Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 9 DV Útlönd Færeyska landstjórnin lagöi fram hvítbók í gær: Ekkert í veginum Karl prins orð- inn betri faðir fyrir sjálfstæðinu Ekkert stendur í veginum fyrir því að færeyska landstjórnin hrindi í framkvæmd þeirri fyrirætlan sinni að gera Færeyjar að sjálf- stæðu ríki. Þetta sagði Anfmn Kallsberg lög- maður á fundi með fréttamönnum í gær þegar hann kynnti hvitbók landstjórnarinnar um sjálfstæðisá- formin. Bókin á að vera grundvöll- urinn að viðræðunum um sjálfstæði Anfinn Kallsberg, lögmaður Fær- eyja, kynnti áform landstjórnarinnar um aukið sjálfstæði frænda okkar á fundi í gær. við dönsk stjórnvöld. Færeyska landstjórnin hefur ákveðið að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu á næsta ári um sjálfstæði eyjanna. í hvítbókinni er farið yflr öll sam- skiptin við Danmörku, fyrst og fremst út frá þeim sjónarhóli að Færeyjar geti orðið sjálfstætt ríki. Þar kemur fram að Færeyingar geti losað sig undan beinum ríkisstyrk dönsku stjórnarinnar, sem nú nem- ur um tíu milljörðum íslenskra króna á ári, á fiinmtán til tuttugu árum, án niðurskurðar i opinbera geiranum. Það þýðir að hagvöxtur í Færeyjum verður að vera um tvö prósent á ári. Ríkisstyrkurinn nem- ur um það bil fjórðungi opinberra útgjalda Færeyja. „Niðurstöðurnar sýna að ekki eru neinar beinar hindranir fyrir því að hrinda sjálfstæðisáformunum i íramkvæmd. Með þessar rannsókn- ir að leiðarljósi getum við því nýtt pólitíska krafta til að uppfylla kröf- urnar sem sjálfstæðisáætlanimar gera til okkar. Þar með getum við komist hjá tilgangslausum og þreyt- andi svarthvítum hártogunum um framtíðarstöðu Færeyja og þess í stað sett okkur skýr og ákveðin markmið,“ sagði Anflnn Kallsberg lögmaður. Höfundar hvitbókarinnar nefna einnig fjórar aðrar tillögur um aukna sjálfstjórn Færeyja, án þess þó að ganga svo langt að lýsa yflr stofnun sjálfstæðs ríkis. Kallsberg sagði í gær að þegar hvítbókin hefði verið rædd í lög- þinginu yrðu tillögur um viðræður lagðar fyrir dönsku ríkisstjómina. „Fyrirmyndin að viðræðum okk- ar er fullveldissamningur Danmerk- ur og Islands árið 1918,“ sagði Kalls- berg. Hann sagði enn fremur að við- ræðurnar við Danmörku ættu að hefjast á þessu ári og vera lokið fyr- ir árslok. Dönsk stjórnvöld eru ekki andvíg sjálfstæði Færeyja. Meirihluti Breta er þeirrar skoðunar að samband Karls Bretaprins við syni sína hafi batnað í kjölfar andláts Díönu prinsessu. Þetta er niðurstaða skoðana- könnunar tímarits- ins Hello! sem birt var í gær. Meirihluti að- spurðra er einnig samþykkur sam- bandi Karls og ást- konu hans til margra ára, Camillu Parker- Bowles. Tæpur þriðjungur er þeirrar skoðunar að það sé of snemmt fyrir Karl og Camillu að láta sjá sig saman opinberlega svo stuttu eftir andlát prinsessunnar. Karl og Camilla fara nú saman í leik- hús og nýlega voru þau í siglingu á Mið- jarðarhafi með böm- um sínum. 41 prósent hefur það á tilfmningunni að til- raunir breska kónga- fólksins til að nálgast þjóðina séu aðeins sýndarmennska. Meirihluti þeirra, sem þátt tók í könnun tímaritsins, eða 62 pró- sent, vill að reistur verði minnis- varði um Díönu prinsessu. Vilja flestir að minnisvarðinn verði reistur í London. Austurrísk amma myrti elskhuga sína og vinkonu 68 ára gömul amma i Austurríki, Elfriede Blauensteiner, er ekki nein venjuleg amma. Hún myrðir nefni- lega elskhugana sína. Fyrir tveimur árum var hún dæmd í lífstíðarfang- elsi fyrir að hafa myrt einn af fyrr- verandi elskhugum sínum. Nú hefur hún verið ákærð fyrir morð á öðrum elskhuga og bestu vinkonu sinni. Hún er jafnframt grunuð um 10 morð til viðbótar. Elfriede, sem kölluð er Svarta ekkjan, auglýsti eftir körlum í einka- máladálkum dagblaða. Talið er að margir elskhuganna hafi verið myrt- ir strax eftir að þeir höfðu gert erfða- skrá. Er áætlað að Elfriede hafi haft um 1 milijarð upp úr krafsinu á þennan hátt. Hún afplánar nú lífstíð- ardóm fyrir morðið á Alois Pichler. Fyrst setti Elfriede eitur út í kafflð hans. Síðan lét hún hann liggja í köldu herbergi yflr nótt. Daginn eft- ir setti hún elskhugann í baðker með köldu vatni þar til hann lést. Við réttarhöldin 1997 daðraði Elfriede við dómarinn og sagði að hann væri sætur. Hún á að hafa boðið leikstjóranum Spielberg réttinn til að kvikmynda líf sitt. Yfir 65 manns hafa látið lífið í blóð- ugum átökum vinstri og hægri manna í Kólumbíu vegna allsherjar- verkfalls sem staðið hefur í tvo daga. NOTAÐIR BÍLAR Dodge Stratus '98, ssk., ek. 39 þús. km, rauður, m/öllu. Verð 1.690 þús. Toyota Corolla sedan Terra '99, vél 1,3, 5 g., blár, ek. 17 þús. km. Verð 1.170 þús. Dodge Caravan '96, 7 manna, hvítur, ek. 50 þús. km. Verð 1.680 þús. Peugeot 206 1400 '99, 3 d., ek. 9 þús. km, rauður. Verð 1.140 þús. Egill Vilhjalmsson ehf Smiðjuvegi 1 • Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.