Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Side 49
LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999
±Tt
Svefnklefar í ilugvélum
f vikunni kynnti breska flugfé-
lagið British Airways nýjung á dag-
legri flugleið félagsins á milli
London og Baltimore. Nýjungin fel-
ur í sér fjórtán svefnklefa, sem all-
ir eru innan fyrsta farrýmis, þar
sem hver farþegi hefur þægilegt
rúm að hvíla sig í á leiðinni. Að
sögn British Airways er farþegum í
sjáifsvald sett hvort þeir vilja sofa
alla leið en með einu handtaki má
| breyta rúminu í þægilegan tveggja
sæta sófa; þannig að jafhvel er
1 hægt að bjóða einhverjum inn að
spjalla. Bónusinn við svefhklefana
eru svo auðvitað náttfótin sem
hver og einn farþegi fær til eignar.
Þýsk áhríf flæða yfir
Mallorca
Þýskir ferðamenn hafa löngum
verið fjölmennir á spænskum sólar-
ströndum og ekki síst á eyjunni
! Mallorca.
j Þeir eru
langmest
j áberandi
I þeirra fjöl-
mörgu
i þjóða sem
heim-
sækja
j Maliorca á
ári hveiju
og sumir
halda því
jafnvel
fram að
I eyjan sé
j að verða
ekkert
annað en
þýsk ný-
lenda. Það
j er kannski ekkert skrýtið ef horft
er til þess að árlega dveija rúmlega
þrjár milijónir Þjóðverja á Mall-
; orca en eyjarskeggjar sjálfir eru
ekki nema um 600 þúsund.
Flestir veikjast í Mexíkó
Mexíkó er það land þar sem
breskir ferðamenn verða helst
veikir. Þetta kemur fram í nýrri
könnun bresku neytendasamtak-
* E nJvjj i y
I ^ J I —J ■ « I
anna. I könnuninni segir jafiiframt
að magakveisa sé sá sjúkdómur
sem oftast hrjáir ferðamennina.
Samkvæmt niðurstöðum neytenda-
samtakanna koma Dóminíska lýð-
veldið, Egyptaland, Indland, Sri
Lanka, Tyrkland, Túnis, Kína og
Kenía næst á eftir yfir þau lönd þar
sem ferðamenn veikjast gjama.
Þeir sem vilja eiga áhyggjulausa
frídaga ættu að mati samtakanna
að setja stefnuna á Belgíu og Króa-
tíu.
Eyddi 35 árum í að telja
steina
Áhugamál manna eru misjöfn
eins og gengur en liklega á eðlis-
fræðiprófessorinn dr. Malcolm
Comwall, í Sussex á Englandi, eng-
an sinn líka. Prófessorinn hefur
nefnilega eytt 35 árum í að telja
smásteina á ströndinni við
Brighton. Og nú er talningunni lok-
ið og prófessorinn segir einn millj-
arð steina vera á ströndinni. Kenn-
ingu sína byggir hann á notkun
stærðfræðiformúlna en hann hefur
í kjölfarið skorað á aimenning að
afsanna kenningu sína. Að sögn
prófessorsins tekur það venjulegan
mann ekki undir 2500 árum að
handtelja steinana þannig að ólík-
legt er að nokkur taki áskoruninni.
Comwall prófessor er búinn að
finna sér nýtt viðfangsefni en hann
hyggst reilöia út hve mikill sjór er
í Ermarsundi. Verði honum að
góðu, kynni einhver að segja.
1500 farþega flugvél framtíðarinnar
Flugumferð fer hraðvaxandi og því er
spáð að fjöldi flugfarþega muni marg-
faldast á næstu árum. Samkvæmt nýj-
um tölum vom flugfarþegar á Bretlandi
um 160 milljónir á síðasta ári og ef spár
ganga eftir verða þeir 190 milljónir að
aðeins tveimur til þremur áram liðnum.
Þrátt fyrir ört vaxandi fjölda flugfar-
þega hafa mörg flugfélög tekið smærri
flugvélar í þjónustu sína. Tvær meginá-
stæður eru taldar liggja þar að baki :
farþegar leggja æ meir upp úr því að
flugferðir séu tíðar og flugfélögin sjá sér
leik á borði því smærri vél er hagkvæm-
ari í rekstri en getur haft jafnmörg sæti
á fyrsta farrými og stærstu flugvélam-
ar.
