Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 7 Fréttir Stórglæsileg sjávarútvegssýning i Smáranum i Kópavogi opnuö i gær: Finn ekki til samviskubits - segir kampakátur bæjarstjóri Kópavogs sem „hirti“ sýninguna af Reykvíkingum „Ég fmn ekki alvarlega til sam- viskubits," svaraði Sigurður Geirdal spurningu um það hvort samviskan plagaði hann ekkert fyrir að hafa tekið sjávarútvegssýninguna af Reykvíking- um. Sigurður var mættur á sýningar- svæðið í Smáranum í Kópavogi við opnun i gær. Þetta er í fyrsta sinn sem sjávarútvegssýning af þessu tagi er haldin í Kópavogi en fram að þessu hafa þær verið í Laugardalshöllinni í Reykjavik. DV skoðaði sýningarsvæð- ið í gær og er óhætt að segja að vel hafi tekist til. Alls eru um 13 þúsund fer- metrar lagðir undir sýninguna þar sem yfir 850 fyrirtæki frá á fjórða tug þjóðlanda sýna vörur sínar í tæplega 300 sýningarbásum. Ljóst er að þeir sem ætla að kynna sér allt sem í boði er á sýningunni þurfa að vera vel bún- ir tii fótanna, auk þess að hafa nægan tíma í yfirferðina. SýnOegt er að góð- æri er í sjávarútveginum og fjöldi þjónustufyrirtækja sætti lagi að kynna Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, er himinlifandi að hafa náð til sín sjávarútvegssýningunni. Hann segir Kópa- vogsbúa hafa sýnt og sannað að þeir séu í stakk búnir til að halda sýninguna með stæl. vörur sínar vel höldnum útgerðar- mönnum, sjómönnum og fiskverkend- um. Bæjarstjóri Kópavogs sagðist vera hæstánægður með umgjörð sýning- arinnar og þátttök- una. „Þetta er mjög gott sýningarsvæði. Við höfúm unnið að upp- byggingu í mörg ár og gerðum dalinn faUegan og grænan. Þetta hefur heppn- ast vel og ég er hæstánægður. Við höf- um sýnt og sannað að við getum þetta,“ sagði Sigurður og bætti við að ekki væri spuming að Smárinn hent- aði betur undir sýningar en Laugardal- urinn í Reykjavik. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, mætti á sýningarsvæðið í Smáranum í Kópavogi. Hér er hann að skoða nýjustu tækni í fiskvinnsluvélum og var stórhrifinn. DV-myndir Þök „Þetta er miklu betri aðstaða enda er hér miklu meira af húsum. Þeir sem standa að sýningunni eru mjög ánægð- ir. Þá er mikill kostur að hér getum við sett upp 2000 bUastæði aukalega," segir Sigurður. „Þetta er gríðarlega umfangsmikið og greinUegt að það eru mjög margir sem leggja sig fram um að búa tU tæki sem duga vel í fiskvinnslunni. Það er enginn skortur á hugmyndum og út- færslum,“ sagði Ámi Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra þegar DV ræddi við hann á sjávarútvegssýningunni i Smáranum í gær. -rt Það komu margir í bás Hafró og útgerðarmanna í gær. Hér eru þeir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, og Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, ásamt hjónunum Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra og Haraldi Sturlaugs- syni, forstjóra Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi. DV-mynd ÞÖK Útgerðarmenn með sýningarbás með Hafró: Hönd í hönd með Hafró - segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ „Okkur þykir mjög gaman að vera með þessum aðUum að kynna okkar málstað. Við leggjum áherslu á það ásamt Hafró hve miklum árangri fisk- veiðistjómunin hafi skUað," segir Kristján Ragnarson, formaður Lands- sambands íslenskra útgerðarmanna, sem stendur að stórglæsUegum sýning- arbás ásamt Hafrannsóknastofnun og Viðskiptastofu utanrikisráðuneytisins. Sýningarbásinn hefúr vakið mikla at- hygli enda settur upp á óvenjumikilli smekkvísi þar sem vatn og fiskar spUa stærsta hlutverkið. Kristján segir sérlega ánægjulegt að samstarf þessarra aðUa skuli hafa tek- ist mn að halda úti kynningu á mál- staðnum. Hann segir útvegsmerm hafa látið vinna vandað kynningarefni sem ætlað sé tU að opnu augu manna fyrir þvi hve vel fiskveiðistjómunarkerfið hafi reynst. Kynningin sé ekki síst ætl- uð útlendingum sem geti lært af reynslu íslendinga. „Við emm með íslenska og erlenda útgáfu af kynningarefni þar sem við vUjum að menn sjái og sannfærist um að við séum á réttri leið. Við skerum okkur nokkuð úr þegar litið er tU koUega okkar í öðrum löndum sem ekki styðja sina fiskifræðinga og em uppfiUlir gagnrýni. Við erum hönd í hönd með Hafrannsóknastofnun. Með það fyrir augum að efla samband okk- ar réðum við á sínum tíma Kristján Þórarinsson stofnvistfræðing sem er eins konar brú mUli veiða og vísinda. Þetta hefur okkur tekist mjög vel,“ seg- ■ ir Kristján. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, var ekki síður ánægður með samstarfið í sýningar- básnum. „Það er fín stemning hjá okkur. Þessi kynning okkar er í framhaldi þess að við höfum verið með kynning- ar um aUt land í tengslum við Dag hafsins," segir Jóhann. „Við erum með þessu að ná tU sjó- manna og útgerðarmanna og ekki síð- ur aUs almennings. Við erum í fyrsta sinn að útskýra fiskifræði í sem ein- foldustu máli,“ segir hann. Nokkur kurr hefúr verið innan sjó- mannaforystunnar vegna þess að Hafró stendur að kynningu sinni með útgerðarmönnum. Aðspurður um það hvort ekki hefði verið ástæða tU að eiga samstarf við fleiri hagsmunaðUa á sýningunni sagði Jóhann að samstarf- ið við LÍÚ væri nánast tUvUjun. „Okkur er mikið kappsmál að eiga náið samráð við sem flesta í sjávarút- veginum. Það er okkur lífsspursmál að sjómennimir leggi okkur tU gögn tU rannsókna. Þessi stóri bás bauðst okk- ur einfaldlega en við munum sinna sjó- mönnum sérstaklega seinna," segir Jó- hann. -rt Skrifstofur VÍS eru opnar frá 9-17 alla virka daga ívetur. Þú færð svör við spurningum þínum í þjónustuveri VÍS, 560 5000, frá 8:00 til 19:00 alla virka daga. . , pai >«iii uyggmgi Skrifstofur VIS í útibúum Landsbankans á Höfn í Hornarfirði og í Ólafsvík eru opnar frá 9:15 -16:00. snúast um róik Vetrartíminn er kominn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.