Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Blaðsíða 11
DV LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999
11
Hópefli í aldarlok
Asinn var enginn, allt var sett-
legra og hormónaflæðið minna.
Tónlistin var rólegri, spaugari í
hópnum setti jafnvel Baldur og
Konna á fóninn án þess að menn
nenntu að gera athugasemd við
valið. Það ældi enginn inni á kló-
setti og því síður úti í garði. Kel-
erí var aflagt en þess í stað hlýtt
handtak, faðmlag og koss á kinn.
Endurfundirnir hreyfðu við
minningunum en gleði samvist-
anna var sú sama og áður þrátt
fyrir minna óðagot. Við hjónin
vorum í síðasta menntaskólapar-
tíi aldarinnar eins og það var kall-
að til að finna samkvæminu til-
efni.
Langur fyrirvari
Útvíkkaður bekkurinn hefur
haldið hópinn þótt 27 ár séu liðin
frá útskriftinni og bitlahár þess
tíma aðeins til í minningunni og á
stúdentsmyndinni. Makar bekkj-
arsystkinanna bættust við, þ.e.
þeirra sem ekki giftust innbyrðis,
svo nú gerir í raun enginn mun á
mökum og bekkjarfélögum. Allir
mynda sama hópinn. Fastir fund-
ir hafa verið á fimm ára fresti
nema hjá þeim bekkjarsystrum
sem eru í bekkjarsaumaklúbbum.
Þar eru fundir tíðir og göfugum
málefnum lagt lið. Nú er þó svo
komið að fimm ár þykja of langur
tími. Því tók deildin, með sína tvo
bekki, sig út úr árganginum og
boðaði til fundar.
Breytingin frá skólaárunum
sást best á fyrirvaranum. Þá fóru
menn fyrirvaralítið í parti og þau
voru mörg. Efnin voru lítil og fáir
á bíl. Það þurfti þvi ekki að hafa
áhyggjur af bílstjórum vildu
menn fá sér aðeins í tána, jafnvel
þótt aldur leyfði það vart. Því var
skotið saman í einhvem mdda,
ódýran er áhrifamikinn. Ástandið
er öðmvisi í dag og fyrirvarinn
meiri. Fyrsta bréfið um bekkj-
arpartí nýbyrjaðs hausts var sent
út í vor. Það dugði ekkert minna
en margra mánaöa fyrirvari. Þá
var bílaflotinn stærri og heldur
veglegri þegar til samkvæmis var
haldið. Ýmsir glæsivagnar bám
þess merki að þokkalega hefði
ræst úr hjá flestum.
Ný hlutverk
I hópi sem þessum þekkjast all-
ir. Vinátta sem verður til í
menntaskóla, þegar líkaminn og
lífið sjálft era á fullri ferð, endist
út ævina, jafnvel þótt fólk hittist
sjaldan. Þar stóð gamla bekkja-
kerfið framar seinni tima áfanga-
kerfum. Þráðurinn slitnar því
ekki og er tekinn upp eins og ekk-
ert hafi í skorist. Eftir mennta-
skólaárin tók við framhaldsnám
hjá flestum, brauðstrit, fjölskylda
og börn. Umræða fyrri ára sam-
funda snerist um þá mótun og
þær leiðir sem lífið leiddi félag-
ana. Nú er festan meiri og tilver-
an í fastari skorðum, störfin
löngu ákveðin, börnin komin á
legg og mörg þeirra flogin úr
hreiðrum. Nú var fremur spurt
hvort bekkjarbræður væru orðnir
afar og glæsimeyjar menntaskóla-
áranna segðu stoltar frá ömmu-
bömunum. Hópsins bíður nýtt og
eftirsóknarvert hlutverk og sumir
Laugardagspistill
Jónas Haraldsson
raunar komnir með talsverða
reynslu í þeim efnum.
Sérþarfir aldurshópsins
Annað minnti okkur á að ung-
lingsárin í menntaskólanum eru
nær þrjátiu ár að baki. Partíið hófst
ekki um kvöldið, eins og alsiða var,
heldur síðdegis, og boðuð var
heilsubótarganga i upphafi fundar.
