Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Page 27
DV LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999 '68 kynslóð KR-inga kom heim með Islandsbikarinn en síðan ekki söguna meir fyrr en nú: ($r-ingar 27 Loksins, loksins, bikar fyrir - fyrir stórklúbb er 31 árs bið eftir æðstu verðlaunum fótboltans alltof löng. Rætt við nokkra íslandsmeistara KR 1968 KR-ingum hefur lengi verið núið því um nasir að hafa þurft að híða eftir ís- landsbikamum svo áratugum skiptir. Þetta hefur orðið tilefni til ffemur grárrar brandaramennsku af hálfu andstæðinganna. En vitað er að annað hvort eru menn eldheitir KR-ingar eða að þeir leggja mikla fæð á félagið. í dag benda aliar líkur tO að breyting verði þar á - að íslandsbikarinn lendi í aðal- stöðvum KR við Kaplaskjólsveg og Frostaskjól. Margir munu fagna komu eftirsóttasta verðlaunagrips íslenskra íþrótta þangað. Þehra á meðal eru KR- ingar sem unnu íslandsmeistaratitil- inn haustið 1968. DV ræddi við nokkra þessara kappa. Fyrirliðinn: Hörkuæfingar leiddu af sár sigra „Það var nú ekki svo mikið um dýrðir þegar við unnum Islandsmótið, engin sigurhátíð eða annað þvíumlíkt eins og gerist núna,“ sagði fyrirliði KR-liðsins sem síðast varð íslands- meistari í knattspymu haustið 1968. „Við fór- um allir að borða á Sælkeran- um við Hafnar- stræti í boði Jóns og Hauks, KR-inga sem ráku veitinga- stofuna. Þangað fórum við saman leikmenn og Walter Pfeiffer þjálfarinn okkar og Einar Sæmundsson formaður. Um kvöldið fóm menn á einhvem dans- staðinn og kættust þar saman á hefð- bundinn hátt. Þetta var nú ekkert sér- lega eftirminnilegt." Æfmgar KR-liðsins hófust upp úr áramótum bæði úti og inni og frá vori vom hörkuæfingar 3-4 sinnum í viku. Gunnar segir að þetta hafi verið hörkuæfmgar - þrekæfingar vora hluti af prógramminu. Festan í æfmg- um varð meiri í byrjun 7. áratugarins áður var þetta mest að spila boltann og æfa frekar létt. Þetta telur hann grann- inn að góðu gengi KR á þessum árum. Gunnar varð íslandsmeistari fiórum sinnum og bikarmeistari sex sinnum. Hann lék árum saman ásamt tveimur bræðram sínum í KR-liðinu, Herði og Bjama, og saman áttu þeir eftir að leika í landsliðinu sem er einsdæmi. Sá yngsti: Ég þekkti engan í lioinu „Múrinn er fallinn. Nú á KR eftir að blómstra þegar þessi sálfræðilega blokk er hrunin," sagði Bjöm Áma- son, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra hljómlistarmanna, i spjaili við DV. Hann er ekki í vafa um hvar ís- landsbikarinn verður á laugardags- kvöldið. Bjöm var yngstur allra í liði íslandsmeistaranna 1968, aðeins 17 ára. Hann tók við stöðu vinstri bak- varðar sem Rauða ljónið, Bjami Fel., hafði leikið árum saman við góðan orðstír en Gunnar Gunnarsson, nú verkfræðingur, lék stöðuna á eftir hon- um. Austurríska þjáifaranum, f’feiffer, leist vel á piltinn, ungan og frískan, sem hafði gert það gott í unglinga- landsliðinu. Hann vildi því reyna hann í þessari erfiðu stöðu. „Ég var unglingurinn í þessu liði, kom inn í byijun seinni umferðar. Ég þekkti ekki nokkum mann í liðinu og enginn þekkti mig. Auðvitað vissi ég um allar stjömurnar, þær þekkti ég og bar virðingu fyrir þeim. Þetta var góð- ur og samheldinn hópur. Það var mik- ill aldursmunur á mönnum, góðir leik- menn og Þórólfur bar af í liðinu, hann var í flottu formi,“ sagði Bjöm þegar hann rifjaði upp sumarið ‘68. Ársæll Kjartansson - tvö mörk á ferlinum, bæði færðu meistaratign! Bjöm átti eftir að keppa nokkur sumur með KR án þess að íslandsbik- arinn ynnist. Að lokum varð Bjöm að velja á milli fótboltans og fagottsins. Á það hefúr hann leikið allar götur síð- an, meðal annars í Sinfóníuhljómsveit íslands. En hann sagði ekki skilið við Gunnar Felixson fyrirliði - engin sérstök hátíðahöld vegna meistaratignar- innar. fótboltann, lærði knattspymuþjálfún, meðal annars í Austurríki. Hann þjálf- aði fjölmörg lið hér heima, á Akureyri og einnig Víkinga. í Færeyjum varð hann landsliðsþjáifari í 2 ár en lauk ferlinum hjá KR og hafði þá starfað við