Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 36
Vinningstölur miðvikudaginn 01.09. ’99 6 , 9 16 19 44 48.9! FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö i hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAdBLAÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 Óvenjulegt flug í Kelduhverfi Margir þeirra sem áttu leið um Keiduhverfi í Öxarfirði um helgina sáu þá óvenjuiegu sjón á himni að vélknúið farartæki flaug þar fram og aftur og hópur gæsa fylgdi fast á eftir og fiaug oddaflug með farartækinu. Hér voru á ferðinni franskir kvikmyndatökumenn sem eru að vinna að töku dýralífsmyndar. Þeir komu hingað til lands með talsverðan hóp taminna gæsa sem þeir láta elta „fis- in“. Þeir hafa svo yfirleitt þann háttinn á að myndatökumaður flýgur nærri í öðru fisi og myndar flug gæsanna eða þær eru myndaðar úr fisinu sem þær eru í oddaflugi með. DV-mynd gk U' Ef ég væri ' karlmaður í Fókusi, sem fylgir DV á morgun, er karlaþema. Sóley Kristjánsdóttir plötusnúður útskýrir hvernig karl- maður hún myndi vera, þekktir menn taka karlmennskupróf og karlmannlegasta tónlistin er til um- fjöllunar. Hera úr Litlu hryllings- búðinni er erfingi Evu Maríu í Stutt í spunann og hún segir okkur allt um það hvernig þátturinn muni breytast og enda í eins konar „Á tali hjá Hjalla og Heru“. Svo er rætt við fólkið sem heldur frá okkur mann- fólkinu sem nútíminn sættir sig ekki við; sbr. geðsjúka, böm og ein- hverfa. Auk þess verða fastir liðir '“•fc'ns og Lífíð eftir vinnu, leiðarvísir um allt sem þú vildir vita og miklu meira til, á sínum stað. Skelfing í þjónustuíbúðum aldraðra við Lindargötu: Smitandi berklar í konu um áttrætt „Ég var sett í einangrun á fjórðu viku og var óskaplega fegin þegar læknamir sögðu mér að þetta væri ekki krabbamein heldur smitandi berklar," sagði 81 árs kona sem er bú- sett í þjónustuíbúðum aldraðra við Lindargötu i Reykjavík. „Nú er ég orðin góð og undir stöðugu eftirliti Þorsteins Blöndals læknis. Ég þarf víst að vera á sérstökum lyfjum til æviloka," sagði konan sem aftur er komin heim th sín á Lindargötuna. Að sögn Arnar Jónssonar staðgeng- ils forstöðumanns í þjónustuíbúðun- um við Lindargötu greip skelfing um sig meðal íbúa á staðnum þegar frétt- ist um berklasmitið. í þjónustuíbúð- unum búa rúmlega hundrað manns í 94 íbúðum: „Það er verið að vinna að því að kalla alla íbúana í bólusetn- ingu á Heilsuvemdarstöðina við Bar- ónsstig vegna þessa og á það jafnt við um starfsfólk sem íbúa. í það minnsta er búið að boða mig,“ sagði Örn Jóns- son sem taldi að mesti óróinn meðal íbúa væri um garð genginn. íbúinn sem bar berklasmitið seg- ist ekki kunna neina skýringu á þessum veikindum sínum. Sem ung kona vestur á ijörðum hefði hún fengið brjósthimnubólgu en aldrei berkla: „Læknarnir sögðu mér að berklarnir gætu legið í leyni og svo sprottið fram þegar aldurinn færðist yfir. Ætli það sé ekki líklegasta skýringin. Sjálf er ég því fegnust að þetta var ekki krabbamein," sagði konan í samtali við DV í þjónustuí- búð sinni við Lindargötu. Hún er nú við ágæta heilsu. -EIR Eldur kom upp í bílskúr við Hraunteig t morgun. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. Slökkvilið var fljótt að ráða niðurlögum eldsins en mikill reykur myndaðist og olli skemmdum. DV-mynd S Brotist inn í verslun: Gerðu gat á vegg - ætluðu tvær ferðir Brotist var inn í verslunina Hjóhð á Eiðistorgi á Seltjamamesi í nótt. Starfsmaður Rauða ljónsins varð var við umgang í sameign um tvöleytið í nótt. Þegar lögregla kom á staðinn kom í ljós að þjófar höfðu spennt upp hurð á verslun. Höfðu þeir farið inn og stohð einhveiju en skihð þannig við að þeir gætu komið aftur. Höfðu þeir brotið gat á vegg til að komast í verslunina við hlið þeirrar sem þeir bmtust inn í. 1 morgunsárið birtust svo þrír menn og náði lögreglan að handtaka tvo þeirra en sá þriðji komst undan á hlaupum. Að sögn lögreglu vora mennimir góðkunn- ingjar lögreglunnar. Nær 400 leið- beinendur Menntamálaráðuneytinu hafa borist 484 beiðnir um undanþágur fyrir leið- beinendur í grunnskólum. Að sögn Sig- urðar Helgasonar, deildarstjóra í ráðu- neytinu, hefúr 121 verið synjað en 363 hafa fengið undanþágu. Sigurður sagði að þessi fjöldi væri svipaður og á sama tima í fjrra. Hann sagði jafnframt að beiðnimar streymdu inn þessa dagana. Nú er skólastarf að heQast og skólastjórar að leggja síðustu hönd á að manna skólana. -JSS Veðrið á morgun: Skúrir suð- vestan- lands Á morgun verður suðvestan- átt, 5-10 metrar á sekúndu og skúrir, einkum sunnan og vest- an th á landinu en að mestu verður bjart norðaustan- og aust- anlands. Hitinn verður á bhinu 7-15 stig, hlýjast norðaustan- lands. Veðrið í dag er á bls. 37. MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-210E ný vél (slenskir stafir Taska fylgir 8 leturgerðir, 6 stærðir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 línur Aðeitis kr. 10.925 Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffanq: www.if.is/rafport 1 U T I B U IAPOTEK ISUOURNÍSJA LEIFSSTOÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.