Slík hegðan hefði ekki átt upp á
pallborðið fyrir þremur áratugum
eða svo. Þá var hvers konar leik-
fimi og hreyfing, sem nú er dýrkuð,
litin homauga, ef ekki hreinlega
fyrirlitin. Gömul partíljón bekkjar-
ins töldu tímasetninguna miðaða
við það að samkvæmið stæði ekki
lengur en svo að allir fengju nægan
nætursvefn. SennUegt má því telja
að næstu samfundir færist enn
framar, næst miðdegiskaffi, þá há-
degisverður og endi síðan hjá þeim
sem lengst hafa úthaldið í morgun-
kaffi og sundferð. Hver aldurshóp-
ur hefur sínar sérþarfir.
Þótt hormónar bekkjarfélaganna
séu rólegri en áður var og baU-
árátta minni datt einhverjum þó í
hug að heiðra samkomu gamaUa
skólafélaga, Stuðmanna, þetta sama
kvöld. Ekkert bítur, sem kunnugt
er, á Stuðmenn. Þeir era elsta ung-
lingahljómsveit í Evrópu og þótt
víðar væri leitað. Þangað náðu þó
ekki nema þeir fáu félagar sem enn
halda óskertu æskufjöri. Hinir
héldu sig að göfugri drykkjum en í
gamla daga, drukku rauðvín pent
með steikinni og gott ef ekki kon-
íakstár með kaffinu og ostakök-
unni. Þegar þeir síðan teygðu úr
sér í vellíðan og slökun játuðu þeir
fúslega að þeir hefðu ekki lengur
þrek í að detta í það að fornum
hætti með stuði upp um alla veggi
og tilheyrandi timburmönnum og
jafnvel rúmlegu daginn eftir.
Reynslan hafði kennt þeim ýmis-
legt og homin löngu hlaupin af.
Þeir höfðu lært það smátt og smátt
þessa þrjá áratugi að tíminn er dýr-
mætur og heilsan ekki síður. Svo
mikið er víst að heilum frídegi
spandera reyndir menn trauðla í
þynnku.
Sömu hornin hlaupin af
Þessi reynsla hefur líka kennt
okkur að taka athugasemdum
næstu kynslóðar, barnanna okkar,
með stóískri ró. Afkvæmunum þyk-
ir stundum sem foreldramir hafi
fæðst á steinöld, slíkt sé afturhald-
ið. Við njótum þeirra forréttinda að
horfa á þau ganga í gegnum það
sama og við gerðum á þeirra aldri.
Það er svo mikið í gangi að þau
komast vart yfir það og við vitum
líka að þau eiga eftir að reka sig á
og hlaupa af sér homin. Það er þó
bót að krakkamir hafa meiri tima
og því sennilega einnig efni á því
að spandera einum og einum degi í
hvíld og endurhæfingu eftir ærlegt
stuð líkt og við bekkjarfélagamir,
foreldrar þeirra, gerðum á sínum
tíma. Hormónamir eru aðgangs-
harðari í afkvæmum.
Aldamótaár eftir þörfum
Samþykktir voru ekki margar í
þessu síðasta bekkjarpartii aldar-
innar og engar skriflegar. Þó var
fallist á það einum rómi að láta
fimm ár ekki líða milli endurfunda.
Því var það ákveðið að halda sem
bráðlegast fyrsta bekkjarpartí nýrr-
ar aldar. Þar sem hópurinn er úr
máladeild, og litt stærðfræðilega
þenkjandi, vefst það ekki svo fyrir
okkur hvort ný öld hefst árið 2000
eða 2001. Tilefni til samkvæma und-
ir þessum formerkjum gefast því
bæði árin.
Það má því vænta endurfunda
þegar á nýju ári. Þegar dagurinn
verður ákveðinn og boð sent út með
nægum fyrirvara kemur sennilega
í ljós að samkvæmið verður um
kaffileytið svo tæplega 30 ára stúd-
entum verði ekki ofgert. Þeir þurfa
jú sinn svefn.