Flugvélaframleiðandinn Airbus hugs-
ar þó ekki á þessum nótum því á þeim
bæ styttist í að stærsta farþegaflugvél
Þetta líkist ekki mjög innviðum þeirra flugvéla
sem flestir þekkja en svona er gert ráð fyrir að
gangur á neðri hæð A3 vélarinnar muni Ifta út.
heims líti dagsins ljós. Vélin, sem geng-
ur undir nafninu A3
, mun taka 555 farþega en til saman-
burðar tekur stærsta flugvélin nú,
Boeing 747-400, ijögur hundrað farþega.
Fyrsta stóra Airbusvélin - sem verður
tekin í notkun eftir fimm ár - verður
með sæti fyrir 555 farþega en næsta
módel þar á eftir mun taka 650 farþega.
Flugfálög sýna áhuga
Þótt nýja Airbusvélin muni rúma 150
farþega umfram stærstu Boeing-vélina
verður hún svipuð að stærð. Airbus-
menn vita að þegar Boeing kom fram
með 747 vélina snemma á áttunda ára-
tugnum varð að gera viðamiklar breyt-
ingar á flugvöllum vegna stærðar og
þunga þeirrar vélar : byggja varð nýja
útgöngurana, styrkja mal-
bik á flugbraut og eftir það
var bygging flugvafla mið-
uð við 80 metra vænghaf
Boeing 747 vélarinnar en
A3-vélin verður innan
þeirra marka.
Aukinn Qöldi farþega
mun þó væntanlega valda
töfum þegar kemur að því
farþegar ganga um borð
eða frá borði. Víðast hvar
dugir einn útgöngurani
fyrir 747 vélar en Airbus-
menn hafa lagt til að út-
gönguranar verði tveggja
Svona mun nýja Airbusvélin, A3 , líta
undar taki sig á loft, með 555 farþega
hæða í framtíðinni til að flýta fyrir.
Ekki er vitað á þessari stundu hveij-
ir verði fyrstir til að taka A3-risavélina
í notkun en heyrst hefur að British
Airways, Cathay Pacific og United séu
sterklega að íhuga slík flugvélakaup.
Innviðir nýju vélarinnar verða held-
ur ekki af lakari endanum: meðal þess
sem gert er ráð fyrir er bar og fundarað-
staða auk þess sem hægt verður að
dvelja í svefnklefum á neðstu hæð.
Verslanir og líkamsræktaraðstaða er
síðan það sem hugsanlega mun sjást í
næstu flugvél á eftir.
Allt að fjórfalt stærri
Ljóst er að A3 vélin mun fljúga um
loftin blá að fáum árum liðnum. Boein-
gmenn halda hins vegar enn að sér
höndum og sagðist stjómarformaður
fyrirtækisins í sumar ekki sjá þörf fyrir
Eiffelturn og Sigurbogi i Las Vegas
- Pansarbúar sármóðgaðir yfir uppátækinu
„Ég opnaði gluggann og hvað sá
ég? Eiffelturninn. Hann var svo
raunverulegur að mér fannst ég
komin heim,“ sagði franska leik-
konan Catherine Deneuve þegar
hún lýsti áhrifum hins nýja Parisar-
hótels í Las Vegas,en það var form-
lega opnað fyrr í vikunni.
Nú þarf sem sagt ekki að fara til
Parísar til að njóta Parísar og ekki
heldur til Feneyja ef svo ber undir.
Eftirlíkingar af merkustu bygging-
um þessara borga er nefnilega að
finna í spilavítisborginni Las Vegas
og er Parísarhótelið nýjasta viðbót-
in. Við hótelið er auk Eiffelturnins
og Sigurbogans að finna eftirlíkingu
af ráðhúsi Parísar, Hotel de Ville, og
Parísaróperunni. Þá er framhlið
Louvresafnsins einnig að finna á
hótelinu, auk þess sem áhrifa ffá
Versölum gætir á hótelgöngunum.
