Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Síða 23
LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999
23
emmur
Vala og Þóra fyrir utan galleríið, sem einnig er vinnustofa þeirra sjálfra. DV-mynd ÞÖK
Nýtt gallerí við Hlemm, gallerí@hlemmur.is:
Hvítir hestar, vindmyllur og
stökkmýs í mannheimum
- á fyrstu sýningu eigendanna í nýja rýminu
í útlöndum eru torgin oft miðstöö
gróskumikils menningar- og mann-
lífs og mikið lagt í að þau séu sem
allra glæsilegust á að líta. Sums
staðar gildir þetta einnig hér á ís-
landi en íslensku torgin gegna frek-
ar hversdagslegra hlutverki, flest
þeirra litið annað en grasi vaxin
hringtorg og önnur strætóstopp og
samastaður róna eins og Hlemm-
torg. Fæstir hafa hingað til hugsað
um menningu og Hlemm í sömu
andránni en brátt gæti orðið breyt-
ing þar á. Tvær ungar listakonur,
þær Valgerður Guðlaugsdóttir og
Þóra Þórisdóttir, hafa nú tekið sig
til og flikkað upp á ásýnd og ímynd
Hlemmsins með nýju og framsæknu
galleríi er þær nefna gall-
erí@hlemmur.is.
Vala og Þóra halda fyrstu
sýninguna í nýja galleríinu sínu,
sem tekur mið af tuttugustu öldinni
og nýjustu tækni:
„Starfsemin verður á Netinu líka
en við eigum lénið „hlemmur.is".
Við erum með stafræna mynd-
bandsupptökuvél sem við ætlum að
nota til þess að koma því sem fram
fer hjá okkur hratt og örugglega til
skila á netsíðuna okkar. Einnig höf-
um við hugsað okkur að á netsíð-
unni verði sérsýningar þannig að
þar má finna fleira en það sem í
boði verður í galleríinu sjálfu," seg-
ir Vala.
Netgallerí hafa verið að spretta
upp í Bandaríkjunum síðustu ár og
ganga vel:
„Þetta er mjög áhugaverður kost-
ur sem býöur upp á mikla mögu-
leika og okkur fannst tilvalið að
vera með sem hluta af starfseminni.
Þetta þekkist hér lika, t.d. er Hann-
es á Mokka með art.is og fleiri gall-
erí eru með netsíöur."
Öll áttu hvítan hest...
Stúlkurnar sýna sín í hvoru lagi,
annars vegar sýning Völu „Hugará-
stand“ og hins vegar „Heimilissam-
stæða“ Þóru. Vala segir sína sýn-
ingu m.a. fjalla um æskuhetjur sín-
ar:
„Frá því ég var barn hef ég haft
mikið dálæti á Lukku-Láka, Linu
langsokk og Don Quixote. Þau áttu
öll hvítan hest og þess vegna bjó ég
til stóran hvitan rugguhest sem
stendur í miðju rýminu og er
þungamiðja sýningarinnar, samein-
ingartákn hetjanna minna."
Hvað með vindmyllumar?
„Þær sjást einnig. Ég lét búa til
stóra lensu og brenndi svo litlar
vindmyllur þar á.“
Svona eins og í villta vestrinu,
þegar bandíttamir gerðu skorur á
byssuskeftin fyrir hvert dráp. En er
það ekki svolítið misvísandi? Don
Quixote gekk nú ekki vel í barátt-
unni við vindmyllumar...?
„Nei, honum gekk víst brösulega
en kannski er þetta svona mín við-
leitni til þess að leggja honum lið,
ég veit það ekki. í tengslum við
hvíta hestinn er svo myndband af
mér þar sem ég sit uppi á honum og
fróa mér...“
Hvað vakir fyrir þér með því?
„Með þvi er ég að reyna að kom-
ast í nánara samband við ídolin
mín, a.m.k. í huganum, og láta mér
líða vel í návist þeirra."
Samanber nafnið á sýningunni.
Var ekki svolítið erfitt skref að gera
svona „tabú“ fyrir opnum tjöldum?
„Ég er ekki feimin að eðlisfari en
ég vona að fólk taki þessu af opnum
hug. Svo er ég nú ekki fyrst til að
gera þetta. Egill Sæbjömsson gerði
þetta á sýningu á Kjarvalsstöðum í
fyrra.“
Stökkmýs og menn
Hvað er fleira á sýningunni
þinni?
„Hitt og þetta. Ég vinn í hinum
ýmsu miðlum og geri það sem hug-
urinn leiðir mig hverju sinni. Þama
era Ijósmyndir, höggmyndir og
margt fleira."
Hvað með þig, Þóra?
„Ég sýnir Heimilissamstæðu sem
er sérsmíðuð fyrir dóttur mína. Þar
er ég búin að innrétta fimm íbúðir
fyrir stökkmýsnar hennar. Þetta
snýst um heimilishald og skipulag,
mýsnar hafa allt sem til þarf og ég
er að skoða hvernig þeim gengur að
lifa við sömu aðstæður og fólk, nota
klósett, sofa í uppbúnum rúmum og
svo framvegis. Éiginlega er ég aö
bera saman heimilishaldið hjá mús-
um annars vegar og heimilishaldið
hjá sjálfri mér hins vegar.“
Og hverju kemst þú að?
„Þetta tvennt er mjög svipað,“
segir Þóra og hlær. „Mýsnar eyði-
leggja allt og sóða út. Maður þarf sí-
fellt að vera að þrifa og eina ráðið
út úr óreiðunni er að skipuleggja
betur. Þetta er fyrsta skrefið hjá
mér. Áður en ég tek til við að skipu-
leggja mitt eigið heimili þá reyni ég
við mýsnar. Þannig lagað séð er
þetta eilífðarverkefni."
Lágmarksstaðall á
snyrtimennskunni
Hvað með sjálfa þig? Ertu sóði?
„Mig langar rosalega til að hafa
hreint og fint í kringum mig en
stundum hef ég einfaldlega ekki
tíma til að halda í við ryk og skít og
viðhalda svona lágmarksstaðli á
snyrtimennskunni. Það veltur á
gerð og þróun þjóðfélagsins hverju
sinni hver þessi lágmarksstaðall er
og í dag er hann mjög hár á Islandi
og ekkert nema gott um það að
segja. Eina leiðin fyrir mig til þess
að fýlgja þessum staðli er að vera
dugleg við að skipuleggja, setja regl-
ur og þess háttar. Ég vona að verk-
in min geti hjálpað mér til þess.“
Samsýning stúlknanna stendur
yfir til 26. september og er opið alla
daga, nema mánudaga, frá klukkan
14 til 18. Eftir það era fleiri sýning-
ar yngri listamanna skipulagðar en
helsta markmiðið með gall-
eri@hlemmur.is er einmitt að
kynna þá.
Bladberar óskast
í eftirtaldar götur:
Dunhagi
Fornhagi Einholt
Hjarðarhagi Meðalholt
Stangarholt
Faxafen
Fákafen Rauðarárstígur
Skeifan Þverholt
Aragata
Eggertsgata
^ Upplýsingar veitir afgreiðsla
DV í síma 550 5000
www.visir.is
FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR
r ' ;'
fást |
ort!
Derhúfur, könnur, fánar, jakkar o.fl. Öll helstu liðin og
ökumennirnir Ferrari, McLaren, Jordan, Williams o.fl.
Schumacher, Hakkinen, Irvine.
VINTERSPORT
Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is