Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Page 17
LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999 17 |sViðsljós Slæmar fráttir fyrir x-Files aðdáendur: Húsfaðirinn Duchovny - hættir sjónvarpsleik og helgar sig heimilinu Leikarinn og önnur aðalstjarna X-Files þáttanna, David Duchovny, brá sér á ströndina í Malibu á dög- unum ásamt eiginkonu sinni til tveggja ára, Téu Leoni, og flmm mánaða dóttur þeirra, Madelaine. David segir föðurhlutverkið vera eitt hið erflðasta sem hann hafi tek- ist á við á ferlinum og undirbúning- urinn verið minni en hann hefði viljað. Hann segir að fæðing dóttur- innar hafi gjörbreytt forgangsröð- Matt og Winona mjög svo samrýnd Þrátt fyrir stormasamt samband og lífseigan orðróm um sambands- slit virðast nýstirnið Matt Damon og litla krútt- ið, hún Winona Ryder, loða enn þá sam- an og gott betur. Hjóna- leysin gerðu sér dagamun fyrir skömmu og eyddu helgi saman á heimili Wynonu í HoIIywood HUls - sjaldgæft tækifæri fyrir upptekið fólk eins og þau. Eftir létta verslun- arferð fóru þau út að borða en um kvöldið nutu þau neðanbeltisung- lingamyndarinnar American Pie, sem nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum um þessar mundir. Nýjasta mynd Winonu, Lost Souls, verður hins vegar frumsýnd í októ- ber. Matt le Blanc úr Friends-þáttun- um, þar sem hann leikur hinn treggáfaða og atvinnulausa leikara Joey, hélt í óvenjulega innkaupa- ferð ásamt unnustu sinni til margra ára, Melissu McKnight. í stað þess að vafra um búðir fínna hönnuða og kaupa nöfn, skoðuðu skötuhjúin lúxus-húsbíla. Já, húsbíla\ Ekki nóg með það: Áður höfðu þau komið við í Sears-verslanamiðstöð og keypt sér uppþvottavél. Þetta var greini- lega mjög svo praktísk innkaupa- ferð og bendir til þess að þeim sé al- vara með sambandinu og í meiri inni hjá sér: „Ég var ekki tilbúinn en að eignast barn breytir því óhjá- kvæmilega hvemig augum maður lítur sjálfan sig og heiminn í kring.“ Leikarinn góðkunni hyggst hætta leik í X-Files þáttunum eftir nýjustu þáttaröðina: „Sjö ár eru langur tími til að fást við einn þátt og ég hef annað að gera.“ David ætlar nefnilega að helga sig algerlega föðurhlutverkinu á næst- unni og hætta sjónvarpsleik, m.a. tO þess að eiginkonan geti komið sín- um ferli aftur á ról. „Fjölskyldulíf hefur gert mig að afslappaðri og betri persónu," segir hinn verðandi húsfaðir ánægður með lífið. tengslum við jörðina en almennt gerist með stjörnur í Hollívúdd. Stjömunum leiðist greinilega upp- vaskið engu síður en almúganum ... Matt le Blanc í praktískri innkaupaferð: Keypti uppþvottavél og skoðaði húsbíla VICHY TILBOÐ UFT ACTIV BYLTINGARKENND LÍNA GEGN HRUKKUM Vönduð snyrtitaska ásamt lúxusprufum af LIFT ACTIV línunni fylgir kaupum á LIFT ACTIV dag- eða næturkreminu* VICHYI LUCMATOIMI HRILSULIND HÚOARINNAR Fæst eingöngu í apótekum Tölvuskólinn ramtíðarböi sérhæfir sig í tölvukennslu fyrir börn og unglinga á aldrinum 5 -14 ára. Námið er byggt upp í kringum 10 ákveðna þætti tölvunotkunar og má þar m.a. nefna: Ritvinnslu Myndvinnslu Tölvusamskipti Margmiðlun Töflureikni Umbrot og útgáfu í vetur munu meira en 4.000 börn á íslandi fá að njóta námsefnis Framtíðarbarna í tölvufræðum og upplýsingatækni. Við bjóðum upp á nýtt námsefni á hverju ári, þýtt og aðlagað að íslenskum aðstæðum. Markmið námsins er að gera tölvunotkun skemmtilega og lifandi og er unnið eftir ákveðnu þema á hverju námskeiði. Vetrarnámskeið Framtíðarbarna hefjast 20. september nk. Skráning fer fram frá 6.-20. september, alla virka daga frá kl. 13-17 og laugardaga frá kl. 9-13 í síma 553 3322. Skráðu þig strax og gefðu barninu þínu forskot á framtíðina. • Sérstakur afsláttur fyrir félaga Landsbankaklúbba. Nemendum er skipt í bekki eftir aldri og í hverjum bekk eru hámark 8 nemendur. Bronshópur: 5-6 ára Silfurhópur: 7-8 ára Gullhópur: 9-11 ára Platínuhópur: 12-14 ára FRAMTÍDARBÖRN Grensásvegi 13 sími 553 3322 SIMINNint ernet> — 6345 / SlA.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.