Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Blaðsíða 34
EYKv<V»K 42 karate LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999 Vetrar- og sumardekk Treyst á tækni fremur en vöðvaafl Karatefálagið Þórshamar fagnar því að nú eru liðin tuttugu ár frá stofnun þess. Það hefur sýnt gáðan ár- angur á mótum, bæði hár heima og erlendis, og þjálfar fálk frá sex ára til sextugs Karatefélagið Þórshamar fagnar tuttugu ára af- mæli sínu í ár. Félagið, sem var stofnað 27. maí 1979, valdi haustið til þess að blása til hátíðar, vegna þess að í lok maí eru allir komnir út og suður, í sumarfrí, sumarstörf og í sveit og ekki vilja menn að félagamir missi af hátíðinni. Um helgina munu félagsmenn gera sér ýmislegt til skemmtunar en líka nýta tækifærið til að kynna sína grein, Shotokan karate, fyrir gestum og gangandi. Opið hús verður hjá félaginu á sunnu- dag, milli klukkan 14 og 16 og þar gefst fólki kost- ur á að kynna sér starfsemi þess og fylgjast með því hvemig æfingar fara fram. Þá munu félagar á öllum aldri sýna bæði grunnæfingar, sjálfsvörn, kata og kumite. Að auki verða þjálfarar félagsins á staðnum og geta gestir spurt þá út í allt sem þeir vilja vita um karateíþróttina og sýnd verða myndbönd af meisturum félagsins. En hvað er það sem gerir Karatefélagið Þórshamar sérstakt? „Þórshamar hef- nr sérstöðu í heim- inum að því leyti að það er sjálfstætt og viðurkennt íþróttafélag sem á aðild að ÍBR og ÍSÍ, er rekið í eigin húsnæði og þjálfar nemendur frá sex til sextíu ára,“ segja þau Edda Lúvísa Blöndal og Helgi Jóhannes- son, þjálfarar hjá Þórshamri. „Er- lendis eru kara- teklúbbar undir ákveðnum sensei sem útvegar sér aðstöðu til að kenna viðkom- andi klúbbi. Hér á íslandi eru önnur karatefélög rekin á svipaðan hátt, en eru hluti cif stærra íþróttafé- lagi og þá annað- hvort i húsnæöi þess félags eða í leiguhúsnæði hjá viðkomandi bæj- arfélagi." Góð líkams- rækt „Það má líka segja að tveggja áratuga starf hafi verið að skila sér í auknum mæli síðustu tvö árin,“ segir Helgi. „Það hefur ver- ið mikil ánægja með starfsemina sem lýsir sér síðan í meiri þátt- töku og fleiri félögum." Edda tekur undir þetta og bætir við: „Það sem er ánægjulegt er að alls konar fólk æfir karate, þannig að okkur hefur tekist að koma því til skila að þetta sé íþrótt fyrir hinn almenna þátttakanda en ekki bara afmark- aðan hóp sem æfir til að keppa og sigra. Karate hefur þá sérstöðu um- fram aðrar íþróttir að maður getur Árni Þór Jónsson í „Bassai Dai.“ DV-myndir Teitur stundað það án þess að hafa keppni eingöngu í huga, þannig að þótt keppnisferli ljúki er hægt að halda áfram að æfa og þroska sig sem karatemaður." „Það koma margir til okkar með líkamsrækt i huga, fá sína hreyf- ingu og læra sjálfsvörn i leiðinni,“ bætir Helgi við. Hjá Þórshamri æfa á milli 160 og 180 manns, þeir yngstu sex ára, þeir elstu á sextugsaldri. Þar er kennt sex daga vikunnar í sjö flokkum. Sú aðferð sem kennd er hjá félaginu er Shotokan karate og einn af meginstílunum í karateí- þróttinni. „Munurinn á milli stíla felst í áherslum sem eru á hinni ýmsu tækni,“ segir Edda. „Það er ekki hægt að segja að einn stíll sé betri en annar. Fólk verður bara að leita uppi þann stíl sem á best við það.“ „í Shotokan karate eru djúpar stöður, löng tækni og hámarks lík- amsbeiting," bætir Helgi við. „Það er ekki treyst eingöngu á vöðvaafl, heldur tækni..." „... sem er mjög gott fyrir konur og fólk í léttari kantinum," skýtur Edda inn í, „og það þarf ekki að vera í hundrað prósent líkamlegu formi til að geta varið sig. Sú tækni sem fólk lærir er óháð þyngd og aldri þannig að hver og einn er betur undir það búinn að mæta andstæð- ingi - ef til þess kæmi.“ „Sem dæmi um þetta, þá æfa konur og karlar saman hjá Þórshamri. Þannig lær- um við að umgangast fólk á öllum aldri og beita tækni af ýmsum gerðum," segir Helgi.“ Sjálfsvarnartækni Keppa konur þá líka við karla? „Keppni í fullorðins- flokkum er kynja- skipt en það er undan- tekn- ing. í ákveðinni röð árása og varna. I Shotokan karate eru 26 kata sem eru stighækkandi á erfiðleika- gráðu og við framkvæmum á próf- um. Þannig er sífellt eitthvað til að stefna að. Kumite er bardagahluti karate þar sem leikurinn felst í því að komast inn fyrir varnir andstæðingsins án þess að meiða hann og til þess þarf líkamsstjóm. Þetta er tækni sem við gætum not- að ef ráðist væri á okkur. í keppni felst hins vegar leikurinn í því að maður nái að framkvæma tæknina án þess að meiða einhvern og reglumar eru strangar. Til dæmis fá ung- lingar yngri en þrettán ára ekki að •s keppa í kumite, vegna þess að það þarf vissan þroska til að geta fram- kvæmt unglingaflokkum keppa stelpur og strákar saman á jafnréttisgrund- velli í kata en síðan er kynjaskipt í kumite.“ Kata og kumite. Hvað er það? „Kata er bardagi við ímyndaðan andstæðing sem felst í fyrirfram Helgi Jóhannesson þjálfari hefur æft karate í átján ár og segir íþróttina hafa gefið sér mikið sjálfstraust og vellíðan. Nú miðlar hann þekkingu sinni og hæfni til annarra. tæknina án þess að skaða aðra. Þegar fólk byrjar í karate er því kennd mjög einföld útgáfa af kumite sem síðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.