þjáifun í tuttugu ár. Markmadurinn: Svip- að dæmi nú og '68 Guðmundur Pétursson lögfræðingur vaktaði markið hjá KR og landslið- inu á því góða ári þegar KR vann íslandsbikarinn síðast. Fram undir það haföi KR haft þá reglu á hlutunum að vinna ævin- lega á oddatölunum - þeir unnu mótið: 1959, 1961, 1963 og 1965. Síðan unnu þeir 1968 og síðan ekki sög- una meir - fyrr en nú að margt bendir til að breyt- ing verði á. Guðmundur var vara- markvörður 1965 en komin inn sem aðalmaður 1968. „Ég kom sem sagt í skottið á þessari velgengni allri. Þama voru reyndir spilarar, Ellert Schram, Þórólfur Beck, nýkominn heim úr atvinnumennsk- unni, Gunnar Felixson, gamlir jaxlar ef svo má segja, og þama vora strákar utan um meistaraflokk og 2. flokk. Hans verk er að sjá til þess að hægt sé að borga leikmönnum vinnulaun. Síð- ustu íslandsmeisturum KR árið 1968 datt ekki i hug að óska eftir peningum fyrir leiki sina og æfmgar. „Okkur þótti það nóg að fá fótboltaskó í heild- sölu, það var toppurinn. En tímamir breytast og þróunin er þessi, við verð- um að fylgja henni,“ sagði Guðmundui' sem mun hvetja sitt lið í lokabarátt- unni eins og fleiri af ‘68 kynslóðinni í KR. Gullmarkaskorarí: Tvö mörk- tveir titlar Það vakti athygli þegar Ársæll Guðmundur Pétursson - við byrjuðum illa þetta sumar. Björn Arnason - yngsti núlifandi íslandsmeistarinn í knattspyrnu, fullyrða félagar hans. á mínum aldri, Hörður Markan sem nú er nýlátinn, Þórður Jónsson, Ár- sæll Kjartansson, og yngri strákar, Halldór Bjömsson og Bjöm Ámason, að ekki sé talað um Eyleif Hafsteins- son sem kom af Skaganum. Marka- kóngurinn okkar var Ólafur Lárasson íþróttakennari. „Við byijuðum iila á mótinu, unn- um Keflavík stórt í þriðja leik og vor- um í baráttu fram eftir sumri við Ak- ureyri og Fram. Leikurinn fyrir norð- an var hálfgerður úrslitaleikur og okk- ur tókst að vinna 3:2, sem skipti okkur öllu máli. í síðasta leik, suður í Kefla- vík, þurftum við eitt stig til að vera ör- uggir með titilinn annars hefðum við þurft að leika hreinan úrslitaleik. Þetta var mikið basl og þeir vora ekk- ert auðvelt bráð, Keflvíkingamir, þótt þeir væra fallnir. Þeir komust í 1:0, siðan jöfnuðum við, þeir komust aftur yfir í 2:1. Billi, Ársæll Kjartansson, jafnaði svo rétt fyrir leikslok með miklu þramuskoti," sagði Guðmund- ur. „Ég vona að þetta verði ekki svona bamingur hjá strákunum núna. En ég er ekki búinn að gleyma þessu frá ‘68 sem var kannski svipað dæmi. Við voram efstir i deildinni og fóram að spila við neðsta liðið. Menn töldu þetta nú vera hið minnsta mál en raunin varð önnur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur er í dag formaður í rekstrarfélagi knattspymudeildarinn- ar í KR og verkefrii þess er að halda Kjartansson þusti upp völlinn og æddi í átt að marki. Skot hans hafnaði í marki Keflvíkinga og þar með var ís- landstitill í höfn hjá KR. „Ég skoraði tvö mörk á ferlinum. Annað varð til þess að við urðum bik- armeistarar, ég tók ekki eftir því að skotið hafnaði í markinu hjá Sigga Dags, það var norðan rok og ég lét vaða frá miðju, síðan sá vindurimi um restina. Hitt markið var þarna í Kefla- vík fyrir 31 ári síðan og það tryggði okkur íslandsbikarinn," sagði Ársæll Kjartansson sem nú er flugstjóri hjá Flugleiðum. Hann segir að kannski hafi flug- mannshæfileikamir gert það að verk- um að honum tókst að nýta vindinn svo vel. Siðara markið var skorað í rigningu og á velli sem var ein eðja - skot af 30 metra færi. „Ég fékk boltann við miðlínu, hljóp í átt að vítateigshominu og lét vaða. Hann fór yfir þá alla vamarmennina og Þorstein Ólafsson markmann, beint upp í vinkilinn. Þó ég segi sjálfur frá þá var þetta fallegt mark. Það var ljúf tilfinning að sjá boltann svifa yfir fjóra eða fimm vamarmenn sem teygðu ang- ana í allar átti. Ég gleymi þessu marki aldrei - en hitt markið mitt, það sá ég þvi miður aldrei, heyrði bara fagnað- arlætin í stúkunni á Melavellinum," sagði Ársæll.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.