Á hótelinu eru 2916 herbergi og
allt á að vera eins franskt og það
getur orðið. Kartöflur eru til að
mynda fluttar flugleiðis frá París á
hverjum morgni. Þá bjóða lyftu-
drengirnir gestum góðan dag á
frönsku og syngja frönsk þjóðlög ef
vel liggur á þeim. Parísarhótelið
kostaði tæpar 800 milljónir dala sem
er lítið í samanburði við Feneyja-
hótelið í sömu borg, en það kostaði
Eiffelturninn virðist talsvert lægri en
um Sigurbogann sem glittir í vinstra
rúmlega 1,6 milljarða dala.
Parísarbúar eru víst margir sár-
móðgaðir yfir uppátæki hótelhald-
ara í Las Vegas og finnst illa farið
með borgina sína. Hótelstjóranum
berast daglega bréf þar sem Parísar-
búar lýsa vanþóknun sinn á hótel-
inu.
sá raunverulegi í París. Sama má segja
megin turnsins. Símamynd Reuter
„Við þykjumst ekki hafa endur-
skapað París en við getum glatt
marga þá sem hefur alltaf dreymt
um að sjá borgina, „ segir hótelstjór-
inn um kvartanirnar. Flestir hljóta
samt að vera sammála um að það er
og verður aðeins ein París.
-reuter
Ferðafélag Isiands:
Haustið skemmtilegasti tíminn í Þórsmörk
Haustið telja margir einn
skemmtilegasta tímann til að heim-
sækja náttúruperluna Þórsmörk og
það notfærir Ferðafélag fslands sér
með skipulagningu ferða þangað
um hverja helgi. Sú haustferð sem
hvað vinsælust hefur verið seinni
árin er haustlita- og grillveisluferð í
Þórsmörk, en hana má telja eins
konar uppskeruhátið eftir ferðir
sumarsins.
Það er reyndar ekki aðeins nátt-
úran sem heillar, heldur eru einnig
áhugaverðar sögur og sagnir tengd-
ar ýmsum stöðum þar. Fararstjórar
Ferðafélagsins stýra gönguferðum
og svo veglegri grillveislu og kvöld-
vöku á laugardagskvöldinu sem
mikið verður í lagt. Ferðafélagið
hefur fengið til liðs við sig trúbador-
við tónlist og
aðra skemmt-
an.
Allir eru
velkomnir að
vera með en
vissara er að
panta tíman-
lega. Farmiða
þarf að taka í
síðasta lagi
fimmtudag-
inn 16. sept-
Haustlitaferðin er með vinsælustu ferðum Ferðafélagsins. ember. Gist
er í svefn-
pokaplássi í Skagfjörösskála Ferða-
félagsins í Langadal. Ferðin verður
farin helgina 17.-19. september og er
brottfór á fostudagskvöldinu kl.19.00
frá BSÍ, austanmegin.
inn Ingvar Valgeirsson sem mun
halda uppi góðri stemningu á kvöld-
vökunni og við fleiri tækifæri i ferð-
inni, en annað hæfileikafólk mun
einnig koma við sögu í sambandi
út. Áætlað er að fyrsta vél þessar teg-
innanborðs, að fimm árum liðnum.
slíkan farkost í framtíðinni. Þessu trúa
fufltrúar Airbus tæplega enda spá þeir
því að innan fárra ára verði jafnvel
markaður fyrir flugvél sem tæki 1500
farþega og þeir hafa raunar boðað smíði
slíkrar vélar fyrir árið 2018. Hvort og
hvað keppinautamir hjá Boeing gera í
framtíðinni skal ósagt látið en víst þyk-
ir að flugvélar framtíðarinnar verða allt
að fjórfalt stærri en þær sem við eigum
að venjast í dag. -Condé Nast Traveler
EVROPA
BÍLASALA
"tákn um traust"
www.evropa.is
Söluskráin á Netinu
Opið alla daga
Faxafen 8, sími 581 1560
:aðU falleg og sterk
samkomutjöld
avk
Leigium borð, stóla,
ofna o.fl.
Tjaldaleigan
Skemmtilegt hf.
Skógarsel 15, sími 557 7887
Herravörurnar
frá Whispering Smith
komnar aftur
Einnig dömukápur
og draktir
Opió
mánudaga-
fiinmtudága 10-13
föstudága 10-19
laugardaga 10- 18
sunnudaga 13 17