Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 ÍnLjmi Jólin koma... Þótt haustið sé nýbyrjað að ýta sumrinu til hliðar þetta árið eru sumir löngufarnir að undirbúa jólavertíðina og áramótin. 25 * Sunna Emanúelsdóttir galdrar fram Grýlur og jólasveina: Hreinn Kristófersson garðyrkjubóndi: Jólastjörnur í júlí Kvenráttindakonan Grýla Þ etta kemst í vana og tilheyrir starfmu," segir Hreinn Kristó- fersson garðyrkjubóndi þegar hann er spurður hvort það skemmi fyrir honum jólastemninguna að hafa jólastjömur og hýasintur fyrir augunum í marga mánuði fyrir jól. „Ef maður ætlar að vera í þessu þá þýðir ekkert að hugsa um það. Mörgum fmnst skrýtið að ég sé að hugsa um jólastjömur í júlí og margir em stein- hissa á því að ræktunin skuli taka svona langan tíma. Það er bara gaman að þessu.“ Þegar jólin ganga svo loks i garð er Hreinn ekki með meira af jólastjöm- um og hýasintum inni á sínu heimili en aðrir. „Ég er með tvær til þrjár jóla- stjömur og nokkrar hýasintur." Jólastjömur em til í mörgum litum. „Jólastjaman er ekki bara rauð eins og margir halda.“ Algengustu litir á hýasintum era bleikur, hvitur, blár og rauður. Um 15.000 jólastjömur bíða nú í gróðrastöð Hreins eftir að skreyta heimili landsmanna fyrir síðustu jól þessa árþúsunds. Hann fær þær í formi smáplantna um miðjan júlí. Hý- asintumar em fleiri eða á milli tutt- ugu og þrjátíu þúsund en þær em i formi lauka sem eru geymdir í ákveðnu hitastigi þar til um háifúm mánuði fyrir jól þegar þeir fá loks að taka sinn vaxtarkipp. Ástæðan fyrir því hve hýasinturnar era i miklum meirihluta er að fleiri hýasintur fara á hvert heimili. Þær em mun ódýrari en jóla- stjömm-. -SJ Þórarinn Símonarson blysaframleiðandi: í 20% fleiri blys en í fyrra Garðabæ er starfrækt fjöl- skyldufyrirtækið Flugeldaiðj- an ehf. Þórarinn Simonarson vinnur þar ásamt eiginkonu sinni, syni og dóttur. Þórarinn hefur unnið við flugelda- og blysafram- leiðslu síðan 1958 en í dag einbeit- ir fjölskyldan sér eingöngu að blysum; bengalblysum og jóker- blysum. Samkeppnin við kín- verska flugelda gerði út af við flug- eldaframleiðsluna. „Það er ekki hægt að keppa við þá í Kína. Flug- eldarnir þeirra eru svo ódýrir.“ Blysaframleiðsla hvers árs hjá Flugeldaiðjunni ehf. hefst strax á þrettándanum eða jafnvel fyrr. „Ég framleiddi kínverja 1946-1948. Fyrir þann tíma hafði ég reyndar búið til púður með öðr- um manni í Hafnarfirði.“ 1938 fór Þórarinn á fjögurra mánaða nám- skeið í Danmörku hjá tívolíflugeldafyrirtæki. „Síðan höf- um við haft reglulega samband við fyrirtækið og fengið ráðleggingar af og til.“ Vegna árþúsundaskiptanna verða framleidd um 20% fleiri blys í ár en í fyrra. „Það er ágætt.“ Fjöl- skyldan er farin að vinna á laugar- dögum til að geta staðið við pró- sentin tuttugu. Þórarinn segir að þetta sé eins og hver önnur vinna. „Maður þarf að vera rólegur og yfirvegaður til að allt fari vel.“ Þórarinn býst ekki við að skjóta upp mörgum flugeldum eða kveikja á mörgum blysum þegar árið 2000 gengur í garð. „Þegar maður er allt árið að prófa blys er maður búinn að fá nóg.“ Hins veg- ar fmnst honum áramótin ekki hversdagslegri fyrir vikið þar sem ljósadýrðin er margfalt meiri á nýársnótt en blysin sem skreyta umhverfið í Garðabæ vetur, sum- ar, vor og haust. -SJ Sunna og mæðginin Grýla og Gluggagægir. Stórt nef er í móðurætt jóla- sveinanna. „Grýla var nú engin Barbie.1' DV-mynd Pjetur SSunna Emanúelsdóttir hefur galdrað fram um hundrað jólasveina að ógleymdum Grýlum og Leppalúðum. Harðneskjulegt útlit fjölskyldunnar er áberandi enda býr hún til fjalla. „Það er ekkert andlit eins.“ Sunna telur Grýlu hafa verið fyrstu íslensku kvenréttindakonuna og bendir á að það hafi verið hún sem sá alltaf um fjölskylduna. „Hún var potturinn og pannan í fjölskyld- unni eins og nútímakonan er. Mér þykir mjög vænt um hana." Sunna þarf að fá andann yfir sig til að geta einbeitt sér aö fjölskyldu- framleiðslunni en hún saumar brúðumar af þörf. Hún segir aðal- málið vera sköpunina á karakter hvers jólasveins og foreldra þeirra. „Þetta er svolítið skrítið dæmi. Stundum þegar ég fer út í búð veit ég ekkert hvað ég er að gera. Málið er að þegar ég er að vinna í brúðun- um er ég alltaf með hugann við allt annað en raunveruleikann. Fólki finnst stundum skrítið að tala við mig vegna þess að þá er ég inni í þessu dæmi." Peysur, sokkar og vettlingar, sem eru með tveimur þumlum, em úr ull, buxur eru úr upplit- uðum flónel og skórnir eru handsaumaðir sauð- skinnsskór. Andlitin eru úr púða- fyllingu og strengir Sunna sokka- buxur yfir hana. „Síðan nota ég nál- ina og tvinnann eins og málarinn notar liti. Minn strigi er púðafyll- ingin og nælonsokkabuxurnar." Giljagaur er í uppáhaldi þar sem hann komst alltaf allra sinna ferða. „Mér finnst hann He-man nútímans." -SJ „Mörgum finnst skrýtið að ég sé að hugsa um jóla- stjörnur í júlí og margir eru steinhissa á því að ræktunin skuli taka svona langan tírna." DV-mynd Eva „Það er ekki hægt að keppa við þá í Kína. Flugeldarnir þeirra eru svo ódýr- ir.“ DV-mynd Pjetur f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.