Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Side 48
56
LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999
Borgimdarhólmur er Svarfaðardal-
ur Danmerkur. Þar búa danskir Gísli,
Eiríkur og Helgi, og af þeim eru
margar fyndnar sögur sagðar. En
Borgundarhólmsbúar eru indælt fólk
heim að sækja og landafræði Dan-
merkur verður til muna merkilegri
eftir þá heimsókn. Eyjan er í Eystra-
salti, á milli Svíþjóðar og Póllands -
og reyndar er styttra til PóUands en
tU Danmerkur - þar er umtalsvert
hlýrra í meðalári en i móðurlandinu
eins og strax sést á gróðrinum; þegar
við héldum þangað íjögur um miðjan
júlí i sumar, Böðvar og Eva, Gunnar
og Silja, loguðu rósir í öUum litbrigð-
um í hverjum húsagarði. Þangað er
sjö tíma sigling frá Kaupmannahöfn
með bilferju og lagt af stað undir mið-
nætti. Eftir góðan svefn tókum við
land i Rönne, stærsta bænum á Born-
holm, um kl. sjö næsta morgun. Þar
var fátt ætt að hafa svona snemma
svo við stímdum í norður tU að taka
sjálft virki eyjarinnar fyrir morgun-
mat.
Virkið heitir Hamarshús og á sér
langa og litrika sögu, enda eyjan
óhemju frjósöm og freistandi fyrir
innrásarheri. Þar hafa líka verið
geymdir pólitískir fangar, meðal ann-
ars voru þar um tima Leónóra Krist-
ína Ulfeldt, dóttir Kristjáns fjóröa
(prinsessan í Bláturni), og maður
hennar og reyndu meira að segja að
flýja þaðan, en eiginmaðurinn var
orðinn svo feitur og þungur á sér að
þau náðust. Við skoðuðum rústirnar í
ró og næði því engir voru túristamir
komnir á stjá nema við.
Reykhúsin eru
„spesíale"
Á leið okkar í svefnstað í smábæn-
um Ársdale stoppuðum við í Lista-
safni eyjarinnar sem er einstaklega
glæsilegt en um leið nýtilegt hús til
sins brúks. Þar voru vitaskuld uppi
listaverk eftir eyjarskeggja, en þeir
hafa átt nokkra ansi fina svo það er
ekkert vandræðalegt. Um kvöldið
snæddum við í reykhúsinu í þorpinu
og var það hið fyrsta af þremur sem
við borðuðum
á í ferðinni.
Reykhús eru
„ s p e s í a 1 e “
Borgundar-
hólms og það
sem þeir
reykja er fyrst
og fremst sjó-
meti. Aldrei
hefði ég trúað
því að ég ætti
eftir að sitja á
hörðum bekk
kvöld eftir
kvöld og
háma í mig
reykta síld!
Heita og kalda
meö kartöflu-
salati og rúg-
brauði! Reykt-
an lax, reykt-
an ál og mak-
ríl!! Og þamba
bjór með eða
hvítvín. Reyk-
húsin era frumstæð veitingahús, eig-
inlega sambland af verslun og veit-
ingastað og mega til dæmis ekki hafa
opið nema til klukkan átta, þannig að
við snæddum alltaf fremur snemma
kvölds. Sem er út af fyrir sig líka
sniðugt þegar morgunverður er inni-
falinn á gististað og maður þarf helst
að vera orðinn svangur þegar maður
snæðir hann. Reykti flskurinn er
ekki bara bijálæðislega góður heldur
líka léttur í maga, og ég gæti alveg
hugsað mér að taka svona töm aftur.
Gluggarnir listaverk
Á degi tvö tókum við úteyjar:
Christiansö og Frederiksö, sem eru
um eins og hálfs tima siglingu frá
Böðvar Guðmundsson gefur konu sinni að smakka reyktan ál.
Hringmyndaðar kirkjur, rundkirker, eru margar á eyjunni. Þær eru í senn virki
og kirkja og sú elsta og stærsta þeirra er Österlars frá því um 1150, með
merkilegum kalkmálverkum og þremur rúnasteinum frá því um 1050.
Ógleymanlegt mannvirki, sniðuglega hugsað og sérkennilega fallegt.
