylli skilyrði fyrir því að vera sett á kvikmyndahátíð, og satt best að segja, ef ekki væri fyrir þátt þeirra í myndinni stæði ekki mikið eftir. Um er að ræða spennumynd á ameríska vísu, með sprengingum og bílahasar og öllu sem því fylgir. Kryddið í mynd- inni er svo franska söngkonan og leik- konan Vanessa Paradis (kærasta Johnny Depp). Hún leikur unga, fóður- lausa stúlku sem kemst að því þegar hún losnar úr fangelsi að annar tveggja manna sem tilgreindir em sé faðir hennar. Hún fmnur þá fljótt og í ljós kemur aö báðir em miklir ævin- týramenn sem hafa auðgast á gráa svæðinu þótt aldrei sé farið náið út í það. Það vill svo til að þeir em bam- lausir og gera því báðir tilkall til stúlkunnar. Þar sem helgi er fram und- an er ekki hægt að skera úr um faðem- ið fyrr en eftir tvo daga. Stúlkan bregð- ur sér á diskótek, verður fyrir aðkasti, rænir bíl á flóttanum og í bílnum em 50 milljónir dollara sem rússneska maflan á. Nú er það gott að feðumir tveir em miklir kunnáttumenn um vopn og brátt er eins og styrjöld sé skollin á. Gallinn við Helmingslíkur eins og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.