Á Kristjánsey er mikið landslag og pínulít-
il fiskimannahúsin klifra sitt á hvað upp
klettana.
megineyjunni. Við sigldum þangað í
sól og finu veðri og þar var satt að
segja ævintýralegt að koma. Þetta
eru pínulitlar eyjar, maður labbar
um þær allar,
eða þannig, á
þessum þrem-
ur tímum sem
maður hefur
milli ferða og
getur auk
þess étið nest-
ið sitt. Eyjam-
ar tvær eru
tengdar með
stuttri brú en
s v o 1 í t i ð
lengra frá er
sú þriðja,
Græsholm,
sem er alfrið-
að land fyrir
fugla. Á Frið-
riksey skoð-
uðum við
fangelsið sem
þar var lengi í
notkun, meðal
annars voru
þar geymdir
pólitískir
fangar á öldinni sem leið sem Frið-
rikseyjarbúar segja að Danmerkur-
sagan hafi snyrtilega gleymt eða af-
greitt sem geðbilaða menn. Sá sem
sat þama lengst eða í 15 ár var dr.
Dampe sem hafði stofnað félagsskap
til höfuðs einveldinu. Hann lifði það
að draumar hans rættust - og var þá
raunar sloppinn úr prísundinni - en
honum og baráttu hans er ekki þakk-
að neitt af því, segja eyjaskeggjar
móðgaðir.
Þegar við komum í land aftur
gengum við um hin ótrúlega litríku
þorp við sjóinn, Svaneke og
Gudhjem. Þau eru alveg eins og út úr
Grimmsævintýrum. Aldrei hef ég til
dæmis séð aðra eins gluggamenn-
ingu. Hver einasti gluggi í þessum
bæjum - sem auðvitaö lifa
meira og minna á túristum -
er listaverk. Stilleben með
gardínum, blómum, blóma-
uppstillingum, postulíni,
hundum en þó einkum svön-
um í öllum stærðum og stell-
ingum. Því miður þorðum
við ekki að mynda gluggana.
Húsið hans Nexö
skoðað
Þriðja daginn fórum við
til Nexö, uppvaxtarbæjar
rithöfundarins og komm-
únistans Martins Ander-
sens Nexö, og heimsóttum
safnið í húsinu þar sem
hann bjó og pabbi hans
byggði, litlu en rúmgóðu.
Eftir reglulegar deilur í
bæjarstjóm Nexö áratug-
um saman var Martin A.
loksins gerður að heiðurs-
borgara árið 1996, en þá var hann
auðvitað löngu dauður!!! Meira að
segja þá voru blóðugar deilur um
ákvöröunina þó að sjaldan hafi
hann verið frægari en einmitt nú
eftir Pelle sigurvegara og Óskar-
inn og allt.
Frá Nexö ókum við inn á eyjar-
miðju, inn í Almenninginn sem
svo er kallaður og er þriðji stærsti
skógur Danmerkur, afar fallegt
svæði með talsvert miklum tumi á
hæstu hæðinni sem reistur var til
minningar um ferð Friðriks kóngs
þangað sumarið 1851. Þá áttuðum
við okkur á því, landarnir, að með-
an Trampe greifi var að kúga ís-
lendinga á þjóðfundi það sumar,
var Friðrik kóngur austur á Borg-
undarhólmi með greifynju Danner
og skar nöfh þeirra í trjáberki.
Auk þessa skoðuðum við fjöld-
ann allan af kirkjum. Þær
skemmtilegustu eru hringmyndað-
ar, rundkirker, í senn virki og
kirkja. Sú elsta og stærsta þeirra
Rósirnar breiða úr sér í húsagörðum í júlí.
Landslag er sums staðar furðu mikið og
fagurt. Þessar klettaborgir eru vinsælt við-
fangsefni listmálara. Málverkið er eftir Ge-
org Emil Liebert og er frá árinu 1871.
er Österlars frá því um
1150, með merkilegum
kalkmálverkum og þremur
rúnasteinum frá því um
1050. Ógleymanlegt mann-
virki, sniðuglega hugsað og
sérkennilega fallegt.
Þetta síðasta kvöld borðuð-
um við á fínasta reykhúsi
eyjarinnar, í Hasle, óvenju-
stóra skammta af reyktum
sjávarafurðum, m.a. músl-
ingum og rækjum sem við
fengum reyktar en ópillað-
ar. Maður var orðinn fitug-
xn og reyktur um allan
kropp þegar þeirri máltíð
var lokið og gengum við
lengi í fiörunni til að viðra
burtu lyktina áður en við
ókum af stað til Rönne og
tókum ferjuna aftur til
Hafnar, sæl eftir góða ferð.
-SA
% # 1
miyjWia
Borgundarhólmsbúar eru indælt fólk heim að sækja:
Rósir og reyktur makrill
r
Aramót í skoskum kastala
Óðals- og kastalaeigendur á
Skotlandi hugsa sér gott til glóðar-
innar um næstu áramót. Fjölmarg-
ir hafa auglýst glæsileg húsakynni
sín til leigu. Einna glæsilegastur
þeirra kastala sem enn eru falir
kvað vera Blairquhankastali í Ayr-
ishire. Til þess að gefa fólki hug-
mynd um hvers lags vistarverur
verið er að leigja út má geta þess að
í Blairquhankastala eru tíu tveggja
manna svefnherbergi og fimm eins
manns svefnherbergi. Gera má ráð
fyrir því að væntanlegir gestir fagni
nýja árinu með góðum málsverði
og það ætti að vera auðvelt í Bla-
irquhan því borðstofúborðið rúmar
auöveldlega 24 matargesti. Þess
utan eru ýmis salarkynni og her-
bergi sem láta má fara vel um sig í.
Þegar kastalar og óðul eru leigð út
fylgir gjama starfslið og í tilfelli
Blairquhan er boðið upp á kokk og
þrjá þjóna.
En þá er aðalatriðið eftir - kostn-
aðurinn. Fyrrnefridur kastali verð-
ur leigður frá 29. desember til 2. jan-
úar og fyrir það vill kastalaeigand-
inn fá rúmar fimm milljónir króna.
Það má náttúrlega deila upphæð-
inni í 24 hluta en ódýrt getur það
ekki talist. Þeir sem vilja kynna sér
gistimöguleika á skoskum óðals-
setrum, mörg eru mun ódýrari en
kastalinn sem hér var nefndur, geta
sent tölvupóst á
goldsmith@ednetco.uk.
Tárahöll verður tónleikahöll
Eftir fiögurra ára endurbætur
hefur gamla landamærastöðin við
Friedrichsstrasse í Berlín verið
opnuð almenningi á ný. Viðgerðim-
ar voru umfangsmiklar en það voru
Þýsku jámbrautimar sem fiár-
mögnuðu verkið. Landamærastöðin
gegndi lykilhlutverki á tímum
Berlínarmúrsins en hefúr nú tekið
við hlutverki verslanamiðstöðvar.
Gamla varðstöðin hefur verið fiar-
lægð og einnig fr íhafnarverslunin.
í staðinn eru komnar fimmtíu
glæsilegar verslanir en þegar fram-
kvæmdir hófúst var ákveðið að að-
alsal landamærastöðvarinnar yrði
haldið óbreyttum og þar verða
haldnir tónleikar í framtíðinni. Á
tímum kalda stríðsins gekk
landamærastöðin jafnan undir
nafninu Tárahöllin á meðal al-
mennings og hefúr verið ákveðið að
tónleikasalurinn beri það nafn eftir-
leiðis.
Stonehenge bjargað
Bresk stjómvöld hafa ákveðið að
hefia endurbætur á hinum forsögu-
legu minjum í Stonehenge á Suður-
Englandi. Stonehenge er gert úr til-
höggnum steinum sem er raðað í
tvo stóra hringi og er talið að stein-
arnir hafi verið reistir í fimm
áfóngum á tímabilinu 2700 til 1490 f.
Kr. Steinamir, sem taldir era hafa
tengst sólardýrkun í fomöld, era í
mikilli hættu vegna stöðugs ágangs
ferðamanna. Á hverju ári koma um
750 manns til Stonehenge en það er
einkum mengun frá bílum sem hef-
ur farið illa með steinana. í áætlun
stjómvalda felst meðal annars að
banna bílaumferð alfarið í nágrenni
staöarins og beina henni í gegnum
göng í staðinn. Þá stendur til að
byggja þjónustuskála fyrir gesti og
reynt verður að stýra þeim betur
um